Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 ERLEIMT INNLENT Bráðsmit- andi flensa komin Bráðsmitandi inflúensa greind- ist hér á landi á miðvikudag en hingað barst hún frá Svíþjóð. Þeir sem fá flensuna mega búast við háum hita og slæmsku, svo sem barkakvefi, særindum undir bringubeini, miklum hósta, höfuð- verkjum og óþægindum í augum. Strax og þetta spurðist varð mik- il eftirspum eftir bólusetningu en Skúli G. Johnsen borgarlæknir segir að of seint sé að grípa til bólusetningar þegar flensan sé komin. Ágreiningoir um vaxtahækkanir í kjölfar upplýsinga um aukna verðbólgu eru bankar og spari- sjóðir famir að hugsa sér til hreyf- ings með vaxtahækkanir. Verzl- unarbankinn, Iðnaðarbankinn, Útvegsbankinn og sparisjóðimir hækkuðu nafnvexti og sumir þeirra einnig hluta útlánsvaxta á miðvikudag. Bankastjórar þess- ara banka og annarra reikna með meiri hækkun 19. þessa mánaðar og 1. febrúar. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segir að komi til almennra vaxtahækk- ana grípi ríkisvaldið óhjákvæmi- lega inn í og stýri vöxtunum niður. Þeir tekjulægri spara Sparifjáreigendur reyndust vera með lægri meðalfjölskyldu- tekjur en þeir sem ekki eiga spari- fé í könnun sem Félagsvísinda- stofnun gerði. Samkvæmt könn- uninni eru 58% landsmanna spari- fláreigendur og koma þeir hlut- fallslega nokkuð jafnt úr öllum stéttum. Þorri þeirra á þó frekar lítið sparifé. Flugleiðaþoturnar Forsvarsmenn Flugleiða búast ekki við töfum á smíði og af- hendingu Boeing 737-400-þotna félagsins, vegna brotlendingar þotu þeirrar gerðar, síðastliðið sunnudagskvöld. Formenn „Á rauðu Ijósi“ Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins og Ólafur Ragnar Grimsson for- maður Alþýðubandalagsins hófu sameiginlega fundaherferð sína á ísafirði á föstudag. Yfirskrift fundanna er „Á rauðu ljósi“. Á fyrsta fundinum varpaði Jón Bald- vin fram þeirri spumingu hvaða völd nýr jafnaðarmannaflokkur sem hefði 40—45% fylgi gæti haft í þjóðfélaginu. Flutningaskip strandar Færeyska flutningaskipið Tec Venture strandaði á Gáseyri í Eyjafírði um síðustu helgi er það var að ná í vörur til Akureyrar en það er í siglingum fyrir Aust- far hf. á Seyðisfírði. Ókunnugleiki á aðstæðum er talinn hafa valdið óhappinu. Togarinn Sólbakur dró skipið samdægurs á flot. Skipið sigldi á togarabryggjuna á Akur- eyri á miðvikudag þegar það lagði upp frá Akureyri. ERLENT Sex finnast á lífí í Armeníu Flugslys í Englandi 44 menn fórust er þota af gerð- inni Boeing 737-400 í eigu breska flugfélagsins British Midland Air- ways brotlenti við þjóðveg skammt frá borginni Notthing- ham í Englandi á mánudagskvöld. Um borð voru 118 farþegar auk átta manna áhafnar. Eldur kom upp í vinstri hreyfli þotunnar skömu eftir flugtak og er hugsan- legt talið að flugmennimir hafí af einhveijum sökum slökkt á röngum hreyfli. Stefiit að útrýmingu efnavopna. Eduard She- vardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, skýrði frá því á sunnudag að á þessu ári yrðin hafin eyðing sov- éskra efnavopna. Lét hann þessi orð falla er hann ávarpaði fulltrúa á ráðstefnu um efnavopn sem haldin var i vikunni í París. Tals- maður bandarísku ríkisstjómar- innar sagði að Sovétmenn mjmdu aðeins eyða hluta vopnanna en engin þjóð ræður yfir meiri eitur- efnabirgðum en þeir. í lokaálykt- un Parísar-ráðstefnunnar hétu þátttökuríkin, sem voru 149, að beita sér fyrir útrýmingu efna- vopna. Vinarfimdinum lokið Fulltrúar 35 ríkja sem setið hafa Vínarfund Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu undanfarin tvö ár náðu á föstudag samkomu- lagi um orðalag lokaályktunnar fundarins. Sex manns fundust á lífi á mið- vikudag í húsarústum í borginni Lenínakan í Sovétlýðveldinu Arm- eníu. Voru þá 36 dagar liðnir frá því landskjálftinn mikli reið yfír. Mennimir fundust í kjallara fjöl- býlishúss og höfðu þeir nærst á kjöti og ávöxtum sem þar var geymt. Síðasta ávarp Reagans Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti fiutti kveðjuávarp sitt til bandarísku þjóðarinnar á miðvikudag en George Bush , núverandi vara- forseti, sver embættiseið forseta Bandaríkjanna næsta fóstudag. í ávarpi sínu lagði Reagan einkum áherslu á efnahagsbatann í Bandaríkjunum á undanfömum árum og kvað sjálfsvirðingu þjóð- arinnar hafa vaxið á valdaskeiði sínu. Shamir gefiur eftir Yitzhak Sham- ir, forsætisráð- herra ísraels, kvaðst á mið- vikudag geta fal- list á að fram færu viðræður um frið í Mið- Austurlöndum á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. Markaði þetta stefnubreytingu af hans hálfu en aðstoðarmenn hans lögðu áherslu á að hann væri eftir sem áður andvígur aljþóðlegri friðarráð- stefiiu og viðræðum við PLO. Einstæð bj örgimartilraun á Atlantshafí: Risaþyrlur sendar lang- an veg á haf út til bjargar London. Reuter. TVÆR bandarískar herþyrlur voru á föstudag sendar frá Suð- ur-Englandi til að bjarga áhöfii skips, sem rekur stjómlaust á Atlantshafi í miklum sjó og versta veðri. Var ekki búist við, að þær næðu til skipsins fyrr en á laugardagsmorgni. Talsmaður breska flughersins í Plymouth sagði, að bandarísku þyrlumar, sem eru mjög stórar, kallaðar „Jolly Green Giant", hefðu verið sendar til bjargar 32 manna áhöfn á Yarrawonga, flutninga- skipi, sem er 42.000 lesta stórt og skráð á Kýpur. Vegna ketilbilunar hrekst það fyrir veðri og vindum rúmlega 600 km vestur af írlandi og eru á því tvö göt, hvort á sinni síðu, og annað fyrir neðan sjólínu. Þyrlur lögðu upp frá Woodbridge á Suðaustur-Englandi og þurftu að Reuter Flutningaskipið Yarrawonga þar sem það hrekst fyrir veðri og vind- um á miðju Atlantshafi. Eins og sjá má er mikið gat á stjóraborðssí- ðunni. taka eldsneyti í Shannon á írlandi I óvenjulegt eða einsdæmi, að þyrlur og síðan tvisvar aftur frá C-130- séu sendar svo langan veg til bjarg- Hercules-eldsneytisflugvél. Er mjög [ ar. Palmemálið: Varðhald framlengt um 2 vikur Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. DÓMSTÓLL í Stokkhólmi ák- vað í gær að framlengja um tvær vikur gæsluvarðhaldsúr- skurð yfir 41 árs gömlum manni sem grunaður er um morðið á Olof Palme forsætisráðherra en hann var myrtur fyrir nær þrem árum á götu i borginni. Veijandi mannsins, Ame Lilje- ros, sagði umbjóðanda sinn hafa ákveðið að mótmæla ekki úrskurð- inum þar sem hann vildi ekki koma fram við opinberar jrfirheyrslur. Að sögn sænskra dagblaða er mögulegt að lögreglunni takist innan skamms að sanna að maður- inn hafi haft morðvopnið undir höndum. Yfírsaksóknari í málinu, Jargen Almblad, vildi hvorki stað- festa eða vísa á bug þessum orð- rómi í gær en fyrir viku sagðist hann ekki hafa nægilegar sannan- ir til að geta fengið manninn dæmdan. Byggja ör- yggishótel Kaupmannahöfn. Frá Nila Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. ÁKVEÐIÐ hefur verið að byggja öryggishótel í Kaupmannahöfh. Þar er um að ræða hótelbygg- ingu með fullkomnum öryggis- búnaði, sem gerir kleift að hýsa hátt setta gesti eins og þjóð- höfðingja. Þetta kemur fram í dagblaðinu Börsen og þar segir, að hótelið muni rísa í nágrenni Amalienborg- ar-hallar. í hótelinu verða 65 svítur. Skothelt gler verður í öllum glugg- um byggingarinnar og sérlega full- komið öryggiskerfi í móttökunni. Moshe Arens, utanrikisráðherra ísraels: Réttnefiidur harðlínu- maður og gáfiunenni SÚ ákvörðun Bandarikjastjóra- ar að hefja beinar viðræður við Frelsissamtök Palestínu (PLO) hefúr sem kunnugt er vakið litla hrifiiingu í ísrael. Sá sem hvað harðast hefúr fordæmt viðræður þessar er Moshe Ar- ens sem nýverið tók við emb- ætti utanríkisráðherra. Arens er sérfróður um bandarísk málefni og þykir gáfúmenni en fyrst og fremst er hann rétt- nefndur harðlínumaður. Moshe Arens fæddist í Litháen árið 1925 en skömmu áður en seinni heimsstyijöldin braust út fluttist hann ásamt foreldrum sínum til Bandaríkjanna. Hann lauk námi í flugvélaverkfræði við Massachusetts Institute of Tec- hnology árið 1948 um það lejrti sem gyðingar tóku að beijast fyr- ir tilverurétti þjóðar sinnar. Arens tók þátt í sjálfstæðisstríðinu og gekk til liðs við sveitir Menachems Begins. Er Arens bjó í Bandarílq'unum gerðist hann félagi í hrejrfíngu síonista í New York en bein af- skipti af stjómmálum hóf hann ekki fyrr en árið 1974 er hann var kjörinn á þing ásamt Yitzhak Shamir, áhrifamesta stjómmála- manni ísraels og núverandi for- sætisráðherra landsins. Arens var formaður utanríkis- og vamar- málanefndar þingsins árið 1977. Árið 1982 var hann skipaður sendiherra ísraela í Washington Moshe Arens en ári síðar var hann kallaður heim til að taka við embætti vamarmálaráð- herra af Ariel Sharon. Því starfi gegndi hann í eitt ár en árið 1984 var hann skipaður ráð- herra án ráðuneytis. Fram til þessa hefur hann einkum látið til sín taka á vettvangi efnahags- mála og verið áhrifamikill við mótun nýrrar stefnu Líkud- flokksins á þessu sviði. Arens er eindreginn fijálshyggjumaður og hefur þráfaldlega lýst jrfir því að uppræta þurfi „bolsjevískar til- hneigingar" í efnahagslífi ísraela. Mönnum ber saman um að Moshe Arens sé piýðilega greind- ur og hann þykir mjög mennta- mannslegur í fasi. Sökum þessa er hann gjaman nefndur „prófess- orinn" og dagblaðið Jerusalem Post sagði einhveiju sinni að hann væri „virðulegasta andlit Líkud- flokksins". Andstæðingar hans segja hann hrokafullan og kald- hæðinn og sú skoðun virðist al- mennt viðtekin að hann sé ekki líklegur til að vinna hylli hins al- menna kjósanda. Moshe Arens telst að sönnu til harðlínumanna í ísraelskum stjómmálum. Líkt og aðrir áhrifa- menn innan Líkud-flokksins telur Arens ekki koma til greina að láta hemámssvæðin af hendi. Hann hefur lagst gegn beinum samningavið- ræðum við Jórd- ani og Egypta um framtíð Vesturbakkans og Gaza-svæðis- ins og á sínum tíma greiddi hann atkvæði gegn Camp David-sáttmálanum er hann var tekinn til umræðu á þingi. Moshe Arens mun vafalítið selja mark sitt á stjómmálaþróun- ina í ísrael á næstunni og áhrif hans munu fara vaxandi fari svo sem margir spá að hann taki við Líkud-flokknum er Yitzhak Shamir sest í helgan stein. HeimildiLe Monde Svipmynd eftir Ásgeir Sverrisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.