Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 Ódýrustu fjölskyldu- bílarnir hækka mest - segir formaður Bfl- greinasambandsins „FLÖT hækkun innflutnings- gjalds af bifreiðum gengur þvert á fyrri yfirlýsingar Ól- afe Ragnars Grímssonar Qár- málaráðherra þvi ódýrustu Qölskyldubílarnir hækka mest,“ sagði Gfeli Guðmunds- son formaður Bílgreinasam- bandsins. Gísli sagði að á opnum fundi fjármálaráðherra hjá Bflgreina- sambandinu fljótlega eftir að hann tók við embætti hafí hann lýst því yfír að nauðsynlegt væri að auka álögur á bflainnflutning vegna þess að of mikið væri flutt inn og ríkissjóður þyrfti meiri tekjur. Hann hefði sérstaklega tekið fram að þar væri hann ekki að tala um ódýra fjölskyldubfla heldur kæmu álögumar frekar á dýrari bíla. „Framkvæmdin ér þveröfug við þessar yfírlýsingar," sagði Gísli. Benti hann á að 11% hækkún á innflutningsgjaldi af ódýrum bfl sem væri með 5% gjald fyrir skil- aði 10,4% tekjuhækkun í ríkissjóð á meðan 11% hækkun á dýrari bfl sem væri með 55% gjald skil- aði ríkinu ekki nema 7,1% hækk- un. Hækkunin kæmi því verst við þá sem vildu kaupa minni bflana á markaðnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Einn af fyrstu bílunum í færanlegri skoðunarstöð Bifreiða- skoðunar íslands hf. Á lyftunni er hægt að skoða undirvagn og hjóiabúnað. Við enda lyftunnar eru kefli, þar sem hemlabún- aður er prófaður. Hliðar vagnsins sem skoðunarstöðin er í eru færanlegar. Þegar stöðin er ekki í notkun ganga þær inn og vagninn er eðlilega breiður. Síðan fæst vinnupláss með þvi að hliðamar ganga út. Á innfelldu myndinni er allur vagninn, fremst dráttarbfllinn, þá skrifstofan og loks skoðunarstöðin. 17 milljóna skoðunarstöð á hjólum Bifreiðaskoðun íslands hf tók til starfa í gær Ríkisstjórnin: Oskar við- ræðna við Borgaraflokk RÍKISSJÓRNIN mun óska eftir formlegum viðræðum við Borg- araflokkinn um aðild að ríkis- stjórninni. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra stað- festi þetta í gær. Á fréttamannafundi í gær var Steingrímur Hermannsson spurður hvort fyrirhugaðar væru viðræður við fulltrúa Borgaraflokksins um þátttöku í ríkisstjóminni og svaraði Steingrímur því játandi. Hann sagði hins vegar ekki ákveðið hvenær þær viðræður hæfust. Bifreiðaskoðun íslands hf. hóf almenna afgreiðslu f gær, en fyrirtækið tók við hlutverki Bif- reiðaeftirlits ríkisins um áramót- in. Fyrsta starfsdaginn, mánu- daginn 2. janúar, var haldinn fúndur með starfsmönnum. „Við vorum að heilsa hver upp á ann- an,“ sagði Karl Ragnars forstjóri í gær. Komin er til landsins fær- anleg skoðunarstöð sem keypt var frá Þýskalandi og kostaði 17 milljónir króna. Nýju númerin munu.fara að sjást á bílum lands- manna fljótlega, en þau kosta 3.800 krónur. Starfsmenn Bifreiðaskoðunar prófuðu hina færanlegu skoðunar- stöð í fyrsta sinn í gær. Þar verður hægt að prófa hemlabúnað og ljósa- skoða, einnig er hægt að lyfta bflum upp þannig að manngengt er undir og hægt að skoða rækilega ástand undirvagns. Ennfremur er um borð tækjabúnaður til að prófa hvort stýrisbúnaður bflanna er í lagi. Hin færanlega skoðunarstöð verður notuð í þeim byggðarlögum landsins þar sem lengst er til skoð- unarstöðva. Karl Ragnars sagði við Morgunblaðið að áætlanir geri ráð fyrir að færanlega skoðunarstöðin verði nokkurn veginn fullnýtt, not- uð um það bil 250 daga á ári. Tveir menn munu vinna við stöðina að jafnaði, en hægt er að fjölga þeim í þijá þegar mest er að gera. Karl segir að enn sé ekki ákveð- ið hvar varanlegar skoðunarstöðvar verða reistar, né heldur hve margar þær verða. Hinu nýja fyrirtæki, Bifreiða- skoðun íslands hf, og nýja númera- kerfinu fylgir nokkuð aukinn kostn- aður við skráningu og númeraskipti á ökutækjum frá því sem var hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins. Nýskráning kostaði fyrir áramót 2.900 krónur, en kostar nú 3.600 krónur. Gömlu númerin kostuðu 1.500 krónur, en með endurskini 2.700 krónur. Nýju númerin kosta 3.800 krónur. Nýskráning og tvær númeraplötur kosta því í dag 7.400 krónur. Það er 3.000 krónum meira en nýskrán- ing með venjulegum númeraplötum fyrir áramót og 1.800 krónum meira en nýskráning með endur- skinsplötum kostaði. Ferðaskrifstofan Útsýn: Framkvæmdasljóra leitað „ÞAÐ HEFUR enn ekki unnist tími til að ráða framkvæmda- stjóra í stað Andra Ingólfssonar, enda bar uppsögn hans brátt að. En við verðum að fara að svipast um eftir góðum manni og vanda valið,“ sagði Ómar Kristjánsson, eigandi ferðaskrifstofúnnar Út- sýnar, í samtali við Morgunblaðið. Eins og.fram kom í Morgunbiað- inu í gær sagði Andri Ingólfsson upp starfi framkvæmdastjóra vegna ágreinings við Ómar. Þá var föður Andra, Ingólfí Guðbrandssyni, stjómarformanni fyrirtækisins, sagt upp störfum. Ómar tekur nú sjálfur við stjómarformennsku í fyrirtæk- inu. „Ég hef ekki komist inn á skrif- stofu mína í dag, sem er ákaflega GengisfeUing og skattar hækka vísitölur um 3% Tvöfalt meira en flögnrra mánaða hækkun framfærsluvísitölu GENGISFELLINGIN og skattahækkanir ríkisstjómarinnar munu hækka framfærsluvísitölu um 3% og lánskjaravísitölu enn meira. Á fjögurra mánaða tímabili verðstöðvunar — frá ágúst til desem- ber — hækkaði framfærsluvísitalan um 1,3%. Samþykkt tekjuöfl- unarfrumvarpa og gengpsfellingin nú um áramótin munu þvi hækka verðlag sem nemur meira en tvöfeldri hækkun verðlags á síðasta ársþriðjungi. Laun samkvæmt Akureyrarsamningunum og mörgum öðrum hafe ekki hækkað síðan 1. júní í fyrra, en öll samningsbundin laun eiga að hækka um 1,25% hinn 15. febrú- ar næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni er 4% gengisfelling talin hækka framfærsluvísitölu um 1,5-1,6%. Hækkun vörugjalds er talin hækka vísitöluna um 0,5%, hækkun bensíngjalds einnig og hækkun innflutningsgjalds á bfla er talin hækka framfærslu- vísitöluna um 0,45%. Samtals ger- ir þetta um 3%. Áhrif bensíngjaldsins og inn- flutningsgjaldsins ættu að koma strax fram, áhrif vörugjaldsins að hluta og áhrif gengisfellingar- innar ættu að koma að fullu fram í verðlagi á 2-4 mánuðum. Áhrifln munu koma að hluta fram í fram- færsluvísitölu janúarmánaðar, sem Verðlagsstofnun er nú að reikna út og gefín verður út 13. janúar. Vilhjálmur Ólafsson hjá Hag- stofunni sagði að gengisfellingin og skattamir ættu að valda hækk- un lánskjaravísitölu um 3,5%. Hún er sem kunnugt er sett saman að 2/s hlutum úr framfærsluvísitöla og að '/a hluta úr byggingavísi- tölu. Reiknað er með að vörugjald- ið hækki byggingavísitölu um 3,2% og gengisfellingin ætti síðan einnig að hafa áhrif til hækkunar hennar. bagalegt, þar sem þar eru læst inni ýmis gögn sem ekki koma starfsemi Útsýnar neitt við, meðal annars gögn varðandi Listahátíð," sagði Ingólfur Guðbrandsson í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Það er búið að synja mér um inngöngu á vinnutíma starfsfólks á þeim for- sendum að það trufli vinnufrið og Ómar Kristjánsson lýsti því yfir í viðurvist starfsfólksins að hann kærði sig ekki um að ég kæmist upp með fleiri skemmdarverk gagnvart fyrirtækinu." „Mig rekur í rogastans við að heyra þær fréttir að stjórnarfundur hafí verið haldinn í Útsýn hf. og kjörin ný stjóm, þar sem Ómar Kristjánsson lagði á það höfuð- áherslu að ljúka kaupum á hlutafé í Útsýn fyrir áramót til þess að geta leyst upp hlutafélagið. Þessar upp- lýsingar stangast á og ekki nóg með það, heldur hefur Ómar sagt starfs- fólki Útsýnar þriðju útgáfu sögunnar sem er sú að Útsýn sé ekki lengur hlutafélag heldur eign Ómars Kristj- ánssonar og fjölskyldu hans.“ Aðspurður um það hvort starfi hans að ferðamálum væri hér með lokið sagði Ingólfur að tíminn yrði að leiða það í Ijós hvort hann hefði fyrirgert rétti sínum til að starfa áfram að ferðamálum. „En ég von- ast eftir sem áður til þess að áhrifa minna á því sviði gæti áfram í gegn- um störf þeirra sem með mér hafa starfað og eitthvað hafa af mér iært,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson að lokum. Sjá einnig yfirlýsingu Ómars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.