Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Hótanir vegna dómsmáls > Iverkfalli síðastliðið vor reis ágreiningur um það milli Flugleiða og Verslunarmanna- félags Suðumesja hveijir mættu ganga í störf verkfalls- manna. Kom til stimpinga vegna verkfallsins í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Verkfallið leystist síðan eins og aðrar slíkar deilur en eftir stóð ágreiningurinn um það, hveijir mættu ganga í störf verkfalls- manna og hvort slíkt væri al- mennt heimilt. Var ekki samið um að falla frá málsókn vegna kjaradeilunnar eins og oft hef- ur verið gert. Lá þá þegar Ijóst fyrir, að Flugleiðir hefðu í hyggju að fá úr þessum ágrein- ingi eða óvissu skorið fyrir al- mennum dómstólum. Hefur mál nú verið höfðað af þessu tilefni gegn Verslunarmanna- félagi Suðumesja og var það þingfest í bæjarþingi Keflavík- ur síðastliðinn miðvikudag. Vilji Flugleiða stendur til þess að fá úrskurð dómstóla um túlkun á 18. grein laga um stéttarfélög o g vinnudeilur, þar sem kveðið er á um það, hveij- ir megi vinna í verkfalli. Hrafn- hildur Stefánsdóttir, lögfræð- ingur Vinnuveitendasambands íslands, sem þingfesti málið fyrir bæjarþinginu í Keflavík, sagði í Morgunblaðinu sl. fímmtudag, að það hefði verið full samstaða samningsaðila við gerð kjarasamninga versl- unarmanna sfðastliðið vor, að nauðsynlegt væri að eyða ágreiningi um túlkun þessarar lagagreinar. Magnús Gíslason, formaður Verslunarmannafé- lags Suðumesja, sagði á hinn bóginn í sömu Morgunblaðs- frétt, að yfírmenn mættu ekki ganga í störf undirmanna í verkfalli og hann teldi því ekki þurfa að dæma í þessu máli, því að það væri alveg ljóst hverjir mættu vinna í verkfalli. Almennt hefði mátt ætla, að jafnt Flugleiðum sem við- semjendum þeirra væri hagur af því að fá úr því skorið af hlutlausum aðila, hvemig stað- ið skuli að framkvæmdum við aðstæður eins og þær sem sköpuðust síðastliðið vor. Dóm- stólamir eru til þess að taka af skarið í málum sem þessum. Viðbrögð ýmissa félaga laun- þega benda helst til þess að forystumenn þeirra telji víst, að Flugleiðir fái kröfur sínar viðurkenndar af dómstólunum. Þessi viðbrögð verða að minnsta kosti ekki skilin á annan veg en þann, að félögin éða forystumenn þeirra vilji mikið á sig leggja til að koma í veg fyrir málshöfðun Flug- leiða. I forystugrein Þjóðviljans síðastliðinn miðvikudag er þeim gefínn tónninn sem telja það ósvinnu af hálfu Flugleiða að leita til dómstólanna. Þar segir meðal annars: „Falli Flugleiðir ekki frá ákæru sinni á næstunni hljóta launamenn og samtök þeirra að bregðast við með því að taka heldur þá aðra farkosti sem gefast. Mál- sóknin fyrir bæjarþingi Keflavíkur jafngildir stríðsyfír- lýsingu gagnvart verkalýðs- hreyfíngunni." Á venjulegu máli felst íjárkúgun í hótunum af þessu tagi. Þjóðviljinn er einfaldlega að segja: Hætti Flugleiðir ekki við að vísa ágreiningi um 18. grein laga um stéttarfélög og launadeilur til dómstólanna á verkalýðs- hreyfingin að beita sér fyrir því að fólk hætti að skipta við Flugleiðir. í Alþýðublaðinu er þetta orðað þannig í frétta- skýringu á föstudaginn, að verkalýðsfélög og félög opin- berra starfsmanna íhugi nú „leiðir til að þvinga flugfélagið til undanhalds". Málatilbúnaður þeirra sem vilja ekki hlíta því, að Flugleið- ir hafi fullan rétt til að leita úrskurðar dómstóla um ágrein- ingsefnið, sem hér um ræðir, gengur þvert á almennar hug- myndir um grundvallarréttindi í réttarríki. Ekki síst er sér- kennilegt, að það skuli vera stéttarfélög opinberra starfs- manna, sem ganga fram fyrir skjöldu í því skyni að knýja einkafyrirtæki til að falla frá málssókn um lögfræðilegt álitamál. Sama dag og frétta- skýringin birtist í Alþýðublað- inu, sem fyrr er vitnað til, sagði blaðið frá viðræðum fulltrúa BSRB við ráðherra undir fyrir- sögninni: „Þíður tónn á fundi ráðherra og BSRB“. Það er greinilega brýnna nú að mati BSRB að bijóta ákvarðanir Flugleiða á bak aftur vegna málskots til dómstóla en ríkis- stjómar, sem stendur fyrir hækkunum á öllum sviðum og gengur á hlut launþega. Takmörkuð dýrð Aþriðjudaginn kemur eru 75 ár liðin frá stofnun Eimskipafélags íslands hf. Þjóðarsamstaða varð á sínum tíma um stofnun félagsins. Ástæðan fyrir því var sú, að landsmenn litu svo á, að það væri veigamikill þáttur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á fyiri hluta aldarinnar að tryggja, að samgöngur við önnur lönd væru í höndum íslendinga sjálfra en ekki útlendinga. Eimskipafélagið hefur vaxið og dafnað. Það er raunar eftirtektarvert, að allmörg fyrirtæki, sem stofnuð voru snemma á þessari öid, á svipuðum tíma og Eimskipa- félagið hafa reynzt býsna lífseig. Auðvitað hefur gengið á ýmsu í rekstri Eimskipafé- lagsins eins og annarra fyrirtækja í landinu. En það hefur verið gæfa þessa félags að hafa á hveijum tíma notið for- ystu mikilla hæfileikamanna, sem hver um sig hefur lagt mikinn skerf af mörkum til uppbyggingar fyrirtækisins. Nú þegar þetta merka félag á 75 ára afmæli er styrkur þess sennilega meiri en nokkru sinni fyrr í sögu þess. Það hefur reynzt fyrirtækinu farsælt að njóta langr- ar reynslu Halldórs.H. Jónssonar, stjómar- formanns þess, á sama tíma og hópur til- tölulega ungra og jafnframt velmenntaðra manna hefur valizt til þess að sjá um dag- legan rekstur þess. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skipafélagsins, er í forystusveit nýrrar kynslóðar stjómenda, sem hlotið hafa menntun í beztu viðskiptaháskólum, sem völ er á. Rekstur Eimskipafélagsins á und- anfömum árum hefur verið til sérstakrar fyrirmyndar og glöggt dæmi um, hveiju hægt er að áorka með því að tengja sam- an reynslu hinna eldri og menntun og þrótt hinna yngri. Eimskipafélag íslands hefur jafnan ver- ið einn af máttarstólpum einkaframtaks á íslandi. Félagið stendur á margan hátt á tímamótum. Styrkur þess er orðinn svo mikill, að mörgum finnst nóg um! Það er mikið verkefni fyrir stjómendur Eimskipa- félagsins að beinæþeim styrkleika í þann farveg, sem fámenn þjóð er sátt við. Morg- unblaðið og Eimskipafélagið hafa átt sam- leið í 75 ár, enda blaðið aðeins rúmlega tveimur mánuðum eldra en Eimskip. Á þessum tímamótum sendir Morgunblaðið Eimskipafélagi íslands hjartanlegar ham- ingjuóskir, þakkar samfylgdina og óskar fyrirtækinu velfamaðar í framtíðinni. 1- MALCOLM Mug- •geridge segir í Trúskiptum að trúin sé ljós; hún ein þekki sann- leikann án þess sjá hann, þreifi á því sem hún fínni ekki, horfí á veröldina einsog hún sé ekki til, sjái það sem er ekki augljóst. Hann heldur því ennfremur fram að vald sé versta snaran. Það nki sem Kristur boðaði hafi verið andstæða valdsins. Samt heldur Kristur velli allar aldir, en ljósflugur valdsins hverfa hver af annarri inní svart myrkur hrattlíð- andi stundar. Og við getum haldið þessari líkingu áfram og sagt að flugumar hafi einungis skilið eftir sig myrkrið. Muggeridge er merkilegur mað- ur. Hann hefur allt sitt líf verið á leið inní kristna trú, nánar sagt kaþólsku, og lýsir því í fyrmefndri bók hvemig hann hefur tumazt hægt og sígandi á langri ævi. Hann er af alþýðufólki kominn og faðir hans var þingmaður Verkamanna- flokksins um skeið, eða þangað til leiðir hans og margra annarra sós- íalista skildu. Hann féll í kosning- um, en Ramsay MacDonald hélt velli. Og nú lifír þessi tækifæris- sinnaði forsætisráðherra Breta sem fyrirlitlegur svikari í minningu Muggeridge. Malcolm Muggeridge er vel menntur, stundaði kennslu og blaðamennsku og hefur haft mikil áhrif á hugs- un samtímafólks í Bret- landi. Efasemdir hans eru miklar, ekki sízt gagnvart stjómmála- mönnum, sjónvarpsstjömum og þessu yfírborðsfólki samtímans sem krefst meiri athygli en það á skilið að öðru jöfnu. Hann gerir sér grein fyrir því bili sem er milli raun- vemleikans og túlkunar á honum í fréttamiðlum. Samt var hann um tíma ein helzta sjónvarpsstjama Breta en þoldi aldrei miðilinn því hann sá í gegnum hann! í stað þess að ánetjast honum, verða honum samdauna einsog flest þessi dægur- stimi, fletti hann ofan af þeirri yfir- borðslegu veröld sem birtist okkur á skjánum. Enginn veit betur en Muggeridge hvemig hægt er að nota sjónvarpið í þeim svarta galdri sem nú er tíðkaður, ekki sízt í stjómmálum. Malcolm Muggeridge talar um hvemig fíölmiðlarnir breikka bilið milli atburðanna sjálfra ogtilbúinna hugmynda um þá. Hann gerði sér snemma grein fyrir blekkingum sjónvarpsstjömunnar og veit hvem- ig hún baðar sig í fölsku ljósi. Það gera stjómmálamenn einnig oftar en ekki. Muggeridge segir að það hafí hvorki verið Stalín, Mussólíni né Hitler sem leiddu siðmenningu okk- ar inní myrkrið, heldur muni sagan kalla Ftjálslyndið til ábyrgðar fyrir það; ofmetið og afvegaleiðandi fijálslyndi áttavilltrar aldar. Eldri siðmenning hafí hrunið vegna ásóknar villimanna að utan, en nú hafí menningarvitamir hugsað fyrir glötuninni. Engu sé líkara en þeir hafi fyllzt þrá eftir siðmenningar- legri tortímingu einsog hann kemst að orði. Og ef guð hafí ekki verið dauður, þá hafi hann að minnsta kosti verið kominn á eftirlaun(!) Trúin á vísindahyggju hafí tekið við hlutverki trúarinnar á guð. Jafnvel dauðinn gat þannig orðið lífsfylling afvegaleiddrar kynslóðar. H.G. Wells og Bertrand Russel hafi verið meðal þeirra sem lentu í þessari gryfju. Það hafí verið þessi „lífsfyll- ing“ Marx, Nietzsches og Huxleys sem liberalisminn svonefndi hafí keyrt í fólkið. Kristur sé andstæða þessa boðskapar. Muggeridge talar um „kviksyndi sögunnar" og segir að því útbreiddara sem kyntáknið verði, þvi almennari verði einnig vangetan. Þetta eigi einnig við um aðra þætti mannlífsins. En það hafí hvorki verið Karl Marx né Lenín sem kynntu okkur vestræna sið- menningu, heldur Páll frá Tarsus. Kristur hafí verið frumkvöðull hennar, Páll túlkandinn. M. (meira næsta sunnudag) HELGI spjall Seðlabankar gegna nokkuð mismun- andi hlutverkum og Seðlabanka tengsl þeirra við ríkisstjómir em með ýmsum hætti. Sums staðar er sjálfstæði þeirra nánast algjört og þeir verka sem hemill eða mótvægi á ríkisstjómir. Þannig er t.d. um Seðlabanka Bandaríkjanna. Annars staðar eru þeir ríki í ríkinu, eins og t.d. í Vestur-Þýzkalandi. Seðlabanki íslands á sér ekki langa sögu. Hann hefur aldrei markað sér jafn sjálfstæða stöðu og þeir tveir seðlabankar, sem að ofan voru nefndir. Hins vegar hef- ur Seðlabanki íslands löngum haft mikil áhrif, fyrst og fremst vegna þess, að ein- stakir seðlabankastjórar hafa verið miklir áhrifamenn og ráðgjafar flestra ríkis- stjóma sl. aldarfjórðung. En eftir því, sem ruglið verður meira í umræðum um efna- hagsmál af hálfu stjómmálamanna, verður sú spuming áleitnari, hvort það er ekki þjóðamauðsyn að gera Seðlabanka íslands sjálfstæðan og óháðan ríkisstjómum, þannig að hann geti stuðlað að heilbrigð- ari efnahagsþróun í landinu. Þorvaldur Gylfason, prófessor, gerir þetta mál að umtalsefni í nýju tölublaði Vísbendingar, sem Kaupþing gefur út og Finnur Geirsson ritstýrir. Þorvaldur Gylfa- son segir: „Serstöku máli gegnir um seðla- banka. Sums staðar eru þeir óháðir ríkis- stjóm á hveijum tíma, í reynd eða sam- kvæmt lögum. í Bandaríkjunum em Sjálfstæði JOHOM HAÖVíAt .<3Í HlTOACnJVTMTJS nn/iaiaraAi MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 REYKJAVIKURBREF Laugardagur 14. janúar bankastjórar seðlabankans (Federal Res- erve Board) til dæmis skipaðir til sjö ára í senn samkvæmt lögum líkt og hæstarétt- ardómarar og víkja ekki úr embætti við ríkisstjómarskipti. Þessu ákvæði er ætlað að stuðla að stöðugleika í efnahagsmálum með því að draga úr líkum þess, að svipt- ingar í stjómmálum valdi miklum breyting- um á stefnunni í peningamálum. Nýfengin reynsla Bandarílgamanna er fróðleg í þessu sambandi. Bandaríski seðlabankinn hélt fast við aðhaldsstefnu sína í peninga- málum undir stjóm Pauls Volckers, eftir að Ronald Reagan varð Bandaríkjaforseti 1981, þrátt fyrir harða gagnrýni forsetans og nýs fjármálaráðherra á stefnu bank- ans. Hvorki Bandaríkjaforseti né Banda- ríkjaþing hefur heimild til að reka seðla- bankastjóra úr embætti vegna ágreinings um stefiiu bankans. Svipuðu máli gegnir um ísland að því leyti, að seðlabankastjórar hér víkja ekki úr embætti, þótt ný ríkisstjóm setjist að völdum. í reyndinni hafa þeir verið ævi- ráðnir embættismenn. Hins vegar ber stjóm seðlabankans lögum samkvæmt að framfylgja stefnu ríkisstjómarinnar á hveijum tíma og jafnframt að stuðla að stöðugu verðlagi og þar fram eftir götun- um, jafnvel þótt þessi tvö höfuðhlutverk bankans hafi iðulega stangazt á vegna innbyrðis ósamræmis í stjómarstefnunni. Seðlabankanum ber skylda til þess að skipta um stefnu í peningamálum, hvenær sem ríkisstjómin óskar þess, hvað sem öðru líður. Bankastjómin getur að vísu gert ágreining við ríkisstjómina, en á það hefur aldrei reynt fyrir opnum tjöldum, svo að heitið geti. Þá getur ríkisstjómin vikið bankastjórum úr embætti vegna ágreinings um stefnu bankans, en það hefur þó aldrei verið gert, síðan bankinn var stofnaður 1961. Staða seðlabankans í stjómkerfínu hér er eins í grundvallaratrið- um og í Danmörku og Noregi. í Svíþjóð er aftur á móti sú regla við lýði, að ný ríkisstjóm skipar seðlabankastjóra úr sínum röðum. Á seðlabanki að vera óháður ríkisstjóm og starfa á eigin ábyrgð eins og í Banda- ríkjunum? Eða á seðlabanki að þiggja umboð sitt af ríkisstjóm og lúta vilja henn- ar, eins og tíðkast í Svíþjóð og reyndar líka hér á landi og í Danmörku og Nor- egi? Hvort skipulagið hentar betur til þess að auðvelda stjómvöldum að ná markmið- um sínum? Þessum spumingum er ekki hægt að svara í eitt skipti fyrir öll. Valddreifingar- sjónarmið hníga að því, að seðlabankar eigi að vera óháðir stjómmálahagsmunum ekki síður en viðskiptabankar, einkum á verðbólgutímum, því að verðbólga er næst- um alltaf til marks um agaleysi og mistök stjómmálamanna í efnahagsmálum. Ef stjómmálamenn klúðra ríkisfjármálum, eins og þeir hafa til dæmis gert hér á landi og víðar undanfarin ár, er þá ekki eins gott, að þeir haldi sig í hæfílegri fjarlægð frá seðlabankanum? Á hinn bóginn er líka hægt að færa skynsamleg rök að því, að seðlabanki eigi að lúta vilja ríkisstjómar til þess að tryggja innbyrðis samræmi í stefnu stjómvalda í efnahagsmálum. Ef ríkisstjómin fylgir skynsamlegri efnahags- stefnu, þá getur það hentað betur, að seðlabankinn hafi ekki leyfi til þess að skerast úr leik. En ef ríkisstjómin sýnir ábyrgðarleysi í efnahagsmálum, til dæmis með þvi að reka ríkisbúskapinn með mikl- um halla þrátt fyrir mikla verðbólgu, þá fer betur á því, að seðlabankinn þurfí ekki beygja sig undir vilja hennar.“ Sigurður B. Stefánsson, sem veitir Verð- bréfamarkaði Iðnaðarbankan's forstöðu, fjallaði um sama mál í grein í viðskipta- blaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag. Hann sagði: „Með núverandi stjórnarháttum kann að reynast torvelt að koma fjármálum íslendinga á réttan kjöl. Engu að síður er nauðsynlegt að koma betra skipulagi á fjárhagsmál þjóðarinnar, ef traust manna til krónunnar sem gjaldmiðils á ekki að glatast með öllu. Einkum virðist koma til Gullfoss á Reykjavíkurhöfh, Frá móttöku Gullfoss í Reykjavik 16. aprfl 1915. greina að auka ábyrgð opinberra embætt- ismanna og þeirra stofnana hins opinbera, sem fara með fjárhags- og peningastjóm en minnka að sama skapi áhrif stjóm- málamanna. Reynsla Vestur-Þjóðveija af stjóm peningamála í höndum seðlabanka, sem er óháðari stjómvöldum en seðlabank- ar annarra landa bendir ekki til þess að lítil áhrif stjómmálamanna hafí orðið til tjóns." Það er orðið tímabært að efna til slíkra umræðna um stöðu Seðlabanka íslands. Sterk rök hníga að því, að skynsamlegt sé að efla sjálfstæði bankans og gera hon- um kleift að hafa sjálfstæð áhrif á þróun efnahagsmála, jafnvel þótt það kunni á stundum að leiða til ágreinings við ríkis- stjómir. Stjómmálamönnum hefur ekki famast svo vel við stjórn efnahagsmála okkar, að ekki megi hreyfa við völdum þeirra. Sennilega er nauðsynlegt að breyta lögum um Seðlabanka íslands eitthvað til þess að ná þessu fram, þótt núgildandi lög veiti bankanum óneitanlega nokkurt svig- rúm til þess að skapa sér sjálfstæða stöðu — svigrúm, sem bankinn hefur hins vegar ekki notað. Sameiginleg fundaherferð form- anna Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags hefur vakið nokkra athygli. Sumir hafa til- Alþýðu- flokkur og Alþýðu- bandalag hneigingu til þess að taka þá ekki alvar- lega, þegar þeir ræða um hugsanlega sam- einingu þessara tveggja flokka. Að mati höfundar þessa Reykjavíkurbréfs er full ástæða til að taka þennan pólitíska hemað þeirra félaga alvarlega. Saga jafnaðar- manna á íslandi er að mörgu leyti ákaf- lega merkileg og að sumu leyti gmndvall- arþáttur í þróun stjómmálanna hér á þess- ari öld. Alþýðuflokkurinn hefur klofnað a.m.k. fjórum sinnum á síðustu tæpum 60 árum. Menn þurfa ekki að hlusta lengi á núverandi formann Alþýðuflokksins til þess að gera sér grein fyrir því, að helzta pólitíska hugsjón hans er sú, að sameina jafnaðarmenn á íslandi í einum flokki, eins og jieir vora fyrir 1930. Á undanfömum áratugum hefur enginn grandvöllur verið fyrir slíkri sameiningu. Nú hefur tvennt gerzt, sem veldur því, að möguleikamir kunna að vera meiri en menn halda við fyrstu sýn. Annað er það, að í fyrsta sinn hefur formaður verið kjör- inn í Alþýðubandalaginu, sem er ekki pólitískur arftaki gömlu Moskvukommún- istanna og sósíalistanna. Hvað sem um Ólaf Ragnar má segja, er auðvitað ljóst, að kjör hans til formennsku í Alþýðubanda- laginu markaði tímamót að þessu leyti. Á hinn bóginn hefur þróun alþjóðamála orðið á þann veg, að svo gæti farið á þeim tíma, sem eftir er til aldamóta, að sá djúpstæði ágreiningur, sem verið hefur um utanríkis- mál með þjóðinni allri og m.a. á milli Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags eigi eftir að mildast og gera sameiningu þessara flokka auðveldari. Eins og við mátti búast hefur þessi þróun mála valdið forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins nokkurri umhugsun. Þorsteinn Pálsson, formaður Gullfossi hleypt af stokkunum. Reykskálinn á 1. farrými. Frá móttöku Gullfoss. (Fremst til hægri er fyrsta hús félagsins.) Sjálfstæðisflokksins, skrifaði grein um málið í Morgunblaðið fyrir viku og Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, flutti ræðu á aðalfundi Fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í lið- inni viku, þar sem hann gerði fundaher- ferð formannanna tveggja að umtalsefni. Friðrik Sophusson sagði m.a.: „Auðvitað er það rétt, að Jón Baldvin og Ólafur Ragnar era pólitískir ævintýramenn, sem flestu fóma til að komast í fjölmiðla og skipta þá viðhorf samheija þeirra til að- ferðanna engu máli. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar, að það eigi að taka þetta framtak þeirra kumpána alvarlega. Jafn- framt tel ég, að í því felist sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Skal ég nú rökstyðja það nánar. Jón Baldvin Hannibalsson, sem heitir í höfuðið á Jóni Baldvinssyni, hefur um langt skeið talið það meginverkefni sitt að sameina íslenzka jafnaðarmenn í einum flokki. Saga Alþýðuflokksins hefur verið klofningssaga. Kommúnistaflokkurinn var stofnaður 1930. Héðinn Valdemarsson klauf flokkinn 1938. Árið 1956 stofnar Hannibal Alþýðubandalagið með Sósíal- istaflokknum. Síðast klauf Vilmundur Gylfason flokkinn 1983. Þessi hrakninga- saga rennur formanni Alþýðuflokksins til rifja og hann telur sig hafa því sögulega hlutverki að gegna að kippa þessu í liðinn og bæta fyrir syndir feðranna. Haustið 1987 var Ólafur Ragnar Grímsson kjörinn formaður Alþýðubanda- lagsins á sögulegum landsfundi. Hann er fyrsti maðurinn í sögu Alþýðubandalagsins sem stjómmálaflokks, sem ekki er hand- bendi eða kemur beinlínis úr röðum gömlu sósíalistaklíkunnar í flokknum. ðlafur Ragnar hefur aftur og aftur kallað Al- þýðubandalagið jafnaðarmannaflokk. Báðir eiga þessir menn rætur að rekja til kratahreiðursins á ísafirði. Jón starfaði með Alþýðubandalaginu fyrstu ár þess. Þá ætlaði Ólafur Ragnar sér stóra hluti í Framsóknarflokknum. Báðir gegndu þeir kallinu, þegar Samtök fijálslyndra og vinstri manna vorú stofnuð til að sameina alla vinstri menn. Þegar sú tilraun mis- tókst gekk Jón í Alþýðuflokkinn, en Ólafur Ragnar í Alþýðubandalagið. Báðir hafa þessir menn reynslu í að kljúfa flokka og stofna flokka. Draumur þeirra beggja er að stokka upp spilin á vinstri væng íslenzkra stjómmála. Það mál, sem ávallt hefur komið í veg fyrir, að í alvöra sé rætt um sameiningu Á-flokkanna, er að sjálfsögðu mismunandi afstaða þeirra til utanríkis- og vamar- mála. Nú telja formennimir, að þessi hindr- un sé ekki óyfirstíganleg í ljósi þeirrar þíðu, sem orðið hefur í samskiptum stór- veldanna." Það er auðvitað alveg rétt hjá varafor- manni Sjálfstæðisflokksins, að sameining- arhugmyndir formanna Alþýðuflokks og Alþýðubandalags fela í sér ákveðin tæki- færi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það fer ekk- ert á milli mála, að margir af núverandi kjósendum Alþýðuflokksins mundu ekki kjósa hinn sameinaða flokk vegna þess, að á honum yrði vinstri slagsíða. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur gullið tækifæri til þess að ná til þessa kjósendahóps. Það gerist hins vegar ekki af sjálfu sér. Til þess að svo megi verða þarf Sjálfstæðisflokkurinn að breyta vissum áherzlum í málflutningi sínum og sýna, að honum er annt um að ná til miðjufylgis kjósenda. En einmitt af þessum sökum eiga Sjálf- stæðismenn að líta á sameiningarherferð þeirra Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars sem ákveðið tækifæri fyrir flokk sinn. „Það er orðið tímabært að efiaa til slíkra um- ræðna um stöðu Seðla- banka Islands. Sterk rök hníga að því, að skynsamlegt sé að efla sjálfstæði bankans og gera honum kleifit að hafa sjálfistæð áhrif á þróun efinahagsmála, jafhvel þótt það kunni á stundum að leiða til ágreinings við ríkis- stjórnir. Stjórnmála- mönnum hefiuur ekki farnast svo vel við stjórn efiiahagsmála okkar, að ekki megi hreyfa við völdum þeirra. Sennilega er nauðsynlegt að breyta lögum um Seðlabanka Islands eitthvað til þess að ná þessu firam, þótt núgildandi lög veiti bankanum óneitanlega nokkurt svigrúm til þess að skapa sér sjálf- stæða stöðu — svigrúm, sem bankinn hefiir hins vegar ekki notað.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.