Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
13.tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Fyrsti fundur bresks ráðherra með Arafat:
Israelar verða „skildir eftir“
gangi þeir ekki til samninga
Túnis. Reuter.
BRESKUR ráðherra sagði að loknum fimdi með Yasser Arafat, leiðtoga PLO, Frels-
issamtaka Palestínumanna, að ísraelar yrðu „skildir eftir“ gripu þeir ekki tækifær-
ið og tækju upp samninga um framtíð Palestínumanna. Var þetta í fyrsta sinn, sem
breskur ráðherra ræðir við Arafat.
Vilja sameig-
inlegt ritmál
inúítaþjóða
GRÆNLENDINGAR
ætla að beita sér fyrir
því á þessu ári, að
frumbyggjaþjóðimar
á norðurheimskauts-
svæðinu — í Alaska,
Kanada, Síberíu og
Grænlandi — taki upp
sameiginlegt ritmál.
í samstarfi Græn-
lendinga við aðra inúíta er enska aðal-
málið, en inúítar skilja talmál hverjir
annarra — með erfiðismunum þó. I
fyrstu lotunni ætlar Jonathan Motz-
feldt, formaður landsstjórnarinnar,
sem átti hugmyndina, að einbeita sér
að Kanada og Alaska og leggja til við
inúita þar, að grænlenska ritmálið
verði sameiginlegt ritmál. Inúítar í
Kanada eiga ritmál, sem byggt er á
samstöfum, það er að segja að ritmáls-
táknin samsvara atkvæðum í orðum,
líkt og í japönsku. Inúítar utan Kanada
em ekki læsir á það.
Noregur:
Sakaður um
81 íkveikju
Ósló. Reuter.
Norðmaður nokkur hefiir verið
ákærður fyrir 81 íkveikju víðs vegar
um Suður-Noreg á síðastliðnum þrem-
ur ámm. Er tjónið, sem eldamir ollu,
metið á rúman miHjarð ísl. kr. Talsmað-
ur ríkissaksóknara í Noregi sagði, að
maðurinn, sem er 36 ára að aldri, ætti
yfir höfði sér 21 árs fangelsi yrði hann
fundinn sekur. Verður málið tekið fyr-
ir í næstu viku.
Deyja úr kulda
í Bangladesh
Dhaka. Reuter.
YFIRVÖLD í Bangladesh hafa ákveðið
að loka öllum skólum i sumum hémðum
í norðurhluta landsins vegna óvenju-
legra kulda. Síðustu tvo daga hafa þeir
valdið dauða 20 manna. I Dinajpur-
héraði var hitinn ekki nema 4,5 gráður
á Celsíus í gær og þar hafa níu látist
og 11 í Rajshahi-héraði.
Þetta nýbyijaða ár getur skipt sköp-
um. Nú höfum við tækifæri og ef
við nýtum það ekki er óvíst, að það gefist
aftur,“ sagði William Waldegrave, aðstoðar-
utanríkisráðherra Breta, á föstudagskvöld
að loknum tveggja tíma fundi með Arafat
í Túnisborg í Túnis.
„Þessi fundur er til marks um ný viðhorf
innan bresku stjómarinnar og ísraelar, sem
vilja vita hvað klukkan slær, verða að átta
sig á því, að tímarnir eru að breytast. Ef
þeir gera það ekki, verða þeir skildir eftir,“
sagði Waldegrave.
Waldegrave og Arafat ásamt mörgum
frammámönnum innan PLO ræddu aðallega
um alþjóðlega ráðstefnu um frið í Miðaust-
urlöndum og hvemig best væri að koma
henni um kring. ísraelar eru andvígir henni
og Bandaríkjamenn hafa hingað til lagt
mesta áherslu á beinar viðræður ísraela og
Palestínumanna. Segja ísraelar, að hug-
myndir PLO séu aðeins tilraun til að tortíma
ísrael en Bretar og önnur Evrópuríki segja,
að þær séu þær raunhæfustu, sem fram
hafí komið í áratugi.
Waldegrave sagði, að ekkert væri því til
fyrirstöðu, að Arafat yrði boðið til Bretlands
ef það gæti orðið til að þoka málum áleiðis
og tók síðan upp útsaumaðan, palest-
ínskan púða og sagði: „Eg verð ekki í rónni
fyrr en ég get gengið eftir götu og keypt
svona djásn, palestínskan grip, i landi, sem
er ykkar eigið.“ „Það er búðarhola í Lond-
on . . .,“ sagði þá einn aðstoðarmanna
Arafats. „Nei, ég vil kaupa hann í ykkar
landi,“ áréttaði Waldegrave.
SENDIHERRAR STÚRVELDANNA