Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 14
tl4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 VALUR AR]\ÞÓR8SO]\, VERÐAADI LA\D8BA\KA8TIÓRI Klóknr og séóur sénl- ilmaónr VALUR ARNÞÓRSSON ber það utan á sér að hann er maður valds og virðuleika. Fáguð og yfirveguð fram- koma hans og málfar er í stíl við vandlega snyrt skegg- ið og jakkafötin, sem að sjálfsögðu eru keypt hjá KEA. Ollum ber saman um að Valur sé greindur, duglegur og ósérhlífinn og hafi unnið öll sín störf af atorku og kostgæfiii. Það er ekki auðvelt að finna höggstað á honum, en hann á sér vissulega gagnrýnendur, sem segja hann vera ráðríkan, slunginn og sleipan og hafa ginið yfir of miklu með setu í óteljandi sljórnum og ráðum. Það er þó brátt á enda og hugsanlega finnur söngmaðurinn, náttúruunnandinn og fimm barna faðir- inn Valur Arnþórsson þá meiri tíma fyrir sjálfan sig, þó engum detti í hug að hann muni slá slöku við sem Landsbankastjóri. teikning Pétur Halldórsson Þórarinn Valur Arnþórs- son er fæddur á Eski- firði þann 1. mars 1935, einn af fjórum bömum þeirra Amþórs Jensens. sem var framkvæmdastjóri Pönt- unarfélags Eskfírðinga, og konu hans, Guðnýjar Pétursdóttui Jensen. Ylfingur á Eskifirði Pétur Valdimarsson, tækni- fræðingur og formaður Þjóðar- flokksins var æskuvinur Vals. Hann segir Val hafa verið félags- lyndan og snemma hafa sýnt leið- togahæfíleika í skátafélaginu á Eskifírði. Hann varð ylfíngafor- ingi tíu eða ellefu ára gamall og forystustörf hans hjá skátunum voru óaðfinnanleg. Hann lærði alla hnúta og reglur og var mjög atorkusamur. Valur var „inn- bæingur", en Pétur „útbæingur", en Valur tók aldrei þátt í slags- málum á milli bæjarhluta heldur re)mdi að sætta fylkingamar. Þeir vinimir stunduðu flall- göngur og útivist mikið og gengu stundum á fjöll á sumarmorgnum eftir dansleiki, enda báðir bindindismenn áfengi. Frami hans í Samvinnutrygging- um, eins og annarsstaðar, var jafn, stígandi og hnökralaus, hann varð til dæmis deildarstjóri í end- urtryggingadeild 23 ára að aldri. Samhliða starfi sínu í tryggingunum var Valur virkur í félagsstarfi ungra fram- sóknarmanna í Reykjavík og söng með Fóstbræðrum, þar sem hann var ein af burðarstoðunum í öðr- um tenór, að sögn Ragnars Bjömssonar, kórstjóra. Þegar Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri KEA og stjómar- maður í Samvinnutryggingum, fór að leita að ungum og efnileg- um manni til að taka við af sér beindust augu hans fljótlega að Val. Það varð úr að Valur fór norður sem fulltrúi Jakobs og varð kaupfélagsstjóri 1971. Hann kom sér fljótlega vel fyrir á Akur- eyri og lét sér ekki nægja að taka við stjóm stærsta fyrirtækisins á staðnum, heldur fór hann í bæjar- stjóm - þar sem hann var reyndar einnig arftaki Jakobs MANNSMYND “ maður eftirHuga Ólafsson Frímúrararegl- á Akur- á Landspróf þreytti Valur á Eið- um og þar var hann áberandi í félagslífí, stjómaði dansleikjum og spilaði fyrir dansi. Eftir það fór Valur í Samvinnuskólann, þar sem hann lauk prófí 18 ára gam- all. Skólafélögum hans þar ber saman um að Valur hafi verið góður námsmaður, skipulagður og vel liðinn, þó hann hafí ekki verið leiðtogi í félagslífi nemenda þar. Valur fór tvisvar til náms erlendis í stuttan tíma, til London 1955-56 og til Svíþjóðar 1965. Þó að hann geti vart talist lang- skólagenginn hefur hann alltaf sýnt mikla hæfileika til náms inn- an skóla og utan, lærði til dæmis erlend tungumál og flug. Er- lendur Einarsson, þáverandi framkvæmdastjóri Samvinnu- trygginga, sá efni í unga mannin- um og réð hann til sín í fyrirtæk- ið. Þar starfaði Valur í tólf ár. unnar eyri um tíma. Valur var tvö kjörtímabil í bæjarstjóm og var forseti hennar á árunum 1974-78. Bæði samstarfsmenn hans og andstæðingar þar sem rætt var við bera honum vel söguna. Freyr Ófeigsson, sem starfaði með Val í bæjarstjóm sem fulltrúi Al- þýðuflokks, segir að mjög þægi- legt hafi verið að vinna með Val og ekki hafí borið á ráðríki. Sig- urður Óli Brynjólfsson hefði verið oddviti Framsóknarmanna í bæj- arstjóm og yfírleitt haft orð fyrir þeim, en Valur hefði haft veruleg áhrif og til dæmis beitt sér sem formaður stjómar rafveitunnar og Laxárvirkjunar, sem var samein- uð Landsvirkjun að stórum hluta fyrir tilverknað hans. Sjálfstæðis- maður á Akureyri, sem var í minnihluta bæjarstjómar í forset- atíð Vals, sagði að hann hefði verið virtur af andstæðingum og gert sér far um að vera dipló- matískur í framgöngu þar, þó að SIGURÐUR JÓHANNESSON, aðalfulltrúi KEA: „Valur er þrælduglegur, mjög fljótur aö setja slg inn í mál, dlplómatískur, en samt eitll- haröur og óhræddur við að taka ákvarðanir." hann hefði verið mjög einráður í KEA. Kóngur í kaupfélaginu Fleiri taka í sama streng um „einvaldstilhneigingar“ Vals í Kaupfélagi Eyfírðinga. Einn við- mælandi blaðamanns á Akureyri sagði Val þola það mjög illa að honum sé andmælt og hann safn- aði því hirð Jámanna" í kringum sig. Valur hefði hæfíleika til að setja flesta menn út í hom; hann væri sterkur einstaklingur og hefði andrúmsloft valds í kringum sig. Menn sem töluðu digurbarka- lega um breytingar hreinlega lyppuðust niður þegar þeir stæðu augliti til auglitis við kaupfélags- stjórann sjálfan. Valur hefði ekki eins náin samskipti við starfs- menn sína og Jakob Frímannsson hefði haft, það væri „pýramída- skipulag" í KEA og það færi ekki á milli mála hver ræður. „Valur verður alls staðar að vera kóngur í sínu ríki en hann virðist þó hafa hitt jafnoka sinn í Sambandinu þar sem Guðjón er.“ Fyrrgreindur sjálfstæðismaður sagði að Valur hefði einnig látið til sín taka sem formaður blað- stjómar Dags, þar væru engar ákvarðanir teknar eða skrif um viðkvæm málefni birt án þess að hafa hlotið blessun Vals Amþórs- sonar. Hann sagði einnig, eins og fléiri, að Valur hefði hlaðið allt of mörgum skyldum á sig með setu í ótal stjómum og ráðum, og að það hefði bitnað á rekstri kaupfélagsins. Ofurvald Kaup- félags Eyfírðinga hefur farið held- ur dvínandi á síðari árum, en þeir gagnrýnendur Vals sem blaða- maður ræddi við töldu því þó fara fjarri að Valur væri að yfírgefa sökkvandi skip. í fyrsta lagi væri AKUREYRINGUR sem þekkir vel til KEA: „Valur er mjög fær maður, en hann getur ekki verið á öllum stöðum í einu og hann gerir sér ef til vill ekki grein fyrir takmörkunum sínum." PÉTUR VALDIMARSSON, tæknifræðingur: „Valur er skapstór en yfirveg- aður. Hann er drengur góður og ég héf ekki kynnst annarl hlið á honum, sem ýmsir menn eru að reyna að draga upp.“ slíkt ekki líkt Val og í öðru lagi stæði KEA mjög vel í samanburðí við almennan rekstur Sambands- ins og kaupfélaganna og væri langstærsta og öflugasta kaup- félagið (KEA er 7. stærsta fyrir- tæki landsins með um 1.100 starfsmenn samkvæmt athugun Fijálsrar verslunar). Sem kaupfélagsstjóri í KEA fór Valur fljótlega í stjóm Sambands íslenskra samvinnufélaga og tók við formennsku af Eysteini Jóns- syni 1978. Áhrifamaður í sam- vinnuhreyfingunni sagði að Valur hefði nokkuð gengist upp í for- mennskunni, en mörgum hefði ekki fundist hann vera nógu fast- ur fyrir í þeim skilningi að ekki væri allaf gott að vita hvað byggi undir hjá honum. Hann hefði mátt vera meira opinn og hreinn. Annar viðmælandi sagðist eitt sinn hafa heyrt á ræðu Vals um stöðu framkvæmdastjóra Sam- bandsins þar sem Valur hefði snú- ist hálfan, ef ekki heilan hring frá upphafí til loka ræðu sinnar, sem var hið besta flutt. Þó að einhver styrr hafí verið í kringum Val í formannsstólnum er þó líklegt að hann hefði fengið meirihlutastuðning í sijóminni sem forstjóri Sambandsins á eftir Erlendi Einarssyni. Valur sótti þá stöðu hins vegar ekki nægilega fast, setti til dæmis skilyrði um að fá „rússneska kosningu" í stjóminni. Hugmynd Erlends um gamlan bekkjarbróður Vals í Samvinnuskólanum, Guðjón B. Ólafsson, náði því fram að ganga. Söngmaður og Qölskyldumaður Þó að mestallur tími Vals fari í að vinna hin ótalmörgu ábyrgð- ar- og félagsmalastörf sem hann hefur á hendi hefur hann fleiri hliðar. Valur er góður söngmaður eins og áður er getið og hann spilar á píanó og á harmóniku. Valur studdi Kristján Jóhannsson mikið, bæði persónulega og í gegnum menningarsjóð KEA. Þá má geta þess að Valur las söguna um Búkollu inn á snældu fyrir böm að beiðni Almenna bókafé- lagsins. Hann á sumarbústað, Hraun í Öxnadal, þar sem hann getur fundið frið og stundað úti- vist í stopulum frístundum. Valur kvæntist Sigríði Ólafsdóttur árið 1955 og eiga þau ijórar dætur og einn son á aldrinum 12 til 33 ára. Sigurður Jóhannesson, aðal- fulltrúi KEA, segir að Valur geti vissulega glaðst á góðri stund í vinahópi, en hann kjósi fremur að gefa fjölskyldu sinni þann tíma sem aflögu er. í byijun febrúar verða mikil umskipti í lífí Vals Amþórssonar er hann flyst suður til Reykjavík- ur eftir um 23 ára starf á Akur- eyri og lætur af störfum sem kaupfélagsstjóri og formennsku í stjóm Sambandsins, Samvinnu- trygginga, Olíufélagsins hf, Kaffí- brennslu Akureyrar og Dags, ásamt fleiru. Þeir eru fáir sem efa að Valur Amþórsson sé mjög hæfur í bankastjórastól. Sjálf- stæðismaður sem þekkir Val sagði að hann væri auðvitað ráðinn sem fulltrúi Framsóknar og Sam- bandsins í Landsbankann, en það útilokaði alls ekki að Valur myndi starfa faglega sem bankastjóri; hann gæti þess vegna „gleymt að samvinnuhreyfíngin væri til“. Það er hins vegar engin hætta á að maður með jafn sterkan persónu- leika og jafn sterk pólitísk og við- skiptaleg sambönd og Valur Am- þórsson verði ekki umdeildur enn um hríð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.