Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 ISLENSK FYNDNI Allt frá árinu 1966 hefur janúarmánuður einkum snúist upp í deilur manna um skopskyn íslendinga. En hvernig er þetta skopskyn? Eða er það kannski ekki til? - Bara. Samcntekt Urður Gunnorsdóttir og Sveinn Guðjónsson Hin Miðin áalvörunni Kímni hefur aldrei átt uppá pallborðið hjá þeim íslendingum sem skrifa um bækur. Ólíkt og með erlendum þjóðum mörgum, hefur það löngum verið haft fyrir satt hér heima að rithöfundinum geti þá aðeins verið alvara að hann sé háskælandi. Eitt sinn í fomöld þegar ég var ungur og knár dans- aði ég með í dálitlu safni sem Ragnar i Smára gaf út og hét Ljóð og sögur ungra höfunda. Einn þessara náunga sem í þá daga skrifuðu um bækur missti það útúr sér í sinni umsögn að framlag undirritaðs, sem var á léttari nótunum, væri „sólargeislinn" í kverinu, hvorki meira né minna. Mér er þetta minnisstætt afþví maður var svo hrifnæmur Iítill peyi, svo ógn hrekklaus og viðkvæmur. En svo áttaði maðurinn sig á því fáein- um setningum síðar að hann hafði orðið uppvís að því að klappa á kollinn á snáða sem augljóslega settist ekki að skrifborðinu með allar syndir mannkyns á bakinu hvað þá allt bölið; og byij aði sem óðast að draga í land og reyta af mér skrautfjaðrirnar. Eg hef aldrei getað áttað mig á því hvað væri ósvik- inn íslenskur húmor. Maður heyrir talað um að skopið okkar sé einkanlega uppá náungann og þá jafnvel næsta illkvitnislegt og/eða stórkallalegt, en ég vil ekki skrifa uppá það, ekki án fyrirvara. Okkur væri þá helst háðið í blóð borið sumum hveijum og svo er óneitanlega einsog skrattinn hlaupi í suma íslendinga jafnskjótt og þeir byija að yrlqa. Naumast geta marg- ar þjóðir státað af því að luma á orði eins og níðskæld- inn. En þóað það ætti að drepa mig þá held ég samt varla að ég gæti bent á íslenska „skopsögu" og þóst mega ráða af efnistökum höfundar að hún hefði hvergi getað litið dagsins ljós nema þá hér uppá Fróni. Ég hef gæsalappir um fyrirbærið afþví það sem einum finnst fjári fýndið það finnst öðrum ósjaldan skrambi óskemmtilegt. Svo var til dæmis um áramótaskaupið núna sem sumum fannst mesta hörmung og öðrum aldeilis forkostulegt. Mér er það engin launung að ég tilheyrði fyrri flokknum og hefði feginn farið niðrí kjall- ara, ef ég hefði átt hann einhvern, og falið hausinn í kolabingnum, ef ég hefði átt hann dittó. En ég þykist samt ekki með þessum orðum vera að halda því fram að skopskyn okkar niðurrifsmanna skaupsins sé hætis- hót merkilegra en þeirra sem stóðu að því. Ég er ein- ungis að undirstrika þá kenningu mína að það sem vekur kátínu hjá A getur allteins flýtt fyrir B í gröfina. Hér erum við raunar horfin frá prentaða orðinu og komin inní sjónvarpsglauminn sem er vitanlega allt annar handleggur. Flestar svokallaðar nýjungar í út- varpinu og sjónvarpinu okkar eru auðvitað eldgamlar Kanalummur, svosem einsog syngjandinn í hinum óhugnanlega hressu meðreiðarsveinum poppsins (sem vilja þarmeð sýna okkur að þeir eigi í okkur hvert bein) og svo kumpánlegu brosin fréttamanna sjón- varpsins þegar þeir eru að lauma að okkur smellnu athugasemdunum sínum. Ærslin og hamagangurinn í velflestum íslenskum skemmtiþáttum þessara fjölmiðla ætla ég líka að megi skrifa á reikning Kanans, og svo þykir það líka orðið sjálfsagt mál að grínið sé samið í nefnd eins og sá herra er alræmdur fyrir. Þeir sem ráða ferðinni hjá okkur sýnast að minnstakosti löngu búnir að gera það uppvið sig að ekki einum einasta Islendingi sé treyst- andi til þess að semja sæmilega skopþætti fyrir sjón- varp einn og óstuddur — fyrir utan einn ónefndan kannski, en hann er líka fyrir langalöngu orðinn lögg- ilt séní eins og ég kalla það stundum. Kannski þessi ameríski verksmiðjustíll — þessi niður- soðna kæti með ópum og óhljóðum útí — eigi eftir að festa rætur hérna. Ó, mig auman. Þetta fer okkur bölvanlega að mínu viti, og má ég þá heldur biðja um notalegu og yfirlætislausu kímnina Bretans til dæmis, sem getur samt verið hárbeitt ef svo ber undir. En í sambandi við glettur og glens svona almennt vildi ég að lokum lýsa yfir þeirri skoðun minni að besta skop- ið sé einfalt í sniðum og laust við allt stærilæti. Og svo skyldi vitanlega enginn fást við að fremja skop sem ekki kann að gera góðlátlegt grín að sjálfum sér. GÍSLIJ. ÁSTÞÓRSSON Hermann Gunnarsson Flosi Ólafsson Edda Björgvinsdóttir SÁBESTI. . . SvavarGests framkvæmdastjóri: Það var Hafnfirðingur, sem fékk trefil í jólagjöf. Hann fór strax á þriðja degi jóla í búðina og skilaði treflinum. Honum fannst hann of þröngur. Ómar Ragnarsson fréttamaður: Hver eru þrifalegustu skepnur jarðarinnar? Nú, auðvitað hrein- dýr. Orn Árnason leikari: Annar: Hvað er að sjá þig mað- ur, allur blár og marinn? Hinn: Já, ég var í sundi. Annar: Varstu í sundi? Hinn: Já Annar: En maður verður ekki svona af því að fara í sund. Hinn: Jú, ég var í Fishersundi og það var ráðist á mig. Hermann Gunnarsson sjónvarpsmaður: Tannlæknir, geturðu ekki hjálpað mér? Eg er með svo gular tennur. - Jú, hvernig væri að þú fengir þér grænt bindi í stíl? Það voru einu sinni þrír bræður í Hafnarfirði. Þeir hétu allir Gísli, nema Eiríkur; Hann hét Helgi. Flosi Ólafsson leikari: Ein fluga sagði við aðra flugu: En hvað mannfólkið er vitlaust. Það byggir þessi yndislegu hús og geng- ur svo á gólfunum. Edda Björgvinsdóttir leikari: Flosi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.