Morgunblaðið - 04.01.1989, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989
Hver stjórnar Reykjavík?
eftirStefán
Benediktsson
Siguijón Pétursson borgarfulltrúi
komst að þeirri skondnu niðurstöðu
á borgarstjómarfundi á dögunum að
Reykjavíkurborg muni ekki vera á
valdi sjálfstæðismanna heldur sér-
fræðinga. Þessi fullyrðing varð til
þess að upp rann ljós fyrir Davíð
Oddssyni og viðurkenndi hann að
andstætt því sem hann sjálfur, Sigur-
jón og aðrir Reykvíkingar hefðu hald-
ið þá réði hann engu. Ekki nóg með
það heldur vissi hann varla hvað fram
færi í stjóm borgarinnar. Þó hafði
borgarstjórinn hugboð um að sér-
fræðingamir skömmtuðu sér laun
úr sjóðum borgarinnar að eigin geð-
þótta og taldi Davíð sig greinilega
e'ngu ráða í þeim efnum.
Sérfræðingar þeir sem Davíð og
Siguijón telja að ráði borginni eru
arkitektar, verkfræðingar, tækni-
fræðingar og aðrir ráðgjafar sem
starfa við verklegar áætlanir og
framkvæmdir á vegum Reykjavíkur-
borgar. Þar sem ég hef nokkra yfir-
sýn yfír viðskipti borgarinnar og
arkitekta vil ég leyfa mér að gera
nokkrar athugasemdir við þessi
ódrengilegu ummæli. Ódrengileg eru
þau vegna þess að hér er reynt að
gera því skóna að borgarstjóri beri
ekki ábyrgð á fjárreiðum borgarinnar
heldur láti óviðkomandi aðilar greip-
ar sópa um sjóði hennar að vild.
Ummælin em ódrengileg vegna þess
að hvorki arkitektafélaginu eða ein-
stökum félögum þess hafa borist
umkvartanir borgaryfírvalda vegna
óeðlilegrar gjaldtöku arkitekta fyrir
Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim sem
glöddu mig og heiöruöu meÖ margvíslegum
hœtti á áttrœÖisafmœli mínu 29. desember sl.
ÓlafurE. Guðmundsson
frá Mosvöllum,
Stórholti 32.
Blaðberar
óskast
Símar 354( )$ og 83033
GAMLI BÆRINN | KÓPAVOGUR
Hverfisgata
SELTJNES
Kársnesbraut 77-139 o.fl.
Hlíðarvegur 138-149
og Hlíðarhjalli
þá þjónustu sem þeir hafa látið
Reykjavíkurborg í té. Sýnu ódrengi-
legast er þó að hér er að nokkm
leyti um að ræða aðila sem óverð-
skuldað hafa orðið vemlega fyrir
barðinu á gagnrýni sem í raun snýst
um pólitískar ákvarðanir borgar-
stjómar.
Þýðingarlaust er að bjóða Reyk-
víkingum þá ódým skýringu vegna
fyrirspumar um hönnunarkostnað
að borgarstjómarmeirihlutinn ráði
engu heldur hafí sérfræðingamir
sjálfdæmi þar um. Umbjóðendur
borgarfulltrúa eiga kröfu á því að
umræður fulltrúanna hafí það mark-
mið að upplýsa alla þætti hvers máls
svo umbjóðandinn megi greina á
hveiju afstaða fulltrúans byggist.
Hér fylgja nokkur atriði sem virð-
ast ekki hafa komið fram í umræð-
unni.
1) Arkitekt, sem vinnur fyrir
Reykjavíkurborg, gerir það sam-
kvæmt samkomulagi sem gert er
fyrir hvert einstakt verk sem
hann starfar að.
2) Fýrmefnt samkomulag getur ver-
ið tvennskonar þ.e. fyrirfram-
samningur um ákveðna heildar-
þóknun eða að samið er um
greiðslu fyrir vinnustundir
samkv. tímaskýrslum.
3) Reykjavíkurborg hefur á reglu-
legum verkfundum mjög ná-
kvæmt eftirlit með þeirri vinnu
sem fram fer á arkitektastofum
í hennar þjónustu.
4) Verðlag útseldrar vinnu arkitekta
miðast við laun þess manns sem
verkið vinnur samkvæmt gildandi
kjarasamningum hveiju sinni
óháð því hvort verkið er unnið í
dag-, eftir-, nætur- eða helgar-
vinnu.
5) Fyrirfram ákveðin þóknunarupp-
hæð er samningsatriði milli
Reykjavíkurborgar og viðkom-
andi arkitekts. Upphæð þóknun-
arinnar tekur mið af því hve langt
þjónusta arkitektsins nær, hversu
flókið og umfangsmikið verkið er
og hver áætlaður framkvæmda-
kostnaður er. Við þessa samninga
er stuðst við svokallaða gjaldskrá
arkitekta sem er ein og hin sama
fyrir alla viðskiptavini arkitekta
og hefur verið í 50 ár.
6) Opinberar byggingar eru undan-
tekningalítið boðnar út til fullnað-
arfrágangs og því fer meiri tími
og fé í hönnun en þegar verk eru
ekki boðin út eins og algengast
er hjá einstaklingum.
7) Borgarstjóm hefur kosið að láta
hanna tvö stærri verkin af þeim
þremur sem nefnd voru á borgar-
stjómarfundinum þ. 15.12. 88 í
tímavinnu, þ.e. ráðhúsið og
Nesjavallavirkjun, án þess að til-
tekið sé hve margar stundir fari
í verkið.
8) Samanlagður kostnaður þeirra
framkvæmda sem nefndar voru í
umræðunni þ. 15.12. 88 í borgar-
stjóm er líklega á bilinu 5,5 til
6,0 milljarðar króna. 430 milljóna
hönnunarkostnaður, þ.m.t.
greiðslur til erlendra ráðgjafa, er
enn undir 8% af framkvæmda-
kostnaði en ekki er óeðlilegt að
ætla að hann gæti orðið 15% þeg-
ar yfír lýkur. Hlutur arkitekta er
líklega um þriðjungur eða 5%.
Ráðhúsið og Nesjavallavirkjun
eru flóknar og kostnaðarsamar
framkvæmdir og gróflega má
ætla að vinnustundir sérfræðinga
við þessi verk verði samanlagt
um 400.000 eða rúmlega tveggja
alda vinna eins manns. Því skyldi
engan undra þó það kosti nokk-
urt fé að taka á slíkum verkum.
Auðvitað anda menn léttar í borg-
arstjómarmeirihlutanum þegar
andstæðingamir bregða sér á
aðra bæi til að skamma fólk og
ef til vill skiljanlegt að Davíð slá-
ist í för með Siguijóni þegar svo
Stefán Benediktsson
„Hér er reynt að gera
því skóna að borgar-
stjóri beri ekki ábyrgð
á íjárreiðum borgar-
innar heldur láti óvið-
komandi aðilar greipar
sópa um sjóði hennar
að vild.“
ber við, en það breytir bara ekki
því að borgarstjóm ber fulla
ábyrgð á þeim samningum sem
hún gerir og það þýðir ekki að
bjóða almenningi upp á þá fírru
að borgarstjórinn hafí eitthvert
óljóst hugboð um að hann hafí
verið hlunnfarinn í viðskiptum.
Staðreyndimar liggja á ljósu í
gögnum borgarinnar og því
ástæðulaust að láta eins og menn
þekki þær ekki.
Höfiinclur er formaður Arkitekta-
félags íslands.
Hvað eru miklar eignir?
Svar við opnu bréfi Torbens Friðrikssonar
„Þeim er hins vegar lítil
vorkunn að greiða eign-
arskatta, sem allt í senn
hafa haft góðar tekjur,
nutu verðbólgutilfærsl-
unnar og hafa aðgang
að öflugustu lífeyris-
kerfum landsmanna.
Þeim væri líka sæmst
að kvarta ekki mikið,
þótt nauðsynlegt hafi
verið að hækka eignar-
skatta nú.“
Tjarnarstiguro.fi.
eftirMá
Guðmundsson
Torben Friðriksson sendir mér
opið bréf í blaðinu 30. desember sl.,
í tilefni af ummælum mínum í Þjóð-
viljanum vegna fréttar í ríkissjón-
varpinu á annan í iólum um skatt-
byrði eignarskatta. I frétt sjónvarps-
ins var tekið dæmi af einstaklingi,
sem átti 12,5 milljóna króna skuld-
lausa eign, eða sem samsvarar
þokkalegu raðhúsi og litlu skrifstofu-
húsnæði, eins og það er kallað í frétt-
inni. I viðtalinu við mig í Þjóðviljan-
um er haft eftir mér að um „feikileg-
ar eignir er að ræða“.
Ég hirði ekki um það hér að fara
í umræður um merkingu orðsins
feikilegur né um útþynningu á merk-
ingu sterkra lýsingarorða í íslensku
almennt, sem gerir það að verkum
að ekki er alltaf hægt að fletta upp
í orðabók Sigfúsar Blöndals til að
skilja það sem átt er við. Hugsanlegt
er að ég hefði notað annað orð, ef
ég hefði skrifað grein um málið í
stað þess að eiga viðtal við blaðið í
gegnum síma. Hins vegar sný ég
ekki aftur með það, að það eru mjög
miklar eignir hjá einstaklingi að eiga
skuldlausa eign upp á 12,5 milljónir
króna. Um þetta vill Torben efast.
Hann segir orðrétt í bréfi sínu til
mín: „Því tel ég rétt að benda efna-
hagsráðgjafa fjármálaráðherra á að
hæpið sé að þorri landsmanna telji
skuldlausar eignir svo sem raðhús
og skrifstofuhúsnæði að verðmæti
12,5 milljónir króna vera feikilegar,
enda þótt slíkt kynni að vera reyndin
í fjarlægum löndum, sem búa við
aðrar efnahagsaðstæður en íslend-
ingar... Er það því von mína og
vafalítið margra annarra lands-
manna að efnahagsráðgjafí fjár-
málaráðherra taki framvegis meira
tillit til fslenskra aðstæðna við mynd-
un skattlagningarstefnu ríkisstjóm-
arinnar og ráðgjöf þar að lút-
andi.. .“
Ég kýs að byggja mat mitt á því
hvað séu miklar eignir á staðreynd-
um, fremur en á eigin ágiskunum
og fyrirframáliti eða á því hvað ég
tel að öðrum fínnist. Hveijar eru þá
staðreyndir? Jú, þær eru að aðeins
345 einstaklingar af 70.705 eiga
hreina eign yfír 12,5 m.kr., eða inn-
an við V2%. Hér er miðað við skatt-
framtöl ársins 1988 (eignir í árslok
1987) og eignimar hafa verið færðar
til áætlaðs verðlags í lok þessa árs,
þannig að í raun voru það enn færri
sem áttu þetta miklar eignir í lok
síðasta árs. Ef einstæðum foreldmm
er bætt við, verður fjöldinn 364 af
77.441, sem er einnig innan við '/2%.
Til samanburðar má geta þess að
1.836 einstaklingar eiga hreina eign
yfír 6 milljónum króna og 1.249 ein-
staklingar eiga hreina eign yfir 7,5
milljónum króna. Meðaleign einstakl-
inga er samkvæmt þessum gögnum
1,1 m.kr., þannig að 12,5 m.kr. eign
er rúmlega tólfföld meðaleign þeirra.
Ég tel það mjög miklar eignir, og
sumir mundu sjálfsagt telja þær
feikilegar.
Ég hef nú sýnt fram á, að fullyrð-
ing mín byggir á íslenskum veru-
leika, öfugt við það sem Torben Frið-
riksson heldur fram. Ég hallast helst
að því að fullyrðingar Torbens um
það hvað þorri landsmanna kann að
telja í þessu efni segi meira um sam-
setningu vina- og kunningjahóps
hans fremur en nokkuð annað. Stað-
reyndin er sú að ákveðinn hópur
fólks, sem einmitt er á sama reki
og Torben, naut þess að raunvextir
voru lengi vel neikvæðir hér á tandi,
og það stundum stórlega. Þessi hóp-
ur hefur auðvitað geta byggt upp
töluverðar eignir. Fullt tilefni hefði
verið til á sínum tíma að leggja þung-
an eignarskatt á þann hluta þeirra,
sem myndaðist vegna verðbólgutil-
færslu. Það var þó ekki gert, enda
flókið mál í framkvæmd.
Færa má að því rök að eignar-
skattar séu óréttlátir skattar, þar
sem þeir fela í sér tvísköttun á tekj-
um þeirra sem spara. Þessi röksemd
á þó aðeins við, ef allar tekjur eru
skattlagðar með svipuðum hætti,
skattsvik eru lítil og um engar til-
færslur eins og þær sem urðu hér á
landi vegna neikvæðra vaxta er að
ræða. Þessi skilyrði eru auðvitað
langt í frá að vera uppfyllt hér á
landi. Ekki er þar með sagt að ýms-
ir agnúar geti ekki fylgt eignarskatt-
sálagningu, sem fela í sér visst órétt-
læti. í því sambandi má nefna, að
þeir sem ekki eru í lífeyrissjóðum og
spara þess í stað til ellinnar með því
að mynda eignir með öðrum hætti
bera í raun þyngri skatta en aðrir.
Sjálfsagt er að skoða hvort mögulegt
er að fínna lausn á þessu vanda-
máli. Þeim er hins vegar lítil vorkunn
að greiða eignarskatta, sem allt í
senn hafa haft góðar tekjur, nutu
verðbólgutilfærslunnar og hafa að-
gang að öflugustu lífeyriskerfum
landsmanna. Þeim væri líka sæmst
að kvarta ekki mikið, þótt nauðsyn-
legt hafi verið að hækka eignar-
skatta nú.
Höfundur er efhahagsráðgjafi
fjármálaráðherra.