Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 £ V' fclk í fréttum Morgunblaðið/Einar Falur Alvaro Gaivoto og Helga Egilson. VINSÆLASTA TEIKNIMYNDIN Þau teiknuðu Kalla kanínu Um hátíðamar voru stödd hér á landi þau Helga Egilson, sem er íslensk, og Kanadamaðurinn Al- varo Gaivoto en þau störfuðu sem teiknarar við kvikmyndina „Hver skellti skuidinni á Kalla kanínu" sem verið er að frumsýna um þess- ar mundir f einu kvikmyndahúsi borgarinnar og sem hlotið hefur metaðsókn víða um Evrópu. Alvaro var einn af aðalteiknurum og var Helga honum til aðstoðar. Hún hefur verið búsett í Englandi sfðastliðin 16 ár, verið þar við nám og störf og var hún lengi vel annar þeirra aðila sem gerði Paddington brúðumar fyrir sjónvarpsþætti er nutu gífurlegra vinsælda víða um heim. Þau Helga og Alvaro voru sammála um að „Kalli kanína" hafi verið þeirra stærsta, viðamesta og skemmtilegasta verkeftii til þessa. „Það tók tólf mánuði að fullgera teiknaða hluta myndarinnar sem er óvenjulega stuttur tími fyrir svo viðamikið verkefni. Framleiðendum var mikið í mun að verkinu lyki tímanlega enda voru gróðasjónar- mið í gangi. í heild unnu um 3-400 manns að gerð kvikmyndarinnar. Aðalteiknarar voru 20 sem hver hafði einn aðstoðarteiknara. Að- stoðarteiknari hafði síðan nokkra aðila sér til hjálpar. Þegar komið var f tfmaþröng voru ráðnir hinir og þessir teiknarar með æði mis- jafna hæfíleika og stundum þurft- um við að eyða dýrmætum tíma í að lagfæra eftir þá,“ segir Alvaro. — Hvaða hluti teikninganna er tölvuunninn? „Allar skyggingar á teikni- myndafígúrunum eru tölvuunnar, og sú vinna gerir það að verkum að dýptin er meiri, þriðja víddin kemur til. Þetta hefur aldrei verið gert áður. Annars er hvert einasta smáatriði teiknað í höndunum og oft var það erfítt þegar um fjöl- menn atriði var að ræða og allir áttu að horfa nákvæmlega í réttar áttir“ segir Alvaro. „í hverri sek- úndu kvikmyndarinnar eru 24 teiknaðir rammar sem þurfti að teikna margoft áður en við vorum ánægð með útkomuna," bætir Helga við. — Sáuð þið um að teikna ein- hveijar sérstakar persónur í mynd- inni? „Við áttum þátt í að teikna þær allar, jafnt Kalla sem hreysikettina, en reyndar unnum við mikið með þá. Ýmislegt fékk að fljóta með, til dæmis sekúndubrotið er sést í bijóstið á Betty Boop, þar sem hún er við vinnu á næturklúbbnum," segir Helga og Alvaro bætir við: „FVamleiðendumir ætluðu í fyrstu að kippa hreysiköttunum f burtu en sem betur fer þá höfðum við mikinn snilling sem leikstjóra teiknimyndahlutans, Richard Will- iams (Oskarsverðlaun fyrir „Jóla- sögu Dickens"), og að hans mati voru þeir ómissandi. Hann gerir mjög miklar kröfur og án hans hefði myndin aldrei slegið met.“ — Hvemig líst ykkur svo á end- anlega útkomu? „Það eru margar minningar tengdar hveiju atriði meðan það var í sköpun og við sjáum myndina með allt öðrum augum en aðrir. Það er ýmislegt sem maður sér sem önnur augu nema ekki, og þar sem okkur fínnst að hefði mátt fara betur fell- ur áhorfendum vel í geð. Við erum ánægð með útkomuna í heild þó að það hefði mátt taka lengri tíma að teikna myndina í stað þess að bæta alltaf við starfskröftum eins og gert var. En myndin var dýr, við höfum heyrt að í heild hafí hún kostað 45 milljónir dollara, (rúma tvo milljarða ísl. króna) og nam tölvutæknihliðin um 70% af kostn- aðinum" sögðu þau Alvaro og Helga að lokum. Héðan fara þau til Munchen þar sem þau munu starfa við teikni- myndagerð fram á næsta sumar. ( JC-ÍSLAND íslenskt tímarit vinnur til verðlauna í Astralíu JC-hreyfíngin á íslandi, sem telur um 1.000 félaga, hefur um nokkurra ára skeið gefíð út tímarit. Á fyrstu árunum hét það „JC-fréttir“, en á starfsárinu 1986-1987 var innihaldi og nafni tímaritsins breytt. Það heitir nú „Stjómandinn" og er innihaldi skipt í JC-efni og ýmis stjómunar- efni. Blaðið er gefíð út í um það bil 3.500 eintökum. Á hveiju hausti em haldin heimsþing JC, og 1988 var það haldið í Sydney í Ástralfu. Auk uppgjörs á starfsemi sfðastliðins árs og venjulegra þingstarfa -er COSPER Hvemig fer fólk að lifa á því að veiða ? Mæðgur á miðsíðum Tfmamót verða með útkomu febrúarheftisins af karla- blaðinu Playboy. Leikfang mánaðarins, eins og stúlkur eru jafiian nefiidar, sem prýða miðsíðu ritsins, verður engin önnur en Simone Eden (t.h.) en nektarmynd af Carol móður hennar birtist á sama stað f desemberblaðinu 1960. Er Sim- one fyrsti fulltrúi annarrar kynslóðar þeirra kvenna sem prýða miðopnu hins fræga tímarits. Má með sanni segja að henni kippi f kynið. FJÖLBRAGÐAGLÍMA Höfuðið snúið af? Myndin er tekin á skólakeppni f íjölbragðaglímu f borginni San Diego, Kalifornfu. Forseti JC-íslands, Barbara Wdowiak, tekur á móti verðlaunum frá heimsforseta, Jennifer Yu. starfandi dómstóll sem dæmir umsóknarbækur frá aðildarlönd- um. „Stjómandinn" hefur eitt sinn unnið til viðurkenningar og á tveimur síðustu heimsþingum hlotið verðlaun sem „besta útgáfa aðildarlands". Keppt er til dæmis við Kóreu, Japan, Bandaríkin og Belgíu. Á heimsþinginu í ár tók núverandi landsforseti, Barbara Wdowiak, við verðlaunum fyrir hönd JC-íslands. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.