Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 48
§Hróöleikur og JL skemmtun fyrirháa semlága! |SJÓVÁ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Stálvík með samning um smíði fyrir Dubai: Oskað ábyrgðar á 800 milljónum STÁLVÍK hf. hefur farið fram á ríkisábyrgð upp á 800 milljónir króna vegna skipasmíðaverkefhis fyrir útgerðaraðila i Dubai í Sam- einuðu fúrstadæmunum við Persaflóa. Ábyrgðin er til að mæta út- borgun þessa útgerðaraðila við undirskrift samnings. Um er að ræða smíði 14 skuttogara sömu gerðar og Hólmadrangur og er verð hvers þeirra um 300 milljónir króna. Togarar þessir yrðu smíðaðir í Egyptalandi en undir stjórn Stálvíkur. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra kynnti þessa beiðni á ríkisstjómar- fundi í gærdag. Hann segir að hér sé um mun skilgreindari beiðni að ræða en er farið var fram á ríkis- ábyrgð vegna „Marokkótogaranna" svokölluðu þar sem aðeins er farið im:n á tryggingu vegna mikillar 1,97 Islend- ingar um hvern bíl 127.332 fólksbílar voru skráðir hér á landi í árslok 1988. Það þýðir að rétt rúmlega einn bíll er á hveija tvo landsmenn, reiknað í tölum 1,97 íslendingar um hvern bíl. útborgunar kaupenda togaranna við undirskrift samnings. „Þetta mál er nú til athugunar í iðnaðar-og fjármálaráðuneytinu en í fljótu bragði sýnist mér að ein- hver hluti þessarar ábyrgðar ætti að koma frá Egyptalandi þar sem togaramir yrðu smíðaðir," segir Jón Sigurðsson. Júlíus Sólnes stjórnarformaður Stáivíkur segir að þetta mál sé nokkuð öðruvísi vaxið en „Mar- okkótogaramir“ þar sem kaupend- ur í Dubai skorti ekki fjármagn til verksins. Fyrirtækið í Dubai, MAR, hafi gert samninga við klerkastjóm- ina í íran um rekstur dótturfyrir- tækis þar í landi og yrðu skipin notuð að hluta til veiða þar. „Þetta fyrirtæki hefur verið að þreifa fyrir sér hjá öðmm aðilum í Evrópu, einkum Noregi og Dan- mörku, um smíði annars konar skipa en þeir vilja að við smíðum fyrir þá. Þetta sýnir að þama er mikill og vaxandi markaður sem við ættum að reyna að fá hlutdeild í,“ segir Júlíus Sólnes. MIKLAR RIGNINGAR Á HÁLENDINU Miklar rigningar vom á hálendinu um áramótin. Kristín Þorfinnsdóttir á Hveravöllum segir að byrjað hafí að rigna aðfaranótt gamlársdags og rignt mik- ið. Ekki stytti upp fyrr en á gamlárskvöld. Um 40 manns héldu áramótin hátíðleg á Hveravöllum með brennu, flugeldaskotum og tilheyrandi gleðskap. Vegna vatnavaxta í kjölfar rigninganna varð fólkið að fara norðurleiðina til byggða, þar sem ófært var suðurum. Hluti hópsins fór þó á Langjökul á jepp- um. Myndimar em teknar í leiðangri jeppamanna Aðgerðir ríkisstj órnarinnar: Morgunblaðið/Ámi Sæberg sem ætluðu að sæluhúsi við Hagavatn, en urðu frá að hverfa vegna krapaelgs á veginum norðaustur af Sandvatni, þrátt fýrir öfluga og vel búna bfla. Ráðstöfunartekjur almenn- íngs munu mínnka um 5 - 6% — segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ Fólksbílum Qölgaði á árinu um 5.638, eða um 4,6%. 154.796 ökutæki vom á skrá í árslok. Þar með em talin dráttarvélar, tengivagnar og torfæmtæki. Bifreiðar og bif- hjól em alls 140.412 og hefur fjölgað frá 1987 um 5.943, eða 4,4%. Nýskráningar vom allmiklu færri 1988 en árið áður, en fjöldi skráðra eigendaskipta litlu minni. Nýskráningar bif- reiða og bifhjóla 1987 vom 23.430, en í fyrra 15.186. Þar af var innflutt nýtt 1987 18.478, en í fyrra 12.780. „ÞAÐ ER ljóst að gengisfellingin felur i sér hækkun á öllum er- lendum kostnaðarliðum og má áætla að 4% gengisfelling leiði til um 2% hækkunar á verðlagi,“ sagði Ásmundur Stefánsson for- seti ASÍ í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Og þegar sú hækkun kemur til viðbótar auk- inni skattheimtu í formi vöru- gjalds, bensíngjalds o.fl. þýða opinberar aðgerðir um þessi ára- mót 3—4% hækkun á verðlagi. Auk þess hækkar tekjuskattur um rúmlega 2% frá því sem ver- ið hefði að óbreyttum lögum, en allt þetta minnkar ráðstöfúnar- tekjur almennings um 5—6%.“ Forystumenn ríkisstjómarinnar sögðu á blaðamannafundi í gær að gengisfellingin sé óháð öðmm efna- hagsráðstöfunum, sem rfkisstjómin vinni nú að. Hún sé tilkomin vegna óhagstæðrar alþjóðlegrar gengis- þróunar undanfarið. Ríkisstjómin hélt fund síðdegis í gær. Þar lagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra fram nokkrar hugmyndir um aðgerðir til að bæta stöðu út- flutningsatvinnuveganna. Hann lagði fram álit starfshóps um lækk- un raforkuverðs til fiskvinnslu. Viðbrögð stjómararidstöðunnar við gengisfellingunni em fremur neikvæð. Þorsteinn Pálsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins segir geng- isfellinguna of litla og of seint fram komna. Sigurður Markússon fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar SÍS segir að gengisfellingin brúi aðeins einn §órða af því bili sem brúa þurfi til að vega upp á móti þeirri hækkun, aem orðið hefur á framleiðslukostmði. Víglundur Þorsteinsson formaður Félags íslenskra iðnrekenda segir að raun- vemlegar efnahagsráðstafanir hljóti að koma seinna í þessum mánuði og spáir 10-12% gengis- breytingu. Ásmundur Stefánsson segir skerðingu ráðstöfunartekna. koma til viðbótar verðbólgu síðari hluta liðins árs en hún hefði verið tæp- lega 7% á tímabilinu júní-desember og á þeim tíma hefði kaupið ekkert hækkað. „Þessar hækkanir fást ekki bættar fyrr en í fyrsta lagi um miðjan febrúar og í sumum aðildarfélögum ASÍ em samningar bundnir mun lengur, allt fram á haust í sumum tilfellum og þangað til samið verður þarf fólk að bera þessar hækkanir bótalaust," sagði Ásmundur. Ásmundur sagði óumdeilanlegt að þessi gengisfelling leysti ekki vanda útflutningsatvinnugrein- anna, frekari efnahagsaðgerðir hlytu að koma til og eftir ætti að koma í ljós hveijar þær yrðu og á hveijum þær bitnuðu. Aðspurður um undirbúning samninga hjá ASÍ sagði Ásmundur að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um kröfugerð eða hvernig staðið yrði að samningum. Umræð- ur væm hafnar innan ASÍ og ein- stakra aðildarfélaga og þeim yrði fram haldið á næstu vikum. „Það er kaupmátturinn sem skiptir máli, ekki krónutala launahækkana og því fara menn sér hægt og líta til allra þátta,“ sagði Ásmundur Stef- ánsson. Sjá ennfremur bls. 2, 3, 18, 19 og forystugrein. 87 hjartaaðgerðir hér í íyrra: Steftit að því að flölga aðgerðum í þijár í viku Hjartaaðgerðir á Hjartadeild Landspítalans voru 87 á síðasta ári og stefht er að því að fjölga þeim til muna á þessu ári. Frá því slíkar aðgerðir hófúst hér í júní 1986 hafa að meðaltali verið framkvæmdar tvær aðgerðir á viku en stefnt er að því að fjölga þeim í þijár á viku á þessu ári. Hjartaaðgerðir á fúllorðnum erlendis frá því aðgerðir hófúst hér eru 120, 110 í London og 10 í Bandaríkjunum. Auk þess hafa verið gerðar 10 aðgerðir á börn- -ja£m í London, en þær aðgerðir er ekki hægt að gera hér. - Að sögn hjartaskurðlæknanna að leita til útlanda, miklu frekar Kristins Jóhannssonar og Þórar- ins Amórssonar hafa aðgerðimar tekist vel. Meðal aðgerða á síðasta ári vom þijár hjartalokuaðgerðir og þijár aðgerðir vegna ops milli hjartahólfa og sagði Þórarinn það ekki miðast við hversu flóknar igerðimar væm hveijir þyrftu væri um það að ræða að þeir sem of veikir væm til að hægt væri að flytja þá fæm í aðgerðir hér. Undanteknir.gar væm þó aðgerðir á bömum sem væm svo sér- hæfðar að ekki þætti ráðlegt að taka þær upp hér strax. Frá því hjartaaðgerðir hófust á Landspítalanum í júni 1986 hafa verið gerðar þar 188 aðgerðir. Kristinn Jóhannsson sagði yfir- lækni og stjóm Landspítalans nú vinna að því að fjölga aðgerðum og miðað væri við að til þess að sinna öllum aðgerðum hér þurfi að gera fjórar aðgerðir á viku, helmingi fleiri en nú. Það væri að sjálfsögðu markmiðið og verið væri að ræða hvemig því yrði við komið. Ákveðið hefði verið í upp- hafi að halda sig við tvær aðgerð- ir á viku til að byija með en reynslan sýndi að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að fjölga þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.