Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 47 KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Körfuknattleiks- sýning í Grindavík Israelsmenn fóru á kostum gegn landsliðinu ÁHUGAMENN um körfuknatt- leik þar meö taldir leikmenn íslenska landsliðsins í körfu- knattleik fengu aö sjá körfu- knattleikssýningu í íþróttahus- inu í Grindavík í gærkvöldi, þegar leikmenn ísraelska liðs- ins Hapoel Galil Elyon með þrjá Bandaríkjamenn innan- borðs láku sér að íslenska landsliðinu og gersigruðu það 96:68. Islenska liðið barðist vel, einkum er leið á leikinn og margar körf- ur þeirra voru gullfallegar. Stað- reyndin var líka sú að til að skora hjá liði eins og þessu gestaliði þarf að sýna tilþrif. í byijun leiksins má segja, að íslensku strákamir væru áhorfend- ur að sýningu gestanna. En það var Kristinn Benediktsson skrífar frá Grindavik helst Jón Kr. Gíslason og Guðmund- ur Bragason sem rifu upp baráttuna og er á leið komu fleiri og fleiri inn í leikinn af íslensku leikmönnunum. í hálfleik var staðan 54:32 gestun- um í vil, en í seinni hálfleik hafði maður á tilfinningunni að gestimir léku á hálfum hraða, slíkir voru yfirburðir þeirra. Stig íslands: Guðmundur Bragason 15, Jó- hannes Kristbjömsson 12, Magnús Guðfinsson 10, Valurlngimundarson 10, Guðjón Skúlason 8, Jón Kr. Gíslason 4, Matthias Matthlasson 4 , Henning Henningsson 3 og Birgir Mikaels- son 2 stig. Stigahæstir hjá Hapoel: Or Gorren 27, Terry Martin 22, Wayn Freeman 18 og Brad Leaf 14 stig. Dómaradúettinn var ekki af verri endanum, þar sem vom Lubomir Kotledia frá Tékkoslóvakíu og Kristinn Albertsson og var mikil tilbreyting að sjá yfírvegaða dóm- gæslu í íþróttahúsinu í Grindavík þar sem leikmenn gerðu enga til- raun til þess að mótmæla dómum. íslensku lands- liðin fiá ekki inni ÍSLENSKA landsliðið í körfu- knattleik hefur ekki fengið þá æfingatíma sem liðið þarfnast. I haust skrifaði liðið til allra iþróttahúsa á suð-vestur horni landsins og óskaði eftir 10 tímum fyrir íslenska landsliðið. Liðið fékk inni á tveimur stöð- um, tvo tíma í íþróttahúsi Kennaraháskólans og tvo tíma í íþróttahúsi Hlíðaskólans, en það hús er of lítið. Það er furðulegt að landsliðið skuli ekki fá æfingatíma, “ sagði Laszlo Nemeth, þjálfari íslenska landsliðsins. „Við erum með fímm landsliðið sem hvert þarf tvo tíma á viku. Það hefur ekki gengið. Ég fór inní Laugardalshöll fyrir skömmu á besta tíma dagsins. Þar voru nokkrir menn að æfa flugu- köst! Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta," sagði Nemeth. „Okkur hefur stundum tekist að bjarga þessu fyrir hom en þetta gengur ekki svona,“ sagði Kolbeinn Pálsson, formaður KKÍ. „Ég tel rétt að hagnaði af lottó og getraun- um, sem á að nota til fjárfestinga, verði varið til að byggja íþróttahús í stað _þess að auka skrifstofuhús- næði ISÍ og byggja hótel," sagði Kolbeinn. KNATTSPYRNA ENGLAND Morgunblaðið/Ben Radford Guðnl Bergsson verður væntanlega í beinni útsendingu Sjónvarps á Iaugar- dag, er Tottenham leikur gegn Bradford í bikarkeppninni. KNATTSPYRNA Fram meistari Fram varð Reykjavíkurmeist- ari meistaraflokks karla í knattspymu innanhúss í gær- kvöldi, er liðið sigraði ÍR 7:3 í úrslitaleik. Á leið sinni í úrslitin byijaði Pram á því að gera jafntefli við = KR, 7:7, síðan fylgdu fjórir sigrar í röð í riðlinum; 5:3 gegn Val, Skotfélag Reykjavíkur lá 13:3, Leiknir tapaði 8:1 og Armann 10:3. ÍR sigraði Víkverja 5:4, Þrótt 9:5, Fylki 8:4 og Víking 7:6. Atvinnu- leyffi Guðnaí sjón- máli „ÉG er mjög ánægður með þær móttökur, sem ég hef fengið, og sé ekki annað en ég fái var- anlegt atvinnuleyfi á allra næstu dögum,“ sagði Guðni Bergsson í samtali við Morgun- blaðið i gærkvöldi. Eins og fram kom í blaðinu í gær fóru ensk blöð lofsamlegum orðum um frammistöðu Guðna með Tottenham um helgina. „Ég var hissa og skemmtilega undrandi á ummælunum, en því má ekki gleyma að enskir fréttamenn eiga til að vera frekar dramatískir. Aðal- atriðið er að ég er sáttur við allt og reyni áfram að gera mitt best^jjg;, sagði Guðni. Atvinnuleyfl f sjónmáll Guðni er á tímabundnu atvinnu- leyfí, sem rennur út 7. janúar, en þann dag leikur Tottenham gegn Bradford í bikarkeppninni og fá þá íslenskir knattspymuunnendur væntanlega að sjá Guðna, því leik- urinn verður í beinni útsendingu Sjónvarpsins. „Enska knattspymu- sambandið, félag atvinnuleikmanna og stjórn deildafélaganna styðja umsóknina um varanlegt atvirrnu- leyfí, þannig að ég sé því ekkert . til fyrirstöðu að ég fái leyfið. Hins vegar hefur lítið sem ekkert verið um almenna skrifstofuvinnu síðan fyrir jól og því ekkert verið gert í málinu. En eindaginn nálgast óð- fluga og ég hef trú á að málið bjarg- ist í höfn á réttum tíma,“ sagði Guðni. Uverpool slgraðl Ronnie Whelan tryggði Liverpool fyrsta sigurinn á Anfíeld í sjö leikj- um í gærkvöldi, er liðið vann Aston Villa 1:0. Ekki hugsa allir eins EKKI gátu íþróttafréttamenn DV setið þegjandi undir grein sem undirritaður skrifaði f Morgun- blaðið föstudaginn 30.desember. Þar voru gerðar athugasemdir við blaðaskrif og orðalag íþróttafréttamanna blaðsins varðandi kjör íþróttamanns ársins og mikinn áróður sem þeir ráku fyrir því að Haukur Gunnarsson frjálsíþróttamaður úr röðum fatlaðra yrði kjörinn til nafnbótarinnar. Þótti grh. og þykir enn að umræddir fréttamenn hafi með ósæmilegum hætti reynt að fá almenningsálitið í lið með þeirra eigin kjörmanni og gert síðan lítið úr kjörinu þegar Haukur náði ekki toppsætinu. Svar“ DV-manna, eða ur við þetta leiðinlega mál vill r hvað á nú að kalla það hann gera lítillega að umtalsefni Cirtist svo í þeirra blaði í gær, tvenntsemDV-menntönglast á. daginn eftir að þeir kusu umrædd- Nr.l. Síðla í „svarinu" stendur: „Ekki verður horft fram hjá því Guðmundur Guðjónsson skrifar an Hauk DV-íþróttamann ársins. „Svarið" stendur nú reynd- ar varla undir þvi nafni og þeir félagar sem tala um að undirritaður hafí borið „deig vopn“ hafa sjálfir ekki önnur en að klifa á því að grh. sé „afleys- ingarmaður" á íþróttadeild Morg- unblaðsins. Ættu nú allir að vita það, enda tönglast á því níu sinn- um í ekki lengri pistli. Tilgangur- inn með slíkri ofnotku'n á orðinu er auðvitað aðeins einn, hann er að gera grh. tortryggilegan, en það skal tekið fram hér og nú að grh. hefur hátt í ellefu ára starfs- reynslu í blaðamennsku og nærri helming þess tíma hefur verið fengist við íþróttafréttamennsku. Að öðru leyti er fátt um pistil þeirra að segja, enda aldrei hreyft við málefnunum með málefnaleg- um hætti, utan að réttilega er bent á að erfitt hefði verið fyrir JÖG að hreyfa við kollegum sínum með grein sinni 17. desember. Það er það eina. Áður en að grh. skil- að Haukur Gunnarsson er eini íslenski íþróttamaðurinn sem stendur fremstur í sínum flokki í heiminum..." Þá er nú ekki nema að spurt sé: Hvers eiga hinir að gjalda. Hvað um Lilju Snorradótt- ur, fötluðu sundkonuna sem kom mun meira á óvart 4 heimsleikum fatlaðra í Seoul heldur en Hauk- ur? Af hverju gleymast afrek hennar i írafári DV? Vann hún ekki gull í 200 metra fjórsundi, og brons í 100 metra baksundi og 100 metra skriðsundi á heims- leikum fatlaðra í Seoul? Og ætli það megi ekki nefna fleiri nöfn? Nr.2. Klikkt er Út með þessu: -„Sú fullyrðing afleysingar- mannsins að Samtök Iþróttaf- réttamanna hafi þegar viðurkennt hlutgengi fatlaðra íþróttamanna og að tal um annað sé tíma- skekkja fellur þannig um sjálfa sig. Niðurstaðan í kjörinu sýnir ótvírætt að okkar áliti að hluti íþróttafréttamanna 6é og hafi ver- ið reiðubúinn að viðurkenna hlut- gengi fatlaðra íþróttamanna og afrek þeirra - ekki allir. Það er hin eina sanna tímaskekkja". Þetta er kjami málsins að mati grh. og undirstrikar það sem bent var m. a. á í greininni í Morgun- blaðinu 30. desember. Sem sagt, að einstökum íþróttafréttamönn- um-leyfíst ekki að hafa aðra skoð- un á málinu heldur en íþrótta- fréttamenn DV. Hlutgengi Hauks væri ekki staðfest að mati DV nema með því að kjósa hann íþróttamann ársins. Samtökin hafa kosið fatlaða hlutgenga, en DV-mennimir geta ekki sætt sig við að þeir séu til innan samtak- anna sem hugsa sjálfstætt ogtaka afstöðu samkvæmt eigin sannfær- ingu. Sinni ekki rausi íþrótta- fi-éttamanna DV. P.S. Grh. gat ekki annað en glaðst yfir því að íþróttafrétta- menn DV hafi aftur tekið spjót- kast. í sátt eftir að þeim hafði vrífffbent á það að eðlileg skýring hafí verið fyrir því að það hafði ekki verið meðal Grand Prix- greina á árinu. Þeir segjast ekki hafa verið að gera .lítið úr Einari Vilhjálmssyni, en hvaða tilgangi þjónaði þá að benda sérstaklega á að lesendur DV hefðu aðeins kosið hann í fimmta sæti? _ekkl bara nepP0 Sala getraunaseðla lokar ki. 14:45 á laugardögum. 1. LEIKVIKA - 7. JAN. 1989 1 X 2 Leikur 1 Barnslev - Chelsea Leikur 2 Birmingham - Wimbledon Leikur 3 Bradford - Tottenham Leikur 4 Brighton - Leeds Leikur 5 Derby - South.ton Leikur 6 Manch.Utd. - Q.P.R. Leikur 7 Millwall - Luton Leikur 8 Newcastle - Watford Leikur 9 Portsmouth - Swindon Leikur 10 Stoke - Crystal P. Leikur 11 Sunderiand - Oxford Leikur 12 W.B.A. - Everton Símsvari hjá getraunum eftir kl. 17:15 á laugardögum er 91-84590 og -84464. Ath. Tvöfaldur pottur ý

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.