Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989
19
hefur í þjóðlífinu. Fjölmiðlafólk ræður
mjög miklu orðið um gang stjómmála
á Islandi. Ríkisstjóm Þorsteins Pálsson-
ar var t.d. aflífuð í beinni útsendingu á
Stöð 2 í september sl. Ríkisstjómir em
einnig nánast myndaðar í beinni útsend-
ingu.
Fyrir sérhvem stjómmálaflokk skipt-
ir því öllu máli að hafa gott samband
við íjölmiðlana og halda sér inni í um-
ræðunni með aðstoð þeirra. Eftir kosn-
ingar 1987 þótti okkur í Borgaraflokkn-
um sem nokkurs kala gætti í okkar
garð af hálfu fjölmiðla. Það var engu
kurteisi að spyija viðkomandi var því
haldið blákalt fram, að Óli Þ. Guðbjarts-
son, þingmaður Borgaraflokksins á
Suðurlandi, muni líklega þiggja efsta
sæti Alþýðuflokksins á Suðurlandi í
næstu kosningum. Óli hefur opinberlega
harðneitað þessu sem tilhæfulausum
fullyrðingum, enda einn af helztu
áhrifamönnum Borgaraflokksins og
mun áreiðanlega vera það áfram.
Fréttamennska sem þessi er frétta-
manninum og þeim fjölmiðli, sem stóð
að henni, til skammar. Hún er ekki í
neinu samræmi við þá nýju strauma,
„Eftir kosningar 1987 þótti okkur í
Borgaraflokknum sem nokkurs kaia gætti í
okkar garð af háifu fjölmiðla. Það var engu
líkara en fréttamönnum væri í nöp við okkur
og vildu helzt losna við okkur. Stundum hefur
okkur fundizt sem það væru samantekín ráð
að þegja okkur í hel.“
líkara en fréttamönnum væri í nöp við
okkur og vildu helzt losna við okkur.
Stundum hefur okkur fundizt sem það
væru samantekin ráð að þegja okkur í
hel.
Það má því segja, að við ættum að
vera ánægðir með þá fjölmiðlaathygli,
sem Borgaraflokkurinn hefur orðið að-
njótandi nú upp á síðkastið. Ánægjan
hlýtur þó að byggjast á orðtakinu, að
illt umtal sé betra en ekkert umtal. Það
er með ólíkindum, sem blöðin hafa bor-
ið á borð fyrir lesendur sína í skrifum
um Borgaraflokkinn. Hinir Qölmiðlam-
ir, þ.e. sjónvarp og útvarp, hafa verið
litlu betri. Einkar brosleg voru t.d. við-
brögð Tímans eftir atkvæðagreiðslu um
fjárlög eftir þriðju og síðustu umræðu.
Þar var sagt á baksíðu blaðsins, að fjár-
lög hefðu verið afgreidd með stuðningi
Borgaraflokksins, t.d. með hjásetu við
ýmis mál stjórnarandstöðunnar. Tíminn
á ef til vill við tillögu Kvennalistans um
íjárframlag til þess að byggja kvenna-
hús á Grænhöfðaeyjum. Við sátum hjá
eins og margir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins. Voru þeir að styðja ríkis-
stjórnina með því?
Þá tók nú steininn úr með s'krifum
Morgunblaðsins sunnudaginn 8. desem-
ber sl. Án þess að viðhafa þá sjálfsögðu
sem nú einkenna íslenzka fjölmiðlun.
Eina skýringin, sem ég get fundið og
gæti verið til afsökunar fyrir Morgun-
blaðið, er sú óskhyggja, að nú sé lag
til að losna við Borgaraflokkinn, sem
virðist vera að mati blaðsins óæskilegur
í íslenzkum stjómmálum. Það túlkast á
þann hátt, að hann sé fyrir Sjálfstæðis-
flokknum og standi honum ef til vill
fyrir þrifum. Einhveijir fleiri frétta-
menn virðast þeirrar skoðunar, að það
yrði íslenzku stjómmálalífi til góðs að
losna við Borgaraflokkinn. Þeir ganga
því nánast berserksgang þessa stundina
við að sverta og tortiyggja flokkinn og
þingmenn hans. Með því að telja al-
menningi trú um, að hann sé að splundr-
ast og þingmennimir að fara út og
suður, vonast þeir til þess, að flokkurinn
hverfi. Minnir þetta á aðferð dr. Göb-
bels. „Ef lýgin er endurtekin nógu oft
fara menn að trúa henni.“
Borgaraflokkurinn er hins vegar
kominn til þess acf vera. Hann er nauð-
synlegur í íslenzkum stjómmálum.
Hann er eini flokkurinn utan við gamla
Ijórflokkakerfið, sem getur veitt raun-
veralegt aðhald og knúið fram nauðsyn-
legar breytingar á þjóðfélaginu og fjár-
málastjóm landsins.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
MflLUN - MYNDVEFNADUR
SÍÐDEGIS- OG KVÖLDTÍMAR FYRIR
BYRJENDUR OG LENGRA KOMNA.
Málun: Meðferð vatns- og olíulita. Myndbygging.
Myndvefnaður: Undirstöðuatriði, ofið á ramma.
Upplýsingar og innritun í dag og næstu daga.
Kennari: Rúna Gísladóttir, SÍmÍ 611525.
STIGFJORD
Stigfjord 28 er 5.6 tonn, 8.45
mtr langur og 3 mtr breiður.
Vél er VOLVO PENTA TAMD31
130 hestöfl. Ganghraði allt að
15 sjómílur. Nú þegar eru 6
Stigfjord 28 í notkun
hérlendis.
Stuttur
afgreióslufrestur.
28
UMBOÐSMENN:
Jakob Kristinsson, Bildudal S: 94-2128
Skipasmiðastöð Marselíusar, ísafirði S: 94-3899
Jón Jóhannsson, Þórshöfn S: 96-81127
Hilmar Árnason, Höfn S: 97-81337
Marinó Sigursteinsson, Vestmannaeyjum S: 98-12441
Matthias Bragason, Ólafsvik, S: 93-61463
Axel Sveinbjörnsson hf., Akranesi S: 93-11979
kirdlii
KRISTJAN OLI HJALTASON
IÐNBUÐ2. 210 GARÐABÆ
SIMI 46488
UTSAIAN HEFST MÁNUDAG
30 10%
AFSLÁTTUR
NÝTT KREDITKORTATÍMABIL
HEFST SAMDÆGURS
Sendum í póstkröfu.
hummél WÆ
PORTBÚÐIN
ÁRMÚLA 40, REYKJAVÍK, SÍMI 83555
EIÐISTORGI 11,2. HÆÐ, SELTJ. SÍMI 611055.