Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBIiAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR '1989 13 Jón Magnússon Qugvélsíjórí er fremstur, lengst til vinstri er Frosti Bjarnason Qugstjórí og til hægri er Ólafúr W. Finnsson Qugmaður. Á ferð með DC-8 til New York: Okkur þykir vænt um „átt- urnar“ enda hafa þær dug- áð vel segja flugménnirnir Anna Óskarsdóttir hefúr i ýmsu að snúast á leiðinni til New York eins og aðrar Qugfreyjur í þessari ferð og með bros á vör sáu þær um að farþegum liði sem best. ÞOTA Flugleiða af gerðinni DC-8 rennir sér nánast léttilega á loft eftir Qugtaksbrunið þó hún sé yCr 160 tonn á þyngd. TF-FLT leggur upp frá KeQavíkurQugvelli áleiðis til Kennedy-Qugvallar við New York með 241 farþega, 9 manna áhöfn, 4.200 kg af far- angrí, 1.200 kg af pósti, 3.500 kg af frakt og kríngum 60 tonn af eldsneyti. Óllu þessu á Frosti Bjarnason Qugstjórí að skila til New York — reyndar ekki öllu — því á leiðinni hefúr vélin hjá honum brennt kringum 42 tonnum af eldsneyti. Þotan veg- ur þvi ekki „nema“ rúm 118 tonn þegar hún lendir á Kennedy-Qugvelli eftir 6 tíma Qug í mótvindi. I stjómklefanum sitja ásamt Frosta þeir Ólafur W. Finnsson flugmaður og Jón Magnússon flugvélstjóri. Um leið og farþegar tínast inn er verið að koma síðustu töskunum fyrir. Ekki veitir af að nýta hverja smugu á þessum árstíma þegar hvert sæti er skipað og taka þarf sem mest af frakt og pósti. Þegar því er lokið er hægt að fá vélina afísaða sem gert er þegar úrkoma hefur verið og hiti er undir frostmarki. Skömmu síðar er flug ICE 615 tilbúið, flugmennimir taka að ræsa og þotunni er ýtt úr vör. Víðafarið Þú flýgur, ólafur, segir Frosti og annast sjálfur fjarskiptin við flugstjóm. Flugstjórinn er ávallt verkstjóri í öllu fluginu og venju- lega skiptast flugmennimir á um að fljúga, þ.e. stýra vélinni í flug- taki og lendingu. Þeir eru jafn- vfgir, hafa báðir hlotið sömu þjálf- un þótt vissulega sé Frosti búinn að fljúga öllu lengur en Ólafur eða í 30 ár á móti 7 árum Ólafs. Þá veit Jón Magnússon flugvél- stjóri aldeilis hvað hann syngur því hann hefur flogið frá árinu 1959, fyrst á Skymaster. Hann sagðist hafa verið hjá Braathens í Noregi um tíma og víða farið gegnum árin. Á Flugleiðaþotum hefur hann verið í verkefnum fyr- ir Scanair í Svíþjóð, Air India, Cargolux og Sterling og gamal- rejmdir menn í fluginu eins og hann og Frosti eiga því ekki ófa- rið um marga heimshluta. Og Ólafur verður sennilega ekki lengi að ná þeim. Eins og kunnugt er fer nú að fækka ferðunum með DC-8 þotum hjá Flugleiðum þar sem eftir eitt og hálft ár er ráðgert að taka Boeing 757-200 þotur í Ameríku- flugið. En koma þeir ekki til með að sakna áttunnar? Þeir voru sam- hljóða í því: Það er viðbúið. Þessar vélar hafa dugað vel og staðið fyrir sínu gegnum árin en þær ko'mu fyrst í notkun hér árið 1970. Þ.ær þurfa langar brautir og þykja hávaðas- amar nema með hljóðdeyfum eða nýjum mótorum en þetta eru vinnuhestar sem bera mikið. Jú, það fer ekki hjá því að okkur þyki vænt um þessa gripi eftir svona mörg ár — hver vél hefur eiginlega sinn persónuleika. En þeir segja það líka spenn- andi kost í hina röndina að fá nýjar vélar og fullkomnar. Flug- mennimir munu líka sakna annars því í nýju vélunum verður enginn Jón, enginn flugvélstjóri, þær eru hannaðar fyrir tvo flugmenn. En verður áfram þörf fyrir flugmenn, eru ekki alltof margir að læra? Skortur á flugmönnum Nei, það verður frekar skortur á flugmönnum næstu árin, segir Frosti. Nú er það að gerast sem ekki hefur verið fyrr, að á hveiju ári hætta hjá okkur 3 til 5 flug- menn vegna aldurs og ég álít að það verði líka um aukningu að ræða á næstu árum. Lufthansa rekur sérstakan skóla fyrir vænt- anlega flugmenn sína og sér þannig sjálft um að velja menn og mennta þá sem flugmenn og SAS hefur jafnvel verið f vand- ræðum með að fá nógu marga þegar of fáir losna úr hemum. Mér sýnist samgönguþróunin vera þannig að flugið eigi eftir að auk- ast fremur en hitt. Og Frosti ber líka hag Jóns fyrir brjósti því hvað á að gera við alla flugvélstjórana þegar Flugleiðir hafa ekki lengur not fyrir DC-8 þotumar. — Félagið á að reyna að halda áfram að fá verkefni fyrir okkur erlendis, seg- ir Frosti. Ég er sannfærður um að það væri vel hægt að annast milligöngu um útvegun áhafna á DC-8 þotur næstu árin sem myndi skapa nokkrum íslenskum áhöfn- um atvinnu. Það væri líka áreið- anlega hægt að fá heim fleiri verkefni fyrir flugvirkja eða að taka að sér viðhaldsverkefni er- lendis eins og reyndar hefur verið stundum. Meðan á þessu spjalli stendur hefur Ólafur löngu sleppt stýrinu úr höndunum og látið sjálfstýring- una um verkið. Flugmennimir eru í stöðugu sambandi við flugstjóm og við heyrum að í kjölfarið siglir Baldur Oddsson flugstjóri með vél sína á leið til Orlando. Hann á öllu lengri leið fyrir höndum því flugið þangað tekur nærri 8 tíma. í fluginu verður að gæta þess rétt eins og í umferðinni að vélam- ar séu ekki bf þétt saman. Baldur má því aldrei nálgast okkur meira en svo að 10 mínútur séu á milli, þe. milli véla á sömu leið í sömu hæð. Ólafur lýsir þessu nánar: Áður en ferð hefst er leiðin skipulögð og tímasett nákvæm- lega. Leiðinni er skipt í kafla og við hver kaflaskil er áætlaður ákveðinn tími. Ef frávikið verður þrjár mínútur eða meira verðum við að tilkynna viðkomandi flug- stjóm og hún gerir ráðstafanir ef aðrar vélar eru á undan eða eftir. Þess vegna er mikilvægt að fylgjast vel með þessari áætlun og halda henni sem best. Síðan em ákveðnar reglur um fjarlægð milli véla sem fljúga í gagnstæða átt og eru það flugumferðarstjór- ar sem fylgjast með því að allt fari þar að settum reglum. Um leið og vélin léttist eftir því sem hún brennir eldsneytinu halda farþegar áfram að þyngjast eftir mat og drykk og blund. Flug- freyjur hafa í nógu að snúast og setjast vart niður á þessari löngu leið. Þær labba eiginlega alla leið til Ameríku og fara létt með það. Þegar f æri gefst frá þjónustu með mat og diykk þarf að gæta þess að farþegar hafi fyllt út toll- pappíra til að allir sleppi nú inn í landið áhyggjulaust. Venjulega er ekki mikil flugum- ferð hér suður af landinu á leið Flugleiðaþotunnar til Ameríku en þó getur það gerst sé veðri þann- ig háttað. Færist þá öll umferðin norðar. Veðrið í þessari ferð var allgott nema hvað mótvindur var nokkur. Ólafur segir að í ratstjá geti þeir séð hvort bólsturský séu framundan en þau geta náð allt að 40 til 50 þúsund feta hæð. Oft sé því beðið leyfis um að krækja fyrir þau til að forðast hristing og óþægindi. Þegar komið er yfir Ameríku eru skýin farin að þynnast og frá Boston til New York má segja að borgarljósin séu samfelld. Við heyrum líka að flugumferðin er öllu meiri og sjáum til ferða ann- arra véla á báða bóga. Á þessum síðasta kafla er nóg að gera fyrir flugmennina og því lítill tími til að spjalla. Enda trúlega viðræður við „vagnstjóra í akstri bannaðar" eins og hjá strætó. Og aftur tekur ólafur í stýrið og lendir eftir fyrir- fram ákveðna króka og ekki langt á eftir svipaðri vél — á Kennedy- flugvelli lenda vélar á minna en tveggja mínútna fresti. Frosti ekur vélinni að hliði 12 og ferðin er á enda. Um leið heyrum við hvar Baldur heldur áfram ferð sinni til Orlando en við verðum komnir inn á hótel þegar hann nær áfangastað sínum. Frosti og áhöfti hans halda jólin saman í New York að þessu sinni. Eru þeir oft að heiman um jól? Oft erum við að heiman um jól eða áramót en aldrei tvö ár í röð, segir Frosti. Þegar við erum er- lendis um hátíðina býður félagið áhöfninni í jólamat og þannig verður það hjá okkur núna því við eigum að dvelja hér í tvo daga. jt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.