Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANUAR 1989 __________Brids_______________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag HafiiarQarðar Jólamót Sparisjóðs Hafnarfjarð- ar og bridsfélagsins var haldið þriðjudaginn 27. desember. Þátt- taka var meiri en nokkru sinni fyrr, eða samtals 64 pör. Spilaðar voru 16 umferðir með Mitehell-fyrir- komulagi, alls 32 spil. Að sögn keppnisstjóra, Ragnars Magnús- sonar, fór mótið hið bezta fram í hvívetna. Veitt voru peningaverð- laun fyrir 5 efstu sætin í hvorum riðli, en auk þess var spilað um silf- urstig. Efstu sætin skipuðu eftirfar- andi: N—S riðill: Gísli Steingrímsson — Sverrir Kristinsson 596 Hermann Lárusson — Jacqui McGreal 560 Þórður Bjömsson — í Kaupmannahöfn FÆST f BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Þröstur Ingimarsson 559 Friðjón Þórhallsson — Sigfús Öm Amason 556 Brynjólfur Gestsson — Runólfur Jónsson 526 Steingrímur G. Pétursson — Sveinn R. Eiríksson 526 A—V riðill: Vilhjálmur Sigurðsson — Þráinn Sigurðsson 572 Guðlaugur Karlsson — Óskar Þráinsson 568 Stefán Pálsson — Svavar Bjömsson 563 Helgi Viborg — Armann J. Lámsson 561 Gunnar Þórðarson — Sigfús Þórðarson 526 Þess má geta að þeir Vilhjálmur og Þráinn hrepptu einnig fyrsta sætið í móti þessu fyrir ári síðan. Bridsfélagið þakkar keppendum fyrir þátttökuna og Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrir stuðninginn. Bridsfélag Kópavogs 15. des. var síðasta spilakvöld fyrir jól. Þá var slegið á létta strengi og verðlaun afhent fyrir keppnir haustsins. 5. jan. verður spilaður eins kvölds tvímenningur og 12. jan. hefst aðal- sveitakeppni félagsins. Félagið óskar öllum bridsspilur- um farsæls komandi árs. Suðurlandsmót í sveitakeppni Dagana 13. og 14. janúar nk. verður haldið á Selfossi Suðurlands- að Gullfossi er kominn var að utan. Var veður vont og mikill sjór. Varla höfðu bátsvetjar ýtt úr vör er brim- aldan hvolfdi bátnum. Þama drukknaði Bjami ásamt Halldóri lækni og skipvetjum sínum. Jónína var þá með bami og mun hafa ver- ið lastn'um meðgöngutímann. Varð það henni að vonum mikið áfall er hún missti mann sinn með svo svip- legum hætti. Var Páll Kolka læknir sótur og sá hann að gera þurfti keisaraskurð. Jónína mun vera tíunda konan á íslandi sem gerð er slík skurðaðgerð á og sennilega sú eina er leggst undir hnífinn á eigin heimili, en bráðan bug þurfti að vinda að verkinu og lét Páll læknir þvo og þrífa stofuna á Hof- felli og gerði að „skurðstofu". Páll segir svo frá í endurminning- um sínum, að hann hafi aldrei áður gert keisaraskurð, né heldur séð hann gerðan. Aðgerðin heppnaðist með ágætum og heilsaðist Jónínu mót í sveitakeppni. Áætlað er að spilamennskan hefjist um kl. 19 á föstudagskvöldið. Þátttökutilkjmningar bérist til Brynjólfs Gestssonar í síma 98-21695 eigi síðar en 11. janúar. Bridsfélag Suðumesja Starfið á nýja árinu hófst 2. jan- úar sl. með eins kvölds tvímenn- ingi. Þrettán pör mættu til leiks. Sigurvegarar urðu Gísli Torfason og Amór Ragnarsson með 166 stig. Eysteinn Eyjólfsson og Ragnar Öm Jónsson urðu í öðru sæti með 165 stig, Hafsteinn Ögmundsson og Heimir Hjartarson í þriðja sæti með 160 stig og Sigríður Eyjólfsdóttir og Grethe Iversen fjórðu með 150 stig. Fyrir áramótin spiluðu 11 sveitir í minningarmóti um Guðmund Ing- ólfsson. Hörkukepni var um efstu sætin sem lauk með sigri sveitar Gísla Torfasonar. Auk Gísla spiluðu í sveitinni: Bjöm Blöndal, Þórður Kristjánsson, Magnús Torfason og Amór Ragnarsson. Lokastaðan: Gísli Torfason 190 Jóhannes Sigurðsson 190 Kjartan Ólason 184 Gunnar Guðbjömsson 171 Sigurður Steindórsson 160 Næsta keppni verður meistara- mótið í tvímenningi sem hefst 9. janúar. Spilaður verður barometer og eru spilarar hvattir til að mæta tímanlega til þess að hægt sé að hefja spilamennsku kl. 20. Spilað er í Golfskálanum í Leim. vel, þótt nokkuð væri hún lengi að ná sér. Dugnaður og kjarkur var henni í blóð borinn og næstu ár hjálpuð- ust þau mæðgin að við að þurrka fisk, og framfleyttu sér með því. Drengimir voru 11 og 8 ára og Sigríður 3ja ára er faðir þeirra fórst. Árið 1930 giftist Jónína Þórami Ólasyni frá Víkingavatni í Norður- Þingeyjarsýslu, hinum mætasta manni. Var hann smiður góður og hagleiksmaður. Gerði hann marga góða gripi er prýddu heimili þeirra. Eignuðust þau saman einn dreng, Óla Sigurð. Kvæntur var hann Gyðu Steingrímsdóttur, en þau slitu sam- vistir. Eignuðust þau þijú böm, Kristjönu, Albert, er drukknaði fyr- ir fáum árum, og Þórarin. Skömmu eftir að þau Jónína og Þórarinn giftust, tóku þau að sér dótturson Jónínu, Bjama Þórarin Jónsson — Bússa — og ólu hann upp sem eig- ið bam. Öðru sinni varð Jónína ekkja er Þórarinn lést árið 1958. Flutti hún eftir það til Reykjavíkur, vildi gjam- an vera nálægt dótturinni Sigríði. Leigði hún sér íbúð og bjó sér fal- legt og hlýlegt heimili. Var einatt gestkvæmt hjá henni, enda var hún með afbrigðum gestrisin og hafði yndi af að fá vini og frændfólk til sín. Var sem hún stæði alltaf fyrir stóru heimili, þó ein væri orðin. Slík var reisnin. Jónína naut þess að ferðast og fór nokkuð víða um landið. Hún sá gamla Hoffell, það hafði staðið af sér eldgosið í Eyjum 1973, þó kviknað hafi í húsum í kring. Er hún var 92 ára gömul barst henni lát mágs og góðs vinar á Seyðis- firði, Jóns Sveinssonar útgerðar- manns. Fýsti hana að fara og fylgja honum til grafar og þrátt fyrir háan aldur settist hún í bíl og austur fór hún og kvartaði ekki um þreytu. Viljastyrkur og bjartsýni var í ríkum mæli í eðli hennar. Veitti hennar kynslóð ekki af þvi enda finnst okkur að konur aldamótanna síðustu hefðu varla komist af ef þau eigindi hefðu ekki verið fyrir hendi. Síðasta heimili Jónínu var þjón- ustuíbúð við Dalbraut. Fór vel um hana þar. En í fyrstu þótti henni fremur þröngt um sig, sérstaklega þótti henni eldhúsið of lítið og sagði að ekki væri nokkur leið að fletja út tertur eða gera kleinur, serft henni þótti nauðsynlegt að eiga til að geta tekið á móti gestum. En allir falla að lokum fyrir Elli kerlingu. Síðustu fjóra mánuðina lá Jónína á Landakoti, þar sem hún lést 27. desember. Jarðsett verður hún 4. janúar í Vestmannaeyjum. Við frænkur allar þökkum lær- dómsríka samfylgd. Langri vegferð er lokið. Blessuð sé minning Jónínu Sigurðardóttur. Helga S. Einarsdóttir Kveðja frá barnabörnum Hún amma okkar Jónína Sigurð- ardóttir er dáin. Hún lést á Landa- kotsspítala 3. dag jóla. Amiha óskaði þess, að þurfa ekki að Verða öðrum til byrði þegar hún eltist og hún fékk ósk sína upp- fyllta. Þau 96 ár sem amma lifði gekk hún í gegnum súrt og sætt eins og drottning. Það er ógleymanlegt, þegar þessi „drottning" klæddi sig í fallega þjóðbúninginn sinn. Stórkostleg var sú sjón og ekki sáum við tignar- legri konu en hún var þá. Þannig munum við ömmu. Húnn var alla^ tíð mjög heilsuhraust og hafði t.d. aldrei inn á spítala komið fyrr en fyrir rúmu ári, er fyrsta innlögn hennar var staðreynd. Amma gætti okkar á hveijum degi þegar foreldrar okkar voru að vinna, það er minnisstætt hve nota- legt það var að koma heim úr skól- anum og finna bökunar- og kakó- ilminn langt út á götu. Hún amma kenndi okkur margt sem við munum búa að um aldur og ævi. Með þessum orðum viljum við þakka ömmu samfylgdina gegnum öll árin. Anna, Atli og Jóhannes. Jónína Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 17. septemer 1892 Dáin 27. desember 1988 Ég man er ég sat lítil stúlka í eldhúsinu hjá henni Stefaníu ömmu minni á Akureyri. Það var von á gesti. Fyrr en varði var barið að dyrum og inn gekk gesturinn er ætlaði að dvelja nokkra bjarta sumardaga. Þarna var komin Jónína Sigurðardóttir — Jóna frænka, ömmusystir mín. Hár- ið var dökkt og fór vel undir húf- unni, brosið bjart og djarft. Háleit og beinvaxin og klædd íslenskum búningi var hún hefðarkona sem vakti athygli þar sem hún fór. Hún kom frá Vestmannaeyjum og í þá daga var það þó nokkurt ferðalag að koma norður yfir heiðar og eflaust átti hún líka eftir að vitja Seyðisfjarðar. Jónína fæddist 17. september 1892 á Dalsparti við Loðmundar- fjörð en fluttist með foreldrum sínum nokkurra vikna að Gijótár- eyri við Seyðisfjörð, þar sem hún ólst upp. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Sveinsson og Jó- hanna Eiríksdóttir. Sigurður var ættaður frá Gijótár- eyri í Seyðisfirði, sonur Sveins Vig- fússonar í Mjóanesseli, Þórarins- sonar. Honum er lýst svo, að hann hafi verið gleðimaður, léttur og skemmtilegur og átt gott með að koma fyrir sig orði. Jóhanna var dóttir Eiríks Jóns- sonar frá Brunnum í Suðursveit. Er ættfólk hennar víða í Skapta- fellssýslum. Sigurður og Jóhanna eignuðust saman fjórar dætur: Elst var Dag- rún, þá Torfhildur, Þorbjörg og yngst var Jónína. Dreng munu þau einnig hafa eignast, sem dó í æsku. Jónína átti tvær hálfsystur, þær Stefaníu sem var henni samfeðra ogelst systranna, og Jóhönnu Gísla- dóttur og voru þær sammæðra. Ung kynntist Jónína Bjarna Bjamasyni. sjómanni á Seyðisfírði, en hann var ættaður frá Aurgötu undir Austur-Eyjafjöllum. Stað- festu þau ráð sitt og fluttu til Vest- mannaeyja árið 1912, þar sem þau reistu Hoffell, húsið sem varð henn- ar framtíðarheimili. Þar eignuðust þau þijú böm, sem öll em á lífi; Jóhann, sem búsettur er í Eyjum, kvæntur Oddnýju Bjamadóttur. Eiga þau eina dóttur, Hönnu Mallý. Bjama er býr hér í Reykjavík, kvæntur Kristínu Einarsdóttur. Þeirra böm em Jónína, Ema, Helga og Einar. Auk þeirra var Bjami er lést um tvítugt. Yngst bama Jónínu og Bjama er dóttirin Sigríður. Mað- ur hennar er Eðvald Hinriksson — Mikson — er kom til íslands á sínum tíma, flóttamaður frá Eistlandi. Böm þeirra em Jóhannes, Atli og Anna Jónína. Nokkm eftir að Jónína og Bjarni settust að í Eyjum varð hann for- maður á Eyjabátnum Hauki og réri til fiskjar eins og gengur. En á þeim ámm komu skip frá útlöndum fyrst til Vestmannaeyja og skyldi læknir athuga heilsu farþega áður en land væri tekið. Hafði Bjami þann starfa um árabil að feija á bát sínum lækninn milli lands og skips. Þann 16. desember 1924 skyldi flytja Halldór Gunnlaugsson lækni _Dale . Cameqie þjálfuri RÆÐUMENNSKAOG MANNLEG SAMSKIPTI Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn fimmtu- daginn 5. janúar kl. 20.30 á Sogavegi 69. Allir velkomnir. ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast hugrekki og meira sjálfstraust. ★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæring- arkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. ★ Talið er að 85% af velgengni séu komin und- ir því hvernig þér tekst að umgangast aðra. ★ Starfa af meiri lífskrafti - heima og á vinnu- stað. ★ Halda áhyggjunum í skefjum og draga úr kvíða Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma 82411 0 STJÚRIXIUIMARSKÓUIMIM Vo Konráð Adolphsson Einkaumboð tyrir Dale Carnegie namskeiðm"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.