Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 Peking er á kafi í káli Hwert sem litið er: hvarvetna eru haugar af góðgætinu. Núna í vetrarbyrjun ér kínakálið fullsprottið. Hundruð þúsunda bænda í sveitum Peking leggja dag við nótt til að ná saman upp- skerunni __ áður en veður fara að versna. Á hveijum degi streyma þúsundir vörubifreiða inn í borgina drekkhlaðnar fersku káli. Mörg hundruð varalögreglumenn hafa verið kallaðir á vakt til að greiða úr umferðarflækjum í kringum út- sölustaðina. Á næstu dögum verða 300 milljón kíló af kínakáli seld í Peking. Þrátt fyrir að mikið sé í húfi er ólíklegt að innkaupafár grípi um sig í ár: Stjómvöld hafa lýst því yflr að nóg sé til handa öllum; auk þess hafa þau ákveðið að greiða niður hinn eftirsótta vaming svo hann verði á sama verði og í fyrra. Kínakálið, ásamt hrísgijónum og brauði, er aðalfæða Pekingbúa yfir veturinn. Kálið matreiða þeir á ýmsan hátt: Vinsælast er að nota það í svokallaðar jiaozi, en það em lítil gufusoðin brauð fyllt með heitu kínakáli. Einnig er vinsælt að borða það með ýmsum tegundum af hveitilengjum. Loks er það gjaman haft sem meðlæti með soðnu rollu- kjöti eða steiktu fleski. Fjallháar stæður af grænmeti spretta upp á útsölustöðunum og þangað kemur fólkið með kernir sínar og vagna og verslar. „Ég keypti meira en 100 kíló fyrir and- virði eins sígarettupakka," sagði eldri kona sem stóð fyrir framan eina kálstæðuna á útsölumarkaðn- um í Xuanwumen í Vestur-Peking. „Þetta endist íjölskyldunni í allan vetur.“ Kræsingar í augum íslendings eru Kínveijar nokkuð undarlegir. Og stundum velti ég því fyrir mér hvort frekar þeir séu hneykslanlegir eða aðdáun- arverðir. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir að maður hafí lært heima á íslandi að skynsamlegt sé að skoða framandi siði hlutlausum augum, þá er maður oftast haldinn verstu hleypidómum. Þannig hef ég á dvöl minni hér í Peking margoft lýst yfir vandlætingu minni á hinum og þessum siðum borgarbúa. Þú hefur t.d. verið á þvælingi heilan dag. Á heimleiðinni ákveður þú að kaupa eitthvað sérdeilis kræsilegt til að hafa í kvöldmatinn. Gengur inn í næstu verslun; gægist yflr mannþvöguna og athugar hvað er á boðstólum. Þegar þú hefur tekið ákvörðun treðurðu þér fremst og gefur til kynna að þú viljir versla. En stundum nennir afgreiðslufólkið alls ekki að afgreiða þig — stendur kannski saman í hóp geispandi og gapandi hvert fjraman í annað og lætur sem það sjái þig ekki. Þú kallar upp hvað þú viljir fá; en þá er þér sagt að það sé ekki til í dag, eða að það sé ekki til sölu. Oftast kemur þó einhver og sinnir þér fyrr eða síðar. Allt er þó gert með eins lítilli áreynslu og unnt er: Afgreiðslumaðurinn nennir t.d. ekki að ganga með hveija vöru fyrir sig að afgreiðsluborðinu, heldur stend- ur við búðarhillumar, slæmir hendi eftir því sem þú biður um og fleyg- ir því síðan til þín. Þú tekur vörum- ar upp jafnóðum; skoðar þær gaum- gæfllega og spyrð um verð; og reyn- ir að meta hversu mikla áhættu þú tekur með því að ganga að kaupun- um — því það er nefnilega stað- reynd að kínversk framleiðsla er afar misjöfn að gæðum. Hinsvegar, ef skoðunin krefst aðstoðar frá af- greiðslumanninum, þá er oft erfið- leikum bundið að framkvæma nauð- synlegar athuganir. Þú verður þá annaðhvort að taka fulla áhættu og vona að þú fáir það sem þú borgar fyrir, eða hætta við viðskipt- in. Hvort sem þú gerir þá er af- greiðslumanninum alveg sama; pressan er öll á þér. í þessari að- stöðu er oft best að þakka fyrir sig og prófa þess í stað hvort maður finni ekki það sem maður sækist eftir á einhveijum af hinum enda- lausu útimörkuðum sem teygja sig eftir öllum strætum Peking. Þessir markaðir eru reknir af einstaklingum og eru gjörólíkir ríkisreknu verslununum: Verðlagið er hærra og umhverfið sóðalegra. Ef þú röltir aftur á móti þama um þarftu ekki nema rétt að gjóa aug- unum í eina áttina þá veistu ekki fyrr til en einhver hefur kannski slátrað hænu og selt þér. Og þú kemur hænunni fyrir á bögglaber- anum og hjólar áfram heim; og veltir fyrir þér af hveiju þú hafír keypt hænu. í þessum dúr gengur lífið í Pek- ing. Maður vill gera eitthvað en á í erfiðleikum með það vegna þess hve allt er sérstakt. Oft reiðist maður og kallar Kínveija vingla; þess á milli lærist manni að virða þá. Því þrátt fyrir allt þá er höfuð- borgin vinaleg stórborg þar sem ekki er anhað hægt en að taka lífinu með ró. HðSGflHGM okkar á milli... ■ ÞÓRARINN Vigfusson, kempa og gamall sægarpur á Húsavík, er þekktur fyrir sína stóísku ró og skemmtilegu til- svör. Þórarinn, sem er rúm- lega áttræður, þurfti á dögun- um að leita læknis, þar sem hann var orðinn eitthvað stíhir í hnjáliðum og ekki nógu mjúk- ur til gangs, að eigin dómi. Læknirinn bretti upp aðra buxnaskálm gömlu sjókemp- unnar og þuklaði hnéð, bank- aði í það og gerði það sem læknar gera í svona tilfellum. Að því búnu gerði læknirinn sig líklegan til að bretta upp hinni skálminni og sagði um leið að það væri best að líta á hitt hnéð. Og þá sagði Þórar- inn, sem til þessa hafði þagað: „Nei, vinurinn, það er alveg óþarfí að skoða hitt hnéð, þau eru nefnilegajafngömul!" - js. I VORUHUSINU, EIÐISTORGI I_____ ' líM h'r (i0g ríMv m I iftnimu &v ■;; Bókamarkaður. ■. .■'■■' ■ Bama-, kven- íslenskar og • • • • • . og herrafatnaður erlendar bækur, ásamt úrvali ritföng og margt, 'j -f' , heimilisvara. margt fleira á ■ 25-70% afsláttur. frábæru verði. - 1 r <: r r IV'* f-l ■(>\ ;'i i -1J1 j||\' r Fjö') .'KÓVHRSLUN LSKYLDUNNAR Iþróttavörur og Skór á alla sportfatnaður frá fjölskylduna. Hummel, Puma, Mikið úrval — Lutha ofí. ofl. gott verð. Úlpur í úrvali. 20-70% afsláttur. 20-50% afsláttur. OTRULEGA LAGT VERÐ VÖRUHÚSIÐ EIÐISTORGI 10 - 18.30 OPNUNARTIMI: MÁN.- FÖST. LAUGARDAGA 10 - 16 SUNNUDAGA 13 - 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.