Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989
It\ \ er sunnudagur 15. janúar. Bændadagur að
vetri. 2. sd. eftir þrettánda. 15. dagurársins
1989. Árdegsflóð í Reykjavík kl. 12.22 og síðdegisflóð kl.
25.02. Sólarupprás í Rvík kl. 10.54 og sólarlagkl. 16.21.
Myrkur kl. 17.27. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.37
og tunglið í suðri kl. 20.19 (Almanak Háskóla íslands.)
En Guð allrar náðar, sem hefiir kaUað yður í Kristi til
sinnar eilífii dýrðar, mun sjálfur, er þér hafið þjáðst
um lítinn tíma, fullkomna yður, styrlqa, og öfluga gjöra.
(l.Pét. 5,10.)
ÁRNAÐ HEILLA
GULLBRÚÐKAUP eiga í dag, 15. janúar, hjónin fi-ú Svein-
björg Ásgrimsdóttir og Benedikt Jónasson, Sigtúni 59
hér í bænum. Gullbrúðkaupshjónin eru að heiman.
rjf\ára afinæli. Næstkomandi þriðjudag, 17. þ.m., er sjö-
I l/tug Kristín Þorvaldsdóttir, Hörpugötu 11 hér í
bænum. Hún ætlar að taka á móti gestum á heimili dóttur
sinnar og tengdasonar er búa á Ægissíðu 96 hér í Vesturbæn-
um.
MANNAMÓT
KVENFÉL. Kópavogs
heldur hátíðarfund fyrir fé-
lagsmenn sína og gesti þeirra
fimmtudaginn 26. þ.m. í fé-
lagsheimili bæjarins kl. 20.
Eru félagsmenn beðnir að
láta vita um þátttöku sína og
hringja í eitthvert þessara
símanúmera: 40332, 41949
eða 40388.
MOSFELLSBÆR. Tóm-
stundastarf aldraðra heldur
fund nk. þriðjudag í Hlé-
garði. Kynnt verður fyrir-
huguð sumarferð til Dan-
merkur í júnímánuði nk. Á
fundinn kemur frú Anna Sig-
urkarlsdóttir, sem fór slíka
ferð á vegum félagsstarfs
aldraðra í Kópavogi á sl.
sumri og mun hún segja frá
þessari hópferð. Kynningar-
fundurinn hefst kl. 13.30.
SPILAKVÖLD á vegum
félaganna Framsóknar og
Sóknar heflast á ný nk.
þriðjudagskvöld 17. þ.m. í
Sóknarsalnum, Skipholti 50.
Verður þetta fyrsta kvöldið í
Qögurra kvölda spilakeppni
með tilheyrandi spilaverð-
launum.
SAMVERKAMENN
móður Teresu halda mán-
aðarlegan fund sinn á Há-
vallagötu 16 annað kvöld,
mánudag 16. þ.m. Venjulega
hafa fundimir hafist kl. 20.30
en þessi hefst kl. 20.
FÉLAG eldri borgara.
í dag, sunnudag, er opið hús
í Goðheimum, Sigtúni 3, og
verður frjálst spil og tafl kl.
14 og dansað kl. 20. Á morg-
un, mánudag, verður opið hús
í Tónabæ kl. 13.30 og verður
byijað að spila félagsvist kl.
14.
KVENFÉLAG BESSA-
STAÐAHREPPS heldur
aðalfund sinn nk. þriðjudags-
kvöld, 17. þ.m., á loftinu á
Bjamastöðum, og hefst hann
kl. 20.30.
BREIÐFIRÐINGAFÉ-
LAGIÐ efnir til ijögurra
umferða spilakeppni og verð-
ur fyrsta umferð spiluð í dag
í Sóknarsalnum, Skipholti
50a, í dag, sunnudag kl.
14.30.
LÁRETT: 1 hugaða, 5 tal-
an, 8 ávöxturinn, 9 skelfa,
11 móðir, 14 tók, 15 eyddur,
16 raðtala, 17 beita, 19 mæt-
ur, 21 flanað, 22 málminum,
25 askur, 26 tóm, 27 stúlka.
LOÐRÉTT: 2 magur, 3
skap, 4 dýranna, 5 deilan, 6
þjóta, 7 sár, 9 sorgbitin, 10
spéfugls, 12 tunglinu, 13
ákveður, 18 líkan af manns-
líkama, 20 komast, 21 end-
ing, 23 guð, 24 greinir.
LAUSN SIÐUSTU KROSSGATU:
LÁRÉTT: 1 folar, 5 skæla, 8 rifta, 9 ófátt, 11 úldin, 14
aur, 15 aflið, 16 illur, 17 inn, 19 regn, 21 áðan, 22 andliti,
25 Rán, 26 ýli, 27 róm.
LÓÐRÉTT: 2 orf, 3 art, 4 ritaði, 5 stúrin, 6 kal, 7 lúi,
9 ófagrar, 10 árlegan, 12 dólaðir, 13 nýmnum, 18 núll, 20
NN, 21 át, 23 dý, 24 II.
ÞETTA GERÐIST 15. JANÚAR
Þetta gerðist þennan
dag:
1559: Elízabet I. krýnd á
Englandi.
1582: Friðurinn í Jam-Zap-
olski milli Pólveija og Rússa
undirritaður og Rússar missa
þá aðgang að Eystrasalti.
1877: Austurríki samþykkir
að gæta hlutleysis í yfirvof-
andi ófriði Rússa og Tyrkja.
1896: Frakkar og Bretar gera
með sér samning um Síam
(Thailand).
1919: I. Paderewski verður
fyrsti forsætisráðherra ný-
stofnaðs lýðveldis í Póllandi.
1922: írska fríríkinu undir
forystu Michaels Collings
komið á stofn.
1943: Bandarískar hersveitir
hrekja Japani frá Guadal-
canal.
1963: Tshombe Kongóforseti
samþykkir Katanga-áætlun
Sameinuðu þjóðanna.
1969: Þremur sovéskum
geimfömm skotið í geimfari
til móts við geimfar á braut.
1973: Páll páfi VI tilkynnir
Goldu Meir að hann styðji
alþjóðlega stjóm í Jerúsalem.
Og Nixon Bandaríkjaforseti
fyrirskipar að öllum árásarað-
gerðum gegn N-Viet-Nam
skuli hætt.
FRÉTTIR
1978: Jimmy Carter forseti
ræðir við íranskeisara í
Therean.
1980: íran vísar bandarískum
fréttarituram úr landi.
Þennan dag árið 1815 lést
Emma, lafði Hamilton, hjá-
kona Nelsons lávarðar. Þenn-
an dag fæddust þessir:
Franska skáldið Moliére
(1622-1673) og Martin
Luther King baráttumaður
blökkumanna í Bandarílq'un-
um (1929-1968).
Þetta gerðist 15. janúar
hér innanlands:
1888: Hannes Hafstein flytur
fyrirlestur sinn um rómantík
og realisma í Góðtemplara-
húsinu hér í Reykjavík.
1934: Skýrt frá málshöfðun
gegn lögreglustjóranum í
Reykjavík vegna kolludráps.
1935: Mjólkursamsalan tekur
við allri mjólkursölu í
Reykjavík.
1979: Tveir bátar fórast á
Skjálfanda.
1980: Svavari Gestssjmi falin
stjómarmyndun.
Þennan dag fæddust Valur
Gíslason leikari árið 1902 og
Guðmundur Ingi Kristjánsson
1907. Og þennan dag árið
1886 lést Hilmar Finsen bisk-
up.
FRÍMERKI. I tilk. frá Póst
og símamálastofnun segir að
fyrstu frímerkin sem út koma
á þessu ári komi út 2. febrúar
næstkomandi. Era það
fugla-frímerki. Er annað
þeirra 100 króna frímerki. Á
því er mynd af sólskríkju/s-
njótittlingi. í fréttatilk. er frá-
sögr. um fuglinn og þess get-
ið að hann sé mjög útbreiddur
varpfugl um land allt. Þéttast
sé varpið í Flatey á Breiða-
firði. Frímerkið með mynd af
óðinshana er í verðgildinu 19
krónur. Óðinshaninn heldur
sig hérlendis u.þ.b. 3 mánuði
á ári. Þótt þessi fugl sé lítill
heldur hann sig á vetrum úti
á reginhafi. Þröstur Magnús-
son teiknaði frímerkin. Sér-
stakur dagstimpill verður not-
aður útgáfudaginn.
FATAÚTHLUTUN ávegum
Mæðrastyrksnefiidarinnar
hér í Reykjavík fer fram tvo
daga í þessari viku, miðviku-
dag og fimmtudag, í Traðar-
kotssundi 6 kl. 15 til 18, báða
dagana.
MINNINGARKORT
MINNINGARKORT
Kristniboðssambandsins
fást í Aðalskrifstofunni Amt-
mannsstíg 2B (húsi I£EUM
bak við menntaskólann) s.
17536 og 13437.
SKIPIN_______________
REYKJAVÍKURHÖFN.
Aðfaranótt laugardagsins
kom togarinn Vigri úr sölu-
ferð. í fyrrinótt fór Ljósafoss
á ströndina. í gærkvöldi fór
Skógarfoss áleiðis til út-
landa.
HAFNARFJARÐARHÖFN.
Nú um helgina era tveir stór-
ir rækjutogarar grænlenskir
væntanlegir af miðunum til
löndunar. Þeir heita Tass-
illaq og Tasermiut. Þá kom
þangað í gær erl. leiguskip,
Flexen, með saltfarm.
MOLAR
• Fyrsta raunverulega
dagblaðið hóf göngu sina í
þýsku borginni Augsburg
1505. Var það maður að
nafiii Erhard Oeglin sem
var útgefandi þess. Á þessu
sviði voru Kínveijar langt
á undan Evrópumönnum og
hófst blaðaútgáfa þar
nokkrum öldum fyrr. Fyr-
irmynd hinna evrópsku
dagblaða var dagblað Róm-
veijanna fornu „Acta
Diuma“, sem birti fréttir
er snertu borgarlífið.
MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR 50 ÁRUM
Á fyrra ári komu hingað
til lands 7768 útlending-
ar. Flestir þeirra höfðu
hér aðeins skamma við-
dvöl. Komu t.d. tæplega
6200 farþegar með 16
skemmtiferðaskipum,
sem hér stóðu við dag-
langt. Með skipunum sem
era í föstum ferðum milli
íslands og annara landa
komu tæplega 3000
manns og vora útlending-
ar í þeim hópi 1592, en
íslendingar 1380. Hér
eru ekki taldir þeir far-
þegar sem komið hafa til
landsins með skipum sem
taka jafhaðarlega höfii á
Austur- eða Norðurlandi
eða öðrum skipum. Bret-
ar era Qölmennastir
meðal hinna útlendu
gesta rúmlega 540, þá
Dandir 420 og Þjóðveijar
tæplega 220. Dvalarleyfi
í landinu í þijá mán. eða
lengur var veitt 105 út-
lendingum.
ORÐABÓKIN
Rest og lok
Fyrir viku var minnzt á
no. rest og einkum notkun
þess í sambandi við jólin,
þegar menn sögðu __ eða
segja: gleðilega rest. Ýmis-
legt annað varð þá út und-
an, sem rétt er að vekja
athygli á. Vissulega er þetta
orð ekki alveg nýtt í
íslenzku. í OH er m.a. dæmi
um það um afgang allt frá
upphafí 18. aldar. „Restin
átti að betalast í Rifsbúð-
um,“ stendur í gömlum ann-
ál. Fremur mun það hafa
lifað í talmáli en ritmáli. Þó
bregður því fyrir í ritum. í
auglýsingu frá 1902 stend-
ur: „Verzlun Th. Thor-
steinsson selur „restir“ af
margskonar lömpum.“ Úr
því era mörg dæmi úr prent-
uðu máli. Þetta má t.d lesa
undir mynd í Mjólkurmál-
um, tímariti Tæknifélags
mjólkuriðnaðarins, 2/88:
„Hér er slakað á svona rétt
í restina þótt enn sé rætt
um framleiðslutæknileg
málefni." Hér hefði auðvitað
farið betur og raunar átt
að segja: í lokin. Ég vona,
að flestir séu mér sammála
um það. Því miður heyrist
oft talað um að gera eitt-
hvað í restina og talað um
restir af þessu og hinu og
ekkert síður hjá því unga
fólki, sem lætur móðan
mása í útvarpi og sjónvarpi.
Þar ættu menn þó að vera
til fyrirmyndar um málfar.
- JAJ.