Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 24
u MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR, 1989 Sagan bak við sameiningardrauminn Árauðu ljósi — tíðir árekstrar Ljósmynd/Ljósmyndasafnið Alþýðuhúsiö á ísafirði Fundaherferð undir yfírskriftinni „Á rauðu ljósi“ hófst í fyrradag í Alþýðuhús- inu á ísafirði. Það eru formenn Alþýðu- ______________ flokks og Alþýðubandalags, þeir Jón Bald- vin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson, sem gangast fyrir herför þessari. Er hægt að sameina jafnaðarmenn allra flokka? Rauði bærinn Það er varla nein tilviljun að fyrsti fundurinn er haldinn á Isafirði. For- menn beggja flokka eru fæddir í þeim bæ og í eina tíð var ísafjörður eitt af höfuðvígum íslenskra jafnað- armanna. Frægt er að Alþýðuflokk- urinn náði meirihluta í bæjarstjórn- arkosningum á ísafirði 1921 og hélt honum fram til ársins 1946. — Reyndar með stuðningi kommúnista árið 1934 og kosningasamstarfi við þá árið 1938. ísafjörður var iðulega nefndur „Rauði bærinn". Aðstandendur þessarar fundaher- ferðar hafa greinilega tilfinningu fyrir sögu íslenskra jafnaðarmanna (sósíalista og sósíal-demókrata). Með hliðsjón af þessu sjónarmiði er fróðlegt að skoða sögu og stjóm- málastarfsemi jafnaðarmanna hér á landi. Upphaf Alþýðuflokkurinn var stofnaður í Reykjavík 12. mars 1916. í upphafí var flokkurinn pólitískur armur Al- þýðusambands ísiands (ASÍ) sem einnig var stofnað sama dag. Flokk- urinn starfaði í nánum skipulags- tengslum við Alþýðusambandið allt fram til 1940. Meðal frumheijanna má nefna Óttó M. Þorláksson og Jón Baldvinsson sem var annar formað- ur flokksins á ára- bilinu 1916-38. Alþýðuflokkur- inn fékk 6,8% atkvæða í landskjöri sumarið 1916. Jón Baldvinsson var fyrsti alþingismaður flokksins, hann var kosinn á þing árið 1921. Á þess- um upphafsárum flokksins efltist hann og Alþýðusambandið mjög og festu rætur. Á þriðja áratugnum fór að bera nokkuð á ungum mönnum sem þótti túlkun flokksforustunnar á stefn- unni heldur en ekki í „bleikara" lagi. Sannir „rauðliðar" hlytu að halla sér að kommúnismanum. Þessum mönn- um fór heldur fjölgandi, hópuðust betur saman og gerðust gagnrýnni á flokksforystuna. Má segja að þeim hafí verið nokkur vorkunn enda áhrifalausir um ákvarðanir hennar. Skylt er að geta þess að danskir jafnaðarmenn vöruðu íslenska fé- laga sína eindregið við því að láta kommúníska starfsemi viðgangast í sósíal-demókratar fengu nokkum fjárstuðning frá kollegum sínum á Norðurlöndum. Áhrif þessa stuðn- ings á stefnu Alþýðuflokksins er deiluefni meðal sagnfræðinga. Árið 1930 þótti þessum ungu rót- tæklingum tími til kominn að stofna Kommúnistaflokk íslands. Með viss- um hætti má segja að sá flokkur sé pólitískur fyrirrennari Alþýðubanda- lagsins. Meðal frumkvöðla að stofn- un Kommúnistaflokksins má nefna Einar Olgeirsson og Brynjólf Bjama- son. Stofnun Kommúnistaflokksins var fyrsti klofningur Alþýðuflokks- ins og reyndar fyrsti klofningurinn meðal vinstri manna á íslandi. Trúlega er óhætt að segja að „borgaralega sinnaðir" menn hafí ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af einingu og samstöðu „rauðlið- anna“ á fjórða áratugnum. Alþýðu- flokkurinn studdi ríkisstjóm fram- sóknarmanna með vinsamlegu hlut- leysi ellegar að þeir sátu með þeim í stjóm. Milli sósíal-demókrata og kommúnista voru litlir kærleikar. Kommúnistum óx þó fískur um hrygg m.a. vegna kreppunnar og þeirra þrenginga sem henni fylgdu. Afstaða þeirra til krata var yfírleitt ljandsamleg. 1934 var þó fylgt svo- nefndri samfylk- ingarstefnu gegn „brúnu hættunni", þ.e.a.s. uppgangi nasismans og fas- ismans. Þegar Héðinn fór Árið 1937 unnu kommúnistar kosningasigur og hlutu þijá alþingis- menn. Þótti þeim nú enn ástæða til að efla samstöðu og samstarf verka- lýðssinna. Þessi skoðun átti einnig nokkum hljómgrunn í Alþýðuflokkn- um; Héðinn Valdimarsson formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar og varaformaður flokksins var hvatamaður fyrir slíkri sameiningu sósíalista. Geysiharðar deilur urðu um þetta mál í Alþýðuflokknum og lyktir urðu þær að Héðni var vikið úr flokknum. Gekk hann með fylgis- Héðinn Valdimarsson mönnum sínum til samstarfs við kommúnista og stofnaði með þeim í október árið 1938 Sameiningar- flokk Alþýðu — Sósíalistaflokkinn. Annar klofningur Alþýðuflokksins var orðinn staðreynd. Héðinn Valdi- marsson var ekki lengi í Sósíalista- flokknum, hann gekk úr honum í árslok 1939 vegna ágreinings um afstöðu flokksins til „vetrarstríðs- ins“ sem þá var háð milli Finna og Rússa. Það er óhætt að segja að þessi klofningur varð Alþýðuflokknum mjög örlagaríkur. Staða Alþýðu- flokksins innan verkalýðshreyfíng- arinnar hafði veikst verulega. Það var erfiðara að réttlæta og viðhalda skipulagstengslum flokksins og Al- þýðusambandsins. Bæði sósíalistar og sjálfstæðismenn sóttu það fast að skipulagi ASÍ yrði breytt og varð það úr árið 1940. Staða Alþýðu- flokksins var til muna veikari eftir en áður. Sósíalistaflokkurinn vann kosn- ingasigra árið 1942 og e.t.v. má segja að hann hafi náð frumkvæðinu af Alþýðuflokknum á vinstra væng stjórnmálanna. Stefán Jóhann Stefánsson var formaður Alþýðuflokksins 1938-52, Stefán telst hafa verið í hópi „hægri krata", honum stóð verulegur stugg- ur af vexti og viðgangi kommúnism- ans. Hann var t.a.m. forsætisráð- herra þegar íslendingar gerðust aðil- ar að vamarbandalagi vestrænna þjóða, þ.e.a.s. Norður-Atlantshafs- bandalaginu, NATO. Málfundafélag jafnaðarmanna Árið 1949 lenti Alþýðuflokkurinn í stjórnarandstöðu; þótti mörgum flokksmönnum eðlilegt að athuga samstarf við sósíalista hvað sem liði ágreiningi um utanríkis- og varnar- mál. Einn helsti hvatamaður þessar- ar stefnu var Hannibal Valdimars- Hannibal Valdimarsson son. En Hannibal hafði m.a. verið einn af helstu forystumönnum krata í „Rauða bænurn", ísafírði. Svo fór árið 1952 að Stefáni Jóhanni var velt úr sessi en Hannibal var kjörinn formaður. Sigur vinstri aflanna í flokknum var þó ekki ótvíræður; fyrri valdahópur var í meirihluta í þingflokknum og hafði yfirráð yfir eignum flokksins. Aftur á móti hafði Hannibal yfirráð yfír málgagni flokksins, Alþýðublaðinu. Sennilega er ekki ofmælt að segja bullandi ágreining hafa verið í flokknum og varð margt að ásteytningarsteini. Á flokksþingi haustið 1954 var Hannibal felldur frá formennsku. Honum var síðar vikið úr flokknum en hann ásamt fylgismönnum sínum stofnaði Málfundafélag jafnaðar- manna. Alþýðuflokkurinn hafði klofnað enn einu sinni. Þessi klofn- ingur var þó ekki alveg jafn djúp- stæður og árið 1938. Samkomulag tókst um skipan manna í forystu- sveit flokksins. Alþýðubandalagið brotthætt líka Um miðjan sjötta áratuginn var ýmislegt að geijast í íslenskum stjórnmálum. Utanríkis- og varnar- . málin voru orðin að miklu ágrein- ingsefni. Árið 1953 vann nýr flokk- ur, Þjóðvarnarflokkurinn, kosninga- sigur, hann vildi beijast gegn setu erlends vamarliðs á íslenskri grund. Þjóðvamarflokkurinn dró til sín fylgi frá sósíalistaflokknum. Framsóknar- flokkur var farinn að hallast til vinstri og á vinstra vængnum fóru fram miklar þreifingar. í kosningum árið 1956 höfðu Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur kosningasam- vinnu („hræðslubandalagið"). Sósl- alistaflokkurinn gerði aftur á móti kosningabandalag við Málfundafé- lag jafnaðarmanna og var boðinn fram sameiginlegur listi undir heit- inu Alþýðubandalagið. í Alþingis- kosningum 1963 hafði Þjóðvarnar- flokkurinn einnig samstarf við bandalagið. Árið 1967 náðist ekki samkomu- lag í Alþýðubandalaginu um skipan framboðslista; árgreiningur var m.a. um stöðu Jóns Baldvins Hannibals- sonar núverandi formanns Alþýðu- flokksins. Svo fór að lokum að Hannibal Valdimarsson bauð fram sérlista. Árið 1968.var Alþýðubandalagið gert að formlegum og skipulegum stjómmálaflokki. Við þá breytingu hurfu ýmsir forystumenn úr Banda- laginu og má þar helst nefna Hannibal og Björn Jónsson síðar forseta Alþýðusambandsins. Þeir og fleiri stofnuðu síðan Samtök fijáls- lyndra og vinstri manna, árið 1969. Sameiningarflokkur klofiiar Samtök fijálslyndra og vinstri manna vom sigurvegarar kosning- anna 1971; fengu fímm menn kjörna á Alþingi og urðu einn þriggja flokka í svonefndri vinstri stjórn Olafs Jó- hannessonar. Þótt yfírlýst markmið Samtakanna hefði verið að sameina alla jafnaðarmenn, fóm Samtökin ekki varhluta af klofningi. í desem- ber 1972 sagði einn þingmanna Samtakanna, Bjarni Guðnason, sig úr þingflokknum vegna andstöðu við stefnu ríkisstjómarinnar. Vorið 1974 hættu þrír þingmenn stuðningi við ríkisstjórnina en sá fjórði, Magn- ús Torfi Olafsson, gegndi áfram ráð- herraembætti í stjórninni. En Sam- tökunum bættist líka liðsauki; í júní þetta sama ár gengu svonefndir „Möðmvellingar", þ.e.a.s. nokkrir ungir vinstri menn úr Framsóknar- flokknum, til liðs við Samtökin. í þessum hóp var t.d. Ólafur Ragnar Grímsson núverandi formaður Al- þýðubandalagsins. Samtökin hlutu tvo menn kjöma á Alþingi 1974. En það dró úr þrótti Samtakanna og þau hlutu engan mann kjörinn í kosningunum 1978. Flestir fylgis- menn hurfu annaðhvort til Alþýðu- bandalags eins og Ólafur Ragnar Grímsson eða til Alþýðuflokks eins- og Jón Baldvin Hannibalsson. Bandalagjafiiaðarmanna í nóvember 1982 klofnaði Al- þýðuflokkurinn enn einu sinni. Einn skeleggasti þingmaður flokksins, Vilmundur Gylfason, sagði sig úr honum. Hann og fleiri stofnuðu Bandalag jafnaðarmanna í janúar 1983. Bandalagið hlaut nokkurt fylgi og ijóra þingmenn kjörna. — En deilur og umbrot áttu sér stað innan Bandalagsins á haustdögum 1985. Árið eftir gengu þrír þing- manna flokksins til liðs við Alþýðu- flokkinn en einn gekk í Sjálfstæðis- flokkinn. Getur hent alla Það er ekki ótrúlegt að sumum finnist sagan bera því vitni að eining og samstaða sósíalista og sósíal- demókrata, íslenskra jafnaðar- manna sé næsta brotthætt fjöregg. En þeim sem harma sundrungu „hinna rauðu" má vera það nokkur huggun að klofningur og óeining geta hent á „bestu bæjum“, t.d. em sjálfstæðismenn ekki alltaf í einum flokki og fyrr hefur verið minnst á ófrið í Framsóknarflokknum. Þó er líklegt að mörgum finnist vígaslóð íslenskra jafnaðarmanna sérstak- lega íjölskrúðug að þessu leyti. BAKSVIÐ eftir Pól Lúðvík Einarssott

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.