Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 23 Ópera í Aðaldal Eg veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður hér á landi, sagði Sigmar Ólafsson, skólastjóri Hafralælq'arskóla, í samtali við Morgunblaðið. Um- ræðuefnið var uppsetning ópe- runnar Amal og næturgestimir, eftir Gian Carlo Menotti, í Hafra- lækjaskóla í Aðaldal. Og Sigmar var ekki að ijalla um óperuna sem slíka, heldur þá staðreynd að þetta er sameiginlegt verkefni nemenda skólans og foreldra þeirra, en það hlýtur að vera einsdæmi að for- eldrar og böm taki sig saman og setji á svið jafn viðamikið verk- efni og ópem. Raunar er tónlistarhefðin í Hafralækjaskóla ákaflega sterk, enda er tónlist kennd sem val- grein í skólanum, og skólinn hefur á að skipa tveim úrvals tónlistar- kennumm, Robert og Juliet Faulkner. Þau hafa unnið mesta þrekvirkið við þessa uppsetningu, að sögn Sigmars. M.a. þurfti Ro- bert að útsetja tónlistina, þar sem óperan er skrifuð fyrir miklu stærri hljómsveit en Hafralækjar- skóli hefur á að skipa. „Við höfum sett upp söngleik áður á árshátíðum skólans, en þetta að langviðamesta verkefnið til þessa. Það er búið að vera draumur minn lengi að setja upp ópem með þátttöku foreldra og bama. Og nú er þetta sem sagt orðið að vemleika." En það er meira en að segja það að setja upp ópem með þátt- töku 36 nemenda og 23 fullorð- inna, auk þeirra sem starfa utan- sviðs við búningahönnun og sauma, ljós, sviðsmynd ofl. „Aðal- vandamálið hefur einmitt verið að finna æfingatíma sem hentaði öllum. Það er auðvitað svolítið erfítt í sýningu, þar sem t.d. tveir þáttakenda em starfandi lög- regluþjónar og ekki á sömu vakt, og einn ekur flutningabíl milli Húsavíkur og Reykjavíkur. En einhvernveginn hefur þetta tekist hjá okkur, og þá aðeins með mik- illi fórnfýsi og skilningi þátttaka- enda sem hafa fórnað dýrmætum tíma sínum í önnum jólanna til þess að sýningin gæti orðið að vemleika. En þa hefur einnig hjálpað okk- ur mikið hér að í sveitunum í kring er mikið um góða söngmenn, sem Á æfingu: F.v. Margrét Bóasdóttir, Valur Klemensson, Baldur Kristjánsson, Baldvin Kr.Baldvinsson og Baldur Benediktsson. Sigmar Ólafsson, skólastjóri Hafralækj arskóla. em vanir kórstarfí. Og við emm með ópemsöngkonu í aðalkven- hlutverkinu, það er Margrét Bóas- dóttir, og Rangárbræður, Baldur og Baldvin em landþekktir af söng sínum,“ sagði Sigmar. Operan Amal og næturgestirnir verður fmmflutt laugardaginn 17. des og síðan em sýningar fyrir- hugaðar á sunnudag og mánu- dagskvöld. Fleiri sýningar verða svo ekki fyrir jól, en þráðurinn tekinn upp síðar, ef vel gengur. Það er víst óhætt að taka und- ir það að sýningin af þessu tagi hlýtur að vera einsdæmi. Og raun- ar skoðun margra og hvergi á landinu hefði þetta verið hægt, þ.e. að setja upp ópem í samvinnu bama og foreldra, nema einmitt í Hafralækjarskóla í Aðaldal. HÚSGAHGflR okkar á tnilli. .. ■ KÍNVERSK hjón sem hafa brotið hjúskaparlög landsins og neita að skilja eiga á hættu að vera sektuð eða send í þræikun- arbúðir. Ólögleg hjónabönd verða æ algengari í Kina og því hafa yfirvöld gripið til þessara hegningarráðstafana. Hjónabönd karlmanna undir 22ja ára aldri og kvenna undir 20 ára eru ólögleg. Á síðasta ári skildu sex milljón hjón sem höfðu ekki náð tilskildum giftingar- aldri. Yfirvöld taka strangt á þessu af því að þau telja eins- barns fjölskyldustefnuna í hættu ef fólk giftir sig of snemma. - AB. ■ SVÍAR og Þjóðveijar vita mest um heiminn, Englendingar, ítalir og Mexíkanar minnst. Það kom fram í könnun sem Gallup gerði í níu löndum. Þátttakendur áttu að merkja Japan, Mexíkó, Víetnam, Svíþjóð, Egyptaland, Bandaríkin, Sovétríkin og Mið- Ameríku eða Persaflóa inn á kort sem hafði aðeins útlinur heimsálfanna. Svíar og Þjóðveij- ar gerðu það að meðaltali ellefu af sextán sinnum rétt, Banda- ríkjamenn 8,6 sinnum og Bretar 8,5 sinnum. 13% Breta gátu ekki sagt rétt til um hvar Bretland er á kortinu og 52% vissu ekki hvar Vestur-Þýskaland er. - AB. Klukkan tólf á miðnætti... ÁRAMÓT. Gamalt ár fer, nýtt kemur. Undramikil tímamót í lífi okkar, en samt merkilegt að allt skuli miðað við þennan punkt, þetta sekúndubrot, á slaginu klukkan tólf á miðnætti þessa tiltekna dags. Þetta er reglan okkar. Þetta eru áramótin okkar. Einhvers staðar úti í heimi er fólk sem hefiir svolítið annað tímatal. Skyldi það velta fyrir sér því sama og við á sínum áramótum? Ævinlega sækir margt á hug- ann á áramótum. Þetta eru kaflaskipti í tilveru okkar allra, rétt eins og afmælisdagar skipta lífi manns í kafla. Merkilegra venjulega þegar stendur á hálfum tug eða heilum, hálfri eða heilli öld. Og á svona tímamótum er eins og hægt sé að ýta á tvo takka. Takkann sem beinir huganum til baka til þess að skoða það sem liðið er og takkann sem fær fólk til að setja upp spek- ingssvip og reyna að skyggnast inn í hið ókomna. Sumir íjalla um þetta endalausa ástand og hinar eilífu horfur. Jafnvel spákonur eru farnar að fást við ástand og horfur í efna- hagsmálum. En þær draga líka upp skýluklútinn og glerkúluna eða spil- in eða hvað þær nú annars spá í, og segja fyrir um að veðrið á landinu verði ósköp misjafnt, sólríkt sums staðar yfír blásumarið en síðan taki að kólna. Einhver fiskur veiðist og einhveijir verði ef til vill ósammála í pólitíkinni. Og allir verða hissa þegar þetta að lokum rætist næstum allt saman. Áramótin eru ljósahátíð. Við skjótum milljónum króna upp í loft- ið eftir að hafa breytt þeim í flug- elda, blys eða hvers kyns rakettur og fírverkerí, eins og það var kallað þegar ég var yngri en i dag. Því miður fer samt fækkandi blessuðum áramótabrennunum. Það er skaði. Seint líða úr minni góðar stundir frá því nokkru fyrir jól, þegar krakkarnir heima á Siglufirði, aðal- lega strákar ef mig minnir rétt, söfnuðu öllu sem brenna mátti og komu fyrir í bálköstum í hlíðinni fyrir ofan bæinn. Þrjár til Ijórar brennur í senn voru algengar. Og nóg féll til í jólakauptíðinni þá, þótt hún væri miklu minni en nú. Þá var ekki plastið. Við fengum tré- kassa undan ávöxtum, vínbeija- tunnur og hvaðeina. Sumir voru svo heppnir að ná í staura og bíldekk, jafnvel spýtnabrak úr ónýtum bryggjum, vel grútarvarið timbur. Stundum var farið í ránsferðir milli brenna því það voru hverfafélögin sem áttu þær. Bakkaguttamir eina, Villimennirnir aðra og þeir í Reitn- um þá þriðju. Fleiri gátu verið sunn- ar í bænum. Nú er víst ekki nema ein brenna á Sigló og hér á Akur- eyri var með herkjum efnt í eina um þessi áramót. Kannski er það plastöldin sem veldur, kannski hið umtalaða áhugaleysi unga fólksins, sem sjónvarpinu og myndbandinu er kennt um. En brennurnar voru ekki eina ljósadýrðin eða flugeldarnir um tólf- leytið heldur vom ævinlega Ijós á Skálarbrúninni. Mér skilst það hafí byijað 1948 að starfsmenn Síldar- verksmiðjanna hafí útbúið kyndla úr gölluðum mjölpokum, biki og úrgangsolíu og þessu var svo raðað á brún Hvanneyrarskálar, jafn- mörgum kyndlum og tveir síðari stafírnir í ártalinu sögðu fyrir um. Síðan var farið og kveikt á kyndlun- um og skotið flugeldum þar uppi um leið. Hins vegar var það nokkr- um árum síðar að tekið var líka að raða kyndlum í hlíðina undir skál- inni og mynda ártal og enn síðar var látið loga á gamla ártalinu um sinn en svo slökkt á síðasta stafnum og kveikt á nýjum um miðnættið. Það mun svo hafa verið á sjöunda áratugnum að Siglfirðingar lögðu niður pokakyndlana og veittu rafur- magni í áramótaljósin. Nú er þessi siglfírska orðin al- geng um allt land, ýmist rafyædd eða með kyndlum og kertum. Ártal- ið hefur um árabil blasað við Akur- eyringum hér í Vaðlaheiðinni og þar hefur bæst við tilkynning um að Jesús lifi. Gárunganum þykir loga fullskamma stund á þessari áletrun, en það er nú bara vegna þess að hann er eins og hann er, blessaður. SPARIFJÁR- EIGENDUR! Við innlausn spariskírteina ríkissjóðs býður Sparisjóður vélstjóra hagkvæmar ávöxtunarleiðir til lengri eða skemmri tíma: - TROMP-reikning sem er alltaf laus og án úttektargjalds, - 12 mánaða sparibók, - skuldabréf Sparisjóðs vélstjóra fyrir þá sem vilja spara til lengri tíma, - ný spariskírteini ríkissjóðs. SPARISJÓDUR VÉLSTJÓRA BORGARTÚN118 SÍMI28577-SÍÐUMÚLA 1 SÍMI685244 Askríftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.