Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 06.12.1988, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 63 horfinn á braut og leiðir skilja í bili. Hann lést á Borgarspítalanum 30. nóvember síðastliðinn eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þrátt fyrir óbilandi bjartsýni og trú á sigur í þeirri glímu varð hann að lokum að lúta í lægra haldi fyrir ofureflinu. Hann verður jarðsettur frá Víðistaðakirkju í dag. Er við sjáum á bak ástvinum vakna ósjálfrátt minningar frá lið- inni tíð. Daddi var einn af þessum hlýju mönnum sem gott var að vera með og umgangast. Sem drengur átti hann til að vera reyndar svolít- ið stríðinn og með góðlátlega glettni en alltaf þegar á reyndi var stutt í hlýju og aðstoð ef eitthvað bjátaði á. Hann vann um árabil heima við bú foreldra okkar og þar kom strax í Ijós þessi mikli dugnaður og at- orka sem hann bjó yfir alla tíð en samfara því var þessi ljúfa lund sem alltaf sá björtu hliðamar á tilver- unni þótt hún væri á stundum ein- hæf og án tilbreytni fyrir atorku- saman æskumann. Hann varð oft á vetrum að bera vatn bæði í fjós og fjárhús og þá setti hann gjaman niður fötumar á miðri leið og söng og dansaði í vatnsgrindinni. Þetta var hans leið til að hvflast í dagsins önn og skapa sér ánægju í því starfi sem hann vann hverju sinni. Og það má segja að þessi starfs- gleði hafi fylgt honum alla tíð. Hann var ágætis íþróttamaður á þess tíma mælikvarða og gerði sér alla tíð ljóst mikilvægi likamsrækt- ar og heilbrigðs lífs. Má vera að þar hafí hann búið að þeim vetri er hann dvaldi í Haukadal hjá þeim mikla íþróttafrömuði Sigurði Greipssyni. Hann var ágætur glímumaður, kattliðugur og mjúkur og með snerpu og lagni varð hann mörgum andstæðingum erfiður. Það er minnisstætt, eftir að hann komst til fullorðinsára og var farinn að vinna á skurðgröfu. Þá kom hann á héraðsmót Ungmennasambands Dalamanna á Laugum og tók þátt í hástökkskeppni og þá oft með litla æfingu að baki. En þrátt fyrir það varð hann oft sigursæll og vann þá keppni. Þegar hann hljóp að ránni vareins oghann segði: „Hvað, þetta er ekkert mál, ég hlýt að komast yfir.“ Og þannig gekk það yfirleitt. Daddi var ágætur söngmaður, hafði mjúka og fallega rödd og söng í mörgum kórum, bæði karlakórum og blönduðum kórum, þar sem hann bjó hveiju sinni. Hann hafði yndi af söngnum og naut þess að vera í góðra vina hópi og syngja. Það voru góðar stundir en alltof fáar sem við áttum saman í söng og leik. Hann vann á skurðgröfu á sumr- in í fjölda ára vítt um land og kynnt- ist þannig mörgum. Enn eru marg- ir sem minnast þess þegar söngur- inn hans hljómaði yfir sveitina á björtum sumamóttum. Það var eins og hann vildi }rfirgnæfa vélardyninn °g syngja fegurð inn í líf og tilveru. Eitt lítið atvik er minnisstætt frá þessum árum, atvik sem lýsir þó manninum vel. Hrossagaukur hafði lent í því óláni að gera sér hreiður einmitt á þeim stað sem skurðurinn skyldi koma. Daddi stakk þúfuna upp í heilu lagi og færði hana út fyrir skurðstæðið. Og hann var virkilega glaður þegar hann tveim dögum seinna gat tilkynnt að þetta hefði tekist og nú væru komnir ungar í hreiðrið. I daglegu lífí var hann fyrst og fremst maður fjölskyldu og heimil- is. Þar var hugur hans allur. Hann vildi hlú sem best að heimilinu og fjölskyldunni. Það var sama hvar hann bjó, alltaf var hann að breyta og bæta, fegra heimilið og um- hverfíð. Þrátt fyrir annríki átti hann alltaf stundir til að rétta hjálpar- hönd ef til hans er leitað. Og það var býsna oft, því engan var betra að biðja um aðstoð en hann því allt var svo fúslega látið í té. Nú er keppninni lokið. Ráin er felld í hinsta sinn. En rétt eins og í ■ hástökkskeppninni á Laugum forðum táknar það engin endalok tilverunnar. í fullvissu þess getum við þakkað fyrir þann tíma sem við höfum verið hér saman og við sem eftir stöndum mættum draga nokk- um lærdóm af og tileinka okkur þá eðliskosti sem sterkastir voru í fari hans; bjartsýni, æðruleysi, góð- vild og umburðarlyndi til samferða- manna. Við vitum að honum verður heimkoman góð. Við vottum eigin- konu hans, bömum og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Systkinin frá Fagradal Jakob Einar Jakobs- son - Minning Fæddur 13. júní 1925 Dáinn 30. nóvember 1988 Faðir okkar fæddist á ísafirði 13. júní 1925. Þar bjuggu foreldrar hans, Elínbet Jónsdóttir frá Hnífsdal og Einar Jakob Einarsson frá Hlíð í Álftafirði. Elínbet varð ung ekkja, hún missti mann sinn í sjóslysi í desember 1924, stóð þá ein uppi með dóttur þeirra, Jónu Guðmundu, og vanfær af föður okkar. Flutti hún nokkru seinna að Innri-Fagradal í Dalasýslu sem ráðskona með bömin sín, og giftist síðar Þórólfi Guðjónssyni bónda þar. Eignuðust þau fjögur böm og ólust þau upp þar saman systkinin sex. Faðir okkar fór að Laugar- vatni og tók þaðan gagnfræðapróf. Morgunblaðið/Árni Helgason Petrína Ágústsdóttir Bjartmars, forstöðukona dvalarheimilis aldraðra á Stykkishólmi. Stykkishólmur: Dvalarheim- ili aldraðra lOára Stykkishólmi. í TILEFNI þess að um þessar mundir eru liðin 10 ár síðan dval- arheimUi aldraðra tók til starfa í Stykkishólmi var starfsins minnst i húsakynnum heimilisins í lok nóvember. Dvalarheimilið hefur verið vel nýtt. Það tekur nú tæpa 30 vist- menn til dvalar og þessi 10 ára hafa alls rúmlega 40 vistmenn haft þar dvöl og 3 vistmenn hafa dvalið þar þessi 10 ár. Lionsklúbbur Stykkishólms keypti fyrir nokkru lítið hús með góðri lóð sem hann gaf dvalar- heimilinu og mun það nú koma að góðum notum þegar hafist verður handa um stækkun dvalarheimilis- ins en Sturla Böðvarsson bæjar- stjóri lýsti því yfir að bæjarstjóm væri að vinna að því að heimilið yrði stækkað. Kristín Bjömsdóttir, formaður stjómar dvalarheimilisins, setti samkomuna, bauð gesti velkomna og skýrði frá starfseminni í stórum dráttum. Guðlaug Vigfúsdóttir var for- stöðukona þar til hún lét af störfum í sumar og við tók Petrína Ágústs- dóttir Bjartmars hjúkmnarfræðing- ur. Gjafír bárast frá Kvenfélaginu Hringnum í Stykkishólmi, en það hefir haft mikinn áhuga á starfsemi dvalarheimilisins. Ávörp og atriði fóru þama fram og var samsætið hið ánægjulegasta. Á eftir var viðstöddum boðið upp á kaffí og góðgæti með. Fréttaritari átti stutt samtal við forstöðukonu dvalarheimilisins, Petrínu Ágústsdóttur Bjartmars, og sagði hún starfsemina ganga vel. Margt væri gert fyrir vistmenn, föndur o.fl. Hún sagði að sér litist vel á að takast á við verkefnið og það sem af er lofaði góðu. „Við eram heppin með starfsfólk og vist- fólk og svo höfum við mikinn stuðn- ing frá bæjarstjóm og fólkinu í bænum,“ sagði Petrína að lokum. - Ami Upp frá því fór hann að vinna hjá Vélasjóði ríkisins og vann vitt og breitt um landið við skurðgröft áram saman. Hann hefur í gegnum árin unnið ýmis störf og nú síðustu árin hjá Áburðarverksmiðju ríkis- ins. Árið 1953 giftist hann eftirlif- andi móður okkar, Kristínu Jónínu Siguijónsdóttur, f. 23. júlí 1932, átti hún fyrir einn son, Benedikt, og hófu þau búskap í Reykjavík sama ár. Síðan eignuðust þau okkur systkinin sem öll eram á lífi nema Kristjana sem fæddist 6. júlí 1955 og lést i nóvember sama ár. I dag, 6. desember, fylgjum við föður okkar og fósturföður til graf- ar. Á slíkum tímamótum spilar heil sinfónía á tilfinningastrengi í hjört- um okkar, og á hugann leita svo margar minningar liðinna ára. Efst er þó í huga þakklæti fyrir um- hyggju hans og þá djúpu ábyrgðar- tilfinningu fyrir fjölskyldu sinni, sem veitti okkur öryggið í upp- vextinum. í gegnum tíðina gátu foreldrar okkar af einstakri hlýju og sam- heldni búið okkur notalegt heimili. Hann hafði ánægju af allri vinnu, og féll sjaldan verk úr hendi. Pabbi hafði mikið yndi af söng, var sísyngjandi við vinnu sína, og not- aði sínar fáu frístundir gjaman til að hlusta á söng og syngja í kóram, má þar m.a. nefna Karlakór Reykja- víkur, og átti gjaman til að taka lagið í góðra vina hópi, og söng mjög vel. Fyrir nokkram áram eignuðust þau pabbi og mamma sumarbústað við Þingvallavatn. Höfðu þau mikið yndi af að dvelja þar, og ekki var sjaldan sem við systkinin og fjöl- skyldur okkar áttum þar með þeim glaðar stundir. Á yngri áram keppti hann í mörg- um íþróttagreinum, og fylgdist alla tíð vel með öllu sem fram fór á sviði íþrótta. En nú seinni ár stund- aði hann mikið sund og skokk og var alla tíð mjög hraustur. Það kom MONTRES • PARIS því sem reiðarslag er í ljós kom fyrir rúmu ári að hann pabbi væri með ólæknandi sjúkdóm. Hann ætl- aði ekki að gefast upp, var alltaf svo bjartsýnn á að Guð gæfi sér lengri tíma, kvartaði aldrei og sýndi ótrúlegt æðraleysi alveg þar til yfir lauk. Við biðjum góðan Guð að leiða pabba og blessa í nýjum heimkynn- um. Við þökkum öll fyrir samfylgd- ina og elsku til barna okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Br.) Elín Jakobsdóttir, Kristjana Jakobsdóttir, Jakob Jakobsson, Sigurjón Fannar Jakobsson, Ingólfúr Snær Jakobsson, Benedikt Ketilbjarnarson og tengdabörn. í hraða nútímans og amstri dag- legs lífs líður tíminn svo hratt að við gætum þess varla sem skyldi að hlúa að og rækja samskiptin við samferðamenn. Og þegar góður vinur hverfur úr hópnum stöndum við eftir harmi slegin og finnst höggið hafa komið svo skyndilega, jafnvel þótt við höfum búist við því um tíma og hefðum þess vegna getað verið viðbúin. Nú er hann Daddi bróðir okkar ÚR OC SKARTGRIPIR Jcin cg Cskac LAUGAVEGI 70 - 5:24930
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.