Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLEIUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 RAUÐHÆRÐIRIS- INN SLÆR í GEGN Foreldrar: Gils Stefánsson og Rósa Héðinsdóttir. HÉÐINN Gilsson vakti mikla athygli á Eyrarsundsmótinu í handknattleik sem fram fór í Danmörku og Svíþjóð í vik- unni. Hann hafði ekki leikið mikið með landsliðinu en í þess- um leikjum fór hann á kostum; átti stærstan þátt í sigrinum á Dönum og virðist ætla að festa sig í sessi í landsliðinu. Reyndar voru Danir ekkijafn hrifiiir af honum og við íslendingar, því dönsku blöðin sögðu hann mesta rudda sem komið hefði til Danmerkur! Héðinn er aðeins tvítugur að aldri og er þegar kominn í hóp bestu handknattleiksmanna landsins. Hann er mjög skotfastur og hávaxinn og getur stokkið yfir hæstu vamarmúra. Margir spá því að hann eigi eftir að ná langt á heimsmælikvarða, en bæta því jafnan við að hann þurfi að sýna þolinmæði. Héðinn á ekki langt að sækja handknattleiksáhugann því faðir hans, Gils Stefánsson, lék með FH á „gullaldarárum“ liðsins. Héðinn segir sjálfur að faðir sinn hafi átt stærstan þátt í því að hann tók handboltann fram yfír aðrar íþróttagreinar. „Héðinn er vaxandi leikmaður. Hann æfir geysilega vel og gæti komist í fremstu röð. En hann verður að gefa sér tíma til að þroskast og vaxa,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari FH. „Ég er mjög ánægður með Héðin. Hann hefur viljann og keppnisskapið og alla burði til að ná langt,“ sagði Viggó. Annar þjálfari sem hefur fylgst vel með Héðni er Geir Hallsteins- son. Hann þjálfaði Héðin í ungl- ingalandsliðum og segist strax hafa séð að þar var efnilegur leik- maður á ferðinni: „Ég tók eftir honum þegar hann var í skóla og, líkt og með Þorgils Óttar og Kristján Arason, sá ég strax að hann ætti eftir að ná langt. Hann ætlaði að vísu í körfubolta en ég reyndi að troða honum í handboltann," sagði Geir. „Hann er stór og sterkur, en samt snöggur og það hefur mikið að segja. Vissulega þarf hann að laga ýmislegt. Hann á það til að nöldra fullmikið og mætti hafa betri yfír- sýn en ég tel það aðeins tíma- spursmál hvenær hann kemst á toppinn.“ Það er ávallt mikið að gerast í kringum Héðin í leikjum. Stund- um fer hann 4-5 sinnum í gólfið eftir óblíðar móttökur andstæð- inganna. Sumir hafa kallað þetta leikaraskap en aðrir segja að Héðinn fái alltaf sérstaka með- ferð. Víkingurinn Árni Friðleifsson er jafnaldri Héðins og hefur leikið með honum í unglingalandsliðum: „Það er mjög gott að hafa Héðin við hliðina á sér. Hann spil- ar vel og veit hvað hann er að gera. Það má segja að hann sé á annarri hæð en aðrir leikmenn. Hann á það til að vera svolítið bráður og vill stundum gera hlutina sjálfur. Ut- an vallar er hann góður félagi, hress og skemmtilegur," sagði Ámi. Þorgils Óttar Mathiesen, fyrir- liði landsliðsins og FH, segir að Héðinn hafi allt til þess að bera til að komast í fremstu röð: „Hann hefur mikið skap sem hann beitir á réttan hátt og hefur leikið mjög Hæð: 2,01 m. Þyngd: 94 kg. Atvinna: Nemi í húsasmíði. Félag: Hefur ávallt leikið með FH og er nú á 5. keppnistíma- bili með meistara- flokki. Landsleikir: 33 landsleikir með A- landsliðinu, 98 mörk. Um 40 lands- leikir með unglinga- landsliðum. vel. Hann er þó ungur og má alls ekki ofmetnast. Hann verður að taka þessu skynsamlega og það hefur hann gert hingað til,“ sagði Þorgils. „Hann hefur æft með landsliðinu og þessi ferð sýnir að hann er að komast í hópinn. Hann á þó margt ólært og má alls ekki slaka á og halda að hlutimir komi af sjálfum sér.“ Svipmynd eftirLoga Bergmann Eidsson Vaxandi skiln- ingur hjá EB - segir Magnús Gunnarsson framkvæmdastj óri SIF „Þ AÐ HEFUR komið fram í öllum greinargerðum Evrópubandalags- ins að það vilji fa veiðiheimildir við ísland en ég held að það sé vax- andi skilningur hjá bandalaginu að það sé erfitt í fi-amkvæmd fyrir okkur. Fiskurinn á miðum okkar er ekki til skiptanna," segir Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleið- enda. Magnús sat fundi Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráð- herra, með utanríkisráðherrum Spánar, Portúgals og Frakklands í París á mánudaginn. essir fundir voru haldnir til að kynna sérstöðu íslendinga og þeir voru mjög vinsamlegir," sagði Magnús. „Sérstaða okkar felst í því hversu mikið við flytjum út af sjávar- afurðum og það er mjög nauðsynlegt að kynna embættismönnum og pólitískum forystumönnum Evrópu- bandalagsins stöðu okkar. Þeir gera sér ef til vill ekki grein fyrir því hversu fiskafurðir eru stór hluti af útflutningi íslendinga, eða 75 til 80%,“ sagði Magnús. Hækkun bmdiskyldu banka er hugsanleg TIL greina kemur að hækka bindiskyldu bankastofnana hjá Seðla- banka, í kjölfar þess að ekki hefiir náðst samkomulag um að bankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtæki tryggi sölu á spariskírteinum ríkis- sjóðs á þessu ári. Bindiskyldan var lækkuð á siðasta ári, í tengslum við samkomulag innlánsstofiiana og ríkissjóðs um sölu spariskírteina fyrir 3 miHjarða á því ári. Eiríkur Guðnason aðstoðarseðla- bankastjóri sagði ekki ákveðið hvort bindiskyldan yrði hækkuð. Hins vegar skipti sala spariskírteina auðvitað máli við innlenda lánsfiár- öflun ríkissjóðs, og þegar salan gengi illa, og ríkissjóður þyrfti í bili á meira fé að halda frá Seðlabankan- um, þá væri hækkun bindiskyldu eitt atriðið sem hafa yrði inni í mynd- inni, þegar Seðlabankinn réði fram úr jjví vandamáli. I kjölfar nýrra laga um Seðla- bankann var bindiskylda banka og innlánsstofnana við Seðlabankann lækkuð úr 18% í 13% í ársbyrjun 1987. Við það batnaði lausafjárstaða bankastofnana verulega en jafn- framt var þeim gert skylt að hafa 7% ráðstöfunarfjár handbært í laus- um eignum, til að tryggja að bætt lausafjárstaða kæmi ekki fram í auknum útlánum. Lausafjárhlutfall- ið var hækkað í 8% síðar á árinu 1987 til að stemma enn frekar stigu við útlánum. Ríkisstjórnin heimilaði Seðlabank- anum á síðasta ári að hækka bindi- skylduna um 2% í þeim tilgangi að draga úr útlánagetu bankastofnana og að auka fjármagn í Seðlabanka til að vega upp á móti því, að bank- ar og sparisjóðir höfðu ekki keypt spariskírteini eins og lánsfiáráætlun gerði ráð fyrir. Þessi heimild var ekki notuð, þar sem samkomulag náðist milli rikis- sjóðs og innlánsstofnana um kaup á ríkisskuldabréfum. Þáttur í því sam- komulagi var að bindiskyldan var lækkuð í 12% en lausaflárhlutfallið hækkað í 9%. Lausafjárhlutfallið var enn hækkað um áramótin, í 10%. í FRÍKIRKJUNNI í Hafnarfirði er bamasamkoma í dag, sunnudag kl. 11 og guðsþjónusta er kl. 14. Kristján Bjömsson guðfræðingur prédikar. Að messu lokinni verður kaffi fram borið í safnaðarheimil- inu. Bíblíulestur verður í kirkjunni nk. miðvikudagskvöld kl. 20. ILAUGARNESKIRKJU verður nk. fimmtudag kyrrðarstund, sem hefst með orgelleik kl. 12 en síðan verður altarisganga og fyrirbænir en hádegisverður borinn fram í safnaðarheimilinu kl. 12.30. Þessi hádegisverðartími misritaðist í blaðinu í gær. í allri auðmýkt SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins þetta. . . Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins hitt. . . Hver kannast ekki við þetta orðalag úr fréttafiutningi Morgunblaðsins í gegnum tíðina? Einkum þeim firéttaflutningi sem byggir á upplýsing- um frá heimildarmönnum, sem af einhverjum ástæðum vilja ekki láta nafiis síns getið, en blaðið treystir. Gæfa okkar fréttamannanna á Morgunblaðinu er meðal annars sú, að í langflestum tilvikum eru heimildir okkar svo áreiðanlegar að þetta orðalag rís undir nafiii. Heimild höfundar þessa pistils að frétt á þessum vettvangi sl. sunnudag, ásamt tilvísunarfrétt á baksíðu blaðsins, þar sem fullyrt var að Óli Þ. Guðbjartsson, þing- maður Borgaraflokksins, myndi ganga til liðs við Alþýðuflokkinn og verða í 1. sæti krata á Suður- landi við næstu alþingiskosningar var samkvæmt reynslu minni svo óskeikul, áreiðanleg og örugg, að ég bar ekki einu sinni við að nota þetta dæmigerða orðalag: „Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins." Þetta mat mitt á heimildarmanni var jafnframt mat ritstjóra blaðsins. Eftir að Óli Þ. bar frétt þessa til baka höfum við á ritstjóm Morgun- blaðsins kannað nánar hvað hafi farið úrskeiðis. Niðurstaðan er þessi: Mér urðu á mistök og ég bið lesendur Morgun- blaðsins afsökunar á þeim. Fyrst og síðast bið ég þó að sjálfsögðu Óla Þ. Guðbjartsson afsökunar á því að hafa innlimað hann í Al- þýðuflokkinn, að honum forspurð- um, en verð þó um leið að vísa því á bug, sem haldið hefur verið fram, að annarlegar hvatir hafi ráðið ferð- inni í skrifum mínum. Við könnun okkar á heimildum mmm DAGBÓK stiórnmAl eftir Agnesi Bragadóttur kom eftirfarandi á daginn í vik- unni: Höfuðheimildin í þessu tilviki byggði frásögn sína á upplýsingum, sem taldar voru áreiðanlegar en vom það ekki. Ég taldi að ömgg vitneskja væri til staðar og byggði frásögn mína á því. Þessi uppákoma hefur í allríkum mæli bundið huga minn við vanda okkar fréttamanna, sem svo iðulega þurfum að byggja fréttaöflun og fréttaskrif á heim- ildarmönnum, sem vegna eðlis ákveð- inna frétta, starfs síns eða annarra þátta, sjá sér ekki fært að koma fram undir nafni og feðra þannig fréttina, eða á ég kannski einnig að segja mæðra, til þess að styggja nú enga? Með reynslu, samvinnu, ræktun sambanda og enn meiri reynslu ná vonandi flestir fréttamenn, í öllu falli þeir sem líta á fréttamennsku sem fag og ævistarf, þeim þroska og þeirri innsýn í starfið, að þeir sjálfir verða manna hæfastir og dómbærastir á hvað er áreiðanleg heimild og hvað ekki. Til þess að samstarf fréttamanna og heimildarmanna úti í þjóðfélag- inu sé heilsteypt, sannfærandi og skili sér í því sem er jú markmið okkar allra, sönnum og sanngjöm- um fréttaflutningi, verður að vera um gagnkvæman trúnað og traust að ræða þama á milli. Verði frétta- maður vís að því að rangfæra, mis- nota heimild eða færa úr samhengi þær upplýsingar sem hann hefur aflað sér, eða verði heimildarmaður uppvís að því að misnota samstarf sitt við fréttamanninn, með því t.d. að mata hann á röngum upplýsing- um eða afvegaleiða,'hefur orðið trúnaðarbrestur, sem ekki verður bættur, að minnsta kosti ekki um langa hríð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.