Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 2 FRETTIR/INNLENT Einvígi Jóhanns og Karpovs verður haldið í skóla í Seattle Verðlaunafé einvígisins tæpar 4 milljónir Seattle, Washington, frá Valgerði P. Haistað fréttaritara Morgunblaðsins. HÉR VIÐ Kyrrahafíð stendur nú yfir undirbúningur skákeinvígis þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Anatoly Karpovs sem heQast á í lok þessa mánaðar. Samtök þau sem einvigið halda og Qármagna að mestu leyti er Vináttuleikanefiid Seattle-borgar. Fyrr í vikunni átti Morgunblaðið viðtal við ferðamálastjóra samtakanna, Gene Fisher. Kvað hann verðlaunaféð, sem í boði er, vera hið mesta sem um getur í keppninni um réttinn til að tefla við heimsmeistarann í skák. Stöð 2: Landkynmng- armynd fyrir gervihnatta- sjónvarp STÖÐ 2 hefiir gert 30 minútna sjónvarpsmynd, „Eyja fegurðar- innar“, þar sem kynntar eru is- lenskar fegurðardrottningar og fegurð íslands í ýmsum myndum. Samningar náðust við gervi- hnattasjónvarpsstöðina Scansat um sýningar á myndinni á föstu- dag, og að sögn Jóns Óttars Ragn- arssonar, sjónvarpsstjóra, eru taldar góðar horfitr á að fleiri gervihnattastöðvar kaupi sýning- arrétt. Jón Óttar sagði að hugmyndin að myndinni hefði orðið til er Lánda Pétursdóttir sigraði í keppninni ungfrú heimur. Þá hefði verið ákveð- ið að gera mynd um íslenskar fegurð- ardrottningar og fegurð landsins, eins og hún birtist í ýmsum myndum. „Þetta er því nokkurs konar land- kynningarmynd," sagði Jón Óttar. Hann sagði að myndin væri sú fyrsta sem Stöð 2 framleiddi fyrir erlendan markað, en ljóst væri að framleiðsla slíkra mynda yrði með tíð og tíma mikilvæg tekjulind fyrir stöðina. „Við erum í sjöunda himni," sagði Jón Óttar. Scansat er eina gervihnattastöðin, sem sendir efni til Skandinavíu sér- staklega. 3-4 milljónir heimila ná sendingum stöðvarinnar. Það er umboðsaðili Stöðvar 2 í London sem sér um sölu á myndinni erlendis. Könnun í MH: 76% lesa Morgunblað- ið daglega DV kemur næst með 35% UM 76% nemenda Menntaskólans við Hamrahlíð lesa Morgunblaðið daglega en 35% DV, samkvæmt könnun sem gerð var f skólanum f október. Fáir sögðust lesa önnur blöð daglega, um 12% sögðust lesa Tímann eða Þjóðviljann einu sinni eða tvisvar í viku. Könnunin var gerð af nemendum sem leggja stund á fjölmiðlafræði. Um 20% nemenda MH voru f úrtakinu. Myndlyklar eru á heimilum rúm- lega helmings þeirra sem þátt tóku i könnuninni og af þeim sem höfðu myndlyki! sögðust 70% taka Stöð 2 fram yfír Ríkissjónvarpið, 10% tóku Sjónvarpið fram yfir og 20% horfðu jafnt á báðar stöðvamar. Um 70% nemenda sögðust hafa mynd- bandstæki á heimili sínu. f þessum hópi er mest hlustað á Bylgjuna, eða 63%, 34% hlusta á Stjömuna og 17% á Útrás. Þegar spurt var um fréttir útvarpsstöðv- anna sögðust 63% hlusta nokkuð oft á fréttir Bylgjunnar, 50% á fréttir Ríkisútvarpsins, og var þar aðallega um eldri nemendur að ræða, og 37% sögðust hlusta nokkuð oft á Stjömu- fréttir. Sjá frétt bls. 24C. Eg býst við að þess vegna hafi Seattle orðið fyrir valinu," bætti hann við, en verðlaunin nema 80.000 Bandaríkjadölum, eða tæp- um 4 milljónum íslenskra króna. Sigurvegarinn mun hreppa B/s þeirr- ar upphæðar, en andstæðingurinn 3/s. „Það er mikill skákáhugi hér í borg,“ sagði Fisher, en í Seattle býr Yasser Seirawan, einn virtasti stór- meistari Bandarílq'amanna í skák. Til marks um skákáhugann héma tók Fisher fram að í Seattle og nágrenni em gefin út þrjú skáktímarit. Undirbúningur einvígisins hefur ekki gengið snurðulaust. Fisher sagði að upphaflega hefði verið áætlað að heyja einvígið á Shera- ton-hótelinu í miðborg Seattle. Frá því var hins vegar horfíð, sagði hann, þegar í ljós kom að halda átti rokkdansleik í aðliggjandi sal sama kvöld og stórmeistaramir sætu að tafli. Auk þess þótti skákáhugamönn- um borgarinnar ekki fysilegt að þurfa að borga meira fyrir bíla- stæði utan við hótelið en fyrir að- gang að einvíginu. Var nú bmgðið á það ráð að leiða keppinautana saman í einkaskóla í norðurhluta borgarinnar. Ráðgert er að þeir mæti til leiks í samkomu- sal sem rúmar allt að 375 manns í sæti. Teflt verður kl. 17.00 að staðartíma. Þá verða skákimar skýrðar í nærliggjandi sal, og fréttamenn munu einnig fá aðstöðu í bygging- unni. Fisher sagði tvær stöðvar í Seattle hafa sýnt því áhuga að sjón- varpa frá einvíginu, auk þess sem íslenska sjónvarpið væri að kanna leiðir til þess að sjónvarpa hluta mótsins í beinni útsendingu. Enn hefur ekki verið endanlega ákveðið hvar íslenska sendinefndin skuli hýst. Fisher hafði það eftir Filipino Florencio Campomanes, forseta FIDE, að sovéska sendi- nefndin vildi ekki búa á hóteli. Þar eð sendimenn beggja landa skulu hýstir í samsvarandi húsnæði hefur Vináttuleikanefndin í Seattle ákveðið að leyfa íslendingunum að velja milli þess að búa á hóteli og í íbúðarhúsnæði. „Þeirra er valið,“ sagði hann. Setningarhátíð einvígisins fer fram föstudagskvöldið 27. janúar, en fyrsta skákin verður tefld daginn eftir. Sá áskorenda sem fyrstur fær þijá og hálfan vinning mun sigra, en standi leikar jafnir eftir sjöttu skákina (7. febrúar) munu stór- meistaramir tefla þar til annar þeirra verður fyrri til að vinna skák. Aukaskákir yrðu þá tefldar 9. og 11. febrúar, og 14. febrúar myndu hraðskákir heijast ef þörf væri á. Sendinefndir landanna beggja em væntanlegar hingað þann 20. janúar, þótt samkvæmt reglum FIDE sé aðstandendum mótsins ekki skylt að taka á móti þeim fyrr en 24. janúar, þremur dögum fyrir setningarhátíðina. Vináttuleika- nefndin ákvað að taka snemma á móti sendimönnunum til þess að þeir fengju nægan tíma til að jafna sig á tímamismuninum, sem er átta klst. milli íslands og Seattle, en 11 klst. milli Sovétríkjanna og Seattle. Morgunblaðið/Jim Davidson Mótstaðurinn, St. Nicholas Hall. Byggingin tilheyrir einkaskóla í norðurhluta borgarinnar. Opinberar hækkanir rýra mjög gildi verðstöðvunar Búast má við hækkunum á verði þjónustu eftir 1. mars VERÐLAG neysluvamings fór almennt af stað um og eftir ára- mót þrátt fyrir að í landinu sé og hafi verið verðstöðvun frá því í byrjun september. Þetta sést meðal annars á hækkun fram- færsluvísitöíunnar sem gefin var út á föstudag, en hún hækkaði um 1,7%, sem samsvarar 22% verðbólgu á ári, en áður á verðstöðv- unartímanum hafði hún aðeins hækkað um rúmlega 0,6%, sem samsvarar 2,6% verðbólgu. Aðalástæða þessarar skriðu em aukn- ar álögur ríkisins á bíla. Áhrif vömgjalds og gengisfellingar eru ekki komin fram nema að litlum hluta. Við þetta vakna spuming- ar um hvort verðstöðvunin sé að renna út í sandinn og hvers eðlis hún í raun og vem er. Iseptember var í gildi verðstöðv- un, sem sett var af fyrrverandi ríkisstjórn, og var hún alger. Núverandi ríkisstjóm framlengdi verðstöðvunina út febrúarmánuð næstkomandi, með þeirri breyt- ingu að heimilt er að hækka verð vöru og þjónustu sem nemur hækkun á erlendum aðföngum og hækkun á verði á innlendum upp- boðsmörkuðum. Með bráða- birgðalögum voru ýmsar hækkan- ir sem verðlagslögin ná ekki til bannaðar eða takmarkaðar á verðstöðvunartímanum. Þessi breyting gerir það að verkum að allan tímann hafa verið að koma fram hækkanir sem sumir hafa átt erfitt með að skilja að geti átt sér stað í verðstöðvun. Að nota orðið verðstöðv- un í þessu tilviki er því nokkuð villandi og kannski nær að tala um hert verðlagseftirlit. Vinnureglur Verðlagsstofnunar miða að því að koma í veg fyrir hækkanir af innlendum toga. Þannig hafa kaupmenn og heild- salar orðið að hafa óbreytta álagningu í krónutölu þó inn- kaupsverð eða gengi hækkaði, sem þýðir í raun að hlutfallsleg álagning lækkar. Dæmi um þetta eru hækkanir á brauðum, kjúkl- ingum og eggjum, vegna hækkun- ar á korni á heimsmarkaði. Síðar ákvað stofnunin að taka tillit til hækkana sem koma til á ákveðn- um árstímum, til dæmis á jóla- skrauti og gjaldi í danstíma og á skíðasvæði. Þá hefur Verðlags- stofnun í undantekningartilvikum heimilað hækkanir fyrirtækja sem komin eru í mikil fjárhagsvand-' ræði. Georg Ólafsson verðlagsstjóri og Guðmundur Sigurðsson yfir- viðskiptafræðingur Verðlags- stofnunar segja að framkvæmd verðstöðvunar- BAKSVIP eftir Helga Bjamason innar hafi gengið vel. Mikið aðhald væri frá neyt- endum og einnig kaupmönnum og verslunarfólki. Þeir segja reyndar að markaðsað- stæður hafi hjálpað til að halda aftur af verðhækkunum, vegna samkeppni og samdráttar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar um áramótin rýra mjög gildi verð- stöðvunarinnar. Hætt er við að verðskyn almennings ruglist. Þá má búast við að framleiðendur og seljendur vöru og þjónustu, sem starfsmenn Verðlagsstofnunar segja að hafí verið samvinnuþýð- ir, verði ekki eins áhugasamir um að halda verðstöðvunina þegar þeir sjá að ríkið gengur ekki á undan með góðu fordæmi. Almennt er talið að verðstöðvun þjóni ekki tilgangi sínum nema í stuttan tíma og leiði að lokum til meiri hækkunar vöruverðs en nauðsynlegt er. Þessu til rök- stuðnings er bent á verðstöðvun- ina sem í gildi var í einni eða annarri mynd allan síðasta áratug og nokkuð fram á þennan. Ef verðstöðvun varir mjög Iengi er talin hætta á að seljendur vöru reyni að búa í haginn, til dæmis með því að taka umboðslaun er- lendis. Þá verður einnig tilhneig- ing hjá seljendum að halda verð- inu eins háu og verðlagsyfírvöld frekast heimila, þannig að há- marksverðið fer að virka sem lágmarksverð. Guðmundur telur ekki hættu á að vöruverð hækki mikið 1. mars, þegar verðstöðvunin fellur úr gildi, vegna þess að ekki hafi ver- ið lokað á áhrif erlendra hækk- ana. Hins vegar megi búast við töluverðum hækkunum hjá þjón- ustufyrirtækjum. Þá er vitað að ýmis opinber fyrirtæki hafa orðið að bíða með hækkanir vegna verð- stöðvunarinnar, til dæmis Póstur og sími, Landsvirkjun og Ríkisút- varpið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.