Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 06.12.1988, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1988 ©1988 Umversal Pres» Syndicate /f bivahd- óskapG. háva&L var þettö. i' eldháómu ? " Með morgnnkafiinu ást er... TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1988 Los Angeles Times Syndicate , ... að halda saman á myrkvum stundum. Hann sagði þegar hann bað mín að það væri jafn dýrt fyrir sig að vera einn eins og fyrir okkur bæði og það hefur hann staðið við... Láttu mig vita ef þú fínnur tönn ... Forseti veiti ísafjarð- arselnum laxaorðuna Til Velvakanda. Sá gleðilegi atburður átti sér stað í Isafjarðardjúpi þ. 17. nóvember sl. að allróttækur og mjög hugaður stéttarbaráttuselur nokkur nagaði gat á laxafangelsiskvíarnar hjá Iaxafangelsisfyritækinu íslaxi á Nauteyri við Isafjarðardjúp. Sýndi selurinn með þessu að þeir selir hafa meira vit en við mennirnir hvemig umgangast á minni máttar samborgara okkar hér á plánetunni. Þá sem em svo óheppnir að tilheyra ekki Homo Sapiens-vandræðaaðl- inum. Eg legg því til í ljósi Lífstefhu allra tegunda allra tíma að þessum hugaða IsaQarðarstéttarbaráttus- el verði veitt Laxaorðan við fyrsta tækifæri af forseta íslands við hátí- ðlega athöfn. Auðvelt er fyrir forsetann að sigla með varðskipinu Tý inn á Isafjarðar- djúpið og gera lagarborgurum út- hafsins þessa ákvörðun Mennska Hneyksli í Ágæti Velvakandi. Við Islendingar teljum okkur að sjálfsögðu í hópi siðmenntaðra þjóða, og viljum m.a.s. vera í fremstu röð þeirra, hvað flesta hluti varðar. Höf- uðborgarbúar eru þar engin undan- tekning. Þeir eru stórhuga, og endur- speglast það í borgarstjóm, sbr. t.d. rísandi ráðhús, viðgerðir á Viðeyjar- stofu og menningarmiðstöðina á Öskjuhlíðinni. Allt stefnir þetta í þá átt, að gera Reykjavík að raunveru- legri stórborg. Raunverulegri höfuð- borg á alþjóðlegan mælikvarða, en ekki aðeins „miðað við höfðatölu". Eitt er það þó, sem kemur í veg fyrir að Reykjavík sé sú borg, sem við væntum af henni. Það er opnun- artími verslana, matsölustaða, sölu- tuma og annarra þjónustufyrirtækja. Hann er hér allt of stuttur. Raunar er illskiljanlegt, hvers vegna opnun- artíminn er takmarkaður. Væri ekki lýðveldisins kunnuga. Smekklegt væri einnig að Hin Mennska Sinfóníuhljómsveit Islands færi með vestur og stillti sér upp á dekk og spilaði nokkra fallega svanasöngva undir athöfninni um leið og Laxaorðunni yrði hent í haf- djúpið til eiganda síns. Færi þessi Notarium Publicum- tilkynning forsetans fram hjá seln- um af einhveijum ástæðum ætti ekki að verða skotaskuld úr því að koma þessum skilaboðum til hans í gegnum samborgara hans af spen- dýraættum hafsins. Atburður sem þessi er allt of sjald- gæfur hér á jörðu, því miður. Og því meiri ástæða er til að verðlauna þá einstaklinga og vekja athygli á þeim og Lífstefnu þeirra gegnt Helstefiiu okkar mannanna, þá sjaldan sem svona fallegar fréttir berast til mannheims á annað borð. Eigendum laxafangelsiskvíanna á höfuðborg ofur einfalt, að nema allar reglur varðandi opnunartíma úr gildi, og eftirláta eigendum fyrirtækja að ákveða hversu lengi þeir vilja hafa opið? Menn skyldu ætla, að borgarstjórn reyndi að gæta hagsmuna Reyk- víkinga í þessu máli sem öðrum. Það hljóta að vera hagsmunir Reyk- víkinga, þ.e.a.s. neytenda, því allir erum við neytendur, að samkeppni fái notið sín í þjónustunni. Það vel- kist varla nokkur í vafa um það leng- ur, að samkeppni leiðir til betri þjón- ustu. Að lokum langar mig, sem borg- ara í Reykjavík, að beina þeirri spurningu til borgarstjóra, hvort fyr- irhugaðar séu endurbætur varðandi opnunartíma hér í borginni. Ef svo er ekki, þá hvers vegna? Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Váll Vesturs IsaQ ar ðardj úp: Selur pllij stórtjóni I Kaldalóni. TÍU til tólf tonn af eldislaxi sluppu H í hafið hjá íslaxi á Nauteyri við I Isafjarðardjúp, eftir að selur nair- ft|| aði gpat á kvíarnar. Ekki tókst að bjarga nema tveim- ]H ur til þremur tonnum af laxi. Tjónið ■ hefur ekki verið metið, en það gæti B hupanlega legið á bilinu 3-4 milljón- ■ ir króna. Laxinn var settur í eldi í vor og hafði gengið mjög vel, fískarn- jfl ir orðnir 3-10 pund á þyngd. Jens ■ síðan að veita styrk úr væntanlegum Búháttabreytingasjóði Landbún- aðar og Sjávarútvegsins sem hýst- ur verður í mikilvægasta ráðuneyt- inu, Lífstefiiuráðuneyti íslands, til að koma sér upp ýmiss konar lífstefnuatvinnutækifærum s.s. að rækta í gróðurhúsum kartöflur og linsubaunir og aðra ávexti til neyslu fyrir Vestfirðinga og aðra lands- menn. Nú, eða þá við gróðursetningu og ræktun nytja- og uppgræðslu- skóga á Vestfjörðum. Veðrið á Vestfjörðum myndi líka lagast vemlega við að klæða landið allt skógi, þar sem annars staðar á fallega landinu okkar. Stormurinn og rokið hér á landi myndi þá heyra sögunni til eftir að skógurinn næði frá fjallstoppum nið- ur í flæðarmál, alls staðar þar sem minnsti jarðvegur væri fyrir hendi til sáningar. Menn geta rétt ímyndað sér hve mikil dásemd verður að búa þá hér á þessu fallega og veðrastillta landi eftir þessar breytingar lífsháttanna og búháttanna, að ógleymdri útvíkk- un og þroskun hugarfarsins. Magnús H. Skarphéðinsson, ritari Laxavinafélagsins. Víkverji skrifar Umræðurnar undanfarna daga um áfengisfríðindi starfs- manna ríkisins hafa sannfært Vík- veija um það, að aðeins ein leið er út úr kviksyndinu. Afnám allra slíkra fríðinda. I fyrsta lagi er ekki nokkur ástæða til að ríkisstarfs- menn njóti þeirra fríðinda umfram borgarana sem reikninginn greiða. I öðm lagi hverfur hættan á því að fríðindi séu misnotuð. Það á að afnema með öllu áfeng- isfríðindi forsetaembættisins, ráðu- neyta, handhafa forsetavalds og annarra þeirra, sem heimild hafa, samkvæmt reglum eða hefð. Þessi fríðindi í skjóli risnu spara skatt- borgurunum ekki eina einustu krónu. Þvert á móti. Vínföng í opin- bemm veizlum á að greiða fullu verði til ÁTVR. Kostnaðarauki ríkissjóðs er aðeins á pappírnum, því tekjur ÁTVR aukast á móti. Aðeins er verið að millifæra pen- inga. Það vom meiriháttar mistök að afnema ekki áfengisfríðindin yfir alla línuna, þegar þau voru tekin af ráðhermm og forsetum Alþingis í upphafi síðasta áratugar. Engir eiga að geta keypt áfengi á innkaupsverði nema erlend sendi- ráð, sem mega flytja allt inn toll- frjálst hvort eð er, og fríhafnir (skipafélög, flugfélög). Undanfarna daga hefur upp- lýstst, að það var ekki aðeins fráfar- andi forseti Hæstaréttar, sem hafði notfært sér heimild til að kaupa áfengi á innkaupsverði. Það höfðu allir aðrir forsetar réttarins gert, svo langt sem skýrsla fjármálaráðu- neytisins nær, svo og forseti Al- þingis. Síðustu tveir forsætisráð- herrar höfðu ekki nýtt sér þennan rétt, enda fá þeir allt áfengi í veizl- ur sínar greitt að fullu af skatt- greiðendum, sem og aðrir ráðherrar og forsetar Alþingis. Það hefur einnig komið fram, að einu sinni á ári fá allir starfsmenn Stjórnarráðsins tvær flöskur á hálf- virði og þeir eru 500—600 talsins. Kannski komi á daginn, að lekinn út úr ÁTVR sé enn meiri og fleiri og fleiri bætist í hópinn. xxx Réttlætiskennd Víkveija er mis- boðið af því moldvirði, sem þyrlað hefur verið upp kringum fyrrverandi forseta Hæstaréttar. Svo sannarlega hefur hann gengið lengra í áfengiskaupum en réttlæt- anlegt er. En hann er bara ekki einn um það. Hundmð íslendinga, ef ekki þúsundir, hafa notið áfengis- fríðinda, og þar em í fararbroddi ráðherrar, forsetar Alþingis, hæsta- réttardómarar og aðrir háttsettir embættismenn. Hver þekkir ekki sögurnar um að ráðherrar létu keyra bílhlöss af áfengi heim til sín er þeir létu af ráðherradómi? Greinargerð fjármálaráðuneytis- ins sýnir, að fv. forseti Hæstaréttar var ekki einn á báti. Aðrir höfðu einnig keypt mikið áfengi. Hér er aðeins um stigsmun að ræða, ekki eðlismun. Á að lögsækja þá alla og víkja úr starfi? Hvað á að fara langt aftur í tímann? Málið í heild er slíkt kviksyndi, að þar duga ekki venjulegar leiðir dómstóla. Allt bendir til, að ekki sé um lögbrot að ræða heldur sið- ferðisbrot. HVer er sekur og hver er saklaus í þeim efnum? Var það tilgangur þess, sem steininum kast- aði, að þyrla upp moldviðri til að beina sjónum almennings frá þeirri efnahagskollsteypu sem við blasir? Það er full ástæða til að spyija þeirrar spurningar. Siðferðilegur tvískinnungur er óþolandi í augum Víkveija. Eina sanngjarna leiðin,- sem hann sér út úr áfengiskviksyndinu, er að strika yfir það, sem liðið er, en tryggja framtíðina með algjöru banni á áfengisfríðindi hárra sem lágra þjóna almennings, sem brúsann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.