Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989 15 Systkinin ída og Emil í Kattholti (Júlia Egilsdóttir og Ingvar Már Gíslason). Að gera hol- ur í hjamið Leiklist Bolli Gústavsson í Laufási Leikfélag Akureyrar: EMIL í KATTHOLTI Höfúndur: Astrid Lindgren. Höfundur tónlistar: Georg Ri- edel. Þýðandi: Vilborg Dagbjarts- dóttir. Þýðandi söngtexta: Böðvar Guðmundsson, Pétur Eggertz. Leikstjóri: Sunna Borg. Leikmynd og búningar: Hall- mundur Kristinsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Hljómsveitarstjóri: Magnús Blöndal Jóhannsson. Astrid Lindgren tekst flestum rithöfundum betur að gera holur í hjam mannlífsins og hleypa þar sólinni inn. Hún hefur töfra ævin- týranna á valdi sínu, beitir snjallri kímnigáfu af hugkvæmni og brennir sig aldrei á súkkulaðipotti væmninnar. Andi þessarar ágætu sænsku skáldkonu kemst vel til skila í vandaðri og hressilegri sýningu Leikfélags Akureyrar á leikriti hennar um grallaraspóann Emil í Kattholti. Var leikritið fmmsýnt á annan dag jóla. Hlaut sýningin góðar undirtektir, enda jóla- skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Það dylst engum, að leikstjórinn, Sunna Borg, hefur notið þess að takast á hendur stjóm þessa verks og lagt sig fram við _að móta litríka og lifandi sýningu. í samvinnu við hugkvæman leikmyndasmið, Hallmund Kristinsson, og reyndan og öruggan ljósameistara, Ingvar Bjömsson, tekst henni að halda jöfnum og líflegum takti allt til enda. Það er vandaverk, því hér er raðað saman mörgum spaugi- legum atvikum, oft harla lauslega tengdum og því erfitt að forðast hnökra eða eyður, sem rofíð geta gang verksins, valdið spennufalli. En það verður aldrei í þessari sýningu og böm og fullorðnir skemmta sér af lífi og sál. Ástæða er til að ljúka sérstöku lofsorði á leiktjöld Hallmundar. Þau eru gott myndverk og sænsk í sniðum, auk þess sem þau eru af þeim hagleik gjörð, að senuskiptingar verða snöggar. Auðvitað má ekki gleyma mikilsverðum og lífgandi þætti tónlistar, lögum og textum, sem orðin eru gamalkunn hér á landi af vinsælli hljómplötu, sem út kom fyrir nokkmm árum. Magnús Blöndal Jóhannsson er hljómsveitarstjóri og nær einn tugur hljóðfæraleikara hlýðir sprota hans. Margrét Pétursdóttir leikur Linu og tengir saman atriði með söngnum Hlustið góðu vinir. Þáttur Margrétar í sýningunni er mikill og góður. Hún hefur ágæta söngrödd, sem hún beitir af þrótti og gáska og leikur hennar er óþvingaður og hressilegur. Það veltur á miklu að bömin, sem leika Emil og Idu, nái að vera eðlileg og skýr. Það eru þau Ingvar Már Gíslason og Júlía Egilsdóttir, bæði glettnisleg og glöð og syngja með ágætum. Þráinn Karlsson er skemmtilega búralegur í hlutverki Antons bónda og sem fyrr fylgir hann gamanmálum eftir með skýrri og lifandi framsetningu. Nanna I. Jónsdóttir fer vel og eðlilega með hlutverk Ölmu konu hans. Pétur Eggerts er hæfilega ánalegur, klunnalegur og einlæg- ur Alfreð vinnumaður. Þórey Að- alsteinsdóttir leikur gömlu kon- una, Týtubeija-Maju, Marinó Þór- steinsson virðulegan prófast, hressilegan lækni og nefstóran kallara, Kristjana Jónsdóttir pró- astfrúna og Björg Baldvinsdóttir frú Petrellu. 011 eru þau gamal- reyndir leikarar, enda veitist þeim auðvelt að falla inn í ævintýrið og gefa því skemmtilegan svip. Minni hlutverk leika Ámi Valur Viggósson, Hildigunnur Þráins- dóttir, Óskar Pétursson, Jóhann Amarsson, María Loftsdóttir og standa sig öll sómasamlega. Þýðing Vilborgar Dagbjarts- dóttur er vönduð, blæbrigðarík og blessunarlega laus við það mál- farslega lágkúmdekur, sem sum- um hættir til, þegar höfða á til bama og unglinga. Það fer ekki á milli mála, að þessi sýning mun njóta verðskuld- aðra vinsælda og óhætt er að hvetja unga sem aldna til þess að fara í leikhúsið og sjá mannlíf- ið í beykiskógum Smálanda. Sinfóníu- hljómsveit íslands: Guðmund- ur Magn- ússon leik- ur einleik 6. áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða haldn- ir fimmtudaginn 5. janúar í Há- skólabíói og hefjast kl. 20.30. Guðmundur Magnússon píanó- leikari Ieikur þá í fyrsta skipti einleik með hljómsveitinni á tón- leikum í Reykjavík. Hljómsveit- arstjóri verður Páll P. Pálsson, fastráðinn hljómsveitarstjóri Si nfón í uhlj ómsveitar innar. Á efnisskránni verða þrjú verk: Forleikurinn að Töfraflautunni eftir Mozart, Píanókonsert nr. 1 eftir Beethoven og Sinfónía í C-dúr eftir Stravinskij. Tónleikamir hefjast með For- leiknum að Töfraflautunni eftir Mozart og því næst leikur Guð- mundur Píanókonsert nr. 2 eftir Beethoven, en þetta er þriðji ein- leikskonsert Beethovens af öllum sem hann samdi og fluttir verða á tónleikum hljómsveitarinnar í vetur. Tónleikunum lýkur svo með Sin- fóníu í C-dúr eftir Stravinskij, sem hann samdi á árunum 1938—1940 og frumflutt var það ár í Chicago í Bandaríkjunum. Guðmundur Magnússon píanó leikari. Páll P. Pálsson hljómsveitar- stjóri. Guðmundur Magnússon píanó- leikari er rúmlega þrítugur að aldri. Hann lauk píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í . Reykjavík 1979. Frá árinu 1980 stundaði hann nám við Tónlistarháskólann í Köln í Vestur-Þýskalandi og lauk þaðan burtfararprófi 1983, en var eftir það við framhaldsnám við sama skóla í tvö ár. hann starfar nú sem kennari við Tónlistarskólann í Garðabæ og Tónlistarskólann í Keflavík. Hljómsveitarstjórann Pál P. Páls- son þarf vart að kynna. Hann hefur verið fastráðinn hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar frá 1971 og stjómað á fjölmörgum tónleikum og farið i tónleikaferðir.Hann hefur einnig um árabil verið söngstjóri Karlakórs Reykjavíkur. En auk þessara starfa hefur hann samið tónverk, sem hafa vakið verðskuld- aða athygli hér heima og erlendis. Páll er nú í fríi frá föstum störfum sínum með Sinfóníuhljómsveitinni og hefur hann sinnt tónsmíðum í vetur. Miðasala fer fram á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitarinnar í Gimli við Lækjargötu og í anddyri Há- skólabíós við upphaf tónleikanna. (Fréttatilkynning) VZterkurog kJ hagkvæmur* auglýsingamiðill! y/s4® DANSSKÖLI AUÐAR HARALDS ara da° °w oV e\W o\' eO cV- \6 oó sP \\oóa 'PN Q^X s'oo d'ÓOS od sa' \2- d»0 dao <1 d\'s V.O' voJ^ da°5 s\e' e& \pess cc\ e' Kennslustaðir: Ath. 2 nýjir kennslustaðir: Heilsugarðurinn, Garðatorgi 1, Garðabæ og Ártún v/Vagnhöfða Reykjavík: Skeifan 17, (Ford-húsið), Gerðuberg, Breiðholti, KR-heimilið v/Frostaskjól. Innritun í símum 656522 og 31360 frá kl. 13-19 alla virka daga. Kennsla hefst mánudag inn 9. janúar. Keflavík: Flafnargata 31. Innritun í síma 92-13030 frá kl. 14-19 alla virka daga. Skírteini afhent sunnudag- inn 8. janúar frá kl. 16-18. Afhending skírteina: Afhending fyrir alla staði er í Skeifunni 17 sunnu- daginn 8. janúar frá kl. 14-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.