Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 38
.38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 + Sambýliskona mín og systir okkar, ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR, Austurbrún 2, lést í Vífilsstaðaspítala 2. janúar. Þormóður Haraldsson og systkini hinnar látnu. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, SIGMUNDUR JÓHANN ALBERTSSON verslunarmaður, lést í Borgarspítalanum 3. janúar. Margrót Albertsdóttir, dœtur, tengdasynir og barnabörn. + Móöir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR, Traðarkotssundi 3, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum að kvöldi 2. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Norðkvist, Theódór Norðkvist, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, fósturfaöir, tengdafaöir og afi, MAGNÚS FRÍMANNSSON, Sólheimum 20, Reykjavfk, andaðist þann 28. desember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þuríður Eggertsdóttir, Birgir Magnússon, Soffía Jóhannsdóttir, Hannes Hafsteinsson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRYNJAR SÖRENSEN, Kringlumýri 9, Akureyri, lést í Borgarspítalanum að kvöldi nýársdags. Jarðarförin verður gerð frá Glerárkirkju föstudaginn 6. janúar kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hins látna, eru beðnir að láta Fjóröungs- sjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. Ruth Sörensen, Dan Brynjarsson, Björk Guðmundsdóttir, Elva B. Brynjarsdóttir, Hörður Lilliendahl, Brynjar B. Brynjarsson, Ágúst Freyr Dansson. + Maðurinn minn, faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR L. GUÐMUNDSSON fyrrv. skipstjóri, lést að Reykjalundi 3. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Jónsdóttir. + Eiginmaður minn, AGNAR KRISTJÁNSSON forstjóri, y lést á Landspitalanum þann 27. desember sl. Hann veröur jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag fslands. Fyrir hönd aöstandenda, Anna Lilja Gunnarsdóttir. + Faðir okkar og afi, KJARTAN ÁGÚST JÓNSSON járnsmiður, Brekkustig 9, andaöist 24. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þorsteinn Kjartansson, Guðmundur Kjartansson, Oddný Sif Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir. Minning-: Baldur Ólafsson bankaútibússtfóri í dag fer fram frá Fossvogs- kirkju útför Baldurs Ólafssonar, fyrrverandi útibússtjóra Útvegs- banka íslands í Vestmannaeyjum og Kópavogi. Baldur Olafsson fæddist á Hofs- ósi í Skagafjarðarsýslu 2. ágúst 1911. Foreldrar hans voru Lilja Haraldsdóttir og Ólafur H. Jensson, kaupmaður þar í sveit. Arið 1927 skipti Ólafur um starfssvið og fluttist til Vestmanna- eyja. Þar störfuðu þeir feðgar að póststörfum í þrjú ár, til 1930. Þá urðu mikilvæg þáttaskil á starfsferli og framtíðaráformum hins tæplega tvítuga unglings. Árið 1930 fékk Baldur Ólafsson atvinnu í Útvegsbanka íslands hf. undir leiðsögn og forystu Haraldar Viggós Bjömssonar. Það ár urðu þýðingarmikil þátta- skil á ævibraut Baldurs Ólafssonar og frá þeim tíma hafa í meira en hálfa öld störf og hugur hans verið samofin bankastörfum og peninga- þjónustu í margbreytilegum störf- um og stefnumörkunum. Árið sem Baldur réðst í þjónustu Útvegsbanka íslands í Vestmanna- eyjum varð í fyrstu starfsvettvang- ur hans margskonar ritarastörf. Síðar var hann lengi gjaldkeri úti- búsins, og við lát Bjaraa Sighvats- sonar í ágúst 1953 réðst Baldur Ólafsson útibússtjóri bankans í Vestmannaeyjum og gegndi því starfí til 1968 að hann tók við útibúastörfum í Kópavogi. Baldri Ólafssyni var síðar falið að koma á stofn á vegum bankans útibúi í Kópavogi. Á þeim árum, sem í hönd fóru, þraut starfsorka hans, og Baldur og kona hans fluttust til lokadvalar í Hrafnistu í Hafnarfírði, þar sem lúinn og þreyttur líkami kvaddi söguríka ævibraut í einkaibúð þeirra hjóna. Skólaganga Baldurs var einn vetur í unglingaskóla í Siglufírði. Böm Baldurs og Jóhönnu eru Har- aldur bankastjóri í Hamraborg í Kópavogi. Kona Haraldar er Gyða Guðmundsdóttir, eiga þau tvö böm. Bima gift Svavari Davíðssyni for- stjóra og Lilja' gift Atla Aðalsteins- syni. Dóttir Jóhönnu, konu Baldurs, Guðrún Ágústa Oskarsdóttir, ólst upp á heimili Jóhönnu og Baldurs og naut þar ávallt ástar og kærleika foreldranna. Hún starfar á Laiids- símanum í Vestmannaeyjum. Eigin- maður hennar er Hjálmar Eiðsson í Útvegsbanka íslands hf. í Vest- mannaeyjum. Að leiðarlokum kveð ég ástkæran og traustan vin. Ég mun meðan æviskeiði mínu er enn ólokið geyma í hug mér og hjarta ljúfar minning- ar um góðan dreng og gæfumann, sem öllum þótti gæfa að ganga við hlið. Starfsfélögum Baldurs Ólafsson- ar þótti vinátta hans einlægur fé- lagsandi, viðmótshlýja, drengskap- ur og hjálpfýsi hans aðal. Sem fyrr segir dvaldi Baldur Ólafsson langdvölum í Vestmanna- eyjum. Þar kynntist hann hversu oft er stormasamt á Stórhöfða, en einnig blása þar hlýir vindar. Kærleiki guðs fylgi hinum fram- liðna. Aðstandendum votta ég innilega samúð. Adolf Björasson Fæddur 2. ágúst 1911 Dáinn 28. desember 1988 Okkur setti hljóð þegar fréttin um andlát afa barst. Hann hafði dvalið á spítala um mánaðartíma og okkur fannst hann hinn hress- asti þegar hann tók á móti okkur uppábúinn á spítalanum um jólin. En þannig er það nú að dauðinn kemur að óvörum ekki síst þegar einhver á í hlut sem maður elskar og virðir. Þær eru ófáar minningamar frá þeim tíma þegar afí og amma bjuggi í Vestmannaeyjum enda voru heim- sóknimar þangað hið mesta ævin- týri. Þau bjuggu á 2. hæð í bankan- um þar sem afí var bankastjóri. Þar var oft glatt á hjalla enda leikvöllur- inn stór. Oftar en ekki var sjálfur bankinn aðal leiksvæðið jafet á opnunartíma sem utan hans. Hún var ótrúleg þolinmæðin og gæskan sem afí sýndi okkur krökkunum þegar við völsuðum um bankann eins og hann væri okkar eigin. Það varð okkur systkinunum mikið tilhlökkunarefni þegar við fréttum að afí og amma ætluðu að flytja frá Eyjum í næsta nágrenni við okkur í Garðabæinn. Þá urðu heimsóknimar enn tíðari, heimili þeirra varð nánast okkar annað svo stutt var á milli húsa. Það er ekki síst rólyndi, bjartsýni og jákvæðni afa sem skín í gegn í minningunni um hann frá þessum tímum. Eiginleikar sem einkenndu hann fram á síðasta dag. Með þessum orðum kveðjum við aía. Elsku amma, megi góður Guð styrkja þig á þessari erfiðu stundu. Baldur, Nina og Bryndís t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ THEÓDÓRA SIGURÐARDÓTTIR, Holtsgötu 41, Reykjavík, verður jarðsungin, frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.30. Steinþór Steingrímsson, Sigurður Örn Steingrfmsson, Sigrún Steingrímsdóttir, Hreinn Steingrfmsson, Svala Wigelund, Guðrún Blöndai, Bjarni Magnússon, Steingrfmur Steinþórsson. t Sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA SIGURBORG BJARNADÓTTIR, Stffluseli 6, sem lóst af slysförum þann 29. desember, verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 6. janúar kL 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnafélag fslands. Haraldur Gfslason, Sigrföur Einarsdóttir, Þorsteinn Björnsson, Guðlaugur Einarsson, Bryndfs Aðaisteinsdóttir, Bjarni Einarsson, Una Jóhannesdóttír, Kristinn Einarsson, Ólfna Gunnlaugsdóttir, Guðbrandur Einarsson og barnabörn. Nú, er sólargangur er hvað styst- ur á Islandi, en ljós jólanna milda okkur skammdegið, andaðist hinn 27. desember sl. Baldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Útvegs- banka Islands í Vestmannaeyjum, á Skt. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Andlát Baldurs kom okkur að- standendunum ekki á óvart, hann hafði átt við þannig vanheilsu að stríða að til beggja átta gat brugð- ið, en óneitanlega breyttist svipmót hátíðanna, er harmafregnin barst okkur. Baldur var 77 ára gamall, er hann féll frá, en hann var fæddur hinn 2. ágúst 1911 á Hofsósi, sonur hjónanna Ólafs Jenssonar frá Innri-Veðraá í Önundarfirði og Lilju Haraldsdóttur frá Bjamastöðum í Flugumýrarsókn í Skagafirði. Var Baldur fæddur í gamla verzlunar- húsinu á Hofsósi, en Ólafur faðir hans stundaði verzlunarrekstur á Hofsósi og hafði um tíma mikil umsvif. Þar dvaldi Baldur um æsku- ár sín ásamt systkinum sínum, Ástu, Jens og Haraldi, en hann lézt sem ungur maður, er hann hrapaði í björgum, og var það mikill harmur flölskyldunni. Af systkinahópnum lifír nú aðeins Jens, sem búsettur er í Vestmannaeyjum. En erfíðir tímar fóra í hönd, mest vegna verðfalls á saltfiski, og Ólafur Jensson tók sig upp árið 1922 og fluttist með fjölskylduna til Siglufjarðar, þar sem hann vann verzlunarstörf. Mun Baldur þá hafa verið 11 ára gamall og áreiðanlega erfítt hinum unga sveini að yfírgefa æskustöðvamar og halda á vit nýrra slóða. En á þessum áram var mikið líf á Siglufirði í tengslum við síldveiðamar og minntist Baldur áranna þar oft með ánægju, m.a. þess að hann aflaði sér vasapeninga með því að hlaupa um borð I norsku skipin og kalla „kino i kvell" (bíó í kvöld), til þess að auka aðsókn kvikmyndahúss staðarins. Þetta vora fyrstu samskipti Baldurs Ólafssonar við Norðmenn, en þau áttu eftir að verða mikil síðar. Þegar Baldur er 17 ára flytur Ólafur Jensson enn með fjölskyldu sína og nú til Vestmannaeyja, þar sem hann tók við starfí póstmeist- ara, sem hann gegndi til dauða- dags. Ólafur varð þekktur í Eyjum fyrir einstaka reglusemi og ná- kvæmni í allri sinni umsýslan ásamt fyrir virðulega framkomu, en Lilja, móðir Baldurs, var hin milda og Kransar, krossar W ogkistuskreytingar. ‘ Sendum um allt hmi, GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.