Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 Sprengingin um borð í þotu Pan Am yfír Skotlandi: Aðstoðar PLO við að fínna spellvirkjana? Los Angeles. Lockerbie. Búdapest. Reuter. ROBERT Pelletreau, sendiherra Bandaríkjamanna i Túnis, átti óformlegan fúnd með Hakam Balaaoui, fulltrúa Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), á gamlársdag í Túnis þar sem m.a. var rætt um hugsanlega aðstoð PLO við að fínna þá, sem ábyrgð bera á sprengingunni í breiðþotu Pan Am fyrir jól. Skýrt var frá þessu i gær, en þá sagði fulltrúi PLO jafiiframt að Yasser Arafat, leiðtogi samtakanna, hefði hafíð eigin rannsókn á sprengingunni um borð í þotu Pan Am skömmu eftir að hún sprakk í Iofti yfir Suður-Skotlandi. Talsmaður Bandaríkjastjómar, Roman Popadiuk, sagði í gær, að Pelletreau hefði tjáð Balaaoui að Bandaríkjamenn myndu fagna að- stoð PLO við að leita að ódæðis- mannanna, sem ábyrgð bæru á ör- lögum þotu Pan Am. Brezkir §öl- miðlar höfðu eftir Arafat á nýárs- dag, að hann hefði heitið því að leiða í ljós hveijir spellvirkjamir væm. Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, sagði í fyrradag, að hann Armenía: Nýr skjálfti en lítið tjón Moskvu. Reuter. hefði engin boð fengið frá Arafat um hugsanlega aðstoð PLO við að fínna ódæðismennina. Aðstoð af því tagi væri hins vegar vel þegin, að sögn talsmanns Bandaríkjastjómar. I gær hafði brak þotunnar fundizt að mestu og verður því rað- að saman til þess að fínna megi út hvar sprengjan var í flugvélinni. Stélflötur hennar fannst í fyrradag í 25 kílómetra íjarlægð frá bænum Lockerbie í Suður-Skotlandi, þar sem stærstu hlutar braksins féllu til jarðar. Alls hafa lík 242 manna af 270, sem fómst með þotunni eða týndu lífí i Lockerbie er brak úr henni féll til jarðar, fundizt. Maður, sem kvaðst tala í nafni Bretland: shíta-samtaka er styðja írani, hringdi í innanríkisráðuneytið í Búdapest á gamlársdag og sagði samtök sína hafa komið sprengju fyrir í þotu Pan Am. Hann hafði einnig í hótunum við SAS-flugfé- lagið og sagði að ein af flugvélum þess yrði sprengd í loft upp. Sænska lögreglan fann vopnabúr nærri Ar- landa-flugvellinum í Stokkhólmi í fyrrasumar. í gær var fyrst frá því skýrt að meðal vopnanna hefði ver- ið Semtex, tékkneska sprengiefnið, en talið er líklegt að það hafi verið í sprengjunni, sem grandaði Pan Am-þotunni. Talsmaður lögregl- unnar sagði að verið væri að kanna hvort hugsanlega gætu verið tengsl milli fundar vopnabúrsins annars vegar og sprengjuhótananna gegn SAS og sprengingarinnar í þotu Pan Am hins vegar. Talið var að vopnin væm í eigu Palestínumanns- ins Khadars Samirs Mohammeds, sem er sagður félagi í Byltingarráði Fatah, hryðjuverkasamtökum Abu Nidals. Pjakka klaka Sovézkar verkakonur pjakka klaka með pálum sinum af stéttinni við grafhýsi Leníns á Rauða torginu i Moskvu í gær. f baksýn gnæfír basilíkan, sem setur mikinn svip á miðborg Moskvu. Thatcher andvíg hefhdaraðgerðum —Ber höfuð og herðar yfir aðra stj órnmálaleiðtoga samkvæmt skoðanakönnun The Sunday Times St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. JARÐSKJÁLFTI, sem mældist sjö stig á richers-kvarða, skók borgina Lenínakan í Armeníu á gamlársdag en olli óverulegu tjóni, að sögn embættismanna, sem stjóma hjálparstarfí á skjálftasvæðunum i Armeníu. Báru þeir til baka fregnir um að manntjón hefði orðið i skjálft- anum á gamlársdag. Ennfremur voru fregnir fran- skrar útvarpsstöðvar, Europe 1, um að 17 menn hefðu fundizt á gaml- ársdag í rústum komverksmiðju í bænum Spítak, bomar til baka. MARGARET Thatcher forsætis- ráðherra sagði um helgina, að ekki væri rétt að grípa til hefhd- arráðstafana vegna slyssins í Lockerby. Það, sem þyrfti að gera, væri að efla alþjóðlega samvinnu gegn hryðjuverka- mönnum. Hefiidaraðgerðir bitn- uðu oft á saklausu fólki. Á þessu ári em tíu ár liðin, frá því að Margaret Thatcher komst til valda. í skoðanakönnun, sem birt var á nýársdag, kemur í Ijós, að hún ber höfuð og herðar yfír aðra stjómmálaleiðtoga í landinu. The Sunday Times birti á nýárs- dag skoðanakönnun um fylgi flokk- anna í Bretlandi. íhaldsflokkurinn hefur 10% forskot á Verkamanna- flokkinn og em nokkrir mánuðir síðan bilið á milli flokkanna hefur verið svona breitt. Einungis 27% aðspurðra segjast ánægð með frammistöðu Neils Kinnocks, leiðtoga Verkamanna- flokksins, en 61% segjast vera óán- ægðir með hana. Þetta er versta útkoma Kinnocks, frá því að hann varð flokksleiðtogi í október 1983. Einungis Michael Foot, fyirum leið- togi Verkamannaflokksins, hefur staðið verr en þetta. 48% em án- ægð með Thatcher. Áhyggjur af efnahagsmálum hafa aukist, en dregið úr áhyggjum af umhverfismálum og heilbrigðis- þjónustunni. Húsnæðismál valda mörgum ugg enda hafa vextir af húsnæðislánum hækkað vemlega að undanförnu. Flest fólk telur, að aðstæður sínar hafí ekki breyst á árinu 1988, og 70% em ánægð með lífskjör sín. Einn af hveijum þremur telur sig verr staddan vegna hækkunar vaxta af húsnæðislánum. Þrír af hveijum fjórum telja, að árið 1989 verði gott ár þrátt fyrir ýmsar blikur, sem em á lofti í efna- hagsmálum. Walesa boð- ið til Noregs Varsjá. Reuter. LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu hinnar óleyfílegu hreyfingar pól- skra verkamanna, hefúr þegið boð um að koma í heimsókn til Noregs í maímánuði. Ónefndir heimildarmenn í röðum Samstöðu skýrðu frá þessu í gær og kváðu norsku ríkisstjómina, Stór- þingið og verkalýðsfélög standa sam- an að boðinu. Walesa fór til Frakk- lands í síðasta mánuði og var það fyrsta ferð hans til útlanda frá árinu 1981, er stjómvöld bönnuðu starf- semi Samstöðu. Walesa var sæmdur friðarverðlaunum Nóbels'árið 1983 en áræddi ekki að veita þeim við- töku. Taldi hann ástæðu til að óttast að honum yrði ekki leyft að snúa aftur heim til Póllands og fóm því eiginkona hans, Danuta, og sonur þeirra, Bogdan, til Osló til að taka við verðlaununum. Tvískinnungurinn í samskipt- um Kínverja og Afríkumanna Fyrirlitningin á blökkumönnum virðist svo rótgróin meðal Kínverja að yfírvöldin þora ekki að ganga í berhögg við hana Daily Telegraph. Reuter Kínverskir námsmenn í Peking-háskóla lesa á veggspjöld þar sem farið er hörðum orðum um framkomu afrískra námsmanna I Nanking og Hangzhou. ARIÐ 1956 urðu Egyptar fyrstir Afríkuþjóða til að taka upp fúllt stjórnmálasamband við Kín- veija og alla tið síðan hafa kínversk stjórnvöld Iagt milda áherslu á órofa samstöðu þeirra og Afrikumanna. Þeir síðar- nefiidu hafa þó stundum haft ástæðu til að efast um heilindi og einlæga virðingu Kinveija og mótmælin, sem að undan- förnu hafa beinst gegn afrísk- um námsmönnum i Kína, sýna vel tvískinnunginn, sem ein- kennir afstöðu Kínveija til Afríkuþjóðanna. Markmið Kínveija með vinátt- unni við Afríkumenn hafa breyst í gegnum tíðina en þeir hafa samt alltaf haldið því fram, að þeir væru bestu bandamenn þeirra og ann- arra þriðjaheimsríkja. Hafa þeir veitt sumum Afríkuríkjanna veru- lega aðstoð og sýnt fulla samstöðu með þeim í afstöðunni til Suður- Afríku. Það er þó einu sinni svo, að Kínveijar eiga fátt sameiginlegt með Áfríkuþjóðunum. Þeir hafa löngum litið á sjálfa sig sem nafla heimsins, kínversku táknin fyrir Kína þýða „Miðríkið", og þeir hafa átt erfitt með að laga sig að ver- öld, sem er byggð mörgum kyn- þáttum. Hefur þetta meðal annars leitt til þess, að fyrir hvítu „barbör- unum“ bera þeir nokkum ótta og þó um leið virðingu en aðrir kyn- þættir fá lítið annað en fyrirlitn- ingu og óvild. Þá skortir nefnilega það, sem hvítu mennimir hafa, auðinn og völdin. Þegar kommúnistar komust til valda í Kína reyndu þeir að vinna gegn þessum rótgrónu skoðunum enda töldu þeir þá, að Afríka væri „á barmi byltingar" og myndi feta hina kínversku leið í átt til sósíal- ismans. Með þetta í huga fór Chou En-lai, þáverandi utanríkisráð- herra, í fræga ferð um 10 Afríku- ríki og þótt 26 milljónir manna væru þá að deyja úr hungri heima- fyirir lofaði hann Afríkumönnum alls kyns aðstoð og vopnabúnaði. Á þessum tíma var vinátta Sov- étmanna og Kínveija hins vegar farin að kólna verulega og Afríku- stefnan varð brátt sú að halda sem flestum ríkjum utan við áhrif Sov- étríkjanna. Þegar það gekk ekki sem skyldi fóru Kínveijar að snúa sér að auðsveipnum skæruliða- og andófshópum ,innan sumra ríkjanna og varð það ekki til að auka hróður þeirra í álfunni. Það er fyrst og fremst eitt mannvirki, sem heldur nafni Kínveija á loft í Afríku, og það er Tan-Zam-jámbrautin frá Zambíu út til Indlandshafs. Gekk lagningin mjög vel en það sama verður ekki sagt um samskipti kínversku verkfræðinganna og verkamannanna og hinna inn- fæddu. Reyndu Kínveijamir að einangra sig sem mest og höfðu augljóslega mestu andstyggð á öllu, sem afrískt var: afrískum mat, dansi og drykkju og tilhneig- ingu íbúanna í hinni svörtu álfu til að láta hveijum degi nægja sín þjáning. Þegar fyrstu afrísku náms- mennimir komu til Peking snemma á sjöunda áratugnum vom þeir líka alveg út af fyrir sig. Það var þó ekki að þeirra eigin ósk, heldur vildu Kínveijar hafa þann háttinn á. Atburðir eins og þeir, sem orðið hafa í borgunum Nanking og Hangzhou að undanfömu, hafa alltaf komið fýrir öðm hyeiju og upptökin oftast með líkum hætti. Kínveijar amast við blökkumönn- unum og segja um þá, að þeir hafí lítinn áhuga á að stunda nám- ið en þeim mun meiri á að dufla og dansa og það, sem er dauða- syndin, við kínverskar stúlkur. Að sjálfsögðu er hér um að ræða fyrirlitningu á ákveðnum kynþætti og hún virðist vera svo rótgróin meðal kínversks almenn- ings, að yfirvöldin þora ekki að ganga í berhögg við hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.