Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. .IANÚAR 1989 25 fttínrgp Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar FreysteinnJóhannsson, / Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Gengislækkun og langtímamarkmið Gengi krónunnar var lækk- að um 4% í gærmorgun. Þessar ráðstafanir koma í kjöl- far hækkunar á vörugjaldi, hækkunar á tekjuskatti og mik- illar hækkunar á eignaskatti. Jafnframt hækkaði benzín um áramót vegna aðgerða ríkis- stjómar og bflar hækkuðu vegna ákvarðana ríkisstjómar. Lækkun á gengi og hækkun á benzíni og bílum veldur því, að lánskjaravísitalan hækkar verulega og þar með skuldir húsbyggjenda og atvinnufyrir- tækja og greiðslubyrði þessara aðila. Gengislækkunin þýðir, að sjávarútvegurinn býr við sömu skilyrði og fyrir þremur mánuð- um. Lækkun á gengi dollars á þessum tíma hafði þurrkað út áhrif gengisbreytingar í lok septembermánaðar. Það er auðvitað ljóst, að þessi gengis- breyting ræður engum úrslitum um rekstrarstöðu sjávarútvegs eða samkeppnisiðnaðar. Þá vaknar spumingin, hvort ríkis- stjómin hyggst beita sér fyrir frekari gengisbreytingu á næstu vikum. Ef svo er má aftur spyija, hvers vegna í ósköpunum ekki er tekin ákvörðun um slíka gengis- breytingu strax í stað þess að skapa óvissu um það, hvort frekari gengislækkun er á næsta leiti. Ef það er hins vegar mark- mið ríkisstjómarinnar að halda genginu að mestu óbreyttu frá því sem nú er, fer ekki á milli mála, að frekari aðgerða er þörf til þess að tryggja rekstr- argrundvöll atvinnuveganna. Hvemig verður það gert, ef ekki á að koma til frekari geng- isbreyting? Með nýju uppbótar- kerfí? Rök ríkisstjómarinnar fyrir því að efna til takmarkaðrar gengisbreytingar nú em vænt- anlega þau, að nauðsynlegt hafí verið að koma í veg fyrir spákaupmennsku með gjald- eyri. Það kunna út af fyrir sig að vera gild rök en vandinn er sá, að fólk hefur enga trú á, að þetta gengisstig haldist. Þess vegna munu menn halda áfram að gera ráð fyrir frekari breytingum á gengi með einum eða öðmm hætti. Ríkisstjóm- inni hefur ekki tekizt að skapa kyrrð í fjármálalífí þjóðarinnar með þessari gengislækkun, þvert á móti skapar hún enn þá meiri óróa vegna þess, að efnahagsaðgerðin sem slík er ófullnægjandi. Ríkisstjómin hefur nú haft þijá mánuði til þess að átta sig á stöðu mála. Hveitibrauðs- dagar hennar em liðnir. Nú í janúarmánuði verða gerðar ein- dregnar kröfur til þess, að hún geri grein fyrir því, hvemig hún ætlar að taka á vandamálum atvinnuveganna. Hingað til hefur hún aukið skatta á fyrir- tæki. Að vísu hafa nafnvextir lækkað en raunvextir lítið. Nú er hins vegar að því komið, að verkin verða að tala. Sú gengis- breyting, sem framkvæmd var í gær, er kák. Hún dugar varla til þess að koma í veg fyrir spákaupmennsku með gjald- eyri. Tæpast er lengur ágreining- ur um það, að gengi íslenzku krónunnar gagnvart dollar hef- ur verið of hátt um skeið. Hins vegar verða menn að átta sig á því, að gengisbreyting ein, jaftivel þótt hún væri stór, leys- ir ekki allan vanda sjávarút- vegsins. Eins og Morgunblaðið hefur margoft bent á undanfar- in misseri er tímabært að vinna að meiriháttar endurskipulagn- ingu í fískveiðum og físk- vinnslu. Þær aðgerðir leysa ekki aðkallandi vanda þessarar atvinnugreinar. Hins vegar er nauðsynlegt að móta langtíma- stefnu í málefnum útgerðar og vinnslu og og vinna samkvæmt henni að endumýjun í þessari atvinnugrein þannig, að hún skili þjóðinni meiri arði á næstu ámm og áratugum. Sú endumýjun og endur- skipulagning tekur langan tíma en mikil aðsteðjandi vandamál mega ekki verða til þess, að slík verkefni verði lögð til hlið- ar. Langtímastefnumörkun af þessu tagi á ekki að vera í höndum stjómvalda fyrst og fremst heldur atvinnugreinar- innar sjálfrar, fyrirtækjanna og samtaka þeirra. Ríkisstjóm og Alþingi verða að skapa þann grundvöll, sem sú endumýjun getur byggzt á. Það m.a. er verkefni núverandi ríkisstjóm- ar. Hún sýnir þess hins vegar engin merki, að hún átti sig á þessu hlutverki sínu. Aðgerðir hennar hingað til hafa þvert á móti snúið að því að íþyngja atvinnurekstrinum í stað þess að skapa honum eðlileg skilyrði til endumýjunar. Aibert Roels vill kynnast íslandi og íslendingum. í sjónvarpssal. Albert svarar spurningum um ísland. Sigurvegari í spumingakeppni um ísland: Æðsti draumurinn er að þýða Njálu á flæmsku Á jóladag voru sýnd í flæmska sjónvarpinu í Belgíu úrslit í spum- ingakeppni um ísland. Eftir tvísýna baráttu bar 49 ára menntaskóla- kennari, Albert Roels, sigurorð af keppinaut sínum. Albert hefur aldr- ei komið til íslands en á sér þann draum heitastan að beija það land augum einhvem tíma í framtíðinni. Fréttaritari hitti Albert að máli þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni og sex bömum ekki fjarri hollensku landamærunum í Flandri. Bömin eru á aldrinum fímmtán til tuttugu og fjögurra ára og dvelja flest í heimavistum eða á stúdentagörðum vegna náms. I samræmi við íslenskar venjur var hann spurður um uppmna og ættir. „Ég fæddist í Lokeren árið 1939. Margir íslendingar kannast við það þorp vegna þess að þar hóf Amór Guðjohnsen knattspymuferil sinn í Belgíu. Ég var tíundi í röð fimmtán systkina. Faðir minn tilheyrði kyn- slóð sem var óðum að hverfa, hann var ólæs og óskrifandi þar sem hann var elstur sinna systkina og hafði tæplega ellefu ára gamall byijað að vinna fyrir sér. Ég held að hann sé upplýstasti maður sem ég hef kynnst." Hvemig gekk að afla upplýsinga og undirbúa þátttöku í spuminga- keppni um ísland? „Erfíðast var að komast yfír bækur um ísland. Flestar þeirra fékk ég frá Englandi. Jafnvel í stór- um héraðsbókasöfnum í Belgíu er einungis að finna eina eða tvær bækur um ísland. Þessar bækur, a.m.k. sú sem ég fann, voru mjög sérhæfð rit um jarðfræði. Ég var sérlega vel undirbúinn í bókmennt- um og jarðfræði, hins vegar hafði ég trassað goðafræði og átti engan veginn von á svo mörgum spuming- um um þau efni. Auðvitað er germ- önsk goðafræði ekki það sama og íslendingasögur og að mínu mati voru spumingar um þessi efni allt of ítarlegar." Hvert var álit þitt á spurningun- um eftir nokkurra mánaða undir- búning fyrir keppnina? „Mér fannst skorta á jafnvægi í spumingunum. Nokkrar voru of léttar eins og t.d. spumingin um hvar Nonnahús væri og við hvem það væri kennt. Og sömuleiðis um dvalarstað Hallgríms Péturssonar. Mér fannst hins vegar spumingin um andategundimar á Mývatni of smásmuguleg og sömuleiðis spum- ingar um Jólni og Syrtling við Surtsey. Kannski hefði verið nær að spyija hvers vegna var eyjan kölluð Jólnir? Það hefði verið skárra vegna þess að spumingar sem byggja á innsæi eru betri en hrein minnisatriði." Teiur þú að þátturinn hafi vakið athygli á íslandi? „Eg held að fólk hafí horft á þáttinn og vænst mikils af honum. Það verður að hafa það í huga að hér í Belgíu veit fólk næsta lítið um ísland. Hér em og hafa verið nokkrir góðir knattspymumenn sem hafa vakið athygli Belga á til- veru íslands. Ég hef helst heyrt fólk spyija sig og aðra eftir þátt- inn: hvemig búa Islendingar, hvað gera þeir, hvemig er fískveiðum og landbúnaði háttað? Em hús þar og götur? Allt slíkt vantaði í þær mynd- ir sem sýndar vom í þættinum. Hátt í klukkutfma sýning á hrauni, gijóti, jökulám og stöku hvönn gef- ur varla rétta mynd af íslandi. Það var hvergi minnst á fólk, engin hús sáust eða fólk að störfum eða leik. Þetta hlýtur að teljast heldur þunnt efni sem landkynning. Það vantaði íslendinga í þessar myndir um ís- land.“ Hver var þá námsferill Belgíu- meistaranq, í íslandsfræðum? „Eftir menntaskóla stundaði ég nám við háskólann í Gent, þar nam ég germönsk mál og bókmenntir. Áhugi minn á bókmenntum vaknaði snemma, frá tólf ára aldri tryggði ég mér klukkustund á dag til lestr- ar. Þá fljótlega las ég bækur eftir Albert Roels og kona hans, Gabie Anthunts, á heimili þeirra. íslenska rithöfunda, m.a. Gunnar Gunnarsson, í þýskum þýðingum. Ég held að dálæti mitt á hinum germanska menningararfi hafí ráð- ið úrsliturn um val mitt á sérgrein í háskóla. íslendingasögumar hafa alltaf verið mér sérlega hjartfólgnar og minnisstæðar og þá sérstaklega Brennu-Njálssaga. Sú tæra frá- sagnarsniíld sem birtist í þessum sögum er mér endalaust tilefni til aðdáunar. Sama gildir í rauninni um sögur Halldórs Laxness, lýsing- arnar eru hnitmiðaðar og hvert orð er þmngið merkingu. Nálægð víðáttunnar og þögnin em mér sér- lega að skapi. Mig langar að nefna til dæmis þegar Gunnar á Hlíðar- enda hyggst kveðja sveitina sína, auðvitað er hann ekki einungis að tala um akrana heldur og bæinn sinn, uppmna og sögu. Það er í rauninni út í hött að tíunda merk- inguna en öllum ætti að vera ljóst að þar er með fæstum orðum sagt mikið." Hvað tókst þú þér fyrir hendur að loknu háskólanámi? „Eftir að ég lauk prófi hóf ég kennslu og kenndi samfleytt í fimmtán ár. Þá fannst mér kominn tími til að söðla um. Bæði var að hávaðinn og mengunin kringum landa mína tmflaði mig og sömu- leiðis ill umgengni þeirra við um- hverfí sitt. Ég er aðdáandi einfaldr- ar náttúm og ég trúi því að jörðin geti ekki verið séreign fólks, a.m.k. ekki til að misþyrma henni. Indíán- ar í Bandaríkjunum höfðu á þessu réttan skilning þegar þeir höfnuðu sölu á landi sínu til alríkisstjórnar- innar með þeim orðum að verið væri að biðja þá um að selja land feðra sinna, það væri ekki hægt vegna þess að fólk gæti ekki átt landið, ámar eða jarðveginn. Á þessum forsendum gerðist ég inn- flytjandi til vesturstrandar írlands. Þar hafði ég ofan af fyrir mér með trilluútgerð." Lagðir þú þá stund á mál inn- fæddra? „Nei, það kom til af því að félagi minn í útgerðinni var Þjóðveiji. Við töluðum hins vegar ekki þýsku sam- an vegna þess að hann blygðaðist sín svo fyrir þátt landa sinna og skyldmenna í styijöldinni að hann talaði aldrei orð í þýsku. Við töluð- um þess vegna saman á ensku í róðmnum. Hann er þarna ennþá og ég veit ekki betur en að hann standi enn við heit sitt um tungu- málið. Við stunduðum þessa útgerð saman í tvö ár en að þeim loknum bar heimþráin konuna mína ofurliði og m.a. þess vegna fluttum við heim aftur. Ég hefði gjarnan kosið að vera lengur, sé að minnsta kosti ekki eftir því að hafa verið þama.“ Eftir komuna til Belgíu, byrjar þú þá aftur kennslu? „Já, og hef síðan kennt_ þýsku, flæmsku og bókmenntir. Ég held að kennslan hafi heillað mig vegna þeirra möguleika sem hún gefur til að miðla öðmm hugðarefnum sínum, í mínu tilfelli fyrst og fremst bókmenntum. Ég fíalla í kennslu minni jafnt um hollenskar og flæmskar bókmenntir vegna þess að tungumálið er hið sama. Auðvit- að er munur á bæði bókmenntum og viðhorfum þessara þjóða og sam- komulagið hefur ekki alltaf verið gott en skyldleikinn er óumdeilan- legur." Þú ferðast mikið um á reiðhjóli? „Ég hef ánægju af því að hjóla og bílpróf hefur aldrei freistað mín. Ég held mér sé ekki lagið að keyra bíl. Ég hjóla daglega 17 kílómetra í skólann, hvora leið. Það fer nokk- uð eftir færð og veðurfari hversu langan tíma það ferðalag tekur, en yfírleitt á bilinu 45 mínútur til einn klukkutími og kortér. Þessi ferða- máti hentar mér sérdeilis vel, á leið minni í skólann á morgnana gleymi ég þeim vandamálum sem við er að glíma hér heima, og áður en heimferðin úr skólanum er hálfnuð eru allar áhyggjur vegna vinnunnar foknar út í veður og vind. Þar að auki fer ég náttúrulega þeirra er- inda sem þarf á hjólinu." Hver eru samskipti þín við ís- land? „Þau byggjast fyrst og fremst á lestri mínum á íslenskum bók- menntum. Ég_ hitti í fyrsta skipti, svo ég viti, íslending fyrir fimm mánuðum. Síðan þá hef ég setið með þeim aldeilis makalaust skemmtilegar veislur sem seint munu líða mér úr minni. Ég er ákveðinn í að veija frístundum næstu fímm árin til að ná góðu valdi á íslensku. Að því loknu ætla ég að fara til íslands og setjast þar á skólabekk á gamals aldri í því skyni að fullkomna mig í íslensku. Þá er draumurinn að setjast niður og þýða íslenskar bókmenntir af frummálinu yfír á flæmsku. Mig grunar að margar þeirra þýðinga sem til eru séu heldur bágar sem ef til vill á rætur sínar að rekja til þess að flestar þýðingar eru gerðar ýmist úr dönsku, þýsku eða ensku. Ég óttast að of mikið fari forgörð- um við slíkar tilfæringar. Minn stærsti draumur er að þýða Brennu-Njálssögu yfír á flæmsku og sömuleiðis hafa ævi og störf Stephans G. Stephanssonar alltaf heillað mig. Ég mundi gjaman vilja spreyta mig á ljóðum hans. í raun- inni eru þau viðfangsefni sem bíða óendanleg en fyrst er að komast til íslands og kynnast íslendingum og þeirra raunverulega umhverfí. Hitta fólk til sjávar og sveita." Þú hefur sjálfur fengist við Ijóða- gerð? „Mér líkar vel einvera með hugs- unum mínum, skáldskapur krefst minna en aðrar listgreinar, t.d. málaralist. Þar þarf efni, málningu og striga og ekki síst bjargálna kaupendur. Orðslist fellur mér vel, í henni er jafnvel hægt að komast af án pappírs svo sem íslendingar sýndu svo vel með munnlegri geymd sagnanna sinna. Eftir mig hafa komið út tvær ljóðabækur og sú þriðja er hjá útgefanda. Ég verð að viðurkenna að mér hálfleiðist að gefa út ljóðin mín. Það er eins og friðhelgi manns og þess sem maður er að sýsla við í einrúmi sé rofín." Með þessum orðum kveður fréttaritari þennan skeggprúða sér- fræðing um ísland sem hefur frá bamæsku unnað sögueynni hugást- um en aldrei litið hana augum. TEXTI OG MYNDIR: Kristófer Már Kristinsson Félagsstarf aldraðra i Hrafnistu. Aldraðir Reykvíking- ar og starf Hraftiistu Hrafnista í Hafharfírði. eftirPétur Sigurðsson í „Staksteinum" Morgunblaðsins þ. 28. desember birtist útdráttur úr grein í blaðinu „Höfuðborgin" sem gefíð er út af Fulltrúaráði Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. Grein þessi er eftir Áma Sigfús- son, borgarfulltrúa og formann fé- lagsmálaráðs Reykjavíkurborgar. Ef borgarfulltrúi sem gegnir þessu trúnaðarstarfi er ekki betur kunn- ugur högum aldraðra en fram kem- ur í grein hans hlýtur sú spuming að vakna — hve mikið vita allir hinir? Þar eð ég hefí haft með málefni aldraðra að gera meira og minna í nær 30 ár og verið þingmaður Reykvíkinga í 27-28 ár, þekki ég nokkuð til og vil því bæta við þann fróðleik, sem borgarfulltrúar virð- ast búa yfír. í grein sinni segir Árni: „í dag er 461 hjúkrunarrúm í Reykjavík nýtt af Reykvíkingum. Þar munar lang mest um Elli- og hjúkmnar- heimilið Gmnd, en þar hafa nú um 125 Reykvíkingar hjúkmnarað- stöðu. Það er einnig umhugsunar- efni að Gmnd er sjálfseignarstofn- un sem heldur uppi vandaðri þjón- ustu, en er kostnaðarminnst fyrir ríkið af öllum stofnunum með svip- aða hjúkmnarþyngd.“ Ekkert af því sem ég skrifa hér er á einn eða annan hátt beint að Elliheimilinu Gmnd eða stjórnend- um þess. Ég hefí um langt árabil haft þá skoðun og skýrt hana opin- berlega að Gísli Sigurbjömsson sé fmmkvöðull að þeim nútímalega aðbúnaði aldraðra, sem hófst m.a. með byggingu og rekstri Gmndar og hefur verið í stöðugri framþróun síðan. Þessi staðreynd breytir hins vegar ekki fullyrðingum Áma, sem segir „að þar munar langmest um Elli- og hjúkmnarheimilið Gmnd“. Skoðum það nánar. Hrafnistuheimilin í Reykjavík og Hafnarfirði em sjálfseignarstofnan- ir, sem em rekin sem um harðan einkarekstur sé að ræða varðandi viðskipti út á við, en sem heimili er stjómast eiga af góðri þjónustu og mannkærleika inn á við gagn- vart vistfólki. En öllu þessu em settar skorður vegna laga- og reglugerða sem þessi heimili hlíta að sjálfsögðu og samninga sem fulltrúar ríkis fyrst og fremst gera við viðkomandi stéttarfélög starfsmanna. Samkvæmt tölvuútskrift 28. des- ember em á Hrafnistu í Reykjavík 42 karlar og 92 konur eða samtals 141, sem er 75% (af 188) af þeim Pétur Sigurðsson sem em á hjúkmnargjaldi og búa { Reykjavík. Auk þessa em þar 66 karlmenn og 55 konur eða samtals 121 eða 73,7% af vistmönnum (af 164) á almennum deildum sem búa einnig í Reykjavík. Þar utan eiga Reykvíkingar í „seli“ í Hafnarfírði. Olíkt góðum bændum gleymist þetta „sel“ nema á um kosningar, en þar em á hjúkr- unarsviði 18 karlar og 50 konur eða samtals 68 Reykvíkingar. Á vist- deildum em 10 karlar og 20 konur eða samtals 30. Samtals em því á þessu heimili 98 Reykvíkingar. Þá má og geta margra Reyk- víkinga, sem eiga íbúð í vemduðum þjónustuíbúðum við Boðahlein í- næsta nágrenni við Hrafnistuheim- ili, þótt í Garðabæ séu, enda fá íbú- ar þeirra þjónustu eftir þörfum og að óskum hvers og eins auk örygg- is, en miðstöð þessa er í Hrafnistu- heimilinu. Það er full ástæða til þess enn einu sinni að inna félagsmálaráð Reykjavíkurborgar eftir svömm við margítrekuðum spumingum sam- taka okkar varðandi hagsmuni þess fólks, sem þar býr og telst til Reyk- víkinga. Horfí ég þá til laga um lögheimili, sem einmitt var breytt nokkm áður en bygging þessa hverfís hófst. Það var gert til að fyrirbyggja óréttmætt álag á lítið' sveitarfélag (Garðabæ) vegna til- flutnings úr öðmm sveitarfélögum m.a. vegna kostnaðar við heimilis- þjónustu. Varðandi ýmislegt_ annað sem kemur fram í grein Áma mun ég sem gamall Sjálfstæðismaður gera fulltrúaráðinu grein fyrir, ásamt tillögum samtaka okkar. Þeirra er að taka pólitíska afstöðu til leið- beiningar Sjálfstæðismönnum hvort þeir búa í Reykjavík eða úti á landi. Enda hæg heimatökin, því í full-_ trúaráðinu er fjöldi mætra félaga sem hefur kynnt sér málefni aldr- aðra og vinnur að úrbótum þess sem miður fer — sem enn er allt of margt. Að sjálfsögðu mun ég senda fulltrúum annarra pólitískra sam- taka tillögur okkar jafnframt. Höfundur er formaður Sjómanna- dagsráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.