Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 44
"44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 mmmn £>1981 Universal Press Syndicate „pettcx e.r barcL i nokkra dcga, Vilii e&Q. þQnCjak td frennar Kcvtí0n hus - frey)an er buin ab Ssettc\ Sig ili'ö aS lrujr\d.urinn ^r dau&ur." ást er... . . . innan seilingar. TMReg. U.S. PatOff. — allrightsreserved ® 1988 Los Angeles Times Syndicate k'iDPE Ég sé bara sjónvarpsaug- lýsingar — Vandinn er að blanda ekki saman peningum fyrirtæk- isins og eigin. HÖGNI HREKKVISI „VIP HÖFOA4 HREINSAE> SVÆÐIP- " Tónleikarnir einstæðu Til Velvakanda. Við hjónin fórum til kirkju í Fella- og Hólasókn (sunnud. 6. nóv. 1988). Við guðsþjónustuna söng kór 01- afsvíkurkirkju og var fagurt á að hlýða, svo sem vænta mátti. En það sem ég vil gera hér að umræðuefni eru einstæðir tónleikar, steinaspil, sem boðið var upp á, bæði á undan og eftir messu. Tónlistarmaður sá, er þarna lét til sín heyra, er organisti kirkjunnar í Ólafsvík og heitir Elías Davíðsson. Þessir tónleikar hans voru ekkert venjulegir, því ekki notaði hann neitt það sem kallast getur hljóðfæri. í stað þess hafði hann raðað á þrjú borð um fjörutíu steinhellum af mis- munandi stærðum og með misjafnri lögun, rétt eins og þeir hafa komið fyrir, þar sem hann hefur fundið þá á jörðinni hér og þar. í höndum hafði hann tvær smá- stengur, með litlum plasthnúðum á endunum og sló þeim á steinana. Og það merkilega gerðist: Steinamir tóku að hljóma, hver með sínum sér- staka tón, tónhæð og hljómfalli, sum- ir hærra en aðrir lægra, sumir skært en aðrir dimmt, með síbreytilegum tónblæ, eftir því sem listamaðurinn lék á þá. Og furðulegt var, hve tón- styrkurinn var mikill: hann barst um alla kirkjuna svo greinilega, að allir gátu heyrt og notið. Undan höndum snillingsins myndaðist eins konar hljómkviða, sem fyllti sálir allra un- aði og undrun. Nokkrar slíkar hljóm- kviður lék hann með þessum hætti, og býst ég við að þessi háttur tón- leikahalds sé nær alveg einstæður. Á eftir skoðaði ég þessar litlu hellur og átti tal við þann, sem á þær hafði leikið. Hann kvaðst tína þessa steina, hvar sem hann rækist á þá á gönguferðum sínum úti I náttúrunni og nota þá eins og þeir kæmu fyrir, án þess að laga þá neitt til, og án þess að skafa af þeim skófa- gróður sem á þeim hefði verið. Hann kvaðst hafa tekið eftir því fyrir löngu, að steinar hefðu misjafn- an hljóm í sér fólginn ef á þá væri slegið og færi það m.a. eftir lögun þeirra og þykkt. Hann sagðist ekki vita til þess, að aðrir hefðu reynt að leika á steina með þessum hætti. Þ6 kynni svo að vera án þess að hann vissi. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að njóta þessara sérstæðu undra, og vil hér með þakka lista- manninum, sem gaf mér og fjölda annarra kost á að hlýða á þessa sér- stæðu tónleika. Þeir sýna, að í skauti náttúrunnar Til Velvakanda. Fyrir nokkru varð móðir mín fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Þó reynt sé að hlúa sem best að sjúklingum á slíkum stofnunum er dvölin þar yfirleitt frekar leiðinleg og langdreg- in. Það er því ekki nema eðlilegt að sjúklingar vilji stytta sér stundir við að horfa á sjónvarp. Hinsvegar virð- ast engar hömlur vera á þvf hvort reykt sé á sameiginlegu sjónvarps- svæði sjúklinga á Borgarspítalanum og varð það til þess að móðir mín varð að láta sér lynda að hýrast inni á herbergi. Það er næst ótrúlegt að sjúkra- stofnanir skuli ganga á úndan með slíku fordæmi. í fyrsta lagi er það löngu ljóst að reykmengun er ekki aðeins hvimleið heldur og stórskaðleg heilsu manna. Þó sjötíu af hundraði íslendinga reyki ekki skulu þeir hvað sem taut- er að fínna fleiri undur en almennt er um vitað, aðeins ef á er knúið og eftir er leitað með opnum huga þess, er næmt skyn hefur á þeim möguleik- um, sem fyrir hendi eru hveiju sinni. Ingvar Agnarsson ar og raular þurfa að anda að sér ódauninum frá hinum og virðist þá engu skipta hvort um sé að ræða opinbera heilbrigðisstofnun né hvort landslög séu brotin eður ei. í Lögum um tóbaksvamir frá 1984 grein 10.3. segir: „Á sjúkrahúsum má einungis leyfa reykingar á til- teknum stöðum þar sem þær eru ekki til óþæginda fyrir þá sem ekki reykja." Það er alveg ljóst að þetta ákvæði er þverbrotið á Borg- arspítalanum. Þó ber að geta þess að sjónvarpssvæðið er vandlega merkt sem reyklaust svæði en sam- kvæmt samtölum við starfsfólk eru reykingar þar engu að síður leyfðar. Með von um að þessu ofbeldi og lögbrotum linni sem fyrst á Borg- arspítalanum. Munið að frelsi okkar endar þar sem nefíð á næsta manni byijar. Einn frekar fúll Tillitsleysi á Borg- arspítalanum Yíkveni sknfar Að morgni gamlársdags hlustaði Víkveiji á þátt Páls Heiðars Jónssonar á rás eitt. Viðmælendur Páls voru að vanda að ræða um atburði vikunnar en í tilefni dagsins litu þeir einnig yfír árið allt. Bald- vin Tryggvason, sparisjóðsstjóri, var meðal þátttakenda og hafði orð á því, að sér væri einna minnisstæð- ust ruglandin í íslenskum stjórn- málum og yfirlýsingum þeirra sem landinu stjóma. Heyrði Víkveiji ekki betur en Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, tæki þetta sérstaklega til síns flokks. í Orðabók Menningarsjóðs er orðið ruglandi skýrt með þessum hætti: stílgalli sem felst í veikleika eða blindu í hugsun, gölluðum skil- greiningum, bágbomum röksemda- leiðslum, röngum frásögnum eða staðhæfingum. I því felst þess vegna þungur áfellisdómur, þegar það er notað um orð og gjörðir stjómmálamanna, sem eiga að leiða þjóðina og beita sér fyrir ráðstöfun- um henni til heilla. XXX essar umræður í útvarpinu voru Víkveija ofarlega í huga, þegar hann rýndi í áramótahugleið- ingar í dagblöðunum. Þótti honum þar enn sannast, að Baldvin Tryggvason hefði ekki notað þetta orð að ástæðulausu. Til dæmis seg- ir Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, hvað eftir annað í Tímagrein, að „full aðild“ fslands að Evrópubandalaginu komi ekki til greina. Með þessu orðalagi er gefið til kynna að einhver önnur aðild en „full“ geti komið til álita. Evrópubandalagsmenn hafa þó hvað eftir annað skýrt frá því, að annað hvort séu ríki aðilar að bandalagi þeirra eða ekki, ekki sé unnt að vera „aukaaðili" eða með öðrum orðum annað en fullur aðili. Þá varð Víkveiji hugsi þegar hann Ias það í Morgunblaðsgrein eftir formann BSRB, Ógmund Jón- asson, að „hægri" bylgjan væri gengin yfir í heiminum. Hefði verið æskilegt að fá þetta skilgreint frek- ar, því að ekki verður annað séð eftir að stjómmálaumræður í lýð- ræðisríkjunum hafa færst til hægri en að einræðisherramir í kommún- istaríkjunum hafí einnig ákveðið að halda til hægri eða taka upp mark- aðsbúskap. Er alls ekki séð fyrir endann á þeirri þróun. XXX * IAlmanaki Þjóðvinafélagsins er varað við ruglandi vegna viku- númera í viðskiptum en þar er orð- ið algengt að vikur ársins séu tölu- settar og vikunúmerin notuð, til dæmis þegar áætla þarf afgreiðsl- utíma á vöm. Segir í Almanakinu, að nokkuð hafí borið á því að und- anförnu að vikumar hafí verið tölu- settar með mismunandi hætti í hér- lendum almanökum. Er síðan bent á reglu, sem hlotið hefur staðfest- ingu Alþjóðlegu stöðlunarstofnun- arinnar og þá segir: „Samkvæmt reglunni telst hver viðskiptavika hefjast með mánudegi og ljúka með sunnudegi. Fyrsta vika ársins hefst þann mánudag sem á upphaf næst áramótunum, hvort sem sá mánudagur er fyrir eða eftir áramótin. Með öðrum orð- um, þegar áramót skipta viðskipta- viku í tvennt skal vikan talin til þess árs sem meiri hluti hennar (og þá um leið fimmtudagurinn) til- heyrir. Fyrsta viðskiptavika ársins 1989 hefst með mánudegi 2. janúar en sunnudagurinn 1. janúar til- heyrir 52. viku ársins 1988. Við- skiptavikurnar geta ýmist orðið 52 eða 53 talsins." Almennt er vika skilgreind þann- ig hér á landi að hún sé sjö daga tími sem hefst með sunnudegi, ann- að gildir sem sé um viðskiptaviku; hún hefst á mánudegi. Er ástæða til að halda í þennan mun?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.