Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 ATVINNU /RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVINNUAUGLÝSINGAR Hj úkrunarfræðingar eftirsóttir Ef marka má atvinnuauglýsingar Morgunblaðsins í dag eru hjúkrunarfræðingar væntanlega eftirsóttasta starfsgreinin á vinnumarkaðinum um þessar mundir. Alls birtast í blaðinu 9 auglýsingar þar sem auglýst er eftir einum eða fleiri hjúk- runarfræðingum til starfa víða um land. Borgarspitalinn auglýir þannig eftir hjúkrunarfræðingum til starfa við sex deildir spítalans, og Ríkisspítalamir auglýsa eftir aðstoðar- deildarstjóra og hjúkrunarfræðingum á geðdeild. Þá eru bæði St. Jósefsspítalinn í Hafnarfirði og Hrafnista í Hafnar- firði að leita að hjúkrunarfræðingum, amk. tvær deildir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri sömuleiðis auk sjúkrahús- ana á Blönduósi og Hvammstanga. Loks er Rannsóknar- stofa Háskóla íslands í lífeðlisfræði að leita að BS-líffræð- ingi eða BS-hjúkrunarfræðingi til starfa við tölvuúrvinnslu á rannsóknarverkefni í hálft til eitt ár. Norræn atvinnumiðlun Um þessar mundir er að hefjast atvinnumiðluiiin Nordjobb — 89 og í dag auglýsir verkefnisstjórinn hér á landi bæði eftir atvinnurekendum á Íslandi sem hafa áhu'ga á að ráða til sín ungt fólk frá hinum Norðurlöndunum í sumar og einn- ig eftir ungi fólki frá íslandi á aldrinum 18-26 ára sem hefur áhuga að fara til starfa hjá fýrirtækjum á hinum Norðurlöndunum. Yfirumsjón með þessari atvinnumiðlun hefur sj álfseignarstofnun á vegum Norrænu iðnþróunarstofn- unarinnar (Gyllenhammar-hópsins) og Norrænu félaganna á öllum Norðurlöndum. Störf sem bjóðast eru á sviði iðnaðar, þjónustu, verslunar og landbúnaðar. Reiknað er með að um 100 íslensk ungmenni fái sumarvinnu á hinum Norðurlöndun- um og að svipaður fjöldi komi hingað til vinnu. Miðað er við að vinna fari fram á tímabilinu frá júní-byijun fram í miðjan september. Allar upplýsingar hér á landi fást hjá Norræna félaginu. RAÐAUGLÝSINGAR Asgrímur og Kjarval Sámkvæmt tveimur raðauglýsingum í blaðinu hér á eftir eru gömlu meistaramir á sviði málaralistarinnar í miklu dálæti núna. Þannig auglýsir Gallerí Borg í dag og segist þar hafa verið beðið um _að útvega málverk eftir Jóhannes Kjarval, olíumynd eftir Ásgrím, Gunnlaug Blöndal, Jón Stefánsson, Svavar Guðnason og fígúravífa mynd eftir Þorvald Skúla- son. í hinni auglýsingunni er auglýst eftir málverkum, eink- um eldri meistara á borð við Ásgrím Jónsson, Jón Stefáns- son, Blöndal og Kjarval. í auglýsingu Gallerí Borgar kemur fram að 18. listmunauppboðið í samvinnu við Listmunaupp- boð Sigurðar Benediktssonar hf. verður haldið hinn 12 febrú- ar nk. SMÁAUGLÝSINGAR Helgargangan Á vegum Útivistar hefst í dag framhald af „strandgöngu í landnámi Ingólfs" frá síðasta ári og er ætlunin að ganga með ströndinni frá Reykjavík í Brynjudalsvog og áfram á mörkum landnáms Ingólfs niður að Olfusárósum í 21 ferð. í ferðinni í dag sem hefst kl. 13 liggur leiðin úr Grófinni, inn í Laugarnes og áfram þaðan inn í Elliðavog samkvæmt auglýsingu frá Útivist. Ferðafélagið fer hins vegar á sama tíma göngu frá Skeggjastöðum að Tröllafossi og á Þríhnúka og Stardalshnúk en ferðin endar í Stardal. Bankastofíianir hafa í auknum mæli tilkynnt um sérstakar sparnaðarráðstafanir sem m.a. felast í lokun síðdegisafgreiðslu og að ekki er ráðið í stað þeirra sem hætta störfum. Erfíðara atvinnuástand meðal hankastarfsmanna Hafa aldrei veríð fleiri en um síðustu áramót í KJÖLFAR samdráttar í þjóðfélaginu hafa a.m.k. þrír bankar tekið upp þá ste&iu að ráða ekki starfsfólk í stað þeirra sem hætta störfum. Þannig hefur Iðnaðarbankinn til- kynnt að stefnt skuli að 5% fækkun starfs- manna á þessu ári og eins hafa Lands- bankinn og Búnaðarbankinn hætt nýráðn- ingum. Samtímis hefur það gerst að mun minna er nú um að bankastarfsmenn segi upp sínu starfi en áður. amkvæmt upplýsingum Einars Arnars Stefánssonar, fram- kvæmdastjóra, Sambands íslenskra, bankamanna hafa fleiri atvinnu- leysistilkynningar borist til sam- bandsins á undanfömum vikum en áður. Sagði Einar að vart liði sú vika að ekki bærust einhvetjar til- kynningar til þeirra, én til að fá atvinnuleysisbætur þyrfti SÍB að skrifa upp á umsóknirnar. Ef sam- anburður væri gerður nokkur ár aftur í tímann hefðu umsóknir áður verið örfáar á ári eða á bilinu 5-10. Fyrir áramót tilkynntu Iðnaðar- banki og Búnaðarbanki um sparn- aðaraðgerðir með síðdegislokun o.fl. og síðastliðinn föstudag til- kynnti bankastjóm Landsbankans að hún hygðist láta fara fram við- amikla úttekt á rekstri bankans. Sverrir Hermannsson sagði á fundi með fréttamönnum að ef úttektin leiddi í ljós að unnt væri að fækka starfsfólki yrði hún framkvæmd af mikilli nærfærni. Hjá Landsbankan- um væri mikið um mannaskipti og reynt yrði að raska sem minnst einkahögum fólks. Kom fram á fundinum að um 1050 stöðugildi voru hjá hjá Landsbankanum um áramótin en starfmenn em hins vegar nokkuð fleiri. Björg Árna- dóttir, formaður starfsmannafélags Landsbankans, sagði á fundinum að starfsfólk væri fremur jákvætt gagnvart fyrirhuguðum breyting- um innan bankans og að loforð lægi nánast fyrir um að starfsfólki yrði ekki sagt upp. Ef til fækkunar kæmi gerðist það á löngum tíma. Bankamenn voru um áramót um 3.800 og hafa aldrei verið fleiri. Árið 1983 voru þeir 2.657, 1985 var fjöldinn kominn upp í 3.300, árið 1987 3.483 og 1988 voru þeir orðnir 3.658, sem er 5% aukning milli ára. Til samanburðar má geta þess, að aukningin á Norðurlöndum var þessi: Danmörk 3,7%, Finnland 3,8%, Noregur 6,0% og Svíþjóð 4,0%. Höfti: Atvinnu- ástandgott Höfii, Homarfirði ATVINNUÁSTAND á Höfn í Homafirði er með ágætu móti um þessar mundir. Hafiiarhrepp- ur er að hefja byggingu á kaup- leiguíbúðum, og horfa heima- menn til verkefiia í tengslum við þær, þrátt fyrir að aðalverktaki sé utanaðkomandi. Vertíð er ný- léga hafin frá Höfh, og þykir stefiia í að hún verði í góðu meðallagi. Þá hefur nokkuð borist af síld til Hafnar. Kaupfélagið tók þá ákvörðun að grípa ekki til lokana í frystihúsi sínu, en fjöldi bæjarbúa hefur atvinnu af frystihúsinu. —Fréttaritari Ólafsvík: Vantar fólk á vertíð ólafevtk. VERTÍÐ er að fara í gang. Nokkrir bátar byija með línu en aðrir með net eða dragnót. Tölu- vert vantar af fólki, bæði á sjóinn og eins til landvinnu. Hátíða- og skemmtanahöld um jól og áramót voru hér með hefð- bundnum hætti og fóru vel og slysa- laust fram. Fjölmenni var við guðs- þjónustur þar sem sóknarprestur okkar, séra Friðrik J. Hjartar pred- ikaði. Helgi Eyrarbakki: Míkilásókn í vinnu hjá Alpan Eyrarbakki MIKIL ásókn heftir verið í vinnu hjá fyrirtækinu Alpan á Eyrarbakka síðan það aug- lýsti eftir starfsfólki fyrir nokkru. Eins og kunnugt er framleiðir Alpan álpönnur, aðallega til útflutnings, og vegna anna var tekin sú ákvörðun að fjölga starfs- fólki. Á Eyrarbakka er annars ágætt atvinnuástand, linnu- laust er unnið í fiskverkunar- húsinu Fiskiver, við fisk- þurrkun og skreiðarvinnu. Unnið hefur verið af fullum krafti að viðhaldsviðgerðum á frystihúsinu, og á meðan hefur nokkur fjöldi starfsfólks þess verið á atvinnuleysisskrá. Vinna þar hefst að nýju von bráðar. Vertíð hefst að líkindum um mánaðarmótin. Þá voru steyptir upp grunnar af ijórum íbúðum í haust,—Óskar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.