Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ATVIMIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
roskaþjálfar
- meðferðarfulltrúar
óskast sem fyrst til starfa á skammtímavistun
sem rekin er sameiginlega af félagsmálaráðu-
neytinu og Styrktarfélagi vangefinna. Um er
að ræða kvöld- og helgarvinnu. Leitað er sér-
staklega eftir starfsmönnum í fullt starf.
Upplýsingar gefur Hrefna Haraldsdóttir, for-
stöðumaður í síma 38228 og í heimasíma
31818.
Styrktarfélag vangefinna.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
A AKUREYRI
Hjúkrunarfræðingar
- sjúkraliðar
Við á FSA leitum að starfsfólki, sem er til-
búið til að takast á við nýtt verkefni á lyflækn-
ingadeild FSA.
Hvað bjóðum við?
- Sveigjanlegan vinnutíma.
- Skipulagða fræðslu.
- Skipulagða aðlögun.
- Áhugavert og uppbyggjandi starf.
Hvert er verkefnið?
Ætlunin er að skipta lyflækningadeildinni,
sem er sú eina sinnar tegundar á sjúkrahús-
inu, í tvær minni einingar. Á annarri verða
m.a. sjúklingar með hjarta-, æða- og lungna-
sjúkdóma, en aðallega sjúklingar með melt-
ingarfærasjúkdóma á hinni.
Um er að ræða tilraunaverkefni.
Hvaða starfsfólk vantar okkur?
Deildarstjóra, sem hefur áhuga á stjórnun
og skipulagningu.
Hjúkrunarfræðing í K1 stöðu.
Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sem hafá
áhuga á lyflækningahjúkrun.
Umsóknarfrestur er til 1. mars nk.
Þeir, sem hafa áhuga, geta fengið nánari
upplýsingar hjá hjúkrunarframkvæmda-
stjóra, Sonju Sveinsdóttur, í síma 96-22100.
Fjórðungssjúkrahúsiö á Akureyri.
Atvinnurekendur
Atvinnumiðlunin NORDJOBB - 89 er tekin
til starfa.
Árið 1985 var sett á stofn atvinnumiðlun
fyrir ungt fólk á Norðurlöndum undir nafninu.
NORDJOBB. Yfirumsjón með þessari atvinnu-
miðlun hefur sjálfseignarstofnun á vegum Norr-
ænu iðnþróunarstofnunarinnar (Gyllen-
hammarhópurinn) og Norrænu félaganna á
öllum Norðurlöndum. Framkvæmd verkefn-
isins er í höndum Norrænu félaganna.
í sumar er reiknað með að u.þ.b. 100 ung-
menni frá íslandi fái sumarvinnu á hinum
Norðurlöndunum og svipaður fjöldi komi
hingað til vinnu. Þau skilyrði eru sett fyrir
umsóknum að umsækjendur séu orðnir 18
ára, en ekki eldri en 26 ára. Miðað er við
að atvinnan fari fram á tímabilinu frá júní-
byrjun og fram í miðjan september. Laun
verða greidd eftir kjarasamningum í hverju
landi.
Þeir atvinnurekendur sem áhuga hafa á að
ráða til sín ungt fólk frá hinum Norðuríöndun-
um í sumarvinnu, vinsamlega hafið samband
við Ástu Erlingsdóttur, verkefnisstjóra hjá
Norræna félaginu í síma 1 96 70.
R4ÐGJÖF OG RAÐNINCAR
Ert þú
töluglögg(ur)?
Nú vantar okkur gott fólk í:
Launaútreikninga hjá opinberri stofnun í
miðbænum.
Bókhalds-og gjaidkerastörf hjá þjónustu-
fyrirtæki í Skeifunni. Reynsla af bókhaldi
skilyrði. Æskiiegur aldur 30-40 ára.
Ábendi sf., Engjateigi 9, sími 689099.
Opiðfrákl. 9-15.
Kerfisfræðingur
Öflugt fjármálafyrirtæki í borginni vill ráða
kerfisfræðing til starfa sem fyrst.
Leitað er að tölvunarfræðingi eða aðila með
sambærilega menntun.
Starfið felst m.a. í hönnun hugbúnaðar í
mjög fjölbreyttu umhverfi.
Góð vinnuaðstaða er fyrir hendi.
Farið verður með allar umsóknir og fyrir-
spurnir í fyllsta trúnaði.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf sendist skrifstofu okkar fyrir 22. janúar nk.
QidntIónsson
RÁÐC JÖF & RÁÐN I NCARÞJÓN LISTA
TJARNARGÖTU14,101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI621322
(Isl | FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
|á akureyri
Hjúkrunarfræðingar,
sjúkraliðar,
aðstoðarfólk
Við á FSA óskum eftir ykkar hjálp.
Okkur vantar hjúkrunarfræðinga á öldrunar-
deildirnar, Seí og B-deild.
Við erum fús til að koma til móts við óskir
ykkar um vinnutíma og vinnuhlutfall.
Sjúkraliða vantar okkur á fastar næturvaktir
í Sel sem allra fyrst. Hlutastarf kemur til
greina.
Einnig viljum við ráða starfsþjálfa í Sel.
Starfið er fólgið í því að vera með vistmönn-
um og veita þeim stuðning, hvatningu og
leiðbeiningar í ýmsum afþreyingarverkefn-
um, svo og athöfnum daglegs lífs. Um hluta-
starf er að ræða.
Nánari upplýsingar gefur Sonja Sveinsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 22100
milli kl. 13.00 og 14.00, virka daga.
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahús Hvammstanga óskar eftir hjúkrunar-
fræðingum til starfa sem fyrst.
Góð laun og ódýrt húsnæði.
Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma
95-1329.
Ljósmyndari óskast
Óskum að ráða Ijósmyndara sem fyrst. Við-
komandi þarf að kunna góð skil á fjölskyldu-
og barnamyndatökum auk annarra Ijós-
myndastarfa.
Umsóknir er greini frá menntun og starfs-
reynslu sendist auglýsingadeild Mbl. merktar:
„Ljósmyndari 1989 - 6340“ fyrir 23. janúar.
Ert þú offsetprentari
- og vilt breyta til?
Okkur vantar offsetprentara sem fyrst.
Lítill og þægilegur vinnustaður.
Offsetfjölritun hf.
LÁGMÚLA 7 (BAKHÚS) S 687890
P.O. BOX 8233 128 REYKJAVÍK
BORGARSPÍTALINN
Aðstoðarlæknar
Þrjár stöður reyndra aðstoðarlækna við lyf-
lækningadeild eru lausar til umsóknar. Ein
staðan veitist frá 1. apríl en tvær frá 1. maí
til eins árs.
Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil
og fyrri störf sendist yfirlækni lyflækninga-
deildar fyrir 15. febrúar nk.
Forstöðumaður á
skóladagheimili
Börn og starfsfólk á skóladagheimilinu Greni-
borg bráðvantar fóstru til að veita heimilinu
forstöðu. Greniborg er eitt af fjórum barna-
heimilum Borgarspítalans. Þar er aðstaða
fyrir rúmlega 20 börn á aldrinum 6-8 ára.
Nánari upplýsingar veitir aðstoðarfram-
kvæmdastjóri í síma 696205.
Starf á ræstingadeild
Starfsmaður óskast til aðstoðar hjá ræst-
ingastjóra.
Upplýsingar gefur ræstingastjóri alla virka
daga frá kl. 13.00-14.00, ekki í síma.
RIKISSPÍTALAR
Aðstoðarlæknir
Staða reynds aðstoðarlæknis við Skor 1
geðdeild Landsprtalans er laus til umsóknar.
Ráðning er frá 1. febrúar nk. til eins árs.
Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist Lárusi Helgasyni, yfir-
lækni, sem jafnframt veitir upplýsingar um
starfið í síma 601708.
Hjúkrunarfræðingar
Aðstoðardeildarstjóri og hjúkrunarfræð-
ingar óskast á geðdeild 33C. Deildin er
móttökudeild á Landspítalalóð. Um er að
ræða morgun- og kvöldvaktir.
Nánari upplýsingar veitir Nanna Jónasdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 602600.
Umsóknir sendist til Nönnu Jónasdóttur.
Reykjavík, 15.janúar1989.
BS-líffræðingur -
BS-hjúkrfræðingur
Rannsóknastofa H.í. í lífeðlisfræði óskar eft-
ir starfsmanni í tölvuúrvinnslu á rannsóknar-
verkefni. Ráðningartími er 1/2 til 1 ár. Dag-
legur vinnutími eftir samkomulagi.
Frekari upplýsingar fást í síma 694830 (kl. 9-12).
Umsóknir um nám og fyrri störf sendist
Rannsóknastofu í lífeðlisfræði, Vatnsmýrar-
vegi 16, fyrir 25. janúar.