Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 Svar Námsgagnastofnunar við umfjöllun gagnrýnanda Morgunblaðsins um Ljóðspor Ný áætlun um útgáfu ljóða handa grunnskólum A undanförnum tveimur árum hefur á vegum Námsgagnastofnun- ar verið unnið að undirbúningi ljóðabóka fyrir grunnskóla. í ágúst sl. kom út fyrsta bókin skv. þeirri áaetlun og hlaut hún heitið Ljóð- spor. Bókin er ætluð til kennslu í 4.-6. bekk. A næsta ári er fyrir- hugað að gefa út ljóð fyrir 7.-9. bekk og næst ljóð fyrir 1.—3. bekk. A vegum Námsgagnastofnunar hafa kennararnir Kolbrún Sigurðar- dóttir, Sverrir Guðjónsson og Þórdís S. Mósesdóttir annast val og niður- röðun efnisins. Ljóðspor „gagnrýnd“ Föstud. 25. nóv. sl. fjallaði Jenna Jensdóttireinn bókmenntagagnrýn- enda Morgunblaðsins um Ljóðspor með afar ósanngjömum hætti. Umfjöllun Jennu er villandi, hún birtir fáein ljóð og notar þau til að draga upp heildarmynd af safninu sem verður vægast sagt brengluð. Ljóð höfunda eru rangt með farin og reynt er að gera efnislegt sam- hengi bókarinnar sem tortryggileg- ast. Í ofanálag er ýjað að því að kennurum sé sýnt vantraust með VERZLUNARSKOLI ISLANDS ÖLDUNGADEILD Innritun á vorönn öldungadeildar Verzlunarskóla íslands fer fram á skrifstofu skólans dagana 5.-8. desember kl. 13.00-19.00. Kenndar verða eftirfarandi námsgreinar: Auglýsingasálfræði Bókfærsla Danska Enska Farseðlaútgáfa Ferðaþjónusta Franska íslenska Líffræði Markaðsfræði Reksturshagfræði Ritvinnsla Saga Stærðfræði Tölvubókhald Tölvufræði Tölvunotkun Vélritun Verslunarréttur Þjóðhagfræði Þýska Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta mynda eftirtalin prófstig: Próf af bókhaldsbraut Próf af ferðamálabraut Próf af skrifstofubraut Verslunarpróf Stúdentspróf Umsóknareyðublöð og námslýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1. IVÍ HÁSKÓLANÁM í KERFISFRÆÐI VORÖNN 1989 Innritun í kerfisfræðinám á vorönn 1989 Tölvuháskóla Verzlunarskóla íslands fer fram á skrifstofu skólans dagana 5.-8. desember kl. 13.00-19.00. Markmið námsins er að gera nemendur hæfa til að skipuleggja og annast tölvu- væðingu hjá fyrirtækjum og stunda kennslu og þjálfun starfsfólks sem notar tölvur. Hægt er að hefja nám í janúar og september. Stúdentar af hagfræðibraut Ijúka námi á þremur önnum en aðrir stúdentar geta þurft að sækja tíma í fornámi, sem er ein önn til viðbótar. Áhersla er lögö á að fá til náms fólk, sem í dag starfar við tölvuvinnslu og í tölvudeildum fyrirtækja, auk nýstúdenta. Nemend- ur, sem vilja halda áfram að vinna hluta úr degi jafnframt námi, þurfa að ræða við kennslustjóra um möguleika á því. Eftirtaldar námsgreinar verða kenndar: Fornám: Bókfærsla Rekstrarhagfræði Tölvufræði Stærðfræði Vélritun Fyrsta önn: Vélamál Forritahönnun Turbo Pascal Almenn kerfisfræði Stýrikerfí Verkefni önnur önn: Kefishönnun Kerfísforritun Gagnasöfnun og upplýsingakerfi Forritun í Cobol Gagnaskipun Þriðja önn: Lokaverkefni AS/400 forritun og OS/400 stýrikerfí. Stutt námskeið í ýmsum greinum, svo sem: Tölvuíjarskipti, verkefnisstjórnun, forritunarmálið ADA, hlutbundin for- ritun, þekkingarkerfi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Verzlunarskólans, Ofanleiti 1. Kennslustjórinn verður til viðtals á skrifstofu skólans á meðan innritun stendur og í síma 688400. TÖLVUHÁSKÓLI VÍ. útgáfunni, nemendur sviptir rétti sínum til að vinna sjálfir, að stofn- uninni sé ekki treystandi til útgáfu og að skáldskapurinn sé hreinlega lítilsvirtur með því að gefa út safn ljóða sem valið er saman á þann hátt sem gert er í Ljóðsporum. Það er að hennar mati „ .. .fárán- legt að koma með bók eins og „Ljóð- spor“ til kennslu inn til svo ungra nemenda og í 4.-6. bekk“. Virðist hún heldur kjósa að hverfa til fortíðar, sbr. eftirf. uppástungu: „Hvemig væri að gefa aftur út hin ágætu skólaljóð er Kristjá» J. Gunnarsson fyrrverandi fræðslu- stjóri valdi?" Okkur sem störfum að útgáfu ljóða hjá Námsgagnastofnun þykir hér ómaklega vegið að störfum okkar og þess vegna nauðsynlegt að koma á framfæri við lesendur blaðsins eftirfarandi greinargerð. Hvaða leið skal fara? Þegar lagt er í útgáfu ljóða fyrir grunnskóla fer nokkur tími í það að meta hvaða leið skuli farin við að kynna ólíkum aldursflokkum íslenska ljóðlist? Með tilliti til mark- lýsinga okkar (námskrár m.a.) þóttu einkum tvær leiðir koma til greina. Önnur leiðin var sú að gera eins og oftast hefur verið gert, að raða kvæðum eftir skáldum. Hin leiðin var sú að skipa kvæðum nið- ur eftir efnisflokkum. Ef fyrri leiðin er farin hlýtur að verða að gera þá kröfu til kvæðanna að þau birti sómasamlega „mynd“ af skáldinu, sérkennum þess og skerfi til íslenskrar ljóðlistar. Þegar sú seinni er farin verður aðkoman að kvæð- unum önnur, þá blandast saman ólík efnistök, þjóðskáld og ungskáld standa hlið við hlið og gefur það tilefni til margvíslegs samanburðar og umræðna. Hvor leiðin sem valin er, verður að taka mið af þeirri reynslu kennara að of mikill hátíð- leiki sé lítt til þess fallinn að létta nemendum aðgang að ljóðum. Markmið ljóðaútgáfu handa grunnskólum Við ljóðaútgáfu Námsgagna- stofnunar þótti einsýnt að ekki yrði valin sú aðferð sem áður hefur ver- ið viðhöfð við útgáfu skólaljóða. Akveðið var að eftirfarandi atriði yrðu höfð að leiðarljósi, og að gefnu tilefni sakar ekki að geta þess að þessi markmið eru nánast sam- hljóða formlegum óskum' skólaþró- unardeildar menntamálaráðuneyt- isins um nýja útgáfu ljóða handa grunnskólum og bárust Náms- gagnastofnun fyrri hluta ársins 1985: Ljóðin verði frá ymsum tímum og verði hlutur nútímaljóða ekki minni en eldri ljóða. Efni ljóðanna skal vera íjölbreytt og höfða til sem flestra nemenda. Margs konar ljóðform þarf að kynna í safninu. Við val á ljóðum, einkum handa yngstu nemendum, skal hugað að söng. Ljóðin skulu gefin út í hæfilegum einingum sem hver og ein miðast við þarfir ákveðins skólastigs, byijendastigs, miðstigs eða ungl- ingastigs. Hlutur kvenna þarf að vera eðli- legur í ljóðasafninu. Síðar þótti einni kjörið að nota tækifærið í þessari útgáfu til að kynna efnistök myndlistarmanna og ljósmyndara á sömu viðfangs- efnum og skáldin fást við. Þegar þessi markmið eru gaum- gæfð ætti það ekki að koma á óvart að við samsetningu Ljóðspora hafi þótt eðlilegast að raða ljóðunum eftir efnisflokkum. Hver á að vinna verkið og hvernig? Samtök íslenskra móðurmáls- kennara voru beðin að stinga uppá kennurum úr sínum röðum til þess að takast á við verkið á vegum Námsgagnastofnunar. Óþarft ætti að vera að taka það fram að með þessu var verið að leita að fólki sem hefur sérstaklega lagt sig fram um að kynna ljóð og fjalla um ljóð við móðurmálskennslu ólíkra aldurs- hópa grunnskólans. Endanleg skip- un ritnefndar bókarinnar varð svo í fullu samræmi við uppástungur sem bárust frá samtökunum. Ritnefndin gerði námsgagna- stjórn síðar grein fyrir því hvernig yrði að verki staðið við söfnun ljóða til útgáfunnar og hlaut sú áætlun einróma samþykki námsgagna- stjómar. 1 framhaldi af því ákvað námsgagnastjóm að hætta útgáfu Skólaljóða Kristjáns J. Gunnarsson- ar og var því bókin tekin af skrá árið 1986. Árangurinn Fyrsta bókin af þremur, Ljóð- spor (ætluð 4.-6. bekk), kom svo út í ágúst sl. eins og áður sagði. í bókinni eru ljóð eftir 138 ljóðskáld. Flest eru Ijóðskáldin frá nítjándu og tuttugustu öld, en hlutur ungra skálda er veigamikill í safninu. Eins og áður hefur verið minnst á er ljóð- unum skipað niður eftir viðfangs- efnum skáldanna og fylgja verkefni og orðskýringar hveijum þætti bók- arinnar. í bókinni er fjöldi mynd- verka eftir þekkta íslenska mynd- listarmenn og hafa verk þeirra ver- ið valin í samræmi við efnisflokka bókarinnar en ekki einstök ljóð. Ljóðsporum er þannig ætlað að vera sýnisbók ljóða fremur en úr- valsljóð. Það þýðir ekki að engar gæðakröfur séu gerðar, en hins vegar er ekki endilega verið að seil- ast eftir „bestu“ kvæðum höfunda. í bókinni koma fram ljóðskáld sem fást við ólíkustu gerðir ljóðlistar. Jón Ólafsson oddviti t.v. og Sigurður Loftsson fyrsti formaður UMFK. 50 ára afinæli UMFK Ungmennafélag Kjalnesinga er 50 ára á þessu ári. Félagið var stofnað 26. maí 1938. Afinælisins var minnst með samsæti í félags- heimilinu Fólkvangi á Kjalamesi 20. nóvember sl. Á árinu hafa félaginu borist góð- félagsins, Jón Ólafsson oddviti og ar gjafir. T.d. færði Kjalameshrepp- ur félaginu til reksturs nýinnréttaða félagsmiðstöð í Bergvík á Kjalar- nesi. í afmælissamsætinu fluttu ávörp Pétur Þórðarson formaður, Sigurður Loftsson, fyrsti formaður Einar Sigurðsson framkvæmda- stjóri Ungmennasambands Kjalar- nesþings og færði hann félaginu bikar að gjöf. Stjóm UMFK ráð- stafar bikamum að eigin vild. (F réttatilkynning)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.