Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 17
AÐALSTEINN LEIFSSON háskólanemi Brandaramir gleym- astjafnskjótt Ja, mér finnst það dálítið hlægilegt að vera stöðvaður í miðju Austurstræti í slagviðri, til að svara því hvað mér finnist fyndið,“ segir Aðalsteinn Leifsson háskóla- nemi. „Annars eru það smávægilegu hlutirn- ir í daglega lífinu, sem maður getur brosað að, jafnvel svo árum skiptir. Svo hef ég gaman af óförum annarra en þó einkanlega mínum eigin. Brandarar og annað sem á að vera fyndið, gleymast jafnskjótt og mað- ur hefur heyrt þá. Það sem maður getur heimfært upp á sjálfan sig, festist frekar í minningunni. Dæmi um það er þegar ég var daglangt með gat á buxnarassinum, af því að ég trúði því ekki þegar mér var bent á það og vildi ekki gera félögum mínum það til geðs að gá.“ ' „Sagan sem ég heyrði um manninn sem kenncíi fólki hvemig það ætti að fá sér kaffi án þess að borga fyrir, þykir mér dæmi um góðan húmor. Maðurinn fór á kaffihús og pantaði sér pilsner. Síðan sat hann dágóða stund án þess að snerta drykkinn áður en hann bað um að fá kaffi í staðinn, því hann vildi ekki pilsnerinn. Þjónninn færði mannin- un kaffið, sem hann drakk og bjóst síðan til þess að fara út. Hann var snarlega stöðv- aður af þjóninum sem spurði hvort hann ætlaði ekki borga kaffið sitt. Maðurinn hváði og spurði hvers vegna, þar sem hann hefði fengið það í staðinn fyrir pilsnerinn. „Þú borgaðir pilsnerinn ekki,“ svaraði þjóninn. „Hvers vegna hefði ég átt að borga pilsner- inn, fyrst ég drakk hann ekki?“ GUNNARSSON framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Mest gaman af tví- ræðum orðaleikjum Ríkjandi þáttur í kímnigáfu okkar íslend- inga er Þórðargleði eða ófaragleði og í þeim efnum er ég sjálfsagt ekki alsaklaus fremur en flestir aðrir,“ sagði Kjartan Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. „Mest gaman hef ég þó af orða- leikjum og því þegar menn gera sjálfan sig að skotspæni fyndni sinnar. Tvíræðir orða- leikir geta oft verið mjög skemmtilegir og í þeim efnum eru Englendingar fremstir í flokki. Þessi tegund fyndni er hins vegar tiltölulega skammt á veg komin hér á landi enn sem komið er,“ sagði Kjartan. Hann kvaðst einnig hafa gaman af góðum eftirhermum, en gallinn væri, sá, að í svo litlu þjóðfélagi sem hér, væri hætta á að eftirhermur ofgerðu og festust í sömu hlut- verkunum. „Mönnum hættir til að vera MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 sífellt að herma eftir sömu mönnunum ár eftir ár og þá getur þetta orðið ansi þreyt- andi. Mér fannst Jóhannes Kristjánsson hins vegar góður í áramótaskaupinu og hann náði til dæmis Ólafi Ragnari í smáatriðum. Þáttur Ólafs Ragnars var sá skásti í Skaup- inu en að öðru leyti fannst mér það ekki sérstaklega skemmtilegt," sagði Kjartan. INDRIÐI ÞDRLÁKSSON hagsýslustjóri Kryddaðar frásagnir og smellin tilsvör Gamansögur af náunganum og þekktum persónum er eitt helsta einkenni á skop- skyni íslendinga að mínum dómi,“ sagði Indriði Þorláksson hagsýslustjóri. „íslend- ingar eru dálítið fyrir að gera grín að náung- anum, stundum svolítið blandað háði, án þess þó að það sé mjög meinfysið, svona almennt, þótt auðvitað séu dæmi um slíkt. Gamansögur og kryddaðar frásagnir af spaugilegum atburðum, og smellin tilsvör, er skop að mínu skapi. Ég flokka eftir- hermur til dæmis ekki beint undir fyndni, því mér finnst fyndni fremur tengjast orðs- ins list og innihaldi sögunnar en því að herma eftir fólki.“ Indriði sagði að erfitt væri að fullyrða um hvort skopskyn Islendinga hefði tekið miklum breytingum á undanförnum árum: „Ég býst þó við að slíkt fylgi tíðarandanum • og þetta er kannski fyrst og fremst spum- ing um mismunandi viðhorf kynslóða. Dag- legur veruleiki miðaldra fólks er annar en unglinga og mismunandi skopskyn byggist kannski fremur á því en að kímnigáfan sé að breytast í tímans rás. Þessi skírskotun til þess sem efst er á baugi í stjórnmálum höfðar til dæmis frekar til eldra fólks en þess yngra, þar sem aftur á móti ærsla- fyndni og uppákomur eiga meiri hljóm- grunn. Það mun þó líklega breytast í tímans rás, þegar þetta fólk verður eldra. Hvort það verður svo aftur eins og við eram í dag með tilliti til skopskyns er hins vegar ósvör- uð spurning.“ ERNA INDRIBADÓTTIR deildarstjóri hjá RÚV Reyni að horfa á björtu hliðamar Orðaleikir og hnyttin tilsvör era meðal þess sem ég hef gaman af. Svo fínnst mér alltaf skemmtilegt, þegar fólk gerir grín að sjálfu sér, en það skiptir auðvitað geysilegu máli, hvernig sagt er frá og við hvaða tækifæri," segir Ema Indriðadóttir, deildarstjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri. „Eftir því sem ég eldist, horfi ég frekar á björtu hliðamar. Ég tel mig vera fremur alvöragefna, en er svo heppin að búa og vinna með frábæram grínistum og hermi- krákum, sem hressa upp á tilverana." Ema segist eiga það sameiginlegt með flestum landsmönnum, að fínnast gaman- Ieikaramir okkar skemmtilegir. „Mér þykir þau Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigur- jónsson og Laddi oft á tíðum skapa alveg drepfyndnar persónur. Af rithöfundum, sem geta fengið mig til að skella upp úr, nefni ég Flosa Ólafsson og Steinunni Sigurðar- dóttur. Og úr daglega lífínu má nefna að íslensk stjómmálaumræða tekur oft á sig skoplegar myndir; tilstandið vegna alheims- fegurðardrottninganna, sem ganga um með borða og kórónur við öll möguleg tækifæri er bráðfyndið og Dallas-sjónvarpsþættimir þóttu mér óskaplega fyndnir. Núna skilst mér að þeir séu jafnvel orðnir ennþá hlægi- legri.“ Era konur lélegri grínistar en karlar? „Nei, alls ekki. Vissulega era gamanleik- konumar fáar en ég tel skýringuna á því vera þá, að konur era ekki áberandi í topp- stöðum og það á við um gamanleik eins og annað. Þær hafa oft ekki aðstöðu og sama tíma og karlar til að helga sig algerlega sínu starfí. En margir bestu húmoristanna sem ég þekki, era konur, þannig að líklega er þetta einstaklingsbundið eins og annað.“ GUÐBJÖRG GUÐMUNDSBÓTTIR bókmenntafræðing- ur Lífið sjálft er broslegt Mér fínnst lífíð sjálft mjög fyndið. Mörg- litlu atvikanna í hversdagslífínu era brosleg og ég hlæ oft að því eftirá sem hefur verið að angra mig og ég hef haft áhyggjur af. En mér fínnst ekkert hlægilegt við ófarir annarra,“ segir Guðbjörg Guð- mundsdóttir, bókmenntafræðingur. „Dæmi um það sem mér fínnst fyndið, gerðist þegar ég fór í fyrsta flug sem flug- freyja fyrir þrettán árum. Það var til Kaup- mannahafnar, með millilendingu í Ósló. Þar átti ég að fara með gamla konu í hjólastól inn í flughöfnina, sem tók sinn tíma. En þegar mér hafði tekist að koma henni á áfangastað og ætlaði að fara út aftur, var ég ekki með neitt kort sem sannaði að ég væri flugfreyja. Starfsmennirnir á flugvell- inum vildu ekki hleypa mér út án þess og ég fór að leita að einhverjum sem gæti hjálp- að mér. Þegar ég svo loksins komst út, var flugvélin farin. Ég hafði aldrei flogið til Ósló og skildi ekkert í því hvemig ég gæti gleymst. En þá var svo dýrt fyrir flugfélag- ið að vera á eftir áætlun, að það var ákveð- ið að taka mig í bakaleiðinni. Þetta fannst mér hræðilegt þá en ég hef oft hlegið að þessu síðan.“ Hefur kímnigáfa landans breyst á und- anfömum áram? „Húmor breytist eflaust með tíðarandanum. Fólk lepur gjaman uþp eftir öðram í litlu samfélagi, skop eins og annað. En svo hefur hver aldurshópur sinn húmor, eftir þroska, og það helst áreiðan- lega óhreytt." PÁLL VILHJALMSSON blaðamaður Tilviljanimar fyndnastar Mér fínnst afskaplega leitt að frétta af óföram annarra. Auðvitað brosi ég stundum að mistökum annarra en ef ég veit að þau hafa valdið sársauka, þá hverf- ur brosið um l_eið,“ segir Páll Vilhjálmsson blaðamaður. „Ég held að þær sögur og þeir brandarar, sem eigi að vera fyndnir, missi oft marks. Það era tilviljanimar sem era fyndnar, það sem átti ekki að vera fyndið. „Eitt get ég nefnt sem ég get enn hlegíð að. Þegar kvikmyndin Amadeus var sýnd hér á landi fyrir nokkram áram, þótti éitt af fyndnari atriðum myndarinnar hinn skræki og strákslegi hlátur leikarans sem fór með aðalhlutverkið. í nokkrar vikur á eftir mátti heyra sams konar hlátur á skemmtistöðum og annars staðar þar sem hlegið var. Mér þótti sérstaklega fyndið hvað fólk er áhrifagjamt, að tískufyrir- brigði geti haft svona mikil áhrif á hvað fólki fínnst skemmtilegt." Páll telur íslendinga ekki hafa góðan húmor, þar sem það versta við hann sé ánægjan yfír óföram annarra. „En ég get ekki sagt til um það hvort ég sé frábragð- inn öðram að þessu leyti, þar sem enginn er dómari í eigin sök.“ JÓHANNES KRISTJÁNSSON háskólanemi og eftirherma Fyndni má ekki útskýra Um helstu einkenni á íslenskri fyndni vísa ég beint í Alþýðubók Halldórs Laxness, þar sem segir að hún sé venjulega öfgamynd sérstaks þjóðlegs einkennis eins og fram kemur í orðum, látbragði eða at- hæfí einhverrar tiltekinnar persónu," sagði Jóhannes Kristjánsson háskólanemi og eftir- herma. „Hvað sjálfan mig varðar fínnst mér hið daglega líf fyndnast og erfítt að draga þar eitthvað út úr. Fyndni felst oft í atvikum sem tengjast einhveijum persónum og að- stæðum í kringum hana. Best er ef ég þekki persónuna og sögu hennar, hvemig hún bregst við á alla lund, með orðfæri, mál- hreim, limaburði, að ég tali nú ekki um svipbrigði. Fyndnasta fólk í heimi er fólk sem segir fátt, en menn geta skynjað það, hver á sinn hátt. Fyndni er nefnilega naum og það má ekki útskýra hana.“ SKOPSKYN ISLENDINGA Á STURLUNGAÖLD Það kraumaði ogvallaf spotti og spéi „Skopskyni íslendinga fyrr á öld- um verða ekki gerð skil í örfáum orðum, en í fomritum okkar má auðvitað lesa margt sem varpar ljósi á kímnigáfu manna á þess- um tímum. Mér finnst til dæmis margt í Sturlungu alveg logandi fyndið, þótt hugsanlegt sé að þetta hafi verið mikil alvara í þá daga,“ sagði Árni Björnsson þjóðháttafræðingur er hann var spurður um skopskyn íslendinga á Sturlungaöld. * Arni vlsaði-í þessu sambandi á rit Einars Ólafs Sveinssonar, Sturlungaöld, en þar er kafli sem ber yfírskriftina „Gamanrúnir og eljaragletta" og fjallar um gaman- semi Sturlungaaldarmanna. Þar segir m.a.: „Það kraumaði og vall um land allt af spotti og spéi eins og í nomakatli. Jafnslqótt og eitt- hvað sögulegt bar við, vora ortar um það vísur, sem hver nam af öðram og bárast á skömmum tíma landshoma á milli; stundum vora það eins konar tíðavísur, sem lítið gerðu annað en varðveita í stuðla skorðum minningu atburðanna, stundum vora þær ortar til lofs, en miklu oftar bjó í þeim gaman og gletta, eða þær vora háðslegar og sneiðilegar, stundum fullar af eitri og ólyQan, ætlaðar til að særa og sverta og niðra.“ Einar Ól. Sveinsson segir enn- fremur að Sturlunga beri vott um, að flimtingar bæði í samföstu máli og sundurlausu hafí vaðið uppi á þessum tíma og nefnir fáein dæmi, þar á meðal af viðsjám milli Víðdæla og Miðfirðinga, sem að nokkra sprattu af kvennafari Víðdæla í Miðfírði. Vestur þar lá níðskældni í landi, og höfðu hlotist manndráp af. Fór illur orðasveimur milli hér- aða, og hófu þá „Víðdælir þat spott, er þeir kölluðusk gera meri ór Miðfirðingum, ok var Þorbjörn Bergsson hryggrinn í merinni, en Gísli bróðir hans gregrinn, en synir Gísla fætmir, Oláfr Magnússon lærit, en Tannr Bjamason arsinn; hann sögðu þeir skíta á alla þá, er við hann áttu, af hrópi sínu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.