Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 5 Verðtrygging með gengisviðmiðun: Innlend verðtrygging er 25% hærri en erlend á 5 árum LÁNSKJARAVÍSITALAN hefiir hækkað mun meira en gengi samsettu gjaldmiðilseininganna SDR og ECU undanfarin ár, en frá áramótum er heimilt að verð- tryggja innlendar Qárskuldbind- ingar með þeim. Lán sem tekið hefur verið fyrir fimm árum með lánskjaravísitölu og skuldabréfa- vöxtum væri í dag 25% hærra en lán sem sama tíma hefði verið með SDR-viðmiðun og vöxtum. Síðastliðin fimm ár hefur sölu- gengi SDR til dæmis hækkað úr 30 kr. í 62 kr., eða um 106%, en lánskjaravísitalan úr 836 stigum í 2.274 stig, eða um 172%. Þessar stærðir eru ekki fyllilegar saman- burðarhæfar vegna þess að vextir eru mismunandi og verðbólgan kemur með mismunandi hætti inn í þessar viðmiðanir. Munurinn er 25% þegar vextimir eru teknir með og 13,5% þegar 2% álag á vexti er tekið með í dæmið, en það mun vera algengt að lántakendur þurfi að greiða. SDR (sérstök dráttarrétt- indi) er gjaldmiðilseining Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og er hún saman- sett úr fimm helstu gjaldmiðlum heims. ECU er gjaldmiðilseining Myntbandalags Evrópu og í þeirri myntkörfu eru gjaldmiðlar tíu Evr- ópubandalagslanda vegnir saman. Samkvæmt upplýsingum hag- fræðideildar Seðlabankans gæti dæmið litið þannig út: Einnar millj- ECU + vexilrog vaso.ooo -----2% álag á vextl 2.087.000 Lánskjaravísitala + vextir 1.000.000 kr. Jan. 1986 De*. ónar kr. lán tekið í árslok 1983 væri nú 3.724.000 krónur með láns- kjaravísitölu og skuldabréfavöxt- um. Sama lán væri nú 2.973.000 kr. með SDR-gengisviðmiðun og vöxtum. Munurinn er 25,3%. Mun- urinn er minni, eða 13,5%, ef miðað er við 2% álag á erlendu vextina og með þeirri viðmiðun væri lánið nú í 3.282.000 kr. Ekki eru handbærar upplýsingar um þróun ECU-gengisins nema í tæp þtjú ár. Frá ársbyijun 1986 hefði einnar milljónar kr. lán með lánskjaravísitölu og skuldabréfa- vöxtum hækkað í 2.087 þúsund kr. en ef lánið hefði verið tekið með ECU-gengisviðmiðun og vöxtun væri það í 1.750 þúsund krónum og í 1.860 þúsund kr. ef miðað er við 2% álag á vexti. Innlenda verð- tryggingin hækkar þetta lán því um 19,2% meira en ECU-viðmiðun- in án álags á vexti, en um 12,3% með álagi. Undanfama daga hefur verið unnið að undirbúningi þessa nýja verðtryggingarmöguleika. Enn er óljóst hvað bankamir verða tilbúnir til að lána mikið með þessari verð- tryggingu og hvort þeir vilja breyta lánum sem nú em með láns- kjaravísitölu í gengisviðmiðun. Stefán Pálsson bankastjóri Búnað- arbankans segir að þetta sé nýr möguleiki sem verði skoðaður en bendir á að bankinn verði að halda jöfnuði á efnahagsreikningi sínum og því fari útlán eftir innlánum á reikninga með gengisviðmiðun. Bjóst hann við að lítið yrði lánað með þessum hætti til að byija með. Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans segir að þetta mál hafi verið lítið rætt í bankanum og reglumar nýlega tilbúnar. Taldi hann líkur á að þankinn myndi notfærá sér þetta ef reglurnar væru að öðm leyti í lagi. Ríkissjóður skuldar 8 milljarða í Seðlabanka HEILDARSKULD Ríkissjóðs við Seðlabankann í byijun des- ember var tæplega 11,6 millj- arðar kr. og þar af var 7,3 milljarða kr. skuld á viðskipta- reikningi. Á sama tíma á síðasta ári var skuldin 5,6 milljarðar kr., þar af rúmar 700 milljónir á viðskiptareikningi. Staðan í heild hefur því versnað um tæpa 7 milljarða kr. og sú skuld stendur á viðskiptareikningi. Ekki er ljóst hvað ríkið skuldar mikið í Seðlabankanum um ára- mótin. Ríkið tók erlend lán fyrir ára- mótin til að minnka skuldina í sam- ræmi við áætlanir, eins og oft er gert á þessum tíma. Erlenda lánið var um 3,3 milljarðar kr. Markús Möller hagfræðingur í Seðlabank- anum bjóst ekki við að skuldin breyttist nema sem næmi þessu erlenda láni. Samkvæmt þessu má því búast við að skuld Ríkissjóðs við Seðlabankann sé nú nálægt 8 milljörðum kr. Rétt er þó að taka fram að staðan getur breyst veru- lega síðustu daga ársins, og fara Seðlabankamenn því varlega í allar áætlanir. Sigurgeir Jónsson ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu vildi ekki vera með neinar spár um skuldina þegar haft var samband við hann því svo stutt væri í að raunveruleikinn kæmi í ljós. Skuldaaukning Ríkissjóðs við Seðlabankann er tilkomin vegna Lést af slysförum Konan sem lést í umferðar- slysi á Gufunesvegi hinn 29. fyrri mánaðar hét Helga S. Bjarnadóttir, 58 ára gömul, til heimilis að Stífluseli 6 í Reykjavík. halla á ríkissjóði á síðasta ári, sem ekki var gert ráð fyrir í fjárlögum. Fram hefur komið að helsta skýr- ing á hallanum er að ríkið hefur fengið minni tekjur á árinu en reiknað var með. Skuldabréf Atvinnutryggingarsjóðs: Reykjavíkurborg- tekur ekki afstöðu Reykjavíkurborg hefur ekki tekið afstöðu um skuldabréfakaup af Atvinnutryggingarsjóði útflutningsgreina, að sögn Jóns Tómasson- ar borgarritara. Beðið er átekta tækja, einkum ríkisstofiiana áður Jón segir að fáein fyrirtæki, eitt eða tvö, hafi snúið sér til borgar- sjóðs með fyrirspum um skulda- bréfakaup vegna skuldbreytinga með milligöngu Atvinnutryggingar- sjóðs. Engin ákvörðun hefur verið tekin ennþá. Jón Tómasson segir að borgarsjóður stundi almennt ekki skuldabréfakaup af þessu tagi, eftir viðbrögðum annarra fyrir- en afstaða verður tekin. né heldur annars konar bankavið- skipti. Jón tók það sérstaklega fram í samtali við Morgunblaðið að þetta erindi fyrirtækjanna kæmi hvergi við Lífeyrissjóð borgarstarfsmanna, enda væru sjóðsfélagar borgar- starfsmenn og óviðkomandi útflutn- ingsgreinum. Nýir skrifstofii- stj órar skipaðir Á FUNDI ríkisráðs á Bessastöð- um 31. desember sl. fullgilti for- seti íslands eftirgreinda samn- inga: I Norðurlandasamning um sam- eiginlegan vinnumarkað kennara í bóklegum greinum, list og verk- mennta- og íþróttakennara og sér- kennara í grunnskólum. Norðurlandasamning um sam- eiginlegan vinnumarkað kennara í bóklegum greinum, list og verk- mennta- og íþrÓttakennara og sér- kennara í framhaldsskólum. Samning milli Danmerkur, Finn- lands, Islands, Noregs og Svíþjóðar um stofnun Norræns þróunarsjóðs. Þá voru eftirtaldir skipaðir í stöð- ur: Skúli Guðmundsson var skipað- ur skrifstofustjóri á Hagstofu ís- lands. Albert Guðmundsson var skipaður sendiherra í Frakklandi skv. lögum nr. 39/1971. Ingimar Sigurðsson var skipaður skrifstofu- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Ingolf J. Petersen var skipaður skrifstofustjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu. Ja,hver þrefaldur! Þrefaldur fyrsti vinningur á laugardag! Þreföld ástæða til að vera með! Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Kynningarþjónustan/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.