Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐH) IÞROTT1R MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Afreksmenn Ungmennafélags Selfoss og aðrir verðlaunahafar á verðlaunahátfð félagsins. Tveir hlutu jafnmörg stig í kosningunni Þeir Vésteinn Hafsteinson kringlukastari og Magnús Sigurðsson handknattleiksmaður hlutu jafnmörg stig í kosningu íþróttamanns Úngmennafélags Selfoss. Útnefn- ingin fór fram á verðlaunahátíð skömmu fyrir áramótin. Verð- Siguröur Jónsson jPkrifar frá Selfossi launahátíð þessi er árlegur við- burður þar sem íþróttafólki fé- lagsins og annarra íþróttafélaga á staðnum eru veittar viðurkenn- ingar fyrir góðan árangur. Hver íþróttadeild tilnefnir sinn afreks- mann. Síðan er einn úr þeirra hópi valinn íþróttamaður félags- ins. íþrótta- og tómstundaráð Sel- foss veitir auk þess efnilegu ungu íþróttafólki viðurkenningar. Af- reksmenn félagsins fengu, auk viðurkenninganna, ýmsar gjafir frá fyrirtækjum og í lok verð- launahátíðarinnar var öllum við- stöddum boðið til kaffisamsætis í boði bankanna á Selfossi. SKIÐI Enn sigrar Schneider vann fimmta bikar- mótið í gær SVISSNESKA stúlkan, Vreni Schneider, sigraði í fimmta heimsbikarmótinu íaiapgrein- um á þessu keppnistímabili í Maribor í Júgóslavíu í gœr. Hún var meira en sekúndu á undan næsta keppanda í svigi og hef- ur nú tekið afgerandi forystu í heimsbikarnum samanlagt. Schneider, sem vann gullverð- laun í svigi og stórsvigi á Ólympíuleikunum í Calgary, hefur nú 157 stig í keppninni samanlagt ög er 79 stigum á undan Ulriku Maier frá Austurríki sem er í öðru sæti. Anita Wachter, Austurríki, er í þriðja sæti með 62 stig. Schneier hefur unnið þrjú svig og tvö stórsvigsmót. „Ég tók ekki mikla áhættu í sviginu vegna þess að brautimar voru erfíðar og marg- ir keppendur urðu fyrir skakkaföll- um. Þó svo að ég hafí yfírburða stöðu í keppninni er ég ekki enn farin að fagna sigri. Það eru of mörg mót eftir enn,“ sagði hin 24 ára gamla svissneska stúlka. Eftir fyrri ferðina var Schneider í öðru sæti 0,22 sek á eftir frönsku stúlkunni Patricia Chauvet. Schneider keyrði síðari ferðina af miklu öryggi og yfirvegun og náði besta tímanum. Chauvet fór niður strax á eftir Schneider en féll úr í miðri braut. Ulrike Maierhofer frá Austurríki varð önnur 1,15 sek á eftir Schneider og Tamara McKin- ney frá Bandaríkjunum í þriðja sæti. Svigkonumar Mateja Svet, Júgóslavíu og Blanca Femandez Ochoa frá Spáni voru báðar úr leik í fyrri umferð. í kvöld HandboKI Seinni umferð 1. deildar karla í handknattleik hefst í kvöld með §órum leikjum. Stjarnan og KR leika í Digra- nesi kiukkan 20 og á sama tíma hefst viðureign ÍBV og Víkings í Vestmanna- eyjum. KA fær FH í heimsókn og byrj- ar leikurinn klukkan 20.30, en í Laug- ardalshöll leika Fram og Valur klukkan 20.15. Leik Gróttu oglBV hefur verið frestað — verður 2. aprfl. í 1. deild kvenna verða tveir leikir og heQast báðir klukkan 20. í Vals- heimili leika Valur og Víkingur og Haukar og FH í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. KörfuboKI ísraelsku bikarmeistarar Hapoel Galil Elyon leika gegn Keflvíkingum í íþróttahúsinu í Keflavík og byijar leikurinn klukkan 20. KÖRFUBOLTI Keflvíkingar keyptu landsliðið út KEFLVÍKINGAR keyptu leik landsliðsins gegn ísraelsku bikarmeisturunum Hapoel Gal- il Elyon sem fram átti að fara í Keflavík í kvöld og í stað landsliðsins ætla þeir að láta sína menn leika gegn ísraelska liðinu. Heimamenn greiddu KKÍ 100 þúsund krónur fyrir leikinn sem þeir ætla að nota sem ágóðaleik í byggingu nýja íþróttahússins sem verður fljótlega tekið í notkun. Helgi Hólm formaður bygginga- nefndar ÍBK sagði að nýja íþróttahúsið yrði almenningi til sýn- is fyrir leikinn og í hálfleik fengju áhorfendur að spreyta sig í nýstár- legri skotkeppni. Sá sem yrði fyrstur til að skora körfu frá miðju fengi Panasonic myndband frá Studíó í verðlaun. Helgi sagðist vonast til að Keflvíkingar létu sig ekki vanta í íþróttahúsið í kvöld því allur ágóði af leiknum myndi renna í byggingarsjóð nýja íþróttahússins. Bjöm Blöndal skrifar frá Keflavik Þetta verður fyrsti leikur ÍBK á nýju ári og hann verður eflaust kærkominn æfíng fyrir komandi átök, því Keflvíkingar eiga erfíða leiki framundan. Sem kunnugt er mæta þeir Njarðvíkingum í bikar- keppninni og verður fyrri leikur lið- anna í Njarðvík 13. janúar og seinni leikurinn viku síðar í Keflavík. Lee Nober hinn litríki þjálfari ÍBK skrapp til síns heima í Bandaríkjun- um um áramótin og er hann vænt- anlegur til landsins í dag til að stýra leik sinna manna sem hefst kl. 20:00 í kvöld. Glenn Hoddle. ÍÞfénrn FOLK ■ GLENN Hoddle var kjörinn besti erlendi knattspymumaðurinn i Frakklandi hjá tímaritinu France Football. Hoddle, sem leikur með Frakklandsmeisturum Mónakó, er fyrsti Bretinn, sem er útnefndur í þessu kjöri. Næstir komu Vestur- Þjóðverjinn Karl-Heinz Förster hjá Marseille og Júgóslavinn Mehmed Bazdarevic hjá Sochaux. Stephane Paille, miðherji Soc- haux, var kjörinn besti franski knattspymumaðurinn við sama tækifæri. ■ JANUS Czerwinskj, fyrrum landsliðsþjálfari íslands í hand- knattleik, er nú formaður pólska handknattleikssambandsins. ■ EDDIE „Eag!e“ Edwards, skíðastökkvarinn kunni frá Eng- landi, meiddist á æfíngu í Aust- urriki í gær og getur svo farið að hann keppi ekki meira á þessu tíma- bili. Edwards viðbeinsbrotnaði, er hann datt eftir um 50 metra stökk. Nikkola frá Finnlandi stökk um 110 metra og nokkrir fóm yfir 100 metra, en keppnin fer fram í dag. ■ SAID Aquita, heimsmethaf- inn frá Morokkó í 1.500 m og 5.000 m hlaupi hefur æft vel að undan- fömu eftir vonbrigðin í Seoul, þar sem hann átti við veikindi og meiðsli að stríða. Hann ætlar að taka þátt í sterkum mótum á næstunni og verður með á HM í Búdapest í mars. ■ GLASGOW Rangers vann Celtic 4:1 í skosku úrvalsdeildinni í gær og er nú með þriggja stiga forskot í deildinni. Chris Morris skoraði fyrir Celtic beint úr auka- spymu eftir 45 sekúndur, en Terry Butcher, Mark Walters (2) og Ian Ferguson svöruðu fyrir Rangers. Dudee United er í öðru sæti með 30 stig, en liðið gerði 1:1 jafntefli við Aberdeen. Handknattleikur 1. deild Fyrsti stórleikur ársins í kvöld kl. 20 í Digranesi: STJARIMAIM - KR KR er í 2. sæti deildarinnar Stjarnan er í 3. sæti deildarinnar Hvað gerir hið léttleikandi Stjörnulið gegn KR. veldinu? Garðbæingar og aðrir stuðningsmenh Stjörnunnar! Nú mætum við ölt og hvetjum Stjörnuna til sigurs! Frí rútuferð frá Flataskóla kl. 19 SÓlAIMIGr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.