Morgunblaðið - 06.12.1988, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988
53
!
r
hveiju leyti víxlað með sér verk-
efnaskipan og nokkrum alþýðu-
bandalagsmönnum var skipt inn á
fyrir nokkra sjálfstæðismenn. í
meginatriðum er því núverandi fé-
lagshyggjustjóm mjög áþekk ftjáls-
hyggjustjóm Þorsteins Pálssonar.
Eitt meginatriði er þó þessi stjóm
mynduð um, þ.e. stofnun sérstaks
sjóðs, þar sem Stefán Valgeirsson
hefur mikil ítök, til stuðnings illa
stæðum fyrirtækjum. í þessu skyni
á m.a. að stórauka erlendar lántök-
ur, auk þess sem skattar verða
auknir til muna á arðbær fyrirtæki.
Þegar grannt er skoðað er þetta
í rökréttu framhaldi af stefnu fyrr-
verandi ríkisstjómar sem ívilnaði
hvers kyns óþarfa og óhollustuvör-
um. Þannig verður fyrirtækjum,
sem geta sýnt fram á verulegt tap
og vanskil, ívilnað sérstaklega.
Hafí stjómendur fyrirtækja verið
svo óforsjálir að skulda ekkert í
vanskilum fá þeir ekkert nema
vatnsglas svo ekki sé minnst á
ósköpin ef rekstur stendur undir
sér. Einn ljósan punkt sé ég þó í
þessu stjómarsamstarfi og það er
að Jón Baldvin Hannibalsson er
orðinn utanríkisráðherra.
Að vísu fylgir sá böggull skamm-
rifi að hann hefur á sínum stutta
starfsferli orðið okkur til skammar
á alþjóðavettvangi með því að beita
sér gegn takmörkun á útbreiðslu
kjamorkuvopna. Auk þess sem ís-
lendingar fordæma ekki lengur
hryðjuverk ísraelsmanna á her-
teknu svæðunum. En það er þó í
öllu falli illskárra að hafa hann þar
en í fjármálaráðuneytinu.
Höfundur er stýrimaður.
Fiskur í púrrusósu.
Hversdagsmatur
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
/
Góðir fiskréttir
Öll blöð eru full af matarupp-
skriftum svo hvert meðalheimili
gæti boðið upp á nýjan rétt hvem
dag ársins, án þess að þurfa að
endurtaka nokkum þeirra ef því
er að skipta. Samt segja ungar
konur að þær séu í vandræðum
með að fínna heppilegan mat, til
að hafa á virkum dögum, sem
bæði er hollur og fljótlagaður.
Það er því með það í huga sem
sjónum er beint að fískréttum í
vikulegu Heimilishomi og ef til
vill í því næsta einnig.
Fisk-frikasse
400-500 gr fískflök, ýsa eða þorsk-
ur
ca. 1 lítri vatn,
V2 msk. salt,
1 stór gulrót,
2 msk. smjörlíki,
3 msk. hveiti,
ca. V2 1. soð.
Gulrótin er skorin í sneiðar og
soðin. Fiskurinn soðinn í söltuðu
vatni, roðið tekið af eftir suðu og
fiskinum haldið heitum á meðan
sósan er búin til.
Búinn er til jafningur úr
smjörlíki og hveiti, þynnt með
soðinu og bragðbætt að smekk.
Fiskurinn settur á heitt fat, sós-
unni hellt yfir og gulrótarsneið-
amar settar yfír. Borið fram með
soðnum kartöflum.
Tómat-fiskur
1 dós niðursoðnir tómatar
(ca 400 gr),
3 dl. vatn,
1 fisksoð (teningur),
1 stór laukur,
2 lárviðarlauf,
2 hvítlauksrif,
V2 tsk. rósmarín,
6 stórar kartöflur,
900 gr fískflök, ýsa eða þorskur,
2 msk. saxað dill,
salt og pipar.
Tómatamir stappaðir með
gaffli (eða settir í blandara), sett-
ir í pott ásamt vatni, soðteningi,
söxuðum lauk, lárviðarlaufi og
pressuðum hvítlauk. Suðan látin
koma upp og látið malla þar til
laukurinn er orðinn meyr. Hráar
kartöflurnar afhýddar, skomar í
teninga og settar út í. Látið sjóða
í 5 mín. áður en roðlaus fískstykk-
in em sett ofan í. Suðan látin
koma upp, potturinn tekinn strax
af hellunni og látinn standa í 7-8
mín. Fiskurinn á þá að vera soð-
inn. Dilli er stráð yfír um leið og
rétturinn er borinn fram. Soðnar
kartöflur hafðar með.
Fiskur í púrrusósu
600 gr ýsu- eða þorskflök.
Sósan:
1 stór púrra,
1 msk. smjör eða smjörlíki,
IV2 msk. hveiti,
3 dl. físksoð (eða vatn+soðtening-
ur),
1 dl. ijómi eða mjólk,
salt og pipar.
Roðlaus fískurinn skorin í
stykki og kryddi stáð yfír. Púrra
skorin í þunnar sneiðar, brugðið
í smjör á pönnu og látin mýkjast
án þess að brúnast. Hveiti stráð
yfir og hrært í á meðan, þynnt
með soði (eða vatni+soðten.), suð-
an látin koma upp, mjólk eða
ijóma bætt í og kryddað að
smekk.
Fiskstykkin sett ofan í, suðan
látin koma upp, potturinn tekinn
strax af og látinn standa i 7-8
mín. Borið fram með salati og
soðnum kartöflum.
Gæta þarf þess vel að fískurinn
sjóði ekki of lengi þegar hann er
settur roðlaus í soð eða sósu. Ef
nauðsynlegt þykir að gegnum-
sjóða hann strax þarf það að vera
á minnsta straum og örstutt svo
fískurinn fari ekki í mauk.
4 mismunandi litir: kaftækjadeild
GULT - RAUTT - SVART
LEIRBRÚNT
Áskriftarsíminn er 83033