Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 Mynd úr Ljóðsporum við kaflann „Leikur að orðum“. Höfúndur myndverks er Magnús Kjartansson. Þjóðkvæði eru þarna á sama bekk og ljóð sem hafa á sér blæ nýlistar eða klippilistar (sbr. tvö fyrstu ljóð- in sem birtast í „gagnrýni" Mbl., rangt sett og án minnstu tilraunar til að skýra í hvaða samhengi þau eru birt í bókinni, þ.e. í flokki sem kallaður hefur verið „Leikur að orð- um“). Allt val orkar tvímælis og gildir það að sjálfsögðu um þetta safn sem önnur. Það er okkar skoðun að Ljóðspor komi vel til skila þeim mörgu og ólíku röddum sem heyrst hafa á vettvangi Ijóðlistarinnar og að safnið ætti að geta orðið nem- endum í 4.-6. bekk skemmtun jafnt sem fróðleikur um þennan þátt íslenskrar menningar. Kennarar hafa þarna úr nógu að moða við ljóðaumfjöllun á þessu aldursstigi, og geta því valið eða hafnað eftir því sem þurfa þykir. Til þess hafa þeir alltaf haft fullan rétt og þurfa því ekki „sér leyfi yfirstjómar menntamála til þess að hafa frjálst val í meðferð ljóða“ eins og gagn- rýnandi Mbl. kveðst hafa haft. Móttökur Viðbrögð kennara og nemenda við útgáfu Ljóðspora hafa farið framúr öllum vonum og hefur það víða komið fram að ljóð yngri skálda njóta mikilla vinsælda hjá nemend- um. Val ljóðanna virðist einkar vel til þess fallið að glæða áhuga nem- enda á ljóðlist. Verkefni bókarinnar þykja hitta vel í mark og henta vel til fjölbreytilegrar og skemmtilegr- ar umfjöllunar. Til marks um þörfina á útgáfu ljóða fyrir grunnskóla og hungrið í nýtt námsefni í móðurmáli má geta þess að þau 10.000 eintök sem vom prentuð í 1. prentun vora afgreidd til skólanna um leið og þau komu frá prentsmiðju. Bókin hefur verið endurprentuð í 6.000 eintökum og hafa nú verið afgreidd um 2.600 eintök úr því upplagi. Reynslan skoðuð Ástæða er til að leggja áherslu á það að ljóðaútgáfa Námsgagna- stofnunar er í aðra röndina tilraun. Að beiðni stofnunarinnar verður fylgst með því á vegum Skólaþróun- ardeildar menntamálaráðuneytisins hvernig Ljóðspor reynast í skólum. Hjá Námsgagnastofnun verður svo unnið úr þeim upplýsingum sem berast frá ráðuneytinu og metið hvort og hvenær bókin þurfi endur- skoðunar við. Lokaorð Eins og fram hefur komið hér á undan er útgáfa Ljóðspora hugsuð á allt annan hátt en áður hefur verið gert við útgáfur skólaljóða. Þetta verða menn að hafa í huga ef bera á bókina saman við Skóla- ljóð Kristjáns J. Gunnarssonar. Sömuleiðis er talning á höfundum og ljóðum þeirra fánýt fyrr en allt verkið er komið út hjá Námsgagna- stofnun. Val ljóðanna verður svo að sjálfsögðu að skoðast út frá for- sendum útgáfuáætlunarinnar eins og henni hefur verið lýst. (Mörg þau ljóðskáld sem gagnrýnandi Mbl. saknar í Ljóðsporam koma t.a.m. í þeirri bókinni sem ætluð er 7.-9. bekk vegna þess að ljóð þeirra era talin hæfa betur þeim þroska sem unglingar hafa náð.) Ólíkt gagnrýnanda Mbl. viljum við láta í ljósi þá einlægu ósk okkar að ljóðaútgáfa Námsgagnastofnun- ar verði til þess að sem flestir kenn- arar „freistist til að lofa öllum bekknum sínum að „smíða“ ljóð . ..“ án tillits til sjónarmiða um „að skáldskaparheigð er náðargáfa, sem er ekki öllum gefin“. Hlutverk Námsgagnastofnunar er í þessu til- viki að miðla því sem skáldin skapa og vonandi verður það gert án þess að þurfa að senda prófarkirnar fyrst inn á Alþingi. (Frá Námsgagfnastofhun) Að komast á koppinn IÐUNN hefúr gefið út myndabók fyrir yngstu börnin sem nefnist Koppurinn og segir frá henni Möggu litlu, sem er að venja sig af því að nota bleyju. í kynningu forlagsins á bókinni segir: „Öll börn verða reynslunni ríkari þegar þau læra að nota kopp- inn sinn. Þessi hlýlega og gamans- ama bók rekur sögu litillar stúlku þegar hún hættiað nota bleyju, erf- iði hennar og undrun andspænis þessum umskiptum og sætan sigur- inn þegar björninn var unninn. Koppurinn er bók sem lýsir á ein- faldan og raunsæja hátt reynslu sem öll börn ganga í gegnum á misjafnlega erfiðan hátt, bók sem börn og foreldrar hafa gagn og gaman af að skoða saman.“ GULLVÆGAR BÆKUR sannur glaðningur fyrir bókavini Fegurð íslands og fornir sögustaðir Svipmyndir og sendibréf úr Íslandsför W.G. Collingwoods 1897 Islandsvinurinn Collingwood lýsir í máli, vatnslitamyndum og Ijósmyndum iandi og þjóð í lok síðustu aldar. Haraldur Hannesson, Asgeir S. Björnsson, Björn TH. Björnsson, Janet Collingwood Gnosspelius skráðu formála o.fl. „Ömetanleg gjöf ... á helgan blótstall lands okkar og sögu" Björn TH. Björnsson SÍÐUMÚLA 11, SI'MI 8 48 66 ÖRN OG ÖRLYGUR Reykjavik sögustaður við Sund, þriðja bindi, R—Ö. Páll Lindai skráði Reykjavíkur bækurnar geyma mikinn fróð - leik um elstu byggð á islandi. [ þeim er mikill fjöldi gamalla og nýrra mynda. „Nú er kontið að lokum hins ágaeta bóka- flokks um Sögustaðinn við Sund, sem Páll Lindal hefur sett saman i samráði við aðra fróða menn og myndasmiði, og verður verk þeirra að teljast beeði hagkvœmasta og skemmtilegasta uppsláttarrit um Reykjavík sem hér hefur verið gefið út." Aðalsteinn Ingólfsson. DV., 28. nóv. 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.