Morgunblaðið - 06.12.1988, Side 52
52_______________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988_
Frá velferð til vansæmdar
eftírSigurð
Þórðarson
Eins og alþjóð veit hefur verið
einmuna góðæri í landinu undanfar-
in ár til sjávar og sveita. í blómleg-
um sveitum hefur smjör dropið af
hveiju strái, í verstöðvarplássum
hefur verið landburður af fiski og
síðast en ekki síst hafa viðskipta-
kjör þjóðarinnar aldrei verið betri.
(Þau náðu hámarki 1987.) Lágt
verð hefur verið á olíu, en verð á
físki hefur ekki verið hærra á er-
lendum mörkuðum. Einkanlega
hefur verðsprenging orðið á lýsi og
mjöli, aðallega vegna tveggja sam-
virkandi þátta. Korn- og sojabauna-
framleiðsla í Bandaríkjunum dróst
saman vegna óvenjulegra þurrka í
miðvesturríkjum Bandaríkjanna og
ekki síður vegna þess að ansjósu-
veiðar Perúmanna brugðust annað
árið í röð. Og ekki hafa erfíðisvinnu-
menn þessa lands verið til að hrella
stjómarherrana, því af þeim hefur
verið tekinn verkfalls- og samnings-
réttur og í stað þess að verkafólk
semji um kaup sitt og kjör hefur
verkafólki verið skammtað lífsvið-
urværi úr hnefa.
Bjargvætturinn
Forsætisráðherra lýsti því nýlega
af óvenjulegri hreinskilni hvemig
hann hefði setið í fflabeinstumi,
meðan stöðugt hallaði undan fæti
hjá útflutningsfyrirtækjum og er-
lendar skuldir hrönnuðust upp.
Reyndar orðaði hann það sem svo
að við hefðum aldrei staðið nær
þjóðargjaldþroti en nú. Bragð er
að þá bamið fínnur segir gamalt
máltæki og ekki ætla ég að núa
Steingrími um nasir fyrir að kalla
hlutina sínu rétta nafni. Reyndar
mættu fleiri núverandi og fyrrver-
andi ráðherrar tileinka sér hrein-
skilnari umræðu.
Hitt er ljóst að erlendar skuldir
þjóðarinnar hafa aukist svo mjög í
miðju góðærinu að við verðum að
taka okkur saman í andlitinu, skil-
greina vandann og taka upp breytt
vinnubrögð. Eg trúi því að gömlu
flokkamir og þar með talinn flokk-
ur hæstvirts forsætisráðherra hafí
fengið nógu mörg tækifæri til þess.
Þrátt fyrir fögur fyrirheit hafa þeir
(gömlu flokkamir) notað hvert
tækifæri til að koma sér notalega
fyrir í fílabeinstumi ráðherrastól-
anna og neytt allra bragða til að
koma sínum mönnum í áhrifastöður
ríkisfyrirtækja og bankastofnana.
Látið er reka á reiðanum og séu
ráðstafnir gerðar snúast þær ekki
um grundvallarhugmyndir heldur
eru aðeins kattarþvottur og yfir-
klór.
Það sem verra er, gömlu helm-
ingaskiptaflokkamir, Sjálfstæðis-
og Framsóknarflokkur, em svo
bundnir af hagsmunagæslu fyrir
sína menn að það gengur þvert á
þjóðarhag. Oftast ríkir friður um
þessa óheillastefnu, svo sem í einok-
un á útflutningsframleiðslu. En
stundum skerst í odda svo sem í
Útvegsbankamálinu. Þess vegna
standa þessir flokkar öðmm fremur
í vegi fyrir nauðsynlegri framþróun
og umsköpun þjóðfélagsins.
Gleggsta dæmið um þetta er fer-
ill ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar.
Steingrímur lýsti því sjálfur eftir-
minnilega hvemig þeir ráðherramir
vom teknir í rúminu eftir að geng-
ið var raunvemlega fallið. Svokall-
aðar efnahagsráðstafanir sem
framkvæmdar vom með bráða-
birgðalögum vom venjulega svo vit-
lausar að setja varð önnur bráða-
birgðalög til að afnema hin bráða-
birgðalögin fáeinum dögum eða
jafnvel klukkustundum eftir að fyrri
bráðabirgðalög vom staðfest af for-
seta íslands.
Rót vandans
Fjáröflun og úþensla ríkisins var
kapituli út af fyrir sig. Á tveimur
ámm frá 1987 til 1989 mátti ríkis-
sjóður stækka sneið sína af þjóðar-
kökunni úr 23,7% í 28,1%. Stað-
greiðslu skatta var komið á jafn-
framt því sem skattar vom stór-
auknir. Munaði þar mest um hinn
illræmda matarskatt sem lagðist
með mestum þunga á tekjuminnstu
hópa þjóðfélagsins vegna þeirrar
einföldu staðreyndar að þeir eyða
stærri hluta tekna sinna í mat en
aðrir.
Reynslan hefur einnig sýnt að
matarskattur fór mjög illa með
hótel og gistihús og reyndar allan
ferðamannaiðnað. Onnur furðuleg
ráðstöfun var að setja sérstakan
skatt á tölvur og sölu innlends hug-
búnaðar. Mörgum þótti þar ómak-
lega og óskynsamlega vegið að
nýgræðingi íslensks efnahagslífs.
Ein helsta réttlæting þáverandi
§ ármál aráðherra fyrir þessum
furðulegu ráðstöfunum var að með
þeim væri verið að undirbúa innleið-
ingu virðisaukaskatts. Innleiðing
virðisaukaskatts á íslandi yrði
sögulegt og efnahagslegt stórslys.
Hann mun leggjast þyngst á smá-
fyrirtæki og ekki hvað síst á versl-
un á landsbyggðinni, sem stendur
höllum fæti þar sem laun við bók-
hald í verslun mun hækka um
50-60%.
Virðisaukaskattur er talsvert
ódýrari í framkvæmd en gamla
söluskattskerfið okkar. Skattstofur
landsins munu þurfa að bæta við
sig tugum ef ekki hundruðum
starfsmanna. Þannig mun stór hluti
af þessari nýju skattheimtu fara í
aukinn reksturskostnað. Engin
nærtæk skýring finnst á áhuga
fyrrv. tjármálaráðherra að taka upp
virðisaukaskatt en að apa upp eftir
tugmilljóna þjóðfélögum, auk hins
að hann virðist hafa ósegjanlega
löngun til að láta bera á sér. Virð-
ist þar gilda sú meginregla að betra
sé að veifa röngu tré en öngu.
En til að réttlæta og draga úr
áhrifum þessara miklu og umdeildu
skattahækkana voru aðrar vörur
lækkaðar með tollatilfærslum,
svona til að stinga dúsu upp í þjóð-
ina. Verði á bílum var haldið lágu
svo og myndbandstækjum og hvers
kyns græjum, sem snarlækkuðu.
Snyrtivörur, svo sem rakspíri og
varalitur, voru seldar á útsöluverði.
Rauður þráður í skattkerfisbreyt-
ingunni virðist þó einkum vera að
ívilna hvers kyns óhollustuvörum
svo sem ávöxtum niðursoðnum í
sykurleðju meðan hækkuð voru
gjöld á ferskt grænmeti og fískaf-
urðir. Það er til dæmis athyglisvert
að sykur er jafnvel ódýrari hér en
annars staðar í heiminum.
Þessi óhollustustefna ríkisstjórn-
arinnar náði jafnvel til gæludýr-
anna. Þannig snarlækkaði katta-
og hundamatur í dósum. En eins
og flestir vita er megnið af því
gæludýrafóðri sem selt er hér í
jón, Ari 09 Nra sitja símafund
með Sérþjónustu stafrœna símakerfisins
f símanúmerið þitt
er tengt stafræna
símakerfinu og þú
ert með tónvalssíma
með tökkunum □ H og □ getur
þú haldið þriggja manna símafundi
með SÉRÞJÓNUSTU STAFRÆNA
SÍMAKERFISINS.
Þriggja monna tol
kallast þessi þjónustu-
þáttur og býður hann upp
á ýmsa möguleika.
Þú getur haldið símafund
þriggja aðila þar sem
allir heyra í öllum og
allir geta talað saman
(síminn er nýr og þægi-
legur fundarstaður).
Annar möguleiki er sá,
að þú getur „geymt"
viðmælanda þinn ef þú
þarft nauðsynlega að
hafa samband við þriðja
aðúa á meðan símtal
stendur yfir (VIÐMÆL- *
ANDI „GEYMDUR"). Svo er
líka hægt að skipta um við-
mælanda eins oft og þú vilt og sá
sem er „geymdur" hverju sinni
heyrir ekki hvað fram fer á meðan
(SlMTALAVÍXL). Kynntu þér
SÉRÞJÓNUSTU STAFRÆNA SlMA-
KERFISINS nánar í sölu-
deildum Pósts og síma
eða á póst- og símstöðvum.
Þar færðu einnig áskrift
að þessari skemmtilegu
þjónustu.
QEDO
SÉRÞJÓNUSTA
í STAFRÆNA
SÍMAKERFINU
POSTUR OG SIMI
Sigurður Þórðarson
„Þrátt fyrir fögur fyr-
irheit hafa þeir (gömlu
flokkarnir) notað hvert
tækifæri til að koma sér
notalega fyrir í fíla-
beinsturni ráðherra-
stólanna og neytt allra
bragða til að koma
sínum mönnum í áhrifa-
stöður ríkisfyrirtækja
og bankastofnana.“
verslunum næringarlítill, niðursoð-
inn úrgangur í dós með fallegri
mynd af hundi eða ketti eftir atvik-
um, sem að öllum líkindum er fóðr-
að á einhverju heilnæmara.
Það læðist að mér sá grunur að
ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar beri
með þessum aðgerðum nokkra
ábyrgð á því hve rasssiðir kettir
virðast vera orðnir hér í bæ upp á
síðkastið. Ég hef jafnvel heyrt illar
tungur halda því fram að þessi sér-
staka rasssídd katta hér á höfuð-
borgarsvæðinu sé sömu ættar og
svokallaðir hamborgararassar í
ónefndu landi fyrir vestan haf. Að
sjálfsögðu báru þessar frumlegu
efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar
Þorsteins Pálssonar dauðann með
sér, svo mitt í góðærinu var skipuð
svokölluð „bjargræðisnefnd". Meðal
almennings gekk nefnd þessi aldrei
undir öðru nafni en forstjórna-
nefndin, en gárungar kölluðu hana
réttilega ráðleysisráð.
Tillögur nefndar þessarar voru
vægast sagt í skötulíki. Færa átti
verðlag og laun niður með hand-
afli. Auðvitað sá hvert mannsbam
að tillögur þessar voru gjörsamlega
óframkvæmanlegar í markaðsbú-
skap eins og okkar, þar sem inn-
flutningur er fijáls. Hins vegar
væri hugsanlega mögulegt að reyna
þetta í einhveiju austantjaldsríki,
sem býr við áætlanabúskap. Tillög-
ur þessar gengu undir nafninu nið-
urfærsluleiðin. Það eina nothæfa
sem kom frá forstjóranefndinni var
ályktun um að ekki mætti auka
erlendar skuldir. Ég biðst velvirð-
ingar á því að skilja ekki af hveiju
þarf að skipa forstjóranefnd til að
komast að svo augljósum stað-
reyndum.
Nýr farsi
Um þetta leyti var stjórnarsam-
starf Alþýðuflokks, Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks að
gliðna. Upphófst þá mjög klisju-
kenndur áróður gömlu flokkanna
um úrlausn efnahagsmála. Fram-
sóknarflokkur vildi niðurfærslu,
Sjálfstæðisflokkur vildi uppfærslu,
Alþýðubandalag vildi millifærslu.
Alþýðuflokkur vildi einnig einhvers
konar tilfærslu auk þess sem mál-
flutningur þeirra einkenndist sem
fyrr af rangfærslu. Á þessu sprakk
stjórnin.
í stjómarmyndunarviðræðum,
sem fóru í hönd var leitað til
Kvennalista, sem var með undan-
færslu. Skemmst er frá því að segja
að mynduð var svokölluð félags-
hyggjustjórn með þátttöku A-
flokka, Framsóknar, Stefáns Val-
geirssonar og huldumanna. Raunar
er þetta nákvæmlega sama ríkis-
stjóm og var við völd að öðru leyti
en því að ráðherrar hafa að ein-
,ijj.lji'i.j. isn : c i
......... I