Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS STÓRÚTSALA Stórútsala a sígildum kvenkápum og frökkum. Verð kr. 4.000 til 10.000. ferðinni og stundum dettur manni í hug að betra væri að fólk héldi sig heima og notaði ekki bílinn þegar hálkan er mest. Bíllinn er hins vegar orðinn svo þýðingar- mikill í lífi flestra að slík tilmæli eru varla raunhæf. En við slæm skilyrði verðum við að sýna ýtrustu varkámi og vera ávalt viðbúin hálkunni að vetrinum. .. Okumaður Sendum ípóstkröfu. Næg bílastæði. KAPUSALAN Borgartúni 22 sími23509 Ný byrjendanámskeið hefjast 9. janúar Þjálfari er Michal Vachun, fyrrverandi þjálfari tékkneska landsliðsins. Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 13 - 22 í síma 83295. JÚDÓDEILD ÁRMANNS Ármúla 32 HEILRÆÐI Árlega hafa dauðsföll eða alvarleg örkuml vegna slysa tek- ið allt of háan toll af landsmönnum. Með samstilltu átaki má draga verulega úr þessum slys- um, hvort sem um er að ræða í umferðinni, á vinnustöðum eða heimilum. Sýnum aðgæslu og tillitssemi í leik og starfi og njótum nýs árs með fækkandi slysum. Slysavarnafélag íslands óskar landsmönnum gleðilegs árs, og þakkar gott samstarf og veittan stuðning á liðnu ári. Rás 2 stendur uppúr Til Velvakanda. Mig langar til að leggja orð í belg varðandi útvarpsstöðvamar og þá þær sem heyrist í hér á Suður- nesjum, þ.e. Bylgjan, Rás 2, Rótin og Stjaman. Það er yfirlýst stefna Rásar 2 að hún sé ekki í samkeppni við hin- ar stöðvamar og þess vegna finnst mér tónlistin yfir höfuð betri á Rásinni heldur en hjá hinum stöðv- unum. Bylgjan og Stjarnan fara nefnin- lega í keppni á hveijum degi um hvor stöðin spilar vinsælustu lögin oftar. Lög eins og Cocomo, Groovie kind og love, Niður Laugaveg, Desaire o. fl. vom að gera mig gráhærðan svo ekki sé meira sagt, þó að ég sé bara 22ja ára. Síðan langar mig til að beina þessu til dagskrárgerðarmanna á öllum stöðvunum: I guðanna bæn- um spilið þið fleiri lög en eitthvert eitt af heilli plötu. Eg nefni sem dæmi nýju plötu The Proclaimers, nýju plötu Pet Shop Boys, nýju plötu Strax, nýju plötu U2 og svo ótal margar aðrar sem fá ömurlega litla spilun. Reyndar hef ég bara heyrt önnur lög en Desaire af plötu U2 á Rás 2 og þá fyrst hjá Skúla Helgasyni sem virkilega þorir að spila eitthvað annað en vinsælda- poppið. Svo em það auglýsingamar sem suða í eyrunum allan liðlangan dag- inn. Þetta er jú í vissum tilfellum rekstrargmndvöllurinn, en þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta fer oft ógeðslega í taugarnar á manni. Svo er það Rótin. Þar em tónlist- arþættirnir yfir höfuð mjög góðir hvort sem fastir starfsmenn eða fólk utan úr bæ á í hlut. Á þeim bæ þora menn að spila það sem þeir hafa áhuga á. Af þeim morgunþáttum sem í gangi em í dag finnst mér morgun- þáttur Rásar 2 bestur og þau standa sig einnig vel eftir hádegi. Lagaval á Bylgjunni og Stjörnunni finnst mér alltof gloppótt, 20 ára gömul rokklög fínnst mér að skipi of stór- an sess á Stjömunni.. Allar eiga stöðvarnar góða spretti og allar eiga þær slæma spretti, en í heild- ina fínnst mér Rás 2 best. Mér er reynar alveg sama hvaðan gott kemur en oft er lagavalið þessu líkt: Eitt gott á móti þremur leiðinlegum, tvö á móti fímm og þaðan af verri hlutföll. Reyndar hika ég ekki við það að loka fyrir útvarpið og hlusta á mína eigin tónlist og ég hef það fyrir reglu þegar ég fer eitthvað á bílnum að hafa með mér kasettu svo ég deyi ekki úr leiðindum. Nú er nóg komið af mínum skoð- unum í bili en gaman væri að heyra álit annara. Júlíus F. Verum viðbúin hálkunni Látumekki ráðskast með okkur TU Velvakandi. Það virðist vera rík tilhneiging hjá okkur íslendingum að vera í einhverri furðulegri andstöðu við okkur sjálfa. Þetta hefur komið fram í hvalveiðimálinu. Einhverju fólki úti í heimi dettur í hug að gera hvalinn að heilagri kú sem ekki megi snerta við, hvað þá að stunda megi hvalveiðar. Óðar er hér kominn hópur manna sem gleypir við þessu og vílar ekki fýrir sér að ráðast gegn íslenskum hagsmunum. Er þetta einhver van- metakennd í þjóðinni? Ef einhver útlendingur segir eitthvað um Is- land þá vekur það jafnan mikla athygli, jafnt þó viðkomandi sé bara einhver bjáni. Þetta hefur sannast í hvalveiðimálinu. ísiend- ingar hafa löngum verið viðkvæm- ir fyrir þvi sem útlendingar segja um þá. Ég vil taka undir það sem Vil- hjálmur Alferðsson segir í grein er birtist í Velvakanda fyrir nokkru en hún bar fyrirsögnina „Stöndum fast á rétti okkar". Við eigum ekki að láta Grænfriðunga komast upp með að stjóma okkar málum heldur sýna þeim svart á hvítu að hér ráðskast þeir ekki með neitt. G.J. Til Velvakanda. Það sýnir sig að í hvert skipti sem hálka gerir „óvænt“ vart við sig verða fjöldamörg slys og oft alvarleg. Ökumenn ættu að gera sér ljóst að á þessum árstíma get- ur hálka myndast á mjög skömm- um tíma og verða allir að haga akstri sínum í samræmi við það. Hálkan getur leynt mjög á sér og dugir ekki annað en búast ávalt við hénni. Hörmulegt er að heyra um þau alvarlegu slys sem verða i um-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.