Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988
Margrét Einars-
dóttir - Minning
Fædd 16. september 1902
Dáin 24. nóvember 1988
Frænka mín Margrét Einars-
dóttir fædd á Blönduósi 16. septem-
ber 1902 lést að kveldi dags 24.
nóvember sl. að Sólvangi í Hafnar-
fírði. Mig langar að minnst hennar
með nokkrum orðum.
Fyrstu minningar mínar af
frænku minni voru sögur móður
minnar af afrekum og uppátækjum
hennar í æsku. Lýsing hennar á
Margréti var ávallt blönduð ákveð-
inni lotningu. Heimsóknir Margrét-
ar að Ysta-Gili til ömmu minnar
og afa voru tengdar kaupstaðar-
ferðum afa míns til Blönduóss.
Mamma sagði að systkinin hefðu
alltaf beðið spennt eftir því hvort
sæist í eldrauðan kollinn á Möggu
í fylgd með afa úr kaupstaðnum,
því þá var von á að líf og flör færð-
ist í tuskumar. Möggu datt það
ólíklegasta í hug og ef hún fékk
ekki það sem hún vildi þá gubbaði
hún bara til að leggja áherslu á
málið. Þessi frænka mín fannst mér
alla tíð mjög spennandi, en jafn-
framt bar ég vissa lotningu fyrir
henni.
Margrét fór ung að árum til
Reykjavíkur og vann um tíma í
Bjömsbakaríi, en henni var ekki að
skapi að setjast þar að og festa ráð
sitt, útþráin var búin að heltaka
hana. Hún fluttist til Svíþjóðar um
tvítugt, en þar starfaði hún fram
til ársins 1964 eða þar til hún komst
á eftiriaun. Af dvöl hennar í Svíþjóð
frétti ég lítið nema almennar fréttir
sem alltaf komu reglulega til flöl-
skyldunnar, þó veit ég að í Svíþjóð
famaðist henni vel og eignaðist hún
þar §ölda vina sem héldu sambandi
við hana til æviloka.
Þegar Margrét kom aftur til ís-
lands árið 1964, hélt íjölskyldan
að hún væri komin til að eyða hér
rólegu ævikvöldi, en það kom fljót-
lega í ljós að það átti ekki yið
Margréti. Það var enn of mikill
kraftur eftir í þessari konu að það
ætti við hana að setjast í helgan
stein. Hún gerðist gjaldkeri hjá
stórkaupmanninum Kristjáni G.
Gíslasyni og vann hjá honum og
fjölskyldu hans í fjölda ára og veit
ég það fyrir víst að hún vann verk
sín af mikilli trúmennsku og öðlað-
ist bæði virðingu og vináttu Krist-
jáns, sem hún mat alla tíð mjög
mikils.
Ég kynntist Möggu ekki fyrr en
hún fluttist frá Svíþjóð og þróaðist
fljótlega mikil vinátta milli hennar
og flölskyldu minnar. Það sem mér
þótti dásamlegast við okkar sam-
verustundir var hvað hún hafði
mikla lífvisku og hvað mikið hún
kenndi mér. Við gátum alltaf hlegið
dátt saman og það gat hún látið
mig gera allt fram í andlátið.
Margrét giftist aldrei, hún lagði
mikið upp úr sjálfstæði konunnar,
en þrátt fyrir að hún væri bamlaus
naut hún alla tíð frábærrar umönn-
unar frænku sinnar, Margrétar
Þorvaldsdóttur.
Margrét var sælkeri mikill og oft
er við borðuðum saman sat hún
gjaman í eldhúsinu hjá mér á með-
an ég bjó til matinn. Dreyptum við
þá gjaman á viskí sem mátti bara
vera 5 sl. því ef meira væri nyti
maður ekki matarins, en hvemig
ég átti að mæla það vissi ég ekki
þá. Þessu bar að hlýða því hún var
alla tíð stjómsöm kona. Við hjónin
mátum Möggu mikils og alltaf var
gaman að koma til hennar á Birki-
melinn, en þar átti hún dásamlegt
heimili og frábæra nágranna.
Okkur Haraldi verður alla tíð
minnisstæðust ferðin sem við fómm
norður Kjöl með mömmu og Möggu.
í kulda og trekki var Magga mín
í pelsinum sínum tilbúin að mæta
íslensku veðri og náttúm. Þá fannst
mér að bæði veðrið og náttúran
mættu gæta sín fyrir þessari
kjarkmiklu og kröftugu konu.
Með þessum orðum kveð ég þessa
öldnu vinkonu mína.
Auður Gunnarsdóttir
Margrét Einarsdpttir fæddist í
Hjaltabakkakoti á Ásum í Austur-
Húnavatnssýslu 16. september
1902. Foreldrar hennar vora hjónin
Margrét Þorsteinsdóttir og Einar
Einarsson sem þar bjuggu þá, bæði
komin af traustum norðlenskum
ættum. Föðurafí hennar var al-
þýðuskáldið Einar Andrésson, sem
kenndur var við Bólu í Skagafírði.
Komung fluttist Margrét með for-
eldrum sínum til Blönduóss og þar
ólst hún upp.
Blönduós mun ekki hafa látið
mikið yfír sér í byrjun þessarar ald-
ar, þótt þar væri þá tekin að þró-
ast miðstöð verslunar í Austur-
Húnavatnssýslu. Flestir bjuggu við
þröngan kost, enda fá tækifæri til
uppgripa. Nú era þar sem víða ann-
ars staðar mikil umskipti orðin.
Fjölmennur frændgarður Margrét-
ar Einarsdóttur þar um slóðir hefur
átt dijúgan hlut að eflingu atvinnu-
og menningarlífs á Blönduósi fyrr
og síðar.
Um tvítugsaldur dvaldist Mar-
grét fáein ár í Reylgavík og vann
þar verslunarstörf. En síðan urðu
mikil tímamót í lífí hennar, því að
um miðjan þriðja áratug aldarinnar
tók hún sig upp og hélt til Svíþjóð-
ar. Ekki veit ég hvað hún hugði á
langa dvöl þar í fyrstu, en raunin
varð sú, að í Stokkhólmi átti hún
heima í fjöratíu ár. Fyrst mun hún
hafa verið í vistum, en jafnframt
aflaði hún sér staðgóðrar menntun-
ar, m.a. í verslunarskóla. Lengst
starfaði hún á skrifstofu Fríhafnar-
innar í Stokkhólmi og gegndi þar
ábyrgðarstöðu sem féhirðir.
Árið 1964 hafði Margrét náð
eftirlaunaaldri í stöðu sinni hjá
Fríhöfninni. Hún hafði fyrir löngu
fengið sænskt ríkisfang, var orðin
rótgróinn Stokkhólmsbúi og átti þar
margt góðra vina og kunningja.
Engu að síður þótti henni nú tími
til kominn að snúa heim úr Svíþjóð-
arferðinni sem staðið hafði í §óra
áratugi. Hún venti því sínu kvæði
í kross, fluttist búferlum til íslands
og settist að í Reykjavík. Einhveij-
um kann að hafa þótt tvísýnt um
að hún mundi festa yndi hér heima
eftir svo Ianga dvöl í Svíþjóð þar
sem hún hafði unað hag sínum vel.
Slíkur uggur reyndist þó ástæðu-
laus. Þótt Margrét hefði lokið fullri
starfsævi á sænska vísu var hún
enn á góðum aldri, sextíu og
tveggja ára, og starfsþrekið óbilað.
Hún réð sig til starfa hjá heildversl-
un Kristjáns G. Gíslasonar og er
skemmst frá því að segja að þar
vann hún í meira en hálfan annan
áratug eða þar til hún var orðin
áttræð, síðari árin í hlutastarfí.
Vinnuveitandi hennar hafði þá
víðsýni til að bera að gefa henni
kost á að halda áfram störfum hjá
fyrirtækinu þótt aldurinn færðist
yfír og vaxandi fötlun á hægri hendi
gerði henni örðugt um vik. Vafa-
laust hefur hann og séð sem var,
að Margrét mundi standa fyrir
sínum hlut í vinnunni þótt hún
þyrfti. nokkuð fyrir því að hafa af
þessum sökum.
Eftir heimkomuna til íslands
sýndi Margrét mikla atorku við að
búa sér bólfestu á nýjan leik. Hún
keyti litla íbúð í Qölbýlishúsi,
stækkaði smám saman við sig og
fluttist loks í rúmgott húsnæði við
Birkimel sem hentaði henni vel eins
og heilsu hennar var þá farið. Þar
stóð síðan heimili hennar, tigin-
mannlegt og hlýlegt í senn eins og
verið hafði á östermalm í Stokk-
hólmi forðum daga.
Allmörg síðustu árin bjó Margrét
við hrakandi líkamsheilsu, og þar
kom að hún gat ekki lengur dvalist
heima. í rúmlega þijú ár var hún
vistmaður á elli- og hjúkranar-
heimilinu Sólvangi í Haftiarfírði,
nokkur síðustu misserin rúmföst.
Þar andaðist hún 24. nóvember sl.
Það era orðin þijátíu og sjö ár
frá því að fundum okkar Margrétar
bar fyrst saman. Ég var þá nýkom-
inn til náms í Stokkhólmi og varð
þess fljótlega var, að Margrét Ein-
ars, eins og hún nefndi sig þá, var
einn af máttarstólpunum í íslensku
„nýlendunni" þar í borg. Þessi
myndarlega og fasmikla, eldhærða
kona var tíður gestur á samkomum
íslendinga sem kallaðar vora landa-
mót, hún hafði dvalist í Stokkhólmi
frá því áður en sögur hófust í aug-
um okkar sem nýkomin voram á
staðinn og var tengiliður við fyrri
og frægari skeið í sögu nýlendunn-
ar. Það fór um mig og okkur hjón
bæði eins og fjölmarga Stokkhólms-
landa fyrr og síðar, að með okkur
og Margréti tókst fljótt kunnings-
skapur og vinátta sem ekki rofnaði
upp frá því. Þegar hún fluttist heim
til íslands löngu seinna varð hæg-
ara um vik að rækja þau kynni og
um hana myndaðist óðara traustur
hópur gamalla og nýrri vina.
Margréti var þannig farið að hún
hlaut að setja svip á hvem þann
hóp sem hún átti aðild að. Hún var
ákveðin og einörð og lét álit sitt
og vilja í ljósi án mærðar og vafn-
inga. Auðséð var að þar fór verald-
arvön heimskona sem lét ekki smá-
muni koma sér úr jafnvægi. Hún
var fróð um menn og málefni, hafði
yndi af ferðalögum og hafði víða
farið, miðað við það sem títt var á
hennar yngri áram. Allt stuðlaði
þetta að því hversu skemmtilegt var
að vera í návist hennar og eiga við
hana samræður. Hún var frænd-
rækin og ættmennum sínum og
mörgum öðram óbilandi hjálpar-
hella. Vinum sínum var hún tröll-
trygg, enda var eftirtektarvert hve
vel entust tengsl hennar við foma
vini bæði í Svíþjóð og á íslandi.
Þessarar tryggðar naut hún m.a. í
langvinnri sjúkravist undir ævilok-
in.
Minnisstæðasti drátturinn í mjmd
Margrétar verður sú mannlega
reisn sem markaði alla framgöngu
hennar. Hún var sjálfstæð og sterk,
hafði brotið sér braut af eigin
rammleik og verið sinnar gæfu
smiður, að því leyti sem það er
nokkram manni gefíð. Margt gekk
henni í haginn eins og mannkostir
hennar og dugnaður stóðu til. Eng-
an veginn fór hún þó varhluta af
öllu mótlæti, fremur en verða vill
um flesta menn. Heilsan var ekki
að öllu traust, þótt hún væri sterk-
byggð að upplagi. Að því er áður
vikið, að hægri höndin varð henni
á efri áram ónýt og raunar verri
en engin, og heymarbilun varð
henni líka til óþæginda. En Margrét
lagði ekki árar í bát heldur stóð
meðan stætt var. Mér er nær að
halda að ég hafí enga manneskju
þekkt eins víllausa og lítið gefna
fyrir sjálfsvorkunnsemi og kvein-
stafí. Jafnvel undir það síðasta,
þegar kraftar hennar vora mjög
þrotnir svo að hún gat litla björg
sér veitt og átti örðugt um mál
hafði hún á takteinum kaldranalega
glettni um kröm sína. Það var eins
og henni yrði aldrei raunveralega á
kné komið.
Hjalmar Gullberg, eitt af höfuð-
skáldum Svíþjóðar á þeim áratug-
um er Margrét Einarsdóttir dvaldist
þar í landi, bregður í kunnu kvæði
upp mynd af suðrænni konu sem
ber þunga byrði á höfði sér án þess
að förlast reisn og þokki og skáld-
inu verður hún ímynd hinnar sönnu
aðalstignar:
Sádant ár adel: att med hállning bára
ocksá det tyngsta.
Það var reisn af þessu tæi sem
var aðalsmerki Margrétar.
Margrét Einarsdóttir var þess
konar manneskja, að hver og einn
sem þekkti hana vel hlýtur að vera
þakklátur fyrir þau kynni og það
verður alltaf gott að hugsa til henn-
ar. Blessuð veri minning hennar
ævinlega.
Arni Gunnarsson
Kveðja
Hún var frá á fæti, hún Margrét
Einarsdóttir, þegar hún birtist á
skrifstofu okkar í byijun febrúar-
mánaðar árið 1965 til þess að ráða
sig sem gjaldkera.
Þá var hún nýkomin frá Stokk-
hólmi, þar sem hún hafði um ára-
raðir gegnt ábyrgðarmiklu gjald-
kerastarfi við fríhöfn Stokkhólms-
borgar. í þakklætis og virðingar-
skyni mun sænska ríkið hafa sæmt
hana heiðursmerki, þegar hún lét
þar af störfum fyrir aldurs sakir.
Ymsum af stöllum hennar mundi
ævistarfið hafa nægt og þær kosið
að setjast í helgan stein til þess að
njóta ævikvöldsins í ró og næði.
En fyrir Margréti var starfsdagur-
inn hvergi nærri að kveldi kominn.
Hún átti eftir að bæta við sig 18
ára þrotlausu starfí, sem unnið var
af trúmennsku og ósérplægni.
Margrét Einarsdóttir fæddist í
Hjaltabakkakoti 16. . september
1902, en fluttist ung til Blönduóss.
Þar ólst hún upp hjá foreldram
sínum, Einari Einarssyni og Mar-
gréti Þorsteinsdóttur, til 18 ára ald-
urs. Þá fór hún til Reykjavíkur, þar
sem hún vann í Björasbakaríi í
nokkur ár, eða þangað til hún fór
til Svíþjóðar, 21 árs að aldri, og réð
sig þar í vist. Fyrr en varir innritað-
ist hún í verslunarskóla, þar sem
hún lauk námi með ágætum
árangri.
Henni var þá boðin staða við
fríhöfti Stokkhólms, þar sem hún
starfaði til ársins 1963, þá komin
á eftirlaun. Þess má geta að hún
hafði starfað sem aðalgjáldkeri frá
byijun síðari heimsstyijaldar.
Arið 1964 flyst hún til fslands
og ræður sig hjá okkur ári síðar,
eins og að ofan getur. Margrét virt-
ist samlagast fírmanu og verða
óaðskiljaniegur aðili þess, um leið
og hún ávann sér traust og virðingu
samstarfsfólksins. En dagarair liðu,
þeir utðu að vikum og vikuraar að
áram. Skömmu eftir áttræðisaf-
mæli Margrétar, hinn 16. septem-
ber 1982, kom hún að máli við mig
og sagði að nú fyndi hún á sér, að
starfsdagurinn væri að kveldi kom-
inn.
Þá spurði ég hana, hvort hún
kysi ekki heldur að minnka vinnuna
en að hætta alveg, en þá svaraði
hún: „Það er því miður ekki hægt
að minnka hana meira."
Þegar hér var komið sögu sáum
við Margréti að sjálfsögðu sjaldnar,
en höfðum þó jafnan spumir af
henni. Að einu leyti hafði hún látið
undir höfuð leggjast að búa nægi-
lega vel í haginn fyrir sig, elliárun-
um til góða. Hún hafði aldrei gifst,
og naut því ekki ástríkra niðja í
ellinni. En hún átti marga vini, sem
héldu tryggð við hana til hins
síðasta.
Kristján G. Gíslason
Margrét lést á Sólvangi í Hafnar-
firði þ. 24. nóvember og var þá
bundinn endi á langt veikindastríð
stórbrotinnar konu. Hún fæddist í
Hjaltabakkakoti 16. september
1902 og vora foreldrar hennar
Margrét Þorsteinsdóttir og Einar
Einarsson. Þau fluttu nokkru síðar
til Blönduóss og þar ólst Margrét
upp. Hún var góðum gáfum gædd
og lauk komung námi við Kvenna-
skólann á Blönduósi. Síðan lá leiðin
til Reykjavíkur en þar vann hún í
Bjömsbakaríi við afgreiðslustörf.
Það var gaman að heyra hana segja
frá þeim tíma þegar afgreiðslu-
stúlkumar vora í drifhvítum slopp-
um og ekki kom til greina annað
en ekta danskt smjör í kökubakstur-
inn. Fyrir stuttu birtist í Lesbók
Morgunblaðsins mynd af starfs-
fólkinu í Bjömsbakaríi, sennilega
tekin skömmu fyrir 1920. Myndin
sýnir að þar var rekið mjmdaifyrir-
tæki og þekkti ég þar Möggu Ein-
ars á miðri mjmd. Hún minntist
alltaf þessa tíma með ánægju.
Upp úr 1920 hleypti Margrét
heimdraganum og fór með þeim
hjónum Ásmundi Sveinssyni og
fýrri konu hans, Gunnfríði Jóns-
dóttur, sem v_ar náfrænka hennar,
til Svíþjóðar. í Stokkhólmi var hún
í vist hjá góðu fólki, fyrst allan
daginn og síðar hálfan, og þegar
hún taldi sig vera komna vel niður
í sænskunni dreif hún sig á verslun-
arskóla — Pálmans Handelsinstitut
— og lauk þaðan prófí með ágætis
vitnisburði. Þá sótti hún um og fékk
atvinnu á pósthúsi Fríhafnarinnar
í Stokkhólmi og var að nokkram
áram liðnum orðin forstöðumaður
þess. Fríhöfnin í Stokkhólmi er
gríðar mikið fyrirtæki með mörg
hundrað milljóna króna veltu á ári.
Það vakti því verðskuldaða athygli
að þegar staða yfírgjaldkera þar
losnaði var Margrét hvött til að
sækja um stöðuna og fékk hana.
Hún var þá orðin sænskur ríkis-
borgari. Aðspurð um það hvemig í
ósköpunum þeim í stjóm Fríhafnar-
innar — hefði dottið í hug að ráða
konu og það íslenska í svo mikil-
vægt embætti, svaraði hún því til
að það væri búin að verða sjóð-
þurrð svo oft hjá fyrirrennurum
hennar að verra gæti það ekki orðið.
Margrét gegndi stöðu sirini með
piýði og var sæmd heiðursmerki
Stokkhólmsborgar er hún lét af
embætti.
Ferðalög höfðu alltaf heillað
Margréti og hún var búin að fara
víða uni Evrópu. Einn vetur tók hún
sig til og fór á spænskunámskeið á
kvöldin í heilan vetur. Síðan fékk
hún inni hjá spænskri fjölskyldu í
Madrid í nokkra mánuði og fór eft-
ir það margar ferðir til Spánar, en
þetta var löngu áður en Spánarferð-
ir urðu algengar. Eftir að hún var
hætt í Fríhöfninni fór hún til Banda-
ríkjanna og dvaldi þar í eitt ár,
fyrst hjá Línu og Jóni Gunnars-
sjmi, sem var frændi hennar, en réð
sig síðan sem stofustúlku til banda-
rískra hjóna sem bæði vora læknar
og auðkýfingar. Það var dásamlegt
að heyra hana segja frá því.
Við hjónin kjmntumst Margréti
er við dvöldum í Stokkhólmi á
stríðsáranum og þau kynni hafa
nú staðið hvað mig varðar í 48 ár.
íslendingahópurinn var fremur fá-
mennur á þeim áram, ekkert sam-
band heim en við héldum vel sam-
an. Það var Sigurður heitinn Þórar-
insson sem kynnti okkur fyrir
Möggu og sagði um leið að hún
gæti leiðbeint okkur um alla skap-
aða hluti. Og það reyndist orð að
sönnu. Hún leiddi okkur í allan
sannleika um samskipti við jrfírvöld,
að ég nú ekki tali um sænskar
umgengnis- og kurteisisvenjur sem
þá vora í mjög föstum skorðum og
torskildar íslenskum. Og við voram
ekki þau einu sem hún tók að sér
svo að segja. Eftir stríðið, þegar
allar flóðgáttir opnuðust, komu
margir íslendingar til náms og dval-
ar í Stokkhólmi. Frá þeim árum á
Margrét hóp vina sem hafa launað
henni fyrri viðurgeming og staðið
að baki henni þegar hún þarfnaðist
mest.
Árið 1948 fékk Margrét krabba-
mein í hægra bijóstið og var það
fjarlægt og húr. gekkst undir sterka
geislameðferð. Ekki tók meinið sig
upp aftur en hægri handleggurinn
varð henni með tímanum gagnslaus
og verra en það vegna þyngsla og
tilfinningaleysis í hendinni, sem
ágerðist og varð að lokum algert.
Margrét flutti til íslands árið
1964. Hún var búin að koma marg-
ar ferðir hingað eftir að stríðinu
lauk og þá fyrst og fremst til að
heimsækja móður sína, sem lést
1956, 93 ára að aldri, og systkini
sín, Bjama og Þuríði. Hvorki Bjami
né Margrét giftust en Þuríðir var