Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 40
NÝTT FRÁ KODAK
IIIOH l'OWI H DA I T’fílíV ffM
m í i
A
■ ■ '■:'•■í- ' - ■ ■
RAFHLAÐA SEM ENDIST OG ENDIST
MORGUNBLADID, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVlK
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, POSTHÓLF 1656 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Bolungavík:
Þurfa til Akraness
að taka bílprófíð
16.000 króna aksturskostnaður báðar leiðir
„ÞAÐ GETUR enginn sagt manni neitt, einu svörin eru að það verði
að fara suður á Akranes til að taka bílprófið,“ sagði Ingibjörg Vagns-
dóttir húsmóðir í Bolungavík. Hún hefúr verið að leita eftir upplýs-
ingum um hvar eiginmaður hennar, sem er skipveiji á Guðbjörgu
ÍS, geti tekið bílpróf. Aksturskostnaður er tæpar 16.000 krónur frá
Bolungavík til Akraness og til baka, og rúmar 9.000 krónur kostar
að fara með flugi.
Einn maður á
Akranesi á að vera
prófdómari á
Vesturlandi og
Vestfjörðum, sam-
kvæmt upplýsing-
um sem Ingibjörg
•—fákk.
Ingibjörg segist
hafa verið vísað frá einum til ann-
ars þegar hún spurðist fyrir um
bílprófíð. Henni var sagt að bæjar-
fógetinn tæki niður pantanir og
síðan kæmi maður að sunnan og
prófaði einu sinni í mánuði. Á skrif-
stofu bæjarfógeta kannaðist enginn
við málið. Ökukennarinn í Bol-
ungavík hafði engar slíkar upplýs-
ingar fengið heldur. Henni var um
síðir sagt að á Akranesi væri mað-
sem ætti að prófa og væri stefnt
að því að hann kæmi vestur einu
sinni í mánuði. Vilji einhver taka
próf utan þeirrar tímasetningar yrði
að fara suður.
„Ég skil ekki til hvers þessi bæj-
arfógetaembætti eru orðin,“ sagði
Ingibjörg. „Maður þarf að sækja
allt suður, þessir menn sem stjórna
virðast aldrei hugsa út fyrir
Reykjavík. Það væri kannski rétt-
látara að hafa bara ökuskóla uppi
á miðhálendinu, þá ættu að minnsta
kosti allir jafn erfitt með að kom-
ast þangað.“
Fari Bolvíkingur til Akraness í
bílpróf með einkabíl kostar það
15.906,40 krónur báðar leiðir, mið-
að við 16,85 krónur á kílómetra.
Flugfar báðar leiðir kostar 7.332
krónur með flugvallaskatti. Að við-
bættum öðrum ferðakostnaði þarf
Bolvíkingurinn að greiða 9.337,50
krónur ef hann velur flugleiðina.
Hljómplata Sykurmolanna:
Yfír milljón eintök
seld um allan heim
HLJÓMPLATA Sykurmolanna, Life’s too Good, hefur nú selst í yfir
milljón eintökum í heiminum öllum, að því er fram kemur í auglýs-
ingu í bandariska tónlistarblaðinu Billboard, sem dagsett er 14. jan-
úar. íslenskir tónlistarmenn hafa ekki áður náð þessu takmarki.
í samtali við Morgunblaðið stað-
festi Derek Birkett, forstjóri út-
gáfufyrirtækis Sykurmolanna í
Bretlandi, One Little Indian, þessa
tölu. Hann sagði að af plötunni
hefðu selst um 380.000 eintök í
Bandaríkjunum á síðasta ári, en
salan hefði aukist á ný og seldust
þar nú um 6.000 eintök á dag.
Ekki sagðist hann hafa neina skýr-
ingu á því hvers vegna salan hefði
aukist, en taldi öruggt að platan
ætti eftir að ná gullsölu (500.000
eintökum) og jafnvel fara enn
hærra.
Lag hljómsveitarinnar, Mótor-
slys, sem heitir Motorcrash á ensku,
er nú aftur á uppleið á vinsældalist-
• 'ufn í Bandaríkjunum, eftir að hafa
dottið út af listum seint á síðasta
ári. Derek Birkett sagði enn vanta
3.000 eintök á að platan hefði náð
gullsölu í Bretlandi, þar hefðu selst
97.000 eintök. Á meginlandi Evr-
Þrjár stúlkur
játa innbrot
ÞRJÁR stúlkur um fermingu
hafa játað á sig innbrot í tvær
kjallaraíbúðir í Teigahverfi.
Innbrotin voru framin á fimmtu-
dag. Rótað var í skápum, leirtaui
og matvælum hent á gólf og krotað
á veggi. Litlu eða engu var stolið.
Lögregla upplýsti ekki hvaða skýr-
ingar stúlkumar hefðu gefið á at-
?finu eða hvemig upp um þær
Tefði komist.
ópu virtust vinsældir hljómsveitar-
innar vera einna mestar í Þýska-
landi, en þar hefðu nú selst um
50.000 eintök, og á Spáni, en þar
hafa selst um 30.000 eintök. í íjöl-
mörgum öðmm löndum hefur plat-
an selst mjög vel. Þess má geta að
hér á landi hefur platan selst í tæp-
8.000 eintökum og var hún
um
önnur söluhæsta plata síðasta árs.
Eiiginn slas-
aðist og
Svanur er
óskemmdur
„ÞAÐ SLASAÐIST enginn í
áhöfiiinni og hvorki farmurinn,
sem er koks, né skipið skemmd-
ist,“ sagði Dagbjartur Kristjáns-
son, skipstjóri á flutningaskipinu
Svani, í samtali við Morgunblað-
ið. Svanur fékk á sig brotsjó við
Færeyjar á föstudagskvöld.
„Það kom smá brot á skipið og
það var enginn í hættu. Togarinn
Stapavík var okkur til halds og
trausts þar til við komumst í var.
Við komum til íslands um miðja
næstu viku,“ sagði Dagbjartur
Kristjánsson. Veðrið við Færeyjar
var mjög slæmt á föstudaginn, að
sögn Dagbjarts.
14 bílar
skemmdir
FJÓRTÁN bílar voru skemmdir
í miðbæ Reykjavíkur á fjórða
tímanum á laugardagsmorgun.
Þrír ungir menn eru grunaðir um
skemmdarverkin og var einn þeirra
handtekinn í nótt. Loftnetsstangir
og speglar höfðu verið rifnir af
sumum bílanna, þeir rispaðir og
dældaðir.
Róleg’ nótt
hjá lögreglu
Laugardagsnóttin var venju
fremur róleg hjá lögreglu í
Reykjavík. Þrátt fyrir nokkurn
eril vegna ölvunar, gistu
óvenjufáir fangageymslur, að
sögn varðstjóra.
Fjórir ökumenn voru grunaðir
um ölvun við akstur og var að heyra
á lögreglu að það væru færri en
menn ættu að venjast.
Átta árekstrar urðu á föstudag
og fram á laugardagsmorgun en
ekki var vitað til að nokkur hefði
meiðst.
hæ
~ítíf
250 milljóna króna villa
hefur fundist í fjárlögum
Þarf kannski að endurflytja flárlagafrumvarpið, segir Ólafiir G. Einarsson
VILLA UPP Á um 250 milljónir króna var í Qárlagafrumvarpi
því sem Alþingi samþykkti þann 6. janúar síðastliðinn. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins uppgötvaðist villan skömmu fyrir sam-
þykkt frumvarpsins, en aðstandendur þess töldu of stuttan tíma
til að leiðrétta hana.
Sighvatur
Björgvinsson,
formaður fjárveit-
inganefndar, vildi
ekkert um málið
segja. Ólafur G.
Einarsson, formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, sagðist hafa
heyrt um þessu villu nýlega. Ef
það kæmi á daginn að vitað hefði
verið um villuna áður en frum-
varpið var samþykkt þyrfti að
bera frumvarpið upp að nýju á
Alþingi. Ólafur R. Grímsson fjár-
málaráðherra kveðst efast um að
eigi að kalla þetta villu og telur
ekki að endurflytja þurfi ijárlaga-
frumvarpið.
Villan er í lið 09-989 um launa-
og verðlagsmál í fjárlögum. Þar
átti að lækka launaútgjöld til að
mæta hærri útgjöldum sem frjár-
veitinganefnd samþykkti. Vegna
mistaka, þegar verið var að reikna
út áhrif 4% gengisfellingar, sem
var 2. janúar, var hin prentaða
tala í útgáfunni sem Alþingi sam-
þykkti 250 milljónum króna hærri
en endanleg niðurstaða ríkis-
stjórnarinnar, eða 810 milljónir í
stað 560 milljóna.
„Ég veit nú ekki hvort á að
kalla þetta beint villu,“ sagði Ólaf-
ur R. Grímsson fjármálaráðherra,
þegar Morgunblaðið spurði hann
um þetta í gær. „En, það urðu
smá mistök hjá starfsmönnum og
embættismönnum við endanlegan
frágang á skjölum, þannig að sú
efnislega ákvörðun sem hafði ver-
ið tekin og kynnt af fjárveitinga-
nefnd og í ræðum og í þingskjali
við aðra umræðu kom ekki endan-
lega fram í einni tölu, en er inni-
falin í niðurstöðutölunum.“
Ólafur var spúrður hvort villan
hafi einhveija þýðingu varðandi
lagalegt gildi fjárlaganna. „Nei,
það get ég ekki ímyndað mér,
heldur er þetta nú bara einu sinni
þannig að það gerast auðvitað
mannleg mistök hjá embættis-
mönnum eins og öðrum.“
„Nei því get ég ekki trúað,“
sagði Ólafur þegar hann var
spurður hvort endurflytja þurfi
fjárlagafrumvarpið eða hluta
þess. „Innra samræmið í fjárlög-
unum er það sem gildir."