Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988
Halldór Asgrímsson:
Margir fá ekki lán frá
Atvinnutryggingasjóði
A FUNDI sameinaðs Alþingis í
gær var efnt til umræðna utan
dagskrár um stöðu fyrirtækja í
sjávarútvegi að ósk allra stjórnar-
andstöðuflokkanna. Sjávarút-
vegsráðherra sagði meðal annars,
að mörg fyrirtæki fullnægðu ekki
skilyrðum Atvinnutrygginga
sjóðs fyrir aðstoð. Þorsteinn Páls-
son, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, sagði að miðað við óbreytta
stjórnarstefnu gæti atvinnuleysi í
landinu orðið 4 til 5% þegar líður
á veturinn.
Þorsteinn Pálsson (S/Sl) sagði
vanda sjávarútvegsins mikinn og að
ekki yrði beðið lengur með aðgerðir.
Hann sagði að forsætisráðherra og
sjávarútvegsráðherra hefðu lýst því
yfír að grípa þyrfti til aðgerða en
ekkert hefði komið fram um það í
hveiju þær aðgerðir yrðu fólgnar eða
hvenær yrði gripið til þeirra. Raun-
hæfar ráðstafanir yrðu að fela í sér
aukið aðhald í ríkisbúskapnum og
fráhvarf frá þeirri skattastefnu sem
nú legðist með miklum þunga á at-
vinnulífíð. Með rangri gengisskrán-
ingu og aukinni skattheimtu stefndi
nú í atvinnuleysi, sem gæti orðið 4
til 5% seinna í vetur.
Þorsteinn sagði að langflest fyrir-
tæki í sjávarútvegi væru vel rekin
og gera þyrfti almennar ráðstafaniri
til að tryggja afkomu þeirra. Hann
sagði að lokum, að með því að færaj
fjármuni úr ríkissjóði til einstakra
fyrirtækja, sem væru í reynd gjald-
þrota, væri stefnt að þjóðnýtingu í
sjávarútvegi.
Hreggviður Jónsson (B/Rn) taldi
að gengisfelling væri einungis
skammtímalausn og eina lausn van-
dans væri að strika út skuldir fyrir-
tækjanna. Kristín Halldórsdóttir
(Kvl/Rn) sagði að athygli vekti, að
allar lausnir á vanda sjávarútvegsins
væru miðaðar við bætta afkomu
fyrirtækja, en afkoma heimilanna
væri afgangsstærð. Kvennalistakon-
ur styddu raunhæfar aðgerðir, en
gætu ekki fallist á aðgerðir sem bitn-
uðu á launafólki.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði að kjör í landinu
væru langt umfram það, sem at-
vinnugreinin þyldi. Hann sagði að
meðan góðæri ríkti í landinu hefði
verið gengið alltof langt í aukningu
ráðstöfunartekna og ekki hefði held-
ur tekist að stýra ríkisfjármálunum
sem skyldi.
í ræðu sinni sagði sjávarútvegs-
ráðherra enn fremur, að það væri
Ijóst, að mjög mörg fyrirtæki upp-
fylltu ekki þau skilyrði sem Atvinnu-
tryggingarsjóður setti fyrir lánveit-
ingum. Brýna nauðsyn bæri til upp-
stokkunar í rekstri þeirra og í sum-
um tilfellum sameiningar. í máli
ráðherra kom einnig fram, að mörg
fyrirtæki hafa stöðvast, ekki aðeins
vegna rekstrarerfiðleika heldur einn-
ig vegna hráefnisskorts. Mörg þeirra
gætu ekki tekið aftur til starfa eftir
áramót.
Fleiri alþingismenn tóku þátt í
þessum umræðum, sem stóðu langt
fram eftir kvöldi.
*
Afengiskaup handhafa forsetavalds:
Upplýsingar bárust
nafiilaust til flölmiðla
- segir Geir H. Haarde
Á fundi sameinaðs Alþingis í gær urðu nokkrar umræður vegna
yfirlýsingar Þorvaldar Garðars Kristjánssonar (S/Vf) um áfengis-
kaup handhafa forsetavalds. Guðrún Helgadóttir forseti samein-
aðs Alþingis og Ólafiir Ragnar Grímsson Qármálaráðherra svör-
uðu gagnrýni hans á málsmeðferð þeirra og ummæli í fjölmiðl-
um. Geir H. Haarde (S/Rvk) sagði nauðsynlegt að mál af þessu
tagi fengju eðlilega umQölIun en upplýsingar um þetta mál hefðu
borist fjölmiðlum með óeðlilegum hætti. Hvatti hann þingforseta
til að kanna hvemig það hefði átt sér stað.
Þorvaldur Garðar Kristjáns- Ólafiir Ragnar Grímsson
son flutti þinginu yfirlýsingu
vegna áfengiskaupa sinna, þegar
hann var sem forseti sameinaðs
Alþingis einn af handhöfum for-
setavalds. Þessi yfírlýsing er birt
í heild sinni annars staðar á blaðs-
íðunni.
Þegar Þorvaldur Garðar hafði
lokið máli sínu tók Guðrún Helga-
dóttir, núverandi forseti sam-
einaðs AJþingis, til máls. Sagðist
hún harma orð hans í sinn garð,
en þau væru byggð á miklum mis-
skilningi. Hún hefði engin afskipti
haft af þessu máli í fjölmiðlum
önnur en þau, að svara spuming-
um um gildandi reglur í þessum
efnum. Þær væru á þá leið, að
forseti sameinaðs þings nyti engra
sérréttinda varðandi áfengiskaup
hjá ÁTVR. Það væri hins vegar
túlkunaratriði hvort handhafar
forsetavalds hefðu slík réttindi
hver fyrir sig. Guðrún sagðist telja
að svo væri ekki, heldur hlytu
þeir allir að koma fram fyrir hönd
forseta landsins í fjarveru hans.
Ólafúr Þ. Þórðarson (F/Vf)
sagðist sjá ástæðu til þess að
þakka Ríkisendurskoðun, fjár-
málaráðherra og forseta samein-
aðs Alþingis vegna þessa máls.
Hann sagðist hins vegar harma,
að hafa orðið vitni að því, að fyrr-
verandi forseti sameinaðs Alþingis
hefði ekki farið rétt með tölur
varðandi áfengiskaup sín.
fjármálaráðherra sagði að
áfengiskaup handhafa forseta-
valds á árum áður hefðu verið
könnuð vegna eindreginna óska,
sem til hans hefði verið beint, eink-
um frá fulltrúum fjölmiðla. Hann
hefði látið þær upplýsingar í té,
en auðvitað mætti deila um hvort
fjármálaráðherra eða Ríkisendur-
skoðun hefði átt að gera það. Ólaf-
ur sagði að ekki ætti að ríkja nein
launung í þessum efnum og það
væri misskilningur hjá Þorvaldi
Garðari að þetta hefði verið gert
í pólitísku skyni.
Geir H. Haarde (S/Rvk) sagð-
ist vilja vekja athygli á einni hlið
þessa máls. Sér fyndist það skipta
verulegu máli, með hvaða hætti
upplýsingar um þetta mál hefðu
verið birtar. „Það vill þannig til,
að alþjóð hefur tvívegis orðið vitni
að því á síðustu vikum, að á æðstu
stöðum hafa menn ekki virt trúnað
um viðkvæm mál, heldur látið
fréttir af þeim berast nafnlaust til
fjölmiðla."
Geir sagði, að annars vegar
væri þar um að ræða beiðni sérs-
taks ríkissaksóknara í Hafskips-
málinu um að tiltekinn þingmaður
yrði sviptur þinghelgi og hins veg-
ar upplýsingar um áfengiskaup
forseta Hæstaréttar. í báðum
þessum málum hefðu fréttir, hafð-
ar eftir nafnlausum heimildar-
mönnum, birst í sjónvarpi áður en
málin voru rædd við viðkomandi
aðila.
Hann sagði nauðsynlegt að mál
sem þessi fengju eðlilega umfjöll-
un í fjölmiðlum, en fréttaflutning
um trúnaðarupplýsingar yrði að
bera að með eðlilegum hætti.
Ráðamenn, sem gæfu fjölmiðlum
slíkar upplýsingar, ættu að koma
fram undir fullu nafni. í þessum
tveimur málum hefði orðið trúnað-
arbrestur og stjórnvöld og forsetar
þingsins yrðu að gera hreint fyrir
sínum dyrum, svo treysta mætti
því, að eðlilegs trúnaðar yrði gætt
í málum af þessu tagi.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
tók aftur til máls. Sagðist hann
hafa lagt á það áherslu í yfirlýs-
ingu sinni, að almennar stjórnskip-
unar- og stjórnsýslureglur ættu
að gilda við meðferð mála af þessu
tagi. Hann sagði að í máli Ólafs
Þ. Þórðarsonar hefðu komið fram
dylgjur um að hann hefði skýrt
rangt frá áfengiskaupum sínum.
„Sárt bítur soltin lús,“ sagði hann
um þau orð Ólafs. Þorvaldur Garð-
ar bætti því við, að ummæli hans
í sjónvarpsviðtali virtust hafa mis-
skilist og ýmsir skilið orð hans
þannig, að hann hefði keypt 100
til 200 áfengisflöskur á ári. Hann
hefði hins vegar keypt umrætt
magn í hvert skipti sem hann var
handhafi forsetavalds. Þessi mis-
skilningur hefði verið leiðréttur í
sjónvarpinu að hans eigin ósk.
MÞIAGI
Yfírlýsing’ Þorvaldar Garðars Krist
jánssonar vegna áfengiskaupa
Þorvaldur Garðar Kristj-
ánsson fyrrum forseti samein-
aðs Alþingis gaf eftirfarandi
yfirlýsingu á fimdi Alþingis í
gær:
Mikið hefur verið talað síðustu
dagana um áfengiskaup hand-
hafa forsetavalds. Með því að ég
var sem forseti sameinaðs AI-
þingis einn af handhöfum for-
setavalds í fimm ár þykir mér
hlýða að flytja þinginu svohljóð-
andi yfirlýsingu:
Þegar ég var forseti samein-
aðs Alþingis keypti ég áfengi hjá
Áfengisverslun ríkisins á kostn-
aðarverði. Mér var kunnugt um
• að handhafar forsetavalds hefðu
þessi réttindi og svo væri í fram-
kvæmd. Og enga athugasemd
hefir Ríkisendurskoðun gert við
mín áfengiskaup í fimm ár. Ég
leit svo á að kaup mín á áfengi
á þessum kjörum fylgdu emb-
ætti mínu og gengju raunar að
hluta upp í risnukostnað vegna
embættis míns, sem ég bar sjálf-
ur og gerði Alþingi ekki reikning
fyrir.
Alþingi greiðir að sjálfsögðu
allan kostnað af opinberum veisl-
um sínum og móttöku erlendra
gesta og annað þess háttar, sem
til fellur. En alltaf vill það henda
að vel geti farið á að forseti sam-
einaðs Alþingis fái menn á veg-
um þingsins, hvort heldur inn-
lenda eða erlenda gesti, á sitt
heimili, ef við verður komið og
veiti þar það sem þykir við hæfi.
Forsetar erlendra þjóðþinga hafa
ákveðna risnu til að mæta slíkum
kostnaði auk þess sem þeir hafa
ráðherralaun. Hér er um hvorugt
að ræða.
Hins vegar hafa aðrir svo sem
ráðherrar í ríkisstjóm Islands
risnu. Það er jafnsjálfsagt sem
það er vandfarið með þau
fríðindi. í raun og veru eru
áfengiskaup handhafa forseta-
valds angi af miklu stærra máli.
Það varðar stjómsýslur í heild
og þá ekki síst ríkisstjóm lands-
ins. Hvarvetna þarf að hafa yfir-
sýn til samanburðar í þessu efni
og beita því aðhaldi sem sæmir
góðum stjómarháttum.
Með tilliti til atburða síðustu
daga, fjölmiðlafárs hæstvirts
Qármálaráðherra og glaðbeittra
ummæla hæstvirts forseta sam-
einaðs Alþingis um áfengiskaup
mín vil ég bæta við nokkrum
orðum.
Málefnaleg gagnrýni er af
hinu góða hvar sem við verður
komið. En ég er hugsandi út af
því sjónarspili, sem alþjóð hefir
verið áhorfandi að síðustu daga
vegna áfengiskaupa handhafa
forsetavalds. Ég ætla ekki hér
að hafa uppi gagnrýni á einstaka
fréttamenn eða fjölmiðla, sem
mest hafa aðstoðað við að koma
sýningu þessari á fjalimar. En
ég kemst ekki hjá að víkja nokkr-
um orðum að hæstvirtum forseta
og hæstvirtum fjármálaráðherra.
Ég ætla ekki að í raun og
veru geti verið ágreiningur um
að handhafar forsetavalds hafi
haft heimild til kaupa á áfengi
á kostnaðarverði. Hins vegar
getur menn greint á um hvað
sé hæfilegt að nota heimildina
mikið. Staðreyndin er að þessi
réttur til áfengiskaupa hafi verið
svo lengi sem elstu menn muna
og að því er ætlað er frá fyrstu
tíð, þegar handhafar forseta-
valds komu til.
En nú hefir Guðrún Helga-
dóttir hæstvirtur forseti fullyrt
að handhafar forsetavalds, og
þar með forseti sameinaðs Al-
þingis, hafí ekki átt neinn rétt
og kaupin á áfengi á kostnaðar-
verði hafi verið heimildarlaus.
Ég leyfi mér að mótmæla þess-
ari fullyrðingu sem rangri og
órökstuddri. Ég nota þetta tæki-
færi til að mótmæla þó að um-
mælin hafi verið við fyjlmiðla,
en ekki viðhöfð í forsetastól,
enda er það ekki hlutverk hæstv-
irts forseta að kveða upp dóm
um lögmæti þessa. Hins vegar
er það rannsóknarefni hvers
vegna hæstvirtur forseti leggur
sig fram um að hallá réttu máli
til að reyna að ófrægja forvera
sinn.
Hæstvirtur ijármálaráðherra
hefur vaðið fram á víðan völl í
áfengiskaupamálinu, þó að hann
eigi enga stjórnskipulega aðild
þar um. Að vísu heyrir undir
hann Áfengisverslun ríkisins og
sem slíkur gæti hann vandað um
við starfsmenn fyrirtækisins, ef
ástæða hefði verið til út af þessu
máli, sem nú er ekki til að dreifa.
Hins vegar hefir hæstvirtur fjár-
málaráðherra ekkert að gera
með handhafa forsetavalds eða
nokkuð sem þeim viðkemur,
hvort sem það eru áfengiskaup
þeirra eða annað. Aðfarir hæstv-
irts ráðherra bijóta í bága við
reglur um stjórnskipun landsins
og eru andstæðar allri góðri
hegðun í stjórnsýslu.
Eftir að Ríkisendurskoðun var
gerð óháð handhöfum fram-
kvæmdavaldsins þurfti að móta
venjur og reglur er varðaði yfir-
stjóm Alþingis á stofnuninni. En
meginatriðið var að Ríkisendur-
skoðun starfaði sem áður sjálf-
stætt og væri bundin af almenn-
um stjórnskipunar- og stjórn-
sýslureglum svo sem um hlut-
læga málsmeðferð. Þetta er
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
grundvallaratriði sem ríkisend-
urskoðandi hefir alltaf lagt
áherslu á. Yfirstjórn Alþingis
yfir Ríkisendurskoðun má aldrei
vera andstæð þessari grundvall-
arreglu. Síst af öllu má beita
eftirlitsvaldi að geðþótta og
handahófi til að þjóna
skammtíma sjónarmiðum í
stjórnmálabaráttu eða Ieggja
einstaka menn í einelti. Fylgja
verður föstum almennum reglum
um hvaða upplýsingar eru birtar
í stað þess að láta handahóf og
tilviljanir ráða. Ef þessa er ekki
gætt væri eftirlitsvaldið sannar-
lega illa komið í höndum Al-
þingis. Til þessa má aldrei koma,
en áfengiskaupamálið nú minnir
okkur á skyldurnar við réttarrík-
ið.