Morgunblaðið - 06.12.1988, Síða 51
/
notadijúgt í baráttu við reykingam-
ar. Þetta á einkum við um þá sem
eru mjög sólgnir í nikótín. Þeir sem
reykja pakka eða meira á dag,
kveikja í fyrstu sígarettunni innan
hálftíma frá því að þeir vakna,
reykja mest á morgnana og nota
tóbak sem inniheldur mikið af nikó-
tíni eru að öllum likindum í þessum
hópi. Annað sem oft einkennir slíka
reykingamenn er að þeir eiga erfitt
með að láta vera að reykja þar sem
það er bannað og eins þegar þeir
eru rúmliggjandi vegna veikinda.
Þeir sem þannig er ástatt fyrir
eru líklegri til að geta nýtt sér nik-
ótíntyggjó með góðum árangri.
Fráhvarfseinkenni
Mundu að á hveijum einasta degi
hefurðu trúlega tekið eitthvað á
milli eitt hundrað og fjögur hundruð
sog af sígarettureyk og líkami þinn
er orðinn háður allri þessari stöðugu
nikótínneyslu. í fyrstu gætir þú átt
til að vera órólegur og í erfíðleikum
með að einbeita þér. Skapið getur
orðið sveiflukennt þannig að eina
stundina sértu kátur en aðra niður-
dreginn. Magaverkir gætu farið að
gera vart við sig og hósti þegar
lungun fara að hreinsa sig.
Oþarfi er að örvænta þó að mað-
ur fái einhver þessara fráhvarfsein-
kenna því að þau sýna að líkams-
starfsemin er að taka breytingum
til batnaðar.
Það getur verið að þú sleppir við
öll óþægindi. Býsna margir finna
aðeins mun á sér til hins betra en
naumast nokkur fráhvarfseinkenni.
Svo fer þér að líða betur
Láttu ekkert af þessu hagga
ákvörðun þinni. Margir sem hætta
að reykja reyna fyrst á eftir að
sannfæra sig um að best sé fyrir
þá að byija aftur af því að þeim
líði svo illa. Ef gefstu ekki upp.
Eftir viku tekurðu eftir því að
vellíðan hefur aukist til muna. Og
fljótlega mun þér líða betur en þér
hefur liðið árum saman.
Þú munt sofa betur á næturnar
og svefninn mun veita þér betri
hvíld.
Mæðin minnkar — líkamsástand
þitt verður miklu betra.
Bragð- og lyktarskyn batnar
verulega.
Þú hættir að hósta og ræskja þig
á morgnana.
Þú munt losna við hinn vel
þekkta reykingahöfuðverk.
Allur líkaminn verður sem endur-
nærður, þú andar léttar og verður
hraustari með hvetjum deginum
sem líður.
Hugsaðu um sparnaðinn!
Þú munt smátt og smátt spara
heilmikið fé sem þú getur notað til
einhvers þarfara. Sumir leggja dag-
lega eða vikulega til hliðar það sem
þeim sparast en auðvelt er að reikna
út spamaðinn á hveijum tíma.
Margir sem hætta að reykja, nota
„reykingapeningana“ tii einhvers
sem þeir hefðu ekki getað veitt sér
eila, t.d. utanlandsferða.
Hvað gerist ef þú hrasar?
Sjálfsagt hefur þú oft dottið þeg-
ar þú varst að læra að ganga. Sem
betur fer gafstu ekki upp heldur
reyndir aftur. Eins er þegar menn
em hættir að reykja, það er slæmt
að falla en hitt er miklu alvarlegra
að standa ekki upp aftur. Fjölmarg-
ir fyrrverandi reykingamenn eiga
misheppnaðar tilraunir að baki.
Reykingamar em orðinn svo rót-
gróinn ávani að erfitt getur verið
að ijúfa hann — en það er hægt.
Ef þú viit heils hugar hætta að
reykja mun þér takast það, ef ekki
í þetta skipti þá næsta.
Gangi þér vel!
Hjá Krabbameinsfélaginu,
heilsugæslustöðvum um land allt
og möigum apótekum er hægt að
fá ítarlegan leiðbeiningabækling,
„Út úr kófinu", fyrir fólk sem vill
hætta að reykja. Á sömu stöðum
fæst bæklingurinn „Foreldrar og
reykingar“.
Námskeið í reykbindindi eru
haldin reglulega á vegum Krabba-
meinsfélagsins. Tekið er við pönt-
unum á skrifstofu félagsins, Skóg-
arhlíð 8, Reykjavík.
(Krabbameinsfélagið)
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988
51
Er „sjálfsagt“ að Flugleiðir lýsi fullum
stuðningi við hemaðarflugvöll NATO?
eftír Pétur Pétursson
Almúgafólk, sem unir við störf
sín til sjós og lands, en kýs að veija
frístundum sínum og orlofi til þess
að skoða sig um í veröldinni, hvort
sem er í heimabyggð eða framandi
löndum, á bágt með að skilja hem-
aðarhyggju þá, sem birtist í afstöðu
Flugleiða til flugvallargerðar. Flest-
ir íslendingar bera í bijósti kenndir
svipaðar þeim er Stephan G. Steph-
anson lýsti í frægu ljóði:
Til framandi landa ég bróðurhug ber,
þar brestur á viðkvæmnin ein.
Farþegar á flugleiðum til og ffá
íslandi máttu lengi sætta sig við
einskonar átthagafjötur og einokun
Flugleiða, svo ekki sé minnst á
ríkisábyrgð og margvíslega fyrir-
greiðslu er jaðrar við sjálfdæmi um
fargjöld. Nú kemur í ljós að auk
geðþóttaákvarðana í gjaldskrármál-
um hafa Fiugieiðir einnig talið sig
eiga rétt á því að lýsa fylgi og
gjalda jákvæði við hemaðarhyggju
og styijaldarundirbúningi. Þetta
varð ljóst í útvarpsþætti um flug-
vallarmál nú nýverið (12. nóvember
sl.) Þar kom fram í máli fulltrúa
Flugleiða er rætt var um „varaflug-
vallarmál fyrir stærri flugvélar",
að undanfarandi 35 ár, hefir að
sögn talsmanns félagsins, „nokkr-
um sinnum komið upp sá mögu-
leiki að slik braut verði byggð á
vegum NATO eða slikra hernað-
arbandalaga, og að sjálfsögðu
hafa Flugleiðir lýst fullum stuðn-
ingi við öll slík áform.“
Orðalag fulltrúa Flugleiða vekur
furðu. Hvers vegna er sjálfsagt að
flugfélag, sem leggur stund á far-
þegaflug á friðartímum lýsi „full-
um stuðningi“ við hemaðarfram-
kvæmdir og styijaldarundirbúning?
Em örlög þjóða þeirra og flugfé-
laga, sem nú eiga um hvað sárast
að binda svona eftirsóknarverð, að
íslendingum sé kappsmál að kom-
ast í þeirra töiu, og forvígismenn
Flugleiða hafi staðið sem vonbiðlar
í Valhöll hemaðar í 35 ár? Er hlut-
skipti Líbanon svona eftirsóknar-
vert? Höfuðborgin þar, Beirút,
lengst af talin perla Austurlanda
nær, var rómuð ferðamannaborg.
Þangað streymdu milljónir manna.
Fegurðarsamkeppni var þar rædd
að viðstöddum fulltrúa íslands.
Tjömborgarpresturinn flugfróði
gekkst fyrir fjöldaferðum þangað.
Þar vom alþjóðaráðstefnur og
mannfundir margir, sem löðuðu og
lokkuðu. Nú stendur þar ekki steinn
yfir steini. „Plágan hafði gengið“
segir í söngnum. Samtökin „Varið
land" bám þar hugmyndafræðileg-
an sigur úr býtum í stjómmálaum-
ræðu. Sefjuðu þjóðir og þjóðarbrot,
trúfiokka og ættkvíslir til vopna-
Pétur Pétursson
burðar og vígaferla í þeim mæii,
að nú er hríðskotabyssan jafn sjálf-
sagður fömnautur í kjörbúðir og
banka og innkaupataska og per-
sónuskilríki.
Um þessar mundir er í hámæli
umræða um aðild nafnkunnra
manna, þjóðhöfðingja og krossridd-
ara af ýmsu þjóðemi, að styijaldar-
undirbúningi og hermdarverkum
mörgum er talhlýðnir embættis-
menn áttu þátt í, sumir með for-
göngu á hnökróttum og blóðidrifn-
um vígvelli, aðrir með kurteislegu
fasi, bugti og beygingum á flos-
mjúkum teppum kansellíkontóra og
siðfágaðri, stflhreinni rithendi á til-
skipunum. Þessi harmsaga hófst í
sumum tilvikum með áköfum áhuga
á sléttum og malbikuðum bílabraut-
um, sem áttu að greiða fyrir hraðri
umferð. En brátt viku hagsmunir
friðsamra ferðalanga og við tóku
stríðir straumar brynvarinna vagna
og stríðstóla.
Þeir sem nú leggja stund á sögu-
ritun og sagnfræði — skrá aðdrag-
anda og orsakir styijalda flalla nú
m.a. um þátt Kurts Waldheims for-
seta Austurríkis. Hann ber fyrir sig
skipanir yfírboðara sinna. Hveiju
ætla þeir að bera við, íslenskir
embættismenn og talsmenn félaga
og fyrirtækja sem nú leggja liðs-
yrði og gjalda jákvæði við styijald-
arundirbúningi bandarískra auð-
hringa sem nú kynda elda og fara
offari um grónar grundir Islands
og hijóstrugar heiðar?
Verður ekki þröngt fyrir dyrum
búandkarla þegar brynvarðar her-
stöðvar Bandaríkjanna eru fleiri hér -*■
á landi en landvættir?
Höfundur er þulur.
Bjami Eiríksson
Eigendur verzlunarinnar Gullbrá, Rut Árnadóttir og Guðlaug Guð-
mundsdóttir.
Gullbrá - ný snyrti-
vöruverzlun opnar
GULLBRÁ heitir ný snyrtivðruverzlun að Nóatúni 17, sem opnuð
var hinn 1. desember síðastliðinn. Þar eru á boðstólum snyrti- og
gjafavörur og eru eigendur verzlunarinnar Rut Árnadóttir og Guð-
laug Guðmundsdóttir, sem undanfarin 18 ár hefur starfað i snyrti-
vöruverzlun i Glæsibæ.
í Gullbrá eru til sölu öll helztu
snyrtivörumerki, svo sem Clarins,
Clinic, Lancome, Ellen Beatrix,
Estée Lauder og að auki úrval fran-
skra skartgripa, hálsklúta og bað-
sloppa. í verzluninni verður veitt
persónuleg ráðgjöf við val á förðun-
ar- og húðsnyrtivörum.
Ástandi Húsavíkur-
flugvallar mótmælt
Húsavfk
ÁSTAND HúsavíkurflugvaUar í bleytutíð er mjög til umræðu hér
manna á milii og úrbætur þykja lengi ætla að dragast. Bæjarstjórn
Húsavíkur samþykkti þriðjudaginn 29. nóvember eftirgreinda álykt-
un:
„Haustið 1987 var óhæfur ofan-
íburður lagður yfír Húsavíkurflug-
völl með þeim afleiðingum að völlur-
inn hefur síðan verið ófær við viss
veðurskilyrði vegna aurbleytu. Hef-
ur þetta ástand varað um þriggja
vikna skeið það sem af er þessu
árí auk nokkurra daga haustið
1987. Fyrir þessa aðgerð kom aldr-
ei aúrbieyta f Húsavíkurflugvöll.
Hafa flugmálayfírvöld ekki aðhafst
neitt til að bæta ástandi, sem er
óviðunandi.
Bæjarstjóm Húasavíkur mót-
mælir harðiega aðgerðaleysi Flug-
málastjórnar og krefst þess að
Húsavíkurflugvöllur verði lagfærð-
ur nú þegar."
..............— Fréttaritari
Norris
ognýi
tíminn
Kvikmyndlr
Arnaldur Indriðason
Ógnvaldurinn („Hero and the
Terror"). Sýnd í Regnboganum.
Bandarísk. Leikstjóri: Will-
iam Tannen. Handrit: Dennis
Shryack og Michael Blodgett.
Framleiðendur: Menahem Gol-
an og Yoram Globus. Kvik-
myndataka: Eric Van Haren
Noman. Tónlist: David Frank.
Helstu hlutverk: Chuck Norris
og Brynn Thayer.
Chuck Norris hefur aldrei þurft
á iiðsauka að haida. Það er sama
hvað félagi hans í löggunni biður
hann mikið að bíða eftir hjálp;
Norris ræðst einn inní greni
fjöldamorðingjans geðsjúka eins
og hann færi einn útí mjólkurbúð.
Morðinginn er hrikalegur, höfð-
inu, herðunum og bijóstkassanum
hærri en Norris og fílefldur með
22 lík af ungum konum í hreysinu
sínu og Norris er á góðri leið með
að verða númer 23 þegar hann
vaknar. Fjú, þetta var bara mar-
tröð.
Þannig hefst nýjasta Chuck
Norris-Golan-Globus þrillerinn og
martröðin sem er að angra hetju
vora var raunveruleikinn fyrir
þremur árum. Síðan hefur Norris
átt í vandræðum með sig, m.a.
leitað sálfræðings sem hann hefur
nú bamað, hann vill kvænast
henni og stofna heimili og það er
á honum að sjá að hann vilji ekk-
ert frekar en lifa rólegu heimil-
islffí það sem eftir er.
Þið takið eftir því að Norris
okkar hefur tekið umtalsverðum
breytingum. Hættumerkin eru um
allt. Sálfræðihjálp. Verðandi faðir.
Heimilistff. Norris er að ganga í
gegnum breytingaskeið sem fylgir
lokum Reagan/Rambó tímabilsins
f Bandaríkjunum og er ekki einn
um það; Amold Schwarzenegger
leikur í grínmynd með Danny
DeVito og ein nýjasta mynd Clint
Eastwoods er um jassarann
Charlie Parker. Harðhausamir
virðast eiga í tilvistarvanda; fyrir
nokkmm ámm hefði sá verið rek-
inn sem dottið hefði í hug að láta
Chuck Norris kvænast, hvað þá
sálfræðingnum sínum, f svona
annars dæmigerðri Norris-hasar-
mynd eins og Ógnvaldurinn
(„Hero and the Terror") er, sem
sýnd er í Regnboganum.
Fyrir utan þennan óvenjulega
áhuga á einkalífí hetjunnar, sem
er stór hluti af myndinni, er allt
við það sama í Norrislandi. Ógn-
valdurinn frá því fyrir þremur
ámm sleppur úr öryggisgæslu og
enginn nema Chuck, sem hand-
samaði hann áður, getur mögu-
lega unnið á honum. Það gerist
ekki margt spennandi fyrr en
dregur að endurfundum þeirra í
lokin, söguþáðurínn héidi varla
uppi spennuþætti í sjónvarpinu,
en handbragðið er óvenju vandað,
sérstaklega í ágætrí kvikmynda-
töku Eric Van Hanin Nomans og
Norris er næstum þekkilegur í
hinu nýja nýja hlutverki Qöl-
skyldumannsins. Þá á fólið í
myndinni rryög auðvelt með að
senda kalda vatnið miili skinns
og hömnds.
Þeir, sem vilja endumýja kynni
sín við ameríska meðalþrillerinn
eftir fegmnardaga kvikmynda-
húsanna (Óbærilegur léttleiki til-
vemnnar, Síðasta freisting Krists,
Gestaboð Babette, Bagdad Café,
U2, Hundalíf, japanskar myndir
og rússneskar), gætu vel skemmt
sér á Norris-mynd til tilbreyting-
ar.