Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 -4 Þrjár byltingar Það hefur verið gaman að lifa tímabilið eftir stríð. Þegar horft er til baka þykja mér þær breytingar, sem hafa átt sér stað í íslenzku þjóðlífi, vera með ólíkindum. Tökum t.d. mataræðið. Þegar ég var unglingur voru kjúklingar, nautasteikur og alls kyns stælréttir ættað- ir utan úr heimi óþekkt fyrirbæri. Soðinn eða steiktur fiskur og fiskibollur, kálbögglar og kjötbollur, einstaka sinnum saltkjöt og kjötsúpa og svo lambalæri eða hryggur í hádeginu á sunnudögum. Þannig var matseðill íslendinga fram undir miðjan sjöunda áratug- inn bæði á heimilum og að nokkru leyti á veitingastöðum. Að vísu lízt mér allvel á þennan matseðil, þegar ég skrifa hann svona niður og veit ekki hvort ég myndi ekki una vel við hann áfram. Það er önnur saga. Líklega hafa vaxandi utanferðir landsmanna bæði til sólarlanda og annarra landa valdið matar- byltingunni, sem hér hefur átt sér stað. Mikil gróska hefur verið í matargerð og margar húsmæður og stundum ekki síður eiginmenn hafa náð ótrúlegri fæmi á því sviði svo ekki sé talað um hina fjölmörgu meistarakokka, sem hér era að störfum. Svo var komið, að Reykjavík var að verða miðstöð fyrir musteri matargerðarlistar. Fjölbreytni í veitingahúsalífinu var orðin mjög mik- il, þannig að hún vakti verðskuldaða athygli m.a. erlendra ferðamanna. Því miður era nú þau teikn á lofti, að nú halli undan fæti í rekstri veitingahúsa. Hér er að sjálfsögðu um að kenna þeirri klaufalegu ráðstöfun stjómvalda að leggja söluskatt á matvæli og sömuleið- is söluskatt á þjónustu veitingahúsa. Með einu pennastriki hefur grandvelli undir veitingahúsarekstri og þar með ferðamannaþjónustu, sem var ör og vaxandi atvinnuvegur, nánast verið kippt í burtu. Tölvubyltingin Annað, sem mér kemur í hug, er tölvubyltingin. Ég hef verið svo heppinn að geta fylgzt með tölvubyltingunni nærri frá upphafi hennar. Þegar ég lauk námi í byggingarverkfræði frá Tækni- háskólanum í Kaupmannahöfn 1961 var ég ásamt félögum mínum í síðasta ár- ganginum, sem ekki fékk neina tölvu- kennslu. Næsti árgangur á eftir þurfti hins vegar að taka tölvunámskeið, sem byggðist á því að læra að forrita DASK-tölvu Reiknimiðstöðvar Dan- merkur með ALGOL-máli. DASK-töl- van fyllti gamalt íbúðar- hús út í Valby, enda voru allar reiknirásir hennar með glóðarlömp- um eins og þeim, sem notaðir voru í útvarps- tækjum um og eftir stríð. Ég fékk tækifæri til að læra á DASK- tölvuna í framhaldsnámi við Tækniháskólann síðar, en fljótlega komu þó fyrstu IBM-tölvumar til skólans og leystu gamla DASK-inn af hólmi. Stóra IBM-tölva Tækniháskólans var um skeið ein stærsta tölva í Norður-Evrópu, enda fyllti hún heilan sal. All- ur gagnainnlestur var með gataspjöldum. Það var martröð allra, sem fengust við tölv- una, að missa ekki spjaldabunkann, stundum 1.000—2.000 spjöld, á gólfið og þurfa að raða þeim upp á nýtt. Þetta kom reyndar stundum fyrir og var meiri háttar áfall. Það var mikil bylting að fá skjávinnsluna, sem að verulegu leyti leysti gataspjöldin af hólmi í kring- um 1970. Þegar ég kom svo til starfa hjá Há- skóla íslands 1972 var ennþá við lýði IBM 1620-tölvan í tveimur herbergjum í kjallaranum á Raunvísindastofnun. Hún var gataspjaldatölva og hafði reiknigetu, sem samsvarar meðalvasat- ölvu dagsins í dag. Háskólinn fékk svo nýlega IBM-tölvu um 1975, sem var minni útgáfa af þeirri tölvu, sem Tækni- háskólinn í Kaupmannahöfn notaði. Um þetta leyti var ég tekinn að þreytast á gataspjaldavinnslu og hætti að mestu tölvuafskiptum mínum. Upp úr 1980 kom svo einmenningstölvan, sem hafði reiknigetu á við stóra IBM-tölvumar áður. Skyndilega varð tölvan almenn- ingseign og í staðin fyrir hið flókna skipanakerfi, sem kostaði mikla yfir- legu og lærdóm áður, kom sáraeinfalt stýri- kerfi, sem flestir gátu lært. Nú þegar ég pikka þessa grein inn á ein- menningstölvuna mína, get ég ekki látið hjá líða að undrast yfir þeim tækniframföram, sem hafa orðið á þessum stutta tíma. Meira að sefeja þeir skólabræðrum mínir, em áttu í miklum erfiðleikum með stærð- fræðina og rökhyggju hennar, era nú orðnir tölvusnillingar. Einkum hefur Macintosh tölvan hentað þeim vel. HUGSAÐ upphAtt Sólnes, formadur Borgaraflokksins. Teikning/Pétur Haildórsson Fj ölmiðlaby ltingin Fjölmiðlabyltingin er angi af þeim miklu þjóðfélagsbreytingum, sem hafa átt sér stað þetta tímabil. Sem ungling- ur man ég eftir kvöldstundum, þar sem allir söfnuðust saman til að hlusta á spumingaþátt Sveins Ásgeirssonar í útvarpinu. Eða þegar Nýja bíó á Akur- eyri varð að hafa útvarp í salnum fyrir kvöldsýninguna svo bíógestir misstu ekki af upplestri Helga Hjörvars á Bör Börssyni. Nú á þessi 250 þúsund manna þjóð kost á tveimur sjónvarpsstöðvum, ég veit ekki hve mörgum útvarpsstöðv- um svo ég tali ekki um öll dagblöðin, vikublöðin, landsmálablöð, fréttabréf alls konar og tímarit. Það er ótrúlegt hvemig þessi fámenni hópur getur stað- ið undir þessu öllu saman. Mjög fjölmennur hópur fréttamanna hefur veg og vanda af því að halda öll- um þessum ijölmiðlum gangandi. Era þar á meðal margir hæfir og dugmiklir einstaklingar. Frá því, að tiltölulega fáir menn í blaðamannastétt sáu um blöðin og útvarpið, er nú komin stór og mikil stétt fjölmiðlara, sem skiptir miklu máli í atvinnulífinu, svo ekki sé talað um þau miklu áhrif, sem hún i —þ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.