Morgunblaðið - 04.01.1989, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989
35
r
Húsavík:
Afreksmenn útnefndir
Húsavík.
íþróttafélagið Völsungur efndi til margháttaðra hátíðahalda um
jólin og lauk þeim með íþróttasýningu ungmenna og skemmtun
miðvikudagskvöldið 28. desember. Þar voru útnefndir afreksmenn
liðandi árs.
Ávarp flutti formaður Völs-
unga, Sigurgeir Aðalgeirsson og
veitti viðurkenningar.
íþróttamaður Húsavíkur 1988
var útnefndur Jónas Óskarsson
sundkappi og fékk hann veglegan
bikar, sem foreldrar hans veittu
móttöku í fjarveru heiðurstitils-
hafans.
Völsungur ársins var útnefndur
Róbert Skarphéðinsson og hlaut
hann farandbikar, sem gefinn er
af ISI til minningar um Hallmar
Frey Bjamason, sem lengi og vel
gegndi formennsku Völsunga.
Bikamum fylgir nafnbótin Völs-
ungur ársins, veittur félaga á aldr-
inum 15—18 ára fyrir framúrskar-
andi félagsstarf og ástundun í
íþróttum.
Silfurmerki Völsungs voru
sæmdar 3 konur, þær Guðrún Ing-
ólfsdóttir, Sigríður Helgadóttir og
Védís Bjamadóttir sem allar hafa
sýnt Völsungi mikla vinsemd og
unnið félaginu sérlega vel á liðnum
ámm og áratugum.
Hátíðinni stjómaði Ingólfur
Freysson, en henni lauk svo með
mikilli flugeldasýningu á vegum
Kiwanismanna.
- Fréttaritari
Morgunblaðiö/Silli
Silfiirmerkiskonur Völsungs, Guðrún Ingólfsdóttir, Sigríður Helgadóttir og Védís Bjarnadóttir.
VERSLUNARSKÓLIÍSLANDS
ÖLDUNGADEILD
Innritun á vorönn öldungadeildar Verslunarskóla íslands fer fram
á skrifstofu skólans dagana 5., 6. og 9. janúar kl. 09.00-18.30.
Kenndar verða eftirfarandi námsgreinar:
Auglýsingasálfræði
Bókfærsla
Danska
Enska
Farseðlaútgáfa
Ferðaþjónusta
Franska
íslenska
Líffræði
Markaðsfræði
Reksturshagfræði
Ritvinnsla
Saga
Stærðfræði
Tölvubókhald
Tölvufræði
Tölvunotkun
Vélritun
Verslunarréttur
Þjóðhagfræði
Þýska
Aföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta
mynda eftirtalin prófstig:
Próf af bókhaldsbraut
Próf af ferðamálabraut
Próf af skrifstofubraut
Verslunarpróf
Stúdentspróf
FORNÁM TÖLVUHÁSKÓLA V.í.
Innritun í fornám TVÍ fer fram á sama tíma og innritun í öldungadeild.
Umsóknareyðublöð og námslýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1.
Alda Guðmundsdóttir og Óskar Guðmundsson tóku á móti veglegum
bikar fyrir hönd sonar síns sem útnefhdur var íþróttamaður Húsavík-
ur 1988.
Skrifstofutækninám
Tölvuskóli íslands
Símar: 67-14-66
67-14-82
Vinningsröðin 2. janúar:
111-121 -X22-X12
HVERVANN?
901.856 kr.
12 réttir = 631.340 kr.
Enginn var með tólf rétta - og þv í er tvöfaldur pottur núna.
11 réttir = 270.516 kr.
16 voru með 11 rétta -og fær hver í sinn hlut kr. 16.907,-.