Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 21 Egyptaland: Frændi Nass- ers ákærður Kaíró. Reuter. Fækkað verður í herafla Pólvena GAMAL Shawki Nasser, Érændi hins látna fyrrverandi forseta Egyptalands, Gamals Abdels Nassers, sneri til Kaíró í gær frá London í þeim erindagjörðum að verja sig gegn þeim áburði að hann hafi verið viðriðinn bylting- arsamtök sem réðu ísraelska stjórnarerindreka í Egyptalandi af dögum. Egypskir saksóknarar hafa kraf- ist dauðadóms yfir 11 af 19 félögum í Egypsku byltingarsamtökunum og meðal hinna ellefu er Khaled Abdel Nasser, elsti sonur hins látna forseta, sem nú er í útlegð í Evrópu- landi. Sakbomingamir em ákærðir fyr- ir „fjandsamleg athæfi gegn tveim- ur erlendum þjóðum sem hefðu getað skaðað samskipti þeirra við Egyptaland. Einnig fyrir morð og ráðabrugg um að ráða stjómarer- indreka og bandaríska og ísraelska borgara af dögum...“ Gamal Shawki Nasser, sem sak- aður er um að hafa aðstoðað og hylmt yfir með félögum í Egypsku byltingunni, var hnepptur í varð- hald um leið og hann steig á egypska gmnd. Seinna í gær var hann leystur úr haldi gegn trygg- ingu. Reuter Gamal Shawki Nasser er sakaður um að hafa aðstoðað Egypsku byltingarsamtökin sem lýst hafa morði á tveimur israelskum sendiráðsstarfsmönnum á hend- ur sér. Varsjá. Reuter. PÓLVERJAR hyggjast fækka í herafla sínum til að unnt verði að draga úr fjárframlögum til vígbúnaðarmála. Kom þetta fram í viðtali sem Florian Siwicki, varnarmálaráðherra Póllands, átti í gær við frétta- mann pólsku fréttastofunnar PAP. Ráðherrann sagði að með þessu væri einnig stefiit að því að auka hæfiii hersveita auk þess sem gert væri ráð fyrir því að nokkrar hersveitir myndu í fyll- ingu tímans sinna borgaralegum verkefiium. I máli Siwickis kom fram að her- afli Pólveija hefði þegar verið skor- inn niður um 15.000 menn á und- anfömum tveimur árum auk þess sem úreltur vopnabúnaður hefði verið tekinn úr notkun. Frekari nið- urskurður væri fyrirhugaður á næstu árum og myndu þúsundir hermanna ýmist setjast í helgan stein eða taka til við aðra iðju. Væri þannig gert ráð fyrir því að sveitir hermanna hefðu með hönd- um lagningu vega og jámbrauta- lína. Siwicki, sem fór fyrir pólskum hersveitum er aðildarríki Varsjár- bandalagsins réðust inn í Tékkósló- vakíu árið 1968, sagði stjómvöld telja ástæðu til að ætla að þíðan í samskiptum austurs og vesturs reyndist varanleg og því væri unnt að tryggja öryggi landsins með minni tilkostnaði en áður. Vamarmálaráðherrann sagði að 954 milljörðum slotía (um 90 mill- jörðum ísl. kr.) yrði varið til vamar- mála á þessu ári og væm það um 3,6 prósent þjóðartekna. Borið sam- an við árið í fyrra væri um fjögurra prósenta niðurskurð að ræða. Það heyrir til undantekninga að skýrt sé frá framlögum til vígbún- aðarmála í Póllandi og kváðust vest- rænir sendimenn telja þetta sér- stakt fagnaðarefni. A hinn bóginn myndi niðurskurðurinn tæpast hafa vemleg áhrif á bardagahæfni her- afla Pólveija. Vestrænir hermála- sérfræðingar tóku í sama streng og sögðust líta svo á að gripið hefði verið til þessara ráðstafana af efna- hagslegum ástæðum. Verðbólga í • Póllandi væri að minnsta kosti 60 prósent auk þess sem erlendar skuldir hefðu aukist stórlega. Fyrsti blaðamaimafundur Moshe Arens, utanríkisráðherra ísraels: Væntir bættra samskipta ísraels og Sovétríkjanna Hermenn jaftia heimili Palestínumanna við jörðu Jerúsalem. Reuter. Bretland: Vatnafiskur í út- rýmingarhættu MOSHE Arens, utanríkisráð- herra ísraels, kvaðst í gær vænta þess að samskipti ísraela og Sov- étmanna færu batnandi á þessu ári og sagði það gleðilegt að fjöl- mörgum sovéskum gyðingum hefði verið veitt leyfi til að flyj- ast frá Sovétríkjunum á árinu sem var að líða. ísraelskir her- menn jöfiiuðu í gær við jörðu heimili tveggja Palestínumanna sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í árásum á ísraelskar með þátttöku PLO og sagði Arens ísraela andvíga þessu þar eð slíkar viðræður væru ógnun við öryggi landsins. Hefðu fulltrúar EB þetur haft samráð við stjómvöld í ísrael áður en þeir kynntu hugmyndir sínar. ísraelskir hermenn lögðu í gær í rúst heimili tveggja Palestínu- manna í Jabalaya-flóttamannabúð- unum á Gaza-svæðinu. Var þetta í annað skiptið á tveimur dögum sem herinn ræðst gegn heimilum manna sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í árásum á ísraelska hermenn. 13 Palestínumenn voru á sunnudag fluttir úr landi til Líbanon og sögðu leiðtogar uppreisnarmanna þetta sýna að stjómvöld í ísrael hygðust ekki leita eftir sáttum við íbúa hemámssvæðanna. Ekki færri en 354 Palestínumenn og 14 ísraelar hafa látið lífið frá því uppreisnin hófst þann 9. desember 1987. London. Daily Telegraph. FIMMTtJ hverri tegund brezkra vatnafiska er hætt við útrýmingu ef ekki verður gripið þegar í stað til ráðstafana til þess að stemma stigu við mengun í ám og vötn- hersveitir. Arens lét þessi orð falla á blaða- mannafundi í Jerúsalem í gær og var þetta í fyrsta skipti sem hann ræðir við fréttamenn frá því hann tók við embætti utanríkisráðherra fyrir tíu dögum. í máli hans kom fram að stjómvöld í ísrael hefðu tekið til skoðunar nýjar hugmyndir um hvemig koma megi á friði á hemámssvæðunum en ráðherrann vildi ekkert láta uppi um einstök atriði þeirra. Hann vék hins vegar að yfirlýsingu Yassers Arafats, leið- toga Frelsissamtaka Palestínu (PLO), frá því á mánudag þess efn- is að sérhver leiðtogi Palestínu- manna, sem hvetti til þess að upp- reisninni á hemumdu svæðunum yrði hætt, kynni að gjalda fyrir það með lífi sínu. Sagði Arens þessi ummæli sýna ljóslega að PLO væru samtök hryðjuverkamanna sem upprættu alla þá sem gerðust tals- menn hófsamari sjónarmiða. Arens lagði ríka áherslu á að stjómvöld 5 ísrael fögnuðu mjög breyttri stefnu ráðamanna í Sov- étríkjunum. Mjög hefði verið slakað á reglum um fararleyfí sovéskra gyðinga og væri full ástæða til að vænta þess að samskipti ríkjanna tveggja færu batnandi. Kvað hann ísraela reiðubúna til að taka upp stjómmálasamband við Sovétmenn en því slitu þeir síðamefndu er stríð braust út í Mið-Austurlöndum árið 1967. Sovétmenn hafa sett það sem skilyrði fyrir því að stjómmálasam- bandi verði komið á að nýju að fram fari ráðstefna um hvemig koma megi á friði í Mið-Austurlöndum. Arens vék ekki að þessari kröfu en stjómvöid í ísrael hafa þráfaldlega lýst sig andvíg slíkum fundahöldum með þátttöku PLO. Yitzhak Sham-~ ir, forsætisráðherra ísraels, sagði í viðtali við Reuters-fréttastofuna í síðustu viku að Bandaríkjamenn og Sovétmenn gætu í sameiningu reynt að miðla málum í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins en þá þyrftu ráðamenn í Kreml að taka upp stjómmálasamband við ísrael. Aðildarríki Evrópubandalagsins hafa að undanfömu hvatt mjög til þess að fram fari friðarráðstefna Eyðimerkurstríðið í Vestur-Sahara: Fulltrúar Polisario til við- ræðna við Hassan konung Rabat. Reuter. LEIÐTOGAR skæruliða Polis- ario-hreyfingarinnar héldu í gær til konungshallarinnar í Marrakesh til viðræðna við Hass- an Marokkókonung. Embættis- menn í Rabat sögðu að viðræð- urnar myndu einkum snúast um áætlun sem lögð hefúr verið fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um leiðir til að binda enda á átökin í Vestur-Sahara sem staðið hafa í 13 ár. Þetta er í fyrsta skipti sem full- trúar Polisario eiga beinar viðræður við Hassan konung frá því átökin brutust út og töldu embættismenn þetta marka þáttaskil í deilunni. Fólk af sarawi-ættbálki byggir svæðið umdeilda sem Hassan inn- limaði í Marokkó en tilheyrði áður Spánveijum og nefndist þá Spænska-Sahara. Sarawi-þjóðin lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis í nafni Polisario-hreyfingarinnar í febrúar árið 1976 en áður hafði Hassan innlimað svæðið í Marokkó. Nefnist ríkið Arabíska alþýðulýð- veldið í Sahara og hefur hlotið við- urkenningu fjölmargra ríkja. Talsmaður Polisario-hreyfingar- innar í Algeirsborg sagði að Mah- ERLENT foud Ali Beiba, forsætisráðherra Arabíska alþýðulýðveldisins, færi fyrir sendinefnd Polisario en auk hans yrði varnarmálaráðherra landsins og fleiri háttsettir embætt- ismenn með í för þ.á m. Bachir Mustapha Sayed, sem var fulltrúi Polisario er fram fóru óbeinar við- ræður skæruliða og stjómvalda í Marokkó með milligöngu Samein- uðu þjóðanna. Sagði talsmaðurinn að sendinefndin myndi að líkindum snúa aftur til Alsír í dag, miðviku- dag. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, lagði í ágúst á síðasta ári fram áætlun um frið í Vestur- Sahara og hafa bæði skæruliðar og Hassan konungur fallist á hana. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir því að boðað verði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um framtíð land- svæðisins eftir að komið hefur ver- ið á vopnahléi í eyðimerkurstríðinu. Hins vegar er uppi ágreiningur um hvernig staðið skuli að þjóðarat- kvæðagreiðslunni en fjöldi Mar- okkóbúa heldur til á svæðinu um- deilda auk þess sem ekki er vitað með vissu hversu fjölmenn sarawi- þjóðin er. Samkvæmt rannsókn, sem gerð var fyrir brezka náttúruvemdar- ráðsins, eru 12 af 55 tegundum vatnafiska þar í landi í bráðri hættu. Þar á meðal eru nokkrar tegundir vatnasfldar og sfldarteg- undir, sem ganga í ár til að hrygna, s.s. maísíld og augnasfld. Vísinda- menn komust að þeirri niðurstöðu, að því aðeins verði komið í veg fyr- ir útrýmingu þeirra að gripið verði tafarlaust til hreinsunaraðgerða í ám og vötnum. Engan fisk er að finna í mörgum ám og vötnum sem áður vora full af fiski. Einkum er svonefndu súra regni kennt um og úrgangsefnum frá iðnaði og iandbúnaði. Vísindamenn hafa m.a. lagt til að vatnasvæði verði friðlýst og hreinsuð með það í huga að koma í veg fyrir útrýmingu ýmissa teg- unda vatnafiskjar. Á sama tíma og fiskur á í vök að veijast í stöðuvötnum og margri ánni hefur tekizt að hreinsa Tempsá og ána Clyde svo af mengun að lax er tekinn að ganga í þær að nýju. Kennsla hefst á ný þriðjudaginn lO.janúarnk. Nemendur mæti á sömu tímum og áður. Allar upplýsingar í síma 10073 kl. 10-15 daglega. LETT Royal Academy ofDancing kennslukerfí BALLE TTSKÓLI Guðbjargar Björgvins Iþróttahúsinu Seltjarnarnesi. Félag ísl. listdansara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.