Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 39
blíða húsmóðir, sem bjó til svo góð- an mat að þekkt varð. Fyrstu 2 árin í Eyjum aðstoðaði Baldur föður sinn við störf á vegum póstþjón- ustunnar, en hinn 1. maí 1931 réðst hann til starfa hjá Útvegsbanka íslands h/f og vann bankanum eins lengi og heilsa leyfði eða í yfir 40 ár. í Vestmannaeyjum var þá sem nú mikið athafnalíf, hlutimir gerð- ust hratt og; oft skammt á milli gróða og taps, en í þessu umhverfi mótaðist afar skemmtilegt sam- félag kvenna og manna. Baldur var að eðlisfari félagslyndur maður, átti auðvelt með að umgangast aðra, tjá sig og hlýða á mál ann- arra. A þessum árum gerðust marg- ir skemmtilegir atburðir, sem Bald- ur minntist oft með sérstakri gleði, en þá voru menn ungir og áttu til ýmis uppátæki, lífguðu upp á tilver- una. A þessum fyrstu manndóms- árum sínum kynntist Baldur flest- um þeim, sem urðu honum kærast- ir, og hélst sá vinskapur eins lengi og auðið varð. Og gæfan sleppti ekki hendinni af Baldri Ólafssyni á þessum árum, er hann var á þeim aldri, sem menn staðfesta ráð sitt gjaman. í október 1931 gekk hann að eiga Jóhönnu Ágústsdóttur Benediktssonar út- gerðarmanns á Kiðabergi í Eyjum, en kona hans var Guðrún Hafliða- dóttir. Jóhanna var í miðið þeirra Kiðabergssystra sem voru þekktar af glaðværð, léttleika og fegurð, auk þess sem sönggáfa og söng- gleði hafði ekki verið skorin við nögl, enda allar í Vestmannakór. Munu ungir menn í Eyjum gjaman hafa óskað sér að vera í návist við hinar fríðu systur, enda hrepptu allar gott kvonfang, Sigríður, sem var elzt, giftist Kristjáni Siguijóns- syni, er lengi var yfirvélstjóri og seinast vélaeftirlistmaður Land- helgisgæzlunnar, en Lóa, sem yngst var að ámm, giftist Wi Ilum And- ersen, skipstjóra og útvegsmanni í Eyjum. Þau Jóhanna og Baldur áttu vel saman, hún með léttleika sinn, hann með yfírvegun sína og nákvæmni. Stóð heimili þeirra fyrst á Borg, þá keypti Baldur Ásaveg 5 í Eyjum, unz þau fluttu heimili sitt í nýbygg- ingu Útvegsbankans. Varð hjóna- band þeirra einstaklega farsælt, nafn annars ekki nefnt nema hins væri getið, og þau einstaklega sam- hent um alla hluti. Jóhanna og Baldur eignuðust 3 börn, sem eru' Haraldur f. 1932, útibússtjóri Út- vegsbanka íslands h/f, Kópavogi, kvæntur Gyðu Guðmundsdóttur, Birna f. 1933, sem gift er undirrit- uðum, og Lilju Hönnu f. 1944, en hún er gift Atla_ Aðalsteinssyni og búsett í Eyjum. Áður hafði Jóhanna eignast Guðrúnu Ágústu, sem býr í Eyjum, gifta Hjálmari Eiðssyni. Gekk Baldur Guðrúnu í föðurstað og ól upp sem sína eigin dóttur. Baldur byijaði störf sín í bankan- um sem aðstoðarmaður, en vann síðan öll hin hefðbundnu störf sem bókari, gjaldkeri, skrifstofustjóri. Alltaf fannst mér Baldur, tengda- faðir minn, hafa allt það, sem bankamann þarf að prýða, talna- glöggur með afbrigðum, nákvæmur og öruggur, enda fól bankinn hon- um ábyrgðarmeiri störf, eftir því sem tímar liðu og tók Baldur við stöðu bankastjóra, er hann hafði starfað við bankann í.um 25 ár. Fluttu þau Jóhanna þá heimili sitt í bankahúsið og er skemmst frá því að segja að Baldur varð ákaflega Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 vinsæll jafnt meðal starfsmanna sem viðskiptamanna bankans. Vestmannaeyjar voru og eru stór verstöð, þar skapast mikil verð- mæti og háar upphæðir koma upp. Ætíð fannst mér það vera leiðarljós hjá Baldri að sem mestur hluti hinna miklu verðmæta, sem sköpuð voru í Eyjum, rynnu aftur til atvinnulífs Eyjanna, enda skilaði hann bankan- um með verulegum hagnaði öll þau ár, sem hann stýrði honum. Heim- ili Baldurs og Jóhönnu í bankanum varð afar vinsælt, enda þau gestris- in með afbrigðum og Jóhanna ein- stök smekkmanneskja við allt heim- ilishald. Varð heimili þeirra sam- komustaður ijölmargra, bæði heima- og aðkomumanna, og þáðu allir ríkulegar vejtingar, hvar í stétt sem þeir stóðu. Baldur fór ekki í manngreinarálit, tók öllum af ljúf- mennsku og greiddi götu allra, sem hann taldi að staðið gætu í skilum, enda varð sú raunin að mannþekk- ing Baldurs dugði bankanum og byggðarlaginu svo vel að honum var margur sóminn sýndur fyrir störf sín. Hann tók virkan þátt í félagslífi, starfaði í Oddfellowregl- unni um árabil og komst þar til æðstu metorða, einnig í Félaginu Akóges og varð síðar heiðursfélagi í báðum félögum. Einnig gerðist Baldur vararæðismaður Norð- manna í Eyjum og hlaut margan eril af, enda tíðar komur norskra fiskiskipa til Eyja á þeim árum. Gegndi Baldur því starfí um ára- tuga skeið og hlaut m.a. að launum orðu Ólafs, sem hann veitti viðtöku úr hendi Ólafs Noregskonungs. Vegna erils starfs síns gáfust Baldri ekki margar stundir til tóm- stundaiðkana, en hann hafði yndi af því að ferðast, bæði innan- og utanlands og komst í nokkrar slíkar með góðvinum þeirra hjóna, sem hann minntist gjarnan. Hann var einnig svo lánsamur að komast flest sumur í veiðiferðir, en hann hafði ánægju af stangveiði, enda var hann vinsæll meðal veiðifélaga sinna. Árið 1968 má segja að þáttaskil verði í lífi Baldurs, en á því ári byggðu þau ser myndarlegt hús í Garðabæ, en Útvegsbankinn stofn- aði þá til fyrsta útibús síns í Kópa- vogi. Fluttu Baldur og Jóhanna nú frá Eyjum eftir 37 ára starf við bankann þar, og tók Baldur við starfi útibússtjóra Útvegsbankans í Kópavoi við stofnun hans. Ekki virtust vistaskiptin breyta miklu hjá þeim hjónum, Baldur varð sem fyrr vinsæll húsbóndi starfsmanna sinna og farsæll banka sínum og við- skiptamönnum. Óx bankanum skjótt fískur um hrygg undir stjóm Baldurs og heimili hans og Jóhönnu í Amamesinu vinsælt og vel látið, snyrtimennska í fyrirrúmi. Ná- grannar þeirra urðu strax vinir þeirra og þau samlöguðust nýju umhverfi og samfélagi á ótrúlega skömmum tíma. Árið 1974 varð Baldur fyrir al- varlegum hjartaáföllum með aðeins 6 mánaða millibili, sem urðu til þess að hann varð nú að yfirgefa bankann eftir 43 ára starf. Var þetta þungt hlutskipti og mikil rösk- un á högum, þar eð Baldur hafði ætíð verið starfssamur og áhugi hans fyrir velferð og viðgangi bank- ans verið mikill. En nú var starfs- orkan þrotin og þar við stóð. En með miklum dugnaði, daglegum gönguferðum og reglusömum lífsháttum tókst honum að byggja heilsu sína svo upp, að honum tókst að ná nægilegri heilsu til þess að lifa eðlilegu lífi. Á þessum erfíðu tímum sýndi Baldur einstakt jafn- aðargeð, kvartaði ekki yfir hlut- skipti sínu, en naut og nýtti sér það eins og frekast var kostur. Við þess- ar aðstæður naut Baldur mikillar umhyggju og stuðnings Jóhönnu eiginkonu sinnar, og sameiginlega tókst þeim að leysa málin eins og kostur er. Seinustu árin sem Baldur lifði bjuggu þau Jóhanna að Boðahlein 20 í Garðabæ, í eigin húsi, en í skjóli D.a.S. og skal hér þökkuð framúrskarandi þjónusta og aðstoð sem þessi stórmerku samtök veita skjólstæðingum sínum. Fyrir dreng úr Reykjavík sem tengist Baldri Ólafssyni rétt um tvítugt, og kemur úr gjörólíku sam- félagi, var erfítt að átta sig á hlut- unum í fyrstu. Langurtími er umlið- inn nú, er að kveðjustund er komið. En í dag horfa hlutimir allt öðru- vísi við. Sá lífsreyndi maður, sem Baldur var, er ég kynntist honum, kenndi mér þau fræði, sem bezt hafa dugað, skilning á eðli og mikil- vægi fiskveiða og vinnslu, hag- fræðilögmál útskýrð á svo einfaldan hátt að ég mátti skilja, enda Baldur ekki langskólagenginn maður, æða- slög atvinnulífsins og mikilvægi þeirra sett í eðlilegt samhengi án þess að flækja þau svo að engum böndum verður á komið. Mannlegi þátturinn er ekki sá sízti, en við samskipti við Baldur hafa þeir þætt- ir, sem virtust flóknastir, orðið auð- skildir, enda átti hann ákaflega auðvelt með að setja hlutina fram á auðskilinn hátt. Baldur bjó í ríkum mæli yfir hinum gömlu, traustu, en kórréttu búhyggindum, sem kyn- slóðimar hafa safnað saman, og ekki verða á bók lærðar, miðlaði þeim, og vegna eðlislægra kosta veittist honum létt að skila þeim frá sér á þann hátt sem skilinn varð. Eins skal minnst umhyggju hins góða heimilisföður fyrir bömum sínum og barnabömum, sem hann studdi hvenær, sem kostur var, gaf hollráð og hafði ætíð tíma, þótt störfum væri hlaðinn, til þess að sinna hinu smæsta. Söknuður eftirlifandi eiginkonu er mikill, en minnug um góðan dreng, sem vissulega skilaði miklu ævistarfi, mildar sorgina. Að leiðarlokum er öllum vinum og ættingjum Baldurs Ólafssonar sendar saknaðarkveðjur. Blessuð sé minning Baldurs Ólafssonar. Megi hið eilífa Ijós lýsa honum á nýjum vegum. Svavar Davíðsson t Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir RAGNHEIÐUR PÉTURSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Dröngum, Strandasýslu, andaðist á Hrafnistu á nýársdagsmorgun. Kveðjuathöfn veröur í Kópavogskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 10.30. Jarösett verður í Árnesi 7. janúar. Guðmundur Eiriksson, Valgerður Jónsdóttir, Ágústa Eirfksdóttir, Magnús Jónsson, Anna Eirfksdóttir, Kári Þ. Kárason, Lilja Eirfksdóttir, Elfn Eirfksdóttir, Aðalsteinn Örnólfsson, Pótur Eirfksson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Álfheiður Eiríksdóttir, Þórir Kristinsson, og aðrir aðstandendur. t Móðir okkar, THEÓDÓRA Ó. FREDERIKSEN, sem lóst 23. desember sl., verður jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 6. janúar kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Öryrkjabandalag íslands njóta þess. Fyrir hönd vandamanna, Guðrún S. Frederiksen, Edward Frederiksen. t Faðir okkar, GÍSLI JAKOBSSON, frá Þóreyjarnúpi, verður jarösettur frá Hvammstangakirkju, laugardaginn 7. janúar kl. 14.00. Upplýsingar i síma 681064 um ferð sem veröur frá Umferðarmið- stöð kl. 08.00 sama dag. Fyrir hönd aðstandenda, Dætur hins látna. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLFREÐUR GUÐMUNDSSON fyrrverandi hafnsögumaður, Akranesl, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 29. desember sl. verður jarðsung- inn frá Akraneskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness eða Hrafnistu í Reykjavík. Sigriður Hallfreðsdóttir, Sfmon Símonarson, Magnús Hallfreðsson, Guðrún Andrésdóttir, Runólfur Hallfreðsson, Ragnheiður Gfsladóttir, Júlíana Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JAKOBÍNU H. ÞÓRÐARDÓTTUR. Ásgeir Einarsson, Marfa Gfsladóttir, Þórður Einarsson, Dóra Sigurjónsdóttir, Sigrfður E. Zoega, Geir Zoega, Óskar Einarsson, Ragnar Einarsson, - Björn Einarsson, Ásbjörg Magnúsdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. t Innilegustu þakkir til allra þeirra er auösýndu samúð og vinarhug við andlát sonarsonar okkar, STEFÁNS M. STEFÁNSSONAR Olga Stefánsdóttir, Sigursæll Magnússon. t Þökkum af alhug öllum þeim, sem á einn eða annan hátt auö- sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför ÚLFARSJACOBSEN, Sóleyjargötu 13. Sérstakar þakkir skulu færöar starfsfólki deildar 11 -G, Landspítalanum. Bára Jacobsen, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum er sýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Hvftárdal, Hrunamannahreppi. Ásdfs Dagbjartsdóttir, Jón Dagbjartsson, Gréta Marfa Dagbjartsdóttir, Guðbjörn Dagbjartsson, Sigrfður Dagbjartsdóttir, Tómas Antonsson, Guðrún Guðnadóttir, Þórður Ólafsson, Þorbjörg Grfmsdóttir, Elrfkur Sigurgelrsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, sonar, bróður og tengdasonar, GUÐMUNDAR LÁRUSSONAR, Suðurgötu 71. Dagný Sigurbjörg Jónsdóttir, Hera Guömundsdóttir, Sonja Andrósdóttir, Lárus Kristjánsson, Kristján Lárusson, Jón Guðbjörnsson, Kristín Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.