Morgunblaðið - 04.01.1989, Side 22

Morgunblaðið - 04.01.1989, Side 22
8S 22 e8ei 9AÚHAL .t HUOACJUHIVGIM niaAJHMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 Guatemala: Tugir fórust þeg- ar ferju hvolfdi Guatemalaborg. Reuter. AÐ minnsta kosti 62 menn fórust þegar ferju hvolfdi í Amatique- flóa í Guatemala á sunnudagskvöld. Er 14 manna enn saknað. Hafði vélin bilað í feijunni og var dráttarbátur frá hernum að taka hana í tog þegar slysið varð. Guatemalískir slysinu. Reuter hermenn með lík tveg-gja þeirra, sem fórust í feiju- Þetta var í annað sinn á einum sólarhring, sem feija sekkur í Rómönsku Ameríku, en fyrra slysið átti sér stað á gamlsárs- kvöld fyrir utan Rio de Janeiro í Brazilíu. Þá drukknaði a.m.k. 51 maður. Talsmaður hersins í Guatemala sagði í gær, að feijan hefði verið fullskipuð farþegum, um 120 manns, þegar hún sökk. Hefði tekist að þjarga 46. Lík 62 hafa fundist og 14 er saknað. Feijan var á leið til bæjarins Puerto Barrios þegar vélin bilaði og kom þá dráttarbátur frá hem- um til hjálpar. Var sett tóg á milli skipanna og þegar dráttar- báturinn tók í það fyrsta sinni kom svo mikið fát á farþegana, að þeir hljópu allir út í annað borðið og skipinu hvolfdi. Talsmaður hersins sagði, að á farþegalistan- um hefðu aðeins verið nöfn 40 manna þótt þeir hefðu verið um eða yfir 120. Deilur færast aftur í vöxt í Sovét-Armeníu Hreinsanir í æðstu valdastöðum Daily Telegjaph, Reuter. MARGT bendir nú til þess að stjómmálaólgan í sovéska lýðveldinu Armeníu fari vaxandi. í frétt Kommunist, málgagns kommúnista- flokksins i Armeniu, er gefið i skyn að hreinsað hafi verið til i æðstu valdastöðum. Auk þess birti blaðið hótunarbréf, sem að sögn kom frá leiðtogum Karabak-nefhdarinnar, þar sem sagði að Stinger- eldflaugum yrði beitt ef ekki yrði gengið að krölúm þeirra. Ýmis- legt bendir til þess að bréfið sé tilbúningur til þess fallinn að sverta Karabak-nefiidina. Þá skýrði Pravda í gær nánar frá þeim mótmæl- um, sem efnt var til i Georgíu i nóvember siðastliðnum. Austur-Þýskaland: Pólitísk- ir fang- ar 2.400 talsins? Vestur-Berlín. Reuter. AÐ minnsta kosti 2.400 manns eru í fangelsum í Austur-Þýska- landi vegna stjórnmálaskoðana sinna þrátt fyrir, að stjórnvöld þar hafi fyrir einu ári náðað flesta aðra fanga en þá, sem gerst höfðu sekir um alvarlega glæpi. Kemur þetta fram í yfir- lýsingu frá mannréttindasamtök- um i Vestur-Berlin. Mannréttindasamtökin, sem heita „13. ágúst", segjast vita um 1.200 fanga, sem látnir hafa verið lausir og vísað til Vestur-Þýska- lands síðan allsheijamáðunin var ákveðin í ágúst 1987. Var hún til- kynnt skömmu áður en Erich Honecker, leiðtogi austur-þýska kommúnistaflokksins, kom til Vest- ur-Þýskalands og skyldi ná til allra nema nasískra stríðsglæpamanna og þeirra, sem dæmdir höfðu verið í lífstíðarfangelsi. Vestur-þýskir embættismenn telja, að 2.000 pólit- ískir fangar hafi síðan verið látnir lausir. Pólitískum föngum hefur síðan fjölgað aftur og margir þeirra, sem var sleppt eftir náðunina, eru nú enn á ný komnir á bak við lás og slá. Eru sakimar oft þær, að þeir hafa reynt að komast úr landi eða efnt til mótmæla til að vekja at- hygli á óskum sínum um brott- fararleyfí. Um miðjan desember kynntu austur-þýsk stjómvöld nýjar reglur um ferðalög og brottflutning þegnanna og segja samtökin, að síðan hafi umsóknum um brott- fararleyfi flölgað verulega. Vestur- þýsk stjómvöld telja, að 750.000 Austur-Þjóðveijar hafi formlega sótt um leyfi til komast vestur yfír múrinn. Mannréttindasamtökin „13. ágúst" heita svo vegna þess, að þann dag árið 1961 var hafíst handa við það alræmda mannvirki Berlín- armúrinn. Talsmaður Bush, Steve Hart, sagði að í vitnastefnunni, sem dómsmálaráðuneytinu barst á föstudag, væri Bush beðinn um að bera vitni „um staðreyndir málsins" en kvaðst ekki vera viss um hvað í því fælist nákvæmlega. Hann bætti við að athuga þyrfti stjómar- skrá landsins áður en hægt yrði að taka afstöðu til vitnastefnunnar. Aðeins örfá dæmi eru um að Bandaríkjaforseta hafi verið stefnt fyrir sakadóm. Thomas Jefferson, sem var forseti á árunum 1801- 1809, og James Monroe, er var forseti 1817-25, var stefnt fyrir dóm meðan þeir gegndu embættinu en báðir höfnuðu vitnastefnunni. Bush tekur við forsetaembættinu af Reagan 20. janúar. Ekki var ljóst hvort Reagan kæmi fyrir dóminn í máli Norths. „Engin fordæmi eru fyrir því að Bandaríkjaforseti beri persónulega vitni í sakadómi," sagði B. Jay Cooper, talsmaður forseta. „Þótt of snemmt sé að spá um það hver Einnig hefur verið birt yfírlýsing miðstjómar kommúnistaflokksins í Armeníu sem afhjúpar mikinn ágreining í flokknum. Þar er ráðist harkalega á fréttastofu Armeníu, niðurstaðan verður að lokum benda fordæmin til þess að skrifleg svör nægi til að veita nauðsynlegar upp- þekkta blaðamenn og ritstjóra fyrir að birta skrif er láti í ljós hættulega hugmyndafræði. Einnig er talað um „endurskipulagningu Æðsta ráðs- ins“, þings Armeníu, og fleiri valda- lýsingar," bætti hann við. North sagðist við yfirheyrslur hjá rannsóknamefnd Bandaríkjaþings telja að Reagan forseti hefði vitað hvað North hefði aðhafst í vopna- sölumálinu á árunum 1985 og 1986. Reagan hefur hins vegar haldið því fram að svo hafi ekki verið. stofnana. Yfírlýsingin bendir til þess að fjandskapur þjóðemissinna í Armeníu gagnvart nágrönnum sínum í Azerbajdzhan, óánægjan með yfírvöld í Kreml og ósætti í forystusveit lýðveldisins hafi jafnvel vaxið eftir jarðskjálftann í byijun desember. í hótunarbréfínu, sem virðist hafa borist sovésku leyniþjón- ustunni KGB, er varað við „miklum hryðjuverkum" ef ekki verði gengið að kröfum þjóðemissinna innan sólarhrings. Bréfíð er dagsett 22. desember. Bréfritarar segjast búa yfir Stinger-eldflaugum, „sem vinir okkar hafa látið okkur í té“, og krefjast þess að 7 af 11 félögum í Karabak-nefndinni, verði látnir lausir. Sé bréfið tilbúningur yfir- valda eins og þjóðemissinnar vilja meina þá er því greinilega ætlað að tengja þá við skæruliða í Afgan- istan sem notað hafa Stinger-eld- flaugar í baráttunni við leppstjóm Sovétmanna í Kabúl. Talsmenn Karabak-nefndarinnar hafa undan- farið verið gagnrýndir harðlega í sovéskum fjölmiðlum en í nefndinni em armenskir leiðtogar sem ekki játast undir flokksaga og vilja ná héraðinu Nagomo-Karabak undir armensk yfirráð. Segjast þeir beitt- ir skipulagðri ófrægingarherferð af hálfu yfírvalda. Tónninn í yfirlýsingum yfirvalda og birting hótunarbréfisins benda til þess að armensk stjómvöld ætli að beita meiri hörku en fyrr til að kveða niður þjóðemisraddir í lýð- veldinu. Pravda, málgagn sovéska komm- únistaflokksins, skýrði frá því í gær, að í nóvember hefðu margir Georgíumenn mótmælt breytingun- um á sovésku stjómarskránni með því að leggja niður störf og efna til annarra mótmæla. Var ekki sagt hve margir hefðu tekið þátt í þessu en vestrænir ferðjmenn í Tbilisi segjast hafa séð allt að 120.000 manns í einni göngunni. Sagði í Prövdu, að meðal slagorðanna, sem mótmælendur hefðu haft uppi, hefðu til dæmis verið þessi: „Ge- orgía fyrir Georgíumenn" : „Lengi lifi sjálfstæði Georgíu" ; „Uthellum blóði“ ; „Bindum enda á þjóðainn- rásina". Það síðasta vísar til ótta Georgíu- manna við að aðstreymi Rússa og annarra þjóða manna geti orðið menningu þeirra og tungu skeinu- hætt en við manntalið árið 1979 kom í ljós, að þeir voru þá ekki nema 68,8% af íbúum ríkisins. Þá sagði ennfremur, að þjóðem- isofstækismenn hefðu hvatt fólk til að ganga úr kommúnistaflokknum og öllum samtökum hans. „Þeir höfðu í hótunum við leiðtoga flokks- ins og aðra frammámenn, hvöttu til verkfalla og kröfðust aðskilnaðar Georgíu og Sovétríkjanna," sagði Pravda. Bretland: Handtökur vegna gruns um sprengju- herferð IRA St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí Frimannssyni, fréttaritara Morgun- blaðsins. BRESKA lögreglan tók all- marga menn til fanga um helgina vegna gruns um fyr- irhugaða sprengjuherferð írska lýðveldishersins, IRA. Rétt fyrir jólin fannst sprengjuverksmiðja á vegum IRA í suðurhluta Lundúna. Lögreglumenn úr hryðju- verkadeild Scotland Yard réð- ust til inngöngu í nokkrar íbúð- ir í Lundúnum um helgina og handtóku hóp manna, að því er fregnir herma, en takmörk eru á fréttaflutningi af þessu máli. Aðgerðimar komu í kjölfar þess, að lögreglan rannsakaði gögn, sem fundust í sprengju- verksmiðju IRA í Clapham í suðurhluta Lundúna 23. desem- ber síðastliðinn. Lögreglan er sannfærð um, að IRA hafi ver- ið um það bil að heíja sprengju- herferð í Englandi og hafi jafn- vel þegar verið búin að koma nokkrum sprengjum fyrir. Lögreglan leitar nú tveggja manna, sem vitað er, að héldu til í íbúðinni í Clapham. Þeir hafa ekki náðst. Ronald er hlýðinn en Míkhaíl þrár Moskvu. Reuter. SOVÉZK hjón, sem létu skira tvíbura í höfúðið á leiðtogum risa- veldanna, Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Míkhail Gorbatsj- ov Sovétleiðtoga, segja að Ronald sé blíðlynt barn en MikhaU ódælt. „Að sögn foreldranna eru tvíburamir ólíkir að skapgerð. Ronald er blíður og hlýðinn en Míkhaíl þijóskur og þrár,“ hafði blaðið Sotsialistitsjeskaja Ind- ustríja eftir foreldrunum, Galínu og Vjatsjeslav Sakharov, en þau eiga heima í Moskvu. Tvíburamir fæddust 8. desem- ber fyrir rösku ári, eða meðan á Washington-fundi leiðtoga risa- veldanna stóð. Vom þeir skírðir í höfuðið á leiðtogunum til heiðurs samkomulagi, sem Reagan og Gorbatsjov undirrituðu á fundi sínum í Washington, um uppræt- ingu meðaldrægra kjamorku- vopna. Iran-kontramálið: Reagan forseta og Bush stefiit fyrir dóm Washington. Reuter. LÖGFRÆÐINGAR Olivers Norths, er fyrrum var einn af öryggis- málaráðgjöfúm Bandaríkjaforseta, hafa stefrit Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og George Bush, verðandi forseta, fyrir dóm i réttarhöldunum vegna íran-kontramálsins, sem heQast 31. janúar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.