Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989
„Eitthvað það
iðnasta sem
maður á“
Fyrlr þrjátíu árum birtist
grein í íslensku tímariti um
vinnuálag húsmæðra. Hún
sýnir skemmtilega tíðarand-
ann, þótt hún sé dálítið afkára-
leg í orðavali.
Lesandinn er til
dæmis þéraður
í bak of fyrir.
Til hugarléttis
er rétt að geta
þess að greinin
virðist vera
þýdd úr dönsku.
Þýðandinn get-
ur hvorki eigin nafns — né
höfundar — og þessi hæverska
kemur honum liklega til góða
— núorðið.
Greinin er skrifuð með fögrum
ásetningi, „til þess að fyrir-
byggja,“ segir hinn nafnlausi
höfundur. Hún á sem sé að
koma í veg fyrir það slys að „ef
kona yðar . . . biður yður að
hjálpa sér við að þvo upp eftir
matinn", þá segið „þér“ nei.
Hjálpa sér, það er nefnilega
það. En neitunina segir höf-
undurinn leiða til þess „að
framvegis verðið þér af sið-
ferðisástæðum samt sem áður
neyddur til þess að vera vinnu-
kona eftir kvöldmatinn“.
Hræðileg örlög. Siðan segir
orðrétt: „Sannleikurinn er
nefnilega sá að einhver miður
góður Ameríkani hefur reikn-
að út að konan (í þessu sam-
bandi húsmóðirin), er eitthvað
það iðnasta (sic) sem maður
á.“ í framhaldinu fer höfund-
urinn út í alls kyns skemmti-
lega útreikninga, svo sem hvað
sá stafli væri hár, ef hægt
væri að hlaða honum upp, sem
yrði til af öllum þeim diskum,
bollum, hnífum og göfflum
sem hún, já eða „það“, þvær
upp „á tímabilinu frá hveiti-
brauðsdögum að silfurbrúð-
kaupinu“. Til fróðleiks er rétt
' að geta útkomunnar: 1800
metrar.
Gamall fróðleikur verður
einatt afkáralegur og fyndinn.
Hann er það líka í þessari
grein. En sérstaklega var samt
það orðalagið „það iðnasta sem
i maður á“, sem vakti athygli
mína. Talað er um konur eins
I og hver önnur tól sem karlar
■ eiga. Margir karlar tala reynd-
j ar enn niður til kvenna, og þá
: kannski verst þegar þeir ætla
| að hæla þeim. Þetta sést til
] dæmis þegar menn ræða um
f það, eins og það sé sérstaklega
> fréttnæmt, að konur séu góðir
rithöfundar, frambærileg tón-
skáld, sæmilegir myndlistar-
menn, haldi góðar ræður eða
kunni að aka bíl. Á bak við
þess háttar umræðu felst við-
horf sem mætti orða svona:
„Þær geta þetta greyin, þótt
þær búi við þessa erfiðu fötlun,
að vera konur.“ Mér finnst líka
reyndar stundum undarlega
stutt í þetta viðhorf hjá sumum
þeirra sem hæst tala um „eigin
reynsluheim kvenna". En
þrátt fyrir allt held ég að sá
greinahöfundur sem nú,
þijátíu árum síðar, tæki sér í
munn orðalagið „eitt það iðn-
asta sem maður á“ um konuna
sem hann býr með, þyrfti ekki
að kemba hærurnar við
greinaskrif. Ja, nema þá að til
greina kæmi að fá hann til
þess að skrifa annað slagið í
dálkinn „Konur“ í Morgun-
blaðinu. Það yrði kannski fjör-
■ugt.
AÐDAENDABRÉF
P.S. Attu
kærustu
Það er kominn tími til þess að
fá að glugga í alvöru aðdáenda-
bréf þó að það sé ekki stílað á
mann sjálfan. Okkur, sem aldrei
höhim fengið ástar- eða aðdá-
endabréf inn um bréfalúguna og
á hinn bóginn aldrei hvarflað að
manni, nema kannski í óráði, að
skrifa draumagoðinu, þykir
kannski forvitnilegt að fá að
hnýsast eilítið inn í veröld þessa.
Vafalítið eru þeir Garðar Thor
Cortes og Einar Örn Einarsson
einu íslensku sjónvarpsleikaramir
sem yljað hafa jafn mörgum ungl-
ingsstúlkum á jafn skömmum tíma
um hjartarætur. Hér gefst lesend-
um tækifæri til þess að líta tvö ólík
sýnishorn af aðdáendabréfum.
BRÉF 1
„Ég er þrettán ára stúlka frá
Þýskalandi. Ég er ljóshærð og blá-
eygð, og 1,67 cm á hæð. Ég er ein-
lægur aðdáandi ÞINN, Michaels
Jacksons og Pasadenas. Uppáhalds-
löndin em ísland og Noregur. Ég
horfði á þættina „Nonni og Manni“
og var alltaf mjög spennt yfir því
hvað myndi gerast næst. Ég fór svo
pg keypti bókina í næstu bókabúð.
í „Bravo“ var frábær grein um
ykkur Einar.“ (Nokkrar spumingar
um áhugamál fylgja.) „Þetta vom
miklu skemmtilegri þættir en jóla-
þættirnir í fyrra. Þú hefur frábæra
rödd. Hvað ertu gamall? Ó, auðvitað
veit ég það. Ég vona að þú skrifir
mér FLJÓTT. Kannski, ef þú vilt,
gætum við verið pennavinir. Ef þú
skrifar mér verð ég mjög glöð, en
ef ekki, verð ég óhamingjusöm og
skrifa þér aftur. En ég mun bíða á
hveijum degi eftir bréfinu frá þér.
GERÐU ÞAÐ, GERÐU ÞAÐ,
GERÐU ÞAÐ. Þinn einlægur aðdá-
andi, að eilífu. Sabína.
P.S. Hvemig segir maður „Ég
elska þig“ á íslensku?
BREF 2
„Ég sá þættina um „Nonna og
Manna“. Þeir vom mjög góðir.
Myndin var svo raunvemleg að það
var eins og ég væri einnig þátttak-
andi í atburðarásinni. Fyrir tveimur
ámm ferðuðumst við systir mín um
Morgunblaðið/Charles Egill Hirst
ísland. Við þekktum „Nonna-
bækurnar" og höfðum mikla
ánægju af myndinni. Ég vil þakka
þér fyrir dásamlega jólagjöf. Kærar
þakkir, Ute.
Ekki verða sýnishomin fleiri en
rétt er að geta þess að bréfin frá
ungu stúlkunum enda gjarnap á
mikilvægri spumingu: „P.S. Áttu
kærustu."
Garðar Thor
Cortes og Einar
Örn Einarsson
að glugga í eitt
af fyrstu bréf-
unum sem bár-
ust, en nú eru
bréfin um tvö
þúsund talsins.
HÆFILEIKAR
ðgirblieh lás í mutsuarh amakíl
Suðurskautshafinu og sú næsta
skeði í frumskógum Suður-
Ameríku."
Böðvar hefur búið í Þýskalandi
og talar þijú tungumál fyrir utan
íslenskuna, þýsku, dönsku og
ensku. Hin tvö síðamefndu lærði
hann af blöðum og bíómyndum! ís-
lenskan er honum vitaskuld tömust
en hann segist ekki eiga í erfiðleik-
um með að svara afturábak á öðmm
tungumálum.
— Hvað ætlar Böðvar að verða
þegar hann er orðinn stór?
„Gim ragnal ða aðrev ranok-
srevhnie rinkæl."
Hvað er það sem hann langar til
að verða?
Og hvað skyldi það nú þýða? Heilbrigð sál í hraustum líkama! Það
var ellefu ára drengur, Böðvar Yngvi Jakobsson, sem sneri þessari
setningu við á sekúndu. Honum er margt til lista lagt og er meðal
annars gæddur þeim einstaka hæfíleika að geta samstundis skynjað
hvernig orð, og jalhvel setningar, eru afturábak.
Eg æfði mig einu sinni á teikni-
myndasögu sem ég las, þar
sem sumar söguhetjurnar töluðu
afturábak, sem sitt tungumál, og
þá langaði mig að geta það líka.
Svo varð það bara þannig að ef ég
sá eða heyrði eitthvert orð sagt
áfram þá vissi ég strax hvernig það
var afturábak."
Áhugamál? „Mér finnst mest
gaman að lesa og teikna. í skólan-
um finnst mér mest gaman að
móðurmáli og stærðfræði Svo skrifa
ég stundum þegar ég fæ góða hug-
mynd. Annaðhvort einhveija
gríndellu eða þá eitthvað meira
spennandi. Ég skrifaði til dæmis
sögu sem gerðist undir ísnum í