Morgunblaðið - 06.12.1988, Side 36

Morgunblaðið - 06.12.1988, Side 36
36 VA> rrr-Trr-* rryr-if-r/-r r\ rr-* rrv . <yr tt r-r-rrx-r r-r-r rr > TrTT>rrTr> rr/> MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 Fyrstu viðræður afganskra skæruliða og Sovétmanna: Skæruliðar segja fiindinn sigur fyrir málstað þeirra Sovétmenn krafðir um stríðsskaðabætur Moskvu. Reuter. FYRSTA fundi fulltrúa stjórnvalda í Sovétríkjunum og afganskra skæruliða lauk á sunnudagskvöld en viðræðumar fóra fram i Saudi-Arabíu. í tilkynningu sovésku TASS-fréttastofúnnar í gær sagði að fundurinn væri „eðlileg afleiðing" þeirrar viðleitni að binda enda á átökin í Afganistan en skæruliðar sögðu viðræðurn- ar vera sigur fyrir málstað þeirra. TASS-fréttastofan skýrði enn- fremur frá því að sex manns hefðu fallið í eldflaugaárásum skæru- liða á tvær borgir í Afganistan. í fréttum TASS var vitnað til tilkynningar Bakhtar, hinnar opin- beru fréttastofu Afganistans, þar sem sagði að líta bæri á viðræð- umar sem lið í þeirri þrotlausu viðleitni stjórnvalda bæði í Sov- étríkjunum og í Afganistan að koma á friði í landinu. Þetta er í fyrsta skipti sem fulltrúar Sovét- manna og skæruliða eiga beinar viðræður en undirbúningsviðræð- ur höfðu farið fram í Pakistan í síðasta mánuði. Skæruliðar sögðu á hinn bóginn að viðræðumar væru sigur fyrir málstað þeirra en fram til þessa hafa Sovétmenn ekki viljað viður- kenna þá sem rétta fulltrúa afg- önsku þjóðarinnar. Skæruliðar hafa heitið því að beijast allt þar til síðasti sovéski hermaðurinn er á brott úr landi þeirra. Þeir hafa og lýst sig andvíga Genfar-samn- ingnum um brottflutning sovéska innrásarliðsins, sem undirritaður var í apríl á þessu ári. Áður en viðræðumar hófust gáfu skæruliðar út yfirlýsingu þar sem sagði að þeir myndu krefjast þess að sovéska herliðið yrði tafar- laust kallað á brott auk þess sem Sovétmenn yrðu krafnir um stríðsskaðabætur. Sovétstjómin hefur lagt til að haldin verði al- þjóðleg ráðstefna um málefni Afg- anistans og var búist við því að sovéska sendinefndin ítrekaði til- lögu þessa í viðræðunum. TASS-fréttastofan skýrði frá því í gær að Najibullah, leiðtogi leppstjómarinnar í Kabúl, höfuð- borg Afganistans, hefði sent Ah- mad Shah Massoud, einum helsta leiðtoga skæruliða, bréf þar sem lagt væri til að skæruliðar og stjómvöld tækju upp beinar við- ræður. Sovéska fréttastofan sagði sex manns hafa fallið er skæruliðar skutu eldflaugum á Gardez, höfuð- borg Paktía-héraðs, og á bæinn Kunduz. Útvarpið í Kabúl skýrði frá árásunum á sunnudagskvöld og sagði 44 hafa fallið í þeim. 25 skæruliðar voru sagðir hafa fallið í bardögum í Paktía-héraði auk hemaðarráðgjafa frá Banda- ERLENT Reuter Utanríkisráðherra Frakklands, Roland Dumas og forsætisráðherra Grikklands, Andreas Papandreou, ræða við blaðamenn á laugardag. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Anibal Cavaco Silva, forsætisráðherra Portúgals, fylgjast með. Leiðtogafúndur Evrópubandalagsins á Rhódos stóð í tvo daga. Reuter Fjársöfhun í Gorkíj-garði Heittrúaður rússi mundaði kross og dýrlingamynd þegar hann tók þátt í fjársöfnun í Gorkíj-garðinum í Moskvu í gær til styrkt- ar byggingu minnisvarða um fórnarlömb Stalíns. A borðanum í forgrunni stendur: „Upprætum Stalínsisma". Leiðtogafiindur EB á Rhódos: Evrópa sem viðskipta- svæði ekki vífirsfirðinef Rhódos. Reuter. ^—* **—? V—J LEIÐTOGAR Evrópubandalagsins gáfú þá yfirlýsingu eftir fúnd sinn á grísku eyjunni Rhódos um helgina að ekki yrðu teknir upp verndartollar þegar bandalagsríkin 12 mynda stærsta sameiginlega markað heims í árslok 1992. Leiðtogar ríkjanna sögðust staðráðnir í því að stuðla að aukinni hlutdeild bandalagsins á heimsmörkuðum og fögnuðu bættum samskiptum bandalagsins við ríki Austur-Evrópu. „Árið 1992 verður Evrópa við- skiptasvæði, ekki víggirðing," sagði í yfírlýsingunni. Með henni er ætlað að eyða ótta Bandaríkjamanna, Japana og annarra þjóða sem standa utan bandalagsins og eru uggandi um að viðskiptahöftum verði komið á þegar innri markaður um 320 milljóna manna kemst á laggimar. I samþykkt EB 21. nóvember síðastliðinn fagnaði bandalagið yfir- lýsingu Palestínumanna um stofnun sjálfstæðs ríkis og viðurkenningu þeirra á ríki Gyðinga en tilmælum Grikkja, Spánveija, Frakka og ítala um að lýsa yfir enn frekari stuðn- ingi við Palestínumenn var hafnað á fundi EB um heigina. Viðræður utanríkisráðherra Kína og við sovéskra ráðamanna: Sljórnvöld í Kína segja fiindinn marka þáttaskil Heimsóknin endurgoldin 1 byrjun næsta árs Tókío, Peking. Reuter. EDÚARD Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, mun fara í opinbera heimsókn til Kína í byrjun næsta árs, að sögn hins kínverska starfsbróður hans, Qians Qichens. Mun Shevardnadze þannig endurgjalda heimsókn Qichens til Sovétríkj- anna en henni lauk á laugardag og er það í fyrsta skipti í 30 ár sem utanríkisráðherra Kína sækir ráðamenn í Sovétríkjunurn heim. Heimsókn Qichens lauk á laug- Stjómvöld í Kína sögðu að för ardagskvöld en hann dvaldi í þijá Qichens til Sovétríkjanna markaði daga í Sovétríkjunum og ræddi m.a. við þá Edúard Shevardnadze og Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins. Qi- en skýrði síðan frá því á sunnudag að Shevardnadze hygðist endur- gjalda heimsóknina í byijun næsta árs. tímamót og að ríkisstjómir beggja ríkjanna teldu brýnt að leiðtogar þeirra kæmu saman til fundar. Dagblaðið Guangming sagði stjómvöld í báðum ríkjunum telja að unnt væri að leysa deiluna um Kambódíu og að þess væri vænst að Víetnamar myndu brátt kalla Dagblaðið Guangming sagði Qichen og sovésku ráðamennina einnig hafa rætt hvemig efla mætti samskipti ríkjanna á ný „í þágu heimsfriðar og til hagsbóta fyrir alþýðu manna í Iöndunum tveimur". Forsætisráðherrar Bretlands og írlands, Margaret Thatcher og Charles Haughey, áttu fund þar sem rædd vom örlög írska prestsins Patricks Ryans. Bretar hafa hann gmnaðan um hryðjuverkastarfsemi og hafa þeir krafist þess að írar framselji hann. Presturinn var í haldi í Belgíu en þarlend stjómvöld neituðu að framselja Bretum hann og sendu hann þess í stað til ír- lands. Þar er hann nú fijáls ferða sinna. Þá ákvað EB á fundi sínum að hafa forgöngu um alþjóðlega bar- áttu gegn gróðurhússáhrifum, eyð- ingu ósonlagsins og öðrum um- hverfisverndarmálum. í yfirlýsing- unni segir að sérstaka áherslu beri að leggja á mengunarvamir í Mið- jarðarhafi, Norðursjó, og írlands- hafi vegna mikilvægi þessara haf- svæða í efnahagslegu og vistfræði- legu tilliti. Leiðtogafundur EB á Rhódos þótti þó fremur tíðindalítill og fjöl- miðlar beindu athyglinni óspart að Dimitra Liani, fylgikonu Adreas Papandreous forsætisráðherra GrikVlands Pólland: Walesa kveðst híssa á að fá vegabréf hersveitir sínar frá landinu. Víet- namar, sem njóta stuðnings Sovét- manna, réðust inn í Kambódíu árið 1978 og hefur vera herliðsins þar verið helsta deiluefni Sovét- manna og Kínvetja, sem styðja þijár fylkingar skæmliða er beij- ast gegn innrásarliðinu. Varsjá. Reuter. PÓLSK stjóravöld afhentu í gær Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, hinna ólöglegur verkalýðssam- taka, vegabréf i fyrsta sinn i sjö ár og leiðtoginn • sagðist vera fúrðu lostinn yfir því að fá loks- ins að ferðast erlendis. Walesa hefur ekki fengið leyfi til að ferðast erlendis síðan Wojc- iech Jamzelski, leiðtogi Póllands, setti heriög í landinu í desember árið 1981 til að bijóta Samstöðu á bak aftur. Walesa hyggst fara með flugvél til Parísar á föstudag í boði Francois Mitterrands, forseta Frakklands, og sótti hann vegabréf- ið í gær á höfuðstöðvar lögreglunn- ar í Gdansk. „Ég er steinhissa á því að þeir skyldu loksins veita mér vegabréf," sagði Walesa og kvaðst ekki vita hvers vegna honum væri leyft að fara úr landi. Þegar Pólveijum er afhent vegabréf jafngildir það leyfi til að ferðast erlendis og er það í vörslu yfírvalda á milli ferða. Málgagn pólska kommúnista- flokksins, Trybuna Ludu fór fögmm Lech Walesa orðum um Walesa í gær. Ritsjóri blaðsins, Jerzy Majka, sem einnig er talsmaður miðstjómar flokksins, lýsti Walesa sem „verðugum tals- manni þjóðarsáttar" og þykir það benda til þess að pólsk stjórnvöld vilji ganga til viðræðna við Sam- stöðumenn um framtíð Póllands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.