Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 29 AKUREYkI Fj órðungssjúkra- húsið á Akureyri: Gjafir til bamadeildar FRÚ LAUFEY SigTirðardóttir frá Torfufelli hefur, fyrir hönd ónefndrar konu, afhent barna- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri að gjöf40.000 krónur. Þá hefur Minningarsjóður Kven- félagsins Hlífar fært deildinni veg- lega gjöf fyrir þessi jól eins og hann hefur gert undanfarin ár. Að þessu sinni stól, sem breyta má í svefn- stól fyrir foreldra sem vilja vera næturlangt hjá bömum sínum. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Fjórðungssjúkrahúsinu. „Bamadeildin þakkar innilega fyrir þessar góðu gjafir og minnir um leið á minningarspjöld Kvenfélags- ins Hlífar til styrktar bamadeild FSA.“ segir ennfremur í tilkynning- unm. Einangrunar- stöðin í Hrísey: Hundur- innDepill í sóttkví HUNDUR ER nú í sóttkví í einangrunarstöð ríkisins í Hrísey, þar sem Galloway- nautin eru ræktuð. Um er að ræða hundinn Depil, sem tals- vert var skrifað um á sínum tima, er eigandi hans, ungur drengur, neitaði að flytja heim til Islands frá Frakklandi, nema fá að taka hundinn sinn með. „Hundurinn er hér í kjallaran- um, alveg sér. Hann kom hingað til okkar á milli jóla og nýárs og það var talað um að hann yrði héma í um það bil einn mánuð," sagði Sigurjón Helgason bústjóri í samtali við Morgunblaðið í gær. Sigutjón sagði að til stæði að hundasóttkví yrði komið upp í Hrísey. „Ég veit ekki hvað verð- ur, en þetta hefur verið rætt. En það er Alþingi sem ákveður hvort þetta verður leyft og því hlýtur málið að koma þar fljótlega til umræðu. Þá hlýtur líka að verða veitt fjárveiting í byggingu, því hundasóttkvíin verður að vera í sér húsi. Þetta var algjört neyðart- ilfelli, að taka hundinn inn í ein- angrunarstöðina," sagði Siguijón. Islippnum SÁÁ á Norðurlandi: Skrifstofa og ráðgjaf- arþjónusta á Akureyri SAMTÖK áhugafólks um áfengisvarnir á Norðurlandi opna skrif- stofu og ráðgjafarþjónustu á Glerárgötu 28, 2. hæð, 6. janúar nk. kl. 14.00, á fostudaginn. Þjónustan sem þama verður boð- ið upp á er hin fyrsta sinnar tegund- ar utan Reykjavíkur, eftir því sem segir í fréttatilkynningu sem Morg- unblaðinu hefur borist. í tilkynningunni segir ennfremur: „f starfi ráðgjafar- og leiðbein- ingarstöðvarinnar verður lögð rík Dreifingamiðstöð flögurra kaup- félaga á Norðurlandi stofnuð Dreifíngamiðstöð Qögurra kaupfélaga á Norðurlandi er nú í burðarliðnum, og verður að öllum líkindum stofnuð í dag, skv. heimildum Morgun- blaðsins. Miðstöðin verður með aðsetur hjá KEA á Akureyri, en auk KEA eru það KÞ á Húsavík, KNÞ á Kópaskeri og Kaupfélag Langnesinga á Þórs- höfii sem stofiia þessa dreif- ingamiðstöð. KEA hefur rekið birgðastöð sem dreift hefur matvöru og hreinlætis- vömm í verslanir félagsins í bæn- um og út með firði, og heimilda- maður Morgunblaðsins orðaði það þannig að þessi dreifíngamiðstöð væri í raun útvíkkun á þeirri starf- semi. í fyrstunni verður um að ræða dreifingu á sömu vömm og birgðastöð KEA var með, en hugs- anlega bætist fleira við í framtí- ðinni. Viðræður hafa átt sér stað á milli fyrmefndra fjögurra kaup- félaga um samvinnu og er þetta niðurstaðan úr þeim, enn sem kom- ið er. Eins og fram kemur annars staðar á síðunni er raunar búið að ákveða samstarf á öðmm vett- vangi einnig, því verið er að ráða starfsmann til að kanna möguleika á enn frekara samstarfi félaganna, á sviði sláturhúsa og mjólkursam- laga. Svæðisútvarpið: Lilja María kjörin Norð- lendingur ársins 1988 LILJA María Snorradóttir, sund- kona frá Sauðárkróki, var kjörin Norðlendingur ársins af hlust- endum svæðisútvarps ríkisút- varpsins á Akureyri í fyrradag. Hlustendur hringdu þá inn og greiddu atkvæði, og var Lflja kjörin með miklum yfirburðum. Lilja keppti sem kunnugt er á heimsleikum fatlaðra í Seoul í Suð- ur-Kóreu í haust og vann þar til nokkurra verðlauna. Lilja María vann gullverðlaun í 200 metra fjór- sundi á tímanum 3:12.97 mín., bronsverðlaun í 100 metra skrið- sundi á 1:16.51 mín. og einnig bronsverðlaun í 100 metra baksuðQ á 1:28.18 mín. Lilja bætti íslands- metið vemlega í 100 metra bak- sundinu. áhersla á viðtöl og ráðgjöf við þá, sem búa við áfengisvandamál á einn eða annan hátt. Sérstök áhersla verður lögð á fjölskyldumál, þannig að þeir sem búa við vandann á heim- ilum sínum geti komið og rætt í fullum trúnaði við sérhæfðan leið- beinanda á þessu sviði. Ingjaldur Amþórsson hefUr verið ráðinn í fullt starf. Ingjaldur hefur langa reynslu í slíku starfí. Hann hefur starfað sem leiðbeinandi hjá SÁÁ og unnið að stofnun með- ferðarstöðva í Svíþjóð. Þá hefur hann annast fræðslunámskeið í Færeyjum og á Grænlandi. Stjóm SÁA-N mun á næstu dög- um leita eftir stuðningi fýrirtækja og einstaklinga til að standa straum af rekstrinum. Margir aðilar hafa þegar sýnt þessu málefni mikinn velvilja og lagt fram fjámpphæðir til starfsins. Við opnunina mun stjóm SÁÁ-N ásamt Ingjaldi Amþórssyni og formanni SÁÁ, Þórami Tyrfíngs- syni lækni, svara fyrirspumum og vejta allar frekari upplýsingar." Bjarni deild- arsljóri öld- runarþjón- „ ustu bæjarins BJARNI Kristjánsson hefiir tekið við starfi deildarstjóra öldrunarþjónustu Akureyrar- bæjar. Aður var hann fram- kvæmdastjóri Svæðisstjórnar málefiia fatlaðra á Norðurlandi eystra, og þar áður var Bjarni lengi vel forstöðumaður vist- heimilisins Sólborgar á Akur- eyri. Hann er nú í ársleyfi frá Svæðisstjórn, og ekki fyrren að þeim tíma liðnum kemur í ljós hvort hann snýr þangað aftur, eða dvelur lengur í starfi deildarstjóra öldrunarþjón- ustunnar. Deildarstjóri öldmnarþjónustu bæjarins hefur yfímmsjón með þjónustu þeirri sem Akureyrarbær veitir á dvalarheimilunum í Skjald- arvík fyrir norðan Akureyri og Hlíð við Austurbyggð, einnig með heimilisþjónustu aldraðra og fé- lagsstarfí þeirra. Samkvæmt nýju stjómskipulagi Akureyrarbæjar heyra öldrana- rmál undir félagsmálasvið sem Jón Bjömsson sálfræðingur veitir for- stöðu. Sigrún Sveinbjömsdóttir sál- fræðingur hefur tekið við starfi Bjama Kristjánssonar sem fram- kvæmdastjóri Svæðisstjómar mál- efna fatlaðra á Norðurlandi eystra. Ekið á mann og á brott EKIÐ var á mann á gangbraut á Akureyri aðfaranótt gamlárs- dags. Ökumaður stöðvaði ekki bifreið sína heldur hélt á brott. Atvikið átti sér stað á Glerár- götu, skammt neðan við Sjallann. Talið er að um ljósa fólksbifreið hafí verið að ræða. Sá sem fyrir slysinu varð slasaðist ekki hættu- lega. Rannsóknarlögregluna vantar vitni að atburðinum, og séu þífti fyrir hendi em viðkomandi beðnir að hafa samband við lögreglu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.