Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 33 heppnaðan uppskurð á hné. Emils er sárt saknað af öllum þeim er hann þekktu. Lífshlaup hans hefur skilið eftir bjartar minningar í hug- um ættingja og samferðamanna. Minning hans mun lengi lifa í bók- um þeim sem hann ritaði og einkum þó í minjasafninu í Gröf, handar- verki hans. Nú hafa tjöldin skyndilega verið dregin fyrir á leiksviði lífs hans. Áhorfendur verða að sætta sig við snöggan endi. Þeim virtist leikritið ekki vera búið. Ef til vill hefur krafta hans verið þörf á öðru leik- sviði með litlum fyrirvara. Emil mun ekki skerast úr leik. Sigurður T. Magnússon í dag verður jarðsettur í Hruna- kirkju húsbóndi minn — og fóstri, hefðu menn kallað það um aldamót- in — Emil Ásgeirsson, bóndi í Gröf, Hrunamannahreppi. Á þessari síðustu kveðjustund verður manni ljóst hversu van- máttug orð eru til að lýsa tilfinning- um, þau eru í besta falli brúkleg til að draga fram gamlar góðar minningar, en af þeim er gnótt. Eg var ekki nema sex ára þegar ég fór „að vera í sveit" í Gröf hjá Emil og Rúnu og var þar sumar hvert til 12 ára aldurs. Tveimur árum síðar tók ég að venja komur mínar í Gröf aftur og var þar fasta- gestur nánast um hveija helgi sum- ar eftir sumar, og alltaf var viðmót- ið hið sama. Maður fann hversu velkominn maður var. Ég hef enda haldið því fram að Emil og Rúna hafí alið mig upp næstum til jafns við foreldra mína. Það er því margs að minnast af 35 ára vegferð. Ég var 8 ára fyrsta veturinn okkar norður í Svarfaðardal þegar það kom bréf frá Emil í Gröf, þar sem hann bað um að fá mig í sveit sumarið eftir. Ég man vel eftir þessu bréfí, sem pabbi las fyrir mig, ég man meira að segja enn nánast orðrétta hluti úr því, og ég man líka vel að mér fannst veturinn líða hægt til vors að ég átti að fara suður í Gröf. Ég minnist þess hins vegar ekki að það hafi nokkurn tímann komið upp nokkur kvíða- vottur, að eiga að fara að heiman sumarlangt, og segir það sína sögu um þær tilfinningar sem maður bar til fólksins í Gröf þá strax. í minn- ingunni fínnst mér ég ekki hafa farið að heiman á vorin. Aldrei rofnaði sambandið við Gröf. Þegar ég fór að fara með fjöl- skyldu mína þangað, var alltaf til- hlökkun hjá öllum og þá ekki síður hjá bömunum. Emil hafði mjög gaman af bömum, enda hændust þau að honum. Hann hafði mjög næmt skopskyn sem kom oftlega fram í frásögnum hans af tilsvörum bama sem hann umgekkst, og sé ég hann kannski gleggst fyrir mér þar sem hann segir frá éinhveijum slíkum skemmtilegheitum bama og hlær innilega um leið. Kannski er lítið atvik frá liðnu hausti mest og best talandi um þann Emil sem ég þekkti svo vel. Við fjölskyldan dvöldumst í sumar- bústað skammt frá Gröf og höfðum boðið „Grafarfólkinu" kvöldmat. Eftir matinn settust menn niður að spjalla saman eins og gengur, en Emil fór að spila við bömin, eitt- hvert spil sem hann kunni ekki, en lét þau kenna sér. Þar sem ég sat og rabbaði við hitt fólkið sá ég út- undan mér spilamennsku Emils og bamanna, og hversu konunglega hann skemmti sér, og þá helst yfir tilsvörum og leiðbeiningum yngsta spilamannsins sem var 4 ára. Það hvarflaði ekki að neinu okk- ar þá að þetta væri ein af síðustu samvemstundunum því þrátt fyrir 81 ár var lífskrafturinn aldeilis ekki farinn að dala og þaðan af síður heilsan. Manni fannst því að það gæfist tóm a.m.k. næsta áratuginn til miklu fleiri góðra stunda. En svona er nú það, það verður hver að gegna þegar kallið kemur, og við hin að sætta okkur við það. Ég þakka Emil fyrir það sem hann gaf mér í veganesti. Ég bý að því þangað til mitt kall kemur. Kæra Rúna, böm og bamaböm, Guð gefí ykkur styrk á þessari erf- iðu stund. Þór Jens Gunnarsson Sigfríður Christ- ensen - Minning Fædd 4. september 1911 Dáin 19. nóvember 1988 Hinn 23. nóvember síðastliðinn var gerð útför Sigfríðar Christen- sen, fæddrar Helgadóttur, til heim- ilis að Marsallé 86, Söborg, en hún lést í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn þann 19. nóvember sl. eftir þunga sjúkdómslegu. Sigfríður eða Siffa, eins og hún var ætíð kölluð, fæddist í Reykjavík, dóttir hjónanna Helga Guðmunds- sonar, trésmíðameistara, ættuðum frá Gerðakoti í Flóa, og Ólafíu Sigríðar Hjartardóttur, ættaðri frá Krossi í Ölfusi. Þeim hjónum varð fímm bama auðið. Þeirra elst var Loftur, aðalbókari í Sjóvá, en hann er nú látinn. Siffa var önnur í röð- inni, og yngri systkinin em Gróa Svava, húsmóðir í Reykjavík, Guð- rún Olsen, húsmóðir í Söborg, og Guðmundur Ingvi, bókari í Reykjavík. Á þeim tímum vom ekki þau efnalegu gæði og húsakynni, sem sjálfsögð þykja á nútímavísu, og fólk þurfti að leggja hart að sér við vinnu, væri hún á annað borð föl. Siffa var að eðlisfari vinnusöm og hóf snemma vinnu við verslunar- störf, en stundaði jafnframt nám í kvöldskóla ísleifs Jónssonar. Hún hóf síðan nám i Kvennaskólanum og lauk þaðan prófí 1929 með góð- um árangri. Ári síðar fluttist hún til höfuðborgar landsins á þeim tíma, Kaupmannahafnar, og hóf störf á saumastofu. Skömmu síðar kynntist hún tilvonandi eiginmanni sínum, Emst Christensen, f. 14. febrúar 1913, sem starfaði þar við verslunarstörf. Þau giftust árið 1933. Böm þeirra urðu þijú: Oluf, f. 21. maí 1937, sölumaður, kvænt- ur Karen Christensen, Gerd, f. 16. júlí 1940, gift Preben Jensen, skrif- stofustjóra, og loks Anita, f. 27. ágúst 1947, gift Jan Sunderby, skrifstofustjóra.. Alls em barna- bömin nú 8 talsins og bamabömin orðin 5 að tölu. Jafnframt uppeldi bama og hús- móðurstörfum lagði hún löngum stund á saumastörf, því að vinnu- semi og nægjusemi vom nauðsyn jafnt sem dyggð á þeim tímum. Hún var kona hógvær og taldi sér lítt til tekna gerðir sínar, en vann verk sín af kostgæfni. Enda þótt Siffa dveldist mestan hluta starfsævinnar á erlendri gmndu og eignaðist þar sína fjöl- skyldu og vini, vom tengslin við ættingja og kunningja 'heima á Fróni ætíð sterk, og þau hjón jafn- an aufúsugestir í heimsóknum þeirra til landsins, líkt og systir Siffu og mágur, Guðrún og Harry Olsen, sem vom nágrannar þeirra í Söborg. I huga okkar frændsystkina, sem vomm böm á þessum aldri, vom heimsóknir þessar frá Danmörku sveipaðar ævintýraljóma. Jafnan var von um fagnaðarfundi, veislu- gleði og glaðning í farangrinum, sem fáséður var í heimahögum á þeim tíma. Heimsóknir þessar vom gjaman endurgoldnar til Danmerkur og því oft gestkvæmt á heimili þeirra systra. Utanferðir á þessum ámm þóttu nokkmm tíðundum sæta og var jafnan birtur listi í blöðunum jrfir þá sigldu. En tímamir breyttust hratt og á síðari ámm áttu þau hjón þess kost vegna starfa Emst hjá SAS-flugfé- laginu að ferðast vítt og breitt um heiminn, m.a. til Afríku, Kína og S-Ameríku, og höfðu mikla ánægju af. Fýrir sjö ámm gerði sá sjúk- dómur fyrst vart við sig, sem Siffa mátti heyja baráttu við síðustu ár- in. Sú barátta var háð af dugnaði og æðmleysi meðan þrek entist. Á liðnu sumri komu þau hjónin ásamt með syni og tengdadóttur til landsins til að riíja upp gömul kynni og ferðast um landið og njóta nátt- úm þess. Guðrún systir hennar var einnig með í för. Þrekið var tekið að þverra, en atorkan söm sem fyrr, og ferðuðust þau hringinn um landið. Siffa var fremur dul kona og bar ekki tilfinningar sínar á borð, en mun hafa boðið í gmn að ferðimar til heimahaganna yrðu trauðla fleiri, svo sem raunin reynd- ist á. Landið skartaði sinni hijúfu fegurð, og náttúmkyrrðin var söm sem fyrr, en mannlífsbreytingin mikil frá uppeldisámnum að Frakkastíg 19 í smábænum, sem nú var orðinn að borg. Glæsileiki flughafnarinnar næsta ólíkur sæ- votri bryggjunni, sem Gullfoss gamli lagði frá fyrir meira en hálfri öld síðan. Fomir vinir sumir hveijir horfnir á braut og ný kynslóð vaxin úr grasi. Einn mannsaldur var liðinn. Hún kvaddi með bros á vör og frá henni geislaði sú hlýja og glaðværð, sem ætíð einkenndi fas hennar. Nokkmm vikum eftir heimkom- una tók henni að eina sóttin, þrekið var á þrotum. Hún dvaldi heima meðan tök vom á, en undir lokin fluttist hún á sjúkrahús og lést þar eftir skamma legu. Eiginmanni og bömum, systkin- um og öðmm ættingjum votta ég samúðar vegna fráfalls Sigfríðar, en þau mega sjá á eftir tryggri og góðhjartaðri konu. Blessuð sé minning hennar. Far þú haustblær hægt um jörð dveldu við leiði lágt. Hvíslaðu hljóðlátur kveðju mína, milli bliknandi blóma. (E.G.) Lárus Karlsson t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför SIGURÐAR EINARSSONAR frá ívarsseli fyrrverandi vörubílstjóra, Laufásvegl 10. Guö blessi ykkur öll. Helgi Sigurösson, Elín Hildur Siguröardóttlr, Ómar Eyfells Ólafsson, Elvar Sigurösson, Guörún Jóna Jóhannesdóttir, Einar Sigurösson, Hörður Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og út- för eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSLAUGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Böövarsholtl, Staöarsvelt. Gunnar Bjarnason, Þorsteinn Svavarsson, Helga Guðmundsdóttir, Bjarnveig Gunnarsdóttir, Gunnar Vilhelmsson, Eyjólfur Gunnarsson, Bjarni Gunnarsson, Þóröur Gunnarsson, Rúnar Gunnarsson, Hildur Sveinbjörnsdóttir, Elfn Katrfn Guðnadóttir, Gfslfna Ágústsdóttir, Margrót Björk Björnsdóttir og barnabörn. NÝI VMSICÓUNN Innritun frá kl. 13 til 18 kennsla hefst 9. janúar HAFNARFJORÐUR Kennum í nýju húsnæði á Reykjavíkur- vegi 72, sími 52996. REYKJAVÍK Kennum í Ármúla 17a, sími 38830. Einnig kennslustaðir: Selfoss: Kennsla hefst 11. jan. Innritun nýrra nemenda sama dag kl. 15-17 í Inghól. Þorlákshöfn: Kennsla hefst 13. jan. Innritun nýrra nemenda 12. jan. kl. 13-20 í síma 98-33551. Stokkseyri/Eyrarbakki: Innritun í síma 98-33551 á kvöldin Njarðvík/Keflavík: Kennsla hefst 10. jan. Innritun í síma 92-11708 kl. 18-20 (Eygló). Bamadanskennsla Gömludansakennsla Samkvæmisdanskennsla Standard Latin Takmarkaður fjöldi nemendaí hverjum tíma Allt lærðir danskennarar og með- limir í Dansráði íslands Greiðsluskilmálar: raðgreiðslur/VISA/EURO NYTT ■' íslandsmeistarar kenna Rokk/Tjútt NYTT NÝTT Bjóðum einkatíma eftir samkomulagi. Lokaðir tímar fyrir félagasamtök og aðra hópa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.