Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 3
' MORGUNBLiAÐIÐ’MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR W89 3 Yfirborganir hverfi með minni þenslu - segir Steingrímur Hermannsson Steingrímur Hermannsson forsætísráðherra segist gera sér vonir um að með minni þenslu í þjóðfélaginu hverfí smátt og smátt yfirborganir þannig að launakostnaður, sem hlutfall af þjóðartekjum, lækki og komist í sama horf og í nágrannalöndunum. Steingrímur sagði að þær upp- lýsingar, sem ríkistjómin hefði fengið, gæfu til kynna að launa- kostnaður væri of stór liður í þjóð- artekjum, en það virtist fyrst og fremst stafa af miklum yfírborgun- um. 65-66% af þáttatekjum. Hér er þetta hlutfall um 73%,“ sagði Steingrímur Hermannsson Morgunblaðið/Sverrir Valur sestur í stólinn VALUR Arnþórsson settist í gær í fyrsta sinn í stól bankastjóra Landsbankans, en hann tekur nú við þeirri stöðu af Helga Bergs, sem verið hefúr bankastjóri í 19 ár. Hinir bankastjórarn- ir tveir eru þeir Björgyin Vilmundarson og Sverrir Hermannsson. A meðfylgjandi mynd má sjá Björgvin bjóða Val velkominn, en Sverr- ir og Helgi Bergs standa hjá. Á hinni mynd- inni er Valur sestur við nýja skrifborðið. Spariskírteinm verða í umboðssölu hjá bönkum Flugleiðir; Áhrif gengisfell- ingarinnar á rekst- urinn óljós ennþá „ALLAR hækkanir á flugfar- gjöldum eru háðar samþykki stjórnvalda, þannig að þau hækka ekki sjálfkrafa við þessa gengisfellingu,“ sagði Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða. Hann sagði að áhrif gengisfellingarinnar á rekstur fyrirtækisins væru óljós ennþá, en myndi skýrast á næstu dög- um. „Rekstur Flugleiða er flókinn að því leyti að hann fer mikið fram erlendis, þannig að áhrif gengis- fellingarinnar koma fram með flóknari hætti hjá þessu fyrirtæki heldur en hjá sumum öðrum fyrir- tækjum. Það er verið að kanna þessi mál núna og þau skýrast væntanlega á næstu dögum,“ sagði Einar Sigurðsson. „Ég tel að það sé alls ekki samn- ingum um kaup og kjör að kenna hvemig staða atvinnuveganna er. Ég tel hins vegar að þær miklu yfirborganir, sem verið hafa í mörgum greinum, eigi alls ekki rétt á sér, og raunar hafa bæði verkalýðshreyfingin og vinnuveit- endur gagnrýnt þær mjög Ég geri mér vonir um, að með minni þenslu hverfí þessar yfírborganir smátt og smátt og launahlutfallið færist þannig í það horf sem það er víðast hvar í nálægum löndum, eða um NÝ spariskírteini ríkissjóðs verða gefin út á næstu dögum og mun ríkissjóður sjálfúr sjá um sölu á þeim. Lánastofnanir hafa þegar hafúað þvi að tryggja sölu á spariskírteinunum og munu í staðinn taka þau í umboðssölu. Fjármálaráðherra segir að ríkissjóður sé sjálfúr reiðubúinn til að fara út á markaðinn með spariskirteini sín en segir að ef bankarnir vilji ekki gera frekara samkomulag um kaup á spariskirteinum gæti það leitt til að gripið yrði til ákveðna aðgerða. o INNLENT Bankar, sparisjóðir og verð- bréfafyrirtæki höfnuðu því í des- ember að tryggja sölu á spariskír- teinum ríkissjóðs í upphafí þessa árs líkt og þessar stofnanir gerðu á síðasta ári samkvæmt samningi við Seðlabanka og fjármálaráðu- neyti 4. ágúst sl. Ríkið mun því selja spariskírteini sín á eigin veg- um, a.m.k. fyrri hluta ársins, og bjóða þau í umboðssölu hjá bönk- um, sparisjóðum, verðbréfafyrir- tækjum og öðrum þeim sem hafa leyfi til verðbréfamiðlunar. Bank- Nýtt bensmverð Ríkið tekur nú stærri hluta af verði hvers bensínlítra en það hefur gert mörg undanfarin ár. 30.12.88, hver lítrí: 36,40* 31.12.88, hver lítri: 2> 41 jOOkr. Inn- kaupa- verö (cif-verö) Dreifingar- kostnaður 3,1% I Innkaupa- og flutningsjöfnun 1,8% 1) Bcnsíngjald (16,70), söluskaltur (8,20), tollur, bankaleyfi og landsútsvar (3,74), samtals 28,64 kr. . I 2) VerðákvörÖunin er mibuð við forsendur þann 31. des. og er áælluð. Breytingar á gengi hafa þegar raskað forsendum. arnir eru nú með rúmlega eins og hálfs milljarða króna birgðir af óseldum spariskírteinum sem þeir hafa keypt af ríkinu samkvæmt fyrmefndum samningi. Ný spariskírteini munu koma út á næstu dögum því stór inn- lausn kemur 10. janúar nk. og svo aftur önnur síðar í mánuðinum. Verulegar upphæðir verða þá ieystar út og mun ríkið reyna að selja ný spariskírteini þar upp í. Einungis verða boðin til sölu fimm og átta ára bréf en ekki einnig þriggja ára bréf eins og áður hef- ur tíðkast. Fimm ára bréfín munu bera 7,0% vexti og átta ára bréfín 6,8% vexti. í gær hélt fjármálaráðuneytið fund með fulltrúum lánastofnana og komu þar fram ólíkar skoðanir á því hveijir markaðsvextir væru í dag og hvaða vextir myndu tryggja nægjanlega sölu. Olafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, vildi í gær ekki tjá sig um þessar viðræður, en sagði að ríkissjóður væri tilbúinn til að fara út á markaðinn með þessi skírteini sjálfur. Samkomulagið við bankana á síðasta ári hefði verið liður í ákveðnum samningum um ýmsa aðra þætti í bankakerf- inu. Ef það væri mat bankakerfis- ins að gera bæri hlé á því, væri ríkissjóður alveg tilbúinn til að fara út á markaðinn, en þá yrði gripið til ýmissa annarra aðgerða gagnvart bankakerfínu. „Banka- kerfíð ætti að vita það best að ekkert er ókeypis í þessari ver- öld,“ sagði Ólafur Ragnar. Vildi ráðherrann ekki tjá sig nánar um hvaða aðgerðir væri átt við. í tengslum við samninga fjár- ■málaráðuneytisins og innláns- stofnana sl. sumar var bindiskylda lækkuð úr 13% í 12% en lausafjár- skyldan var hækkuð úr 8% í 9%. Frá og með 1. janúar var hún svo hækkuð í 10%. Tryggvi Pálsson, bankastjóri, sem hefur verið fulltrúi innláns- stofnana í viðræðum við fjármála- ráðuneytið, sagði bankana óska ríkisstjóminni velfamaðar í þess- ari sölu í upphafi ársins. Söluaðil- amir hefðu ekki treyst sér til að veita sölutryggingu miðað við þá skilmála sem að fyrir lágu en að sjálfsögðu væru þeir reiðubúnir að taka skírteini í umboðssölu. „Við teljum að spariskírteinum gegni afar mikilvægu hlutverki á fjármagnsmarkaðinum en varð- andi vaxtaákvörðunina á skulda- bréfunum þá eru það væntanlegir kaupendur þeirra sem em úr- skurðarmenn hvort söluáætlanir ríkissjóðs fá staðist." Fyrsta gengisskráning eftir gengisfellingu; Dollar hækkaði um 4,15% og yen um 5,75% * Arleg breyting á viðskiptavoginni hækkaði dollar um 7 aura SÖLUGENGI íslensku krónunnar lækkaði um 4,15% gagnvart Bandaríkjadollar í gærmorgun. Seðlabankinn skráði siðast gengi fóstudaginn 30. desember en gengið var fellt á mánudag. Gengi krónunnar lækkaði um 5,75% gagnvart japönsku yeni, um 5,6% gagnvart sterlingspundi og um 5,3% gagnvart vestur-þýsku marki og frönskum franka. Gengisfellingin í fyrradag var 4% en dollar- inn lækkaði töluvert um áramótin og er það ástæðan fyrir því að krónan féll meira gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Sölugengi dollarans var 48,20 skiptavoginni sem er grundvöllur krónur í gær (var 46,28), pundið 87,941 kr. (83,304), franski frank- inn 8,0113 (7,6040), þýska markið 27,3669 krónur (var 25,9854) og japanska yenið var 0,38934 kr. (var 0,36818 kr.). Um áramótin kom til fram- kvæmda árleg breyting á við- skráningar gengisins innbyrðis á milli hinna ýmsu gjaldmiðla. Ut- anríkisviðskipti Islands eru sund- urliðuð eftir þeim gjaldmiðlum sem þau fara fram í og eftir því fara áhrif einstakra gjaldmiðla á íslensku krónuna. Þijú ár eru í viðskiptavoginni. Á árinu 1988 voru það árin 1984 til 1986 en um áramótin bætist árið 1987 við en árið 1984 féll út. Á þessu tímabili hafa viðskipti landsmanna í dollurum minnkað, þannig að um áramótin minnkaði hlutur dollarans í voginni úr 26,77% í 23,18%. Þetta er stærsta breytingin en gengi dollarans þurfti þó aðeins að hækka um 7 aura og aðrar myntir að hækka samsvarandi. Hlutur japanska yensins jókst úr 5,34% í 6,91% og vestur-þýska marksins úr 12,2% í 12,8% en vægi annarra gjaldmiðla breyttist minna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.